Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1955 .3 v. ^'Tkí \ " ' ' ' ' " \ Guðm. G. Hagal'm: l ÚR_ DAGLEG A LÍFIN U sEiiuidf fn iinnim ÞAÐ var árið 1922 í ys og þys hafnarhverfisins í Buenos Aires. Flóttamannaskipið, sem lá við hafnargarðinn var þéttskipað þúsundum heimilislausra manna, sem héldu dauðahaldi um sínar fáu og smáu jarðnesku eigur — flestir flóttamannanna voru frá löndunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. Dökkhærður unglingur stikar jniður landgöngubrúna. Hann hef- ur aðeins 12 sterlingspund í vasanum. Hann á enga vini í Jandi og talár ekki einu sinni mál fbúanna. En hann fýsir að vita hvað f ramtíðin ber í skauti sínu honum til handa í Argentínu — og hann íhraðar sér brott úr mannþröng- inni á þilfarinu. ★ ★ ★ Árið 1955 — stór, hvít lysti- r.iJlkkja liggur við akkeri í höfn- ipiji í Monte Carlo. Músík og ííWðværir hlátrar óma frá þilfar- ú.y, og gestirnir skvampa í þil- ií#isundlauginni, sem gerð er úr rnármara. Niður landgöngubrúna, i.em lögð er grárri ábreiðu, geng- u é dökkhærður, miðaldra maður. Sjðmaður heilsar að hermanna- sið, en maðurinn hraðar sér eftir hafnargarðinum í áttina til skrif- fitofubyggingar, sem er einna lík- ust höll. Skammt undan er flugvél til reiðu til að fljúga, hvert sem honum þóknast. Um allan heim hefur hann menn í sinni þjón- ustu og skip á sinum vegum. ★ ★ ★ Unglingurinn og lystisnekkju- eigandinn eru einn og sami mað- urinn, Aristotle Socrates Onassis. Dökkhærði unglingurinn, sem Meig á land í Suður-Ameríku, xneð báða vasa tóma, var orðinn ^inn af helztu fjármálajöfrum heimsins. Sennilega mun hann hafa undir höndum sem nemur 100 milljónum sterlingspunda — Hann stjórnar einum stærsta kaupskipaflota — sem er í einka- «ign — í heimi, frá skrifstofu cinni og lystisnekkju í Monte Cario. Konungar og frægir kvik- myndaleikarar eru meðal vina hans. Maðurinn, sem „keypti bank- ann í Monte Carlo“, af því að hann þurfti á skrifstofurými að halda. í fyrra var hann sektaður um 1 milljón sterlingspunda af því, að hvalveiðiskip hans stund- uðu óiöglegar veiðar úti fyrir etröndum Perú. Maðurinn, sern vakti reiði brezkra og banda- rískra olíufélaga, er hann varð *ér úti um olíuflutningasamning við Saud konung í Saudi-Arabíu. ★ ★ ★ Olíuflutningaskip hans eru ein- hver stærstu og fullkomnustu í heiminum. Lystisnekkja hans er ein giæsilegasta sinnar tegundar. Fjármálastarfsemi hans teygir áhrif sín eins og risavaxnir kol- krabbaarmar út um -allan heim. Hann á heimili í fjórum löndum •— og skrifstofur í tíu löndum. Einn daginn er hann í New York, næsta dag í París eða Lundúnum .— þann þriðja má vera, að hann kiifri niður úr einkaflugvél sinni é heitum, söndugum flugvelli í Arabíu. Hann flýgur að jafnaði 100 þús. mílur á ári. Svo langt hefur hann komizt é 20 árum, og hann byrjaði með 12 sterlingspund í vasanum. Vog- un vinnur og vogun tapar hefur verið kjörorð þessa slægvitra fjármálamanns. — Hann hefur einskis svifizt í útgerðinni og lít- •ilsvirt reglur og ákvæði — og enúið á ríkisstjórnir, sem reyndu að bregða fæti fyrir hann. ★ ★ ★ Það er upphaf þessa máls, að Aristotle Socrates Onassis fædd- ist í Smyrnu — elzti sonur grísks tóbakskaupmanns. Frami hans og frægð eru ekki í stíl við söguna um sendisveininn sem varð for- ctjóri. Faðir hans var einn auð- yJnaóóió uar á óíniim tíma .. í óLmauomar ugasti og áhrifamesti kaupsýslu- maður í Smyrna, þangað til her Kemal Ataturks hóf ofsóknir gegn grískum mönnum. Óeirðirnar, sem urðu í Istanbul fyrir fáeinum vikum, voru hrein- asti barnaleikur samanborið við ránið og rupiið meðal Grikkja búsettra í Tyrklandi á tímum Ataturks. — Rúmlega milljón Grikkir voru myrtir — og meðal þeirra voru þrír frændur Onassis. Onassis dansar við konu sína, Aþenu. Ilún er mjög aðlaðandi og er dóttir Stavros Livinos, grísks skipaeiganda og útgerðar- manns. í tvo mánuði sátu Onassis, sem þá var 16 ára, og faðir hans í fangelsi við illa aðbúð. Báðir bjuggust þá við að enda líf sitt í snörunni, en þeir sluppu til Grikklands. Faðir Onassis var eini fullorðni karlmaðurinn í fjölskyldunni, sem komst lífs af, og auk sinnar eigin fjölskyldu varð hann að sjá fyrir ekkjum og börnum bræðra sinna. Fjöl- skyldan var því stór — 16 manns. ★ ★ ★ Það var ekki nóg fé fyrir hendi til að -framfleyta henni allri, og hinn ungi Socrates ákvað því að ryðja sér braut í Vesturálfu. — Fjölskyldan reytti saman pen- inga til að kaupa honum farmiða með gufuskipi til Suður-Ameríku — hann var ákveðinn í því að gerast útflytjandi. Hann vildi gerast sjómaður, en gekk illa að fá vinnu — og gerð- ist þá símavörður. Hinum metn- aðargjarna, unga Grikkja þóttu tekjurnar rýrar. Hann tók því að leggja stund á þann kaupskap, sem hann þekkti bezt — tóbaks- verzlunina — og fyrsta skrif- stofan var fátæklegt herbergi hans á gistihúsinu. Oft á tíðum svaf hann aðeins þrjá tíma á sól- arhring. ★ ★ ★ Þá reyktu flestir Argentínubú- ar sígarettur úr tóbaki frá Banda ríkjunum eða Kúbu. Aristotle notaði sér þau sambönd, er faðir hans hafði áður haft, og á tveim árum hafði honum tekizt að venja þrjá af hverjum tíu Argen- tínumönnum á að reykja sígar- ettur úr austurlenzku tóbaki. — Það leið ekki á löngu, þar til hann hafði aflað sér hátt í fyrstu milljónina. Tuttugu og tveggja ára að aldri var þessi ungi og efnilegi Grikki gerður að ræðismanni í Buenos Aires. Onassis tók nú að færa út kvíarnar og byrjaði að verzla með skinn, ullarvörur, korn, og hvallýsi. Auðæfin tóku nú að safnast að Onassis. Hann og vin- ur hans lánuðu gjaldþrota, norsk- um útgerðarmanni miklar fjár- upphæðir. Einmitt þetta ár gáfu hvalveiðarnar mikinn hagnað í aðra hönd, og þeir tífölduðu féð. ★ ★ ★ Margar sögur hafa gengið um fjáröfiunaraðferðir Onassis bæði fyrr og síðar — og ekki eru þær allar honum til hróss. En hvað sem því leið, er Onassis var 25 ára að aldri var hann orðinn milljónamæringur. Hann hafði hug á að fást við útgerð, en eins og hans var von og vísa, beið hann eftir rétta augnablikinu. Það kom á árinu 1931. Á kreppuárunum var auð- velt að fala skip mjög ódýrt Frá Kanada keypti hann þrjú flutn- ingaskip (um 10 þús. tonn að stærð) og greiddi 4 þús. sterlings pund fyrir hvert um sig — upp- haflega hafði verðið verið 400 þús. sterlingspund. ★ ★ ★ Onassis var nógu snjall til að byrja ekki að gera þau út þegar í stað. Hann hefur alltaf kunnað tökin á því að gera hlutina á . réttum tíma. Lét hann skipin liggja í höfn, þar til verzlun og viðskipti tóku að glæðast á nýjan leik. Það gekk heldur illa í byrj- un. „Ég óska þess oft á tíðum, að ég hefði haldið mig við tábak- ið“, segir Onassis. En það leið ekki á löngu, þar til hann kom auga á lausn málsins. Honum skildist, að framaleiðin lá ekki í venjulegum flutningum — held- ur í olíuflutningum. En eir.mitt vegna þessa var ekki eins auð- vclt að verða sér úti um olíu- flutningaskip og kanadisk vöru- flutningaskip. Það var ekki um annað að ræða en láta smíða olíuflutninga- skip, og hann fékk sitt fyrsta olíuflutningaskip frá Svíþjóð ár- ið 1939. Hann var þá aðeins 33 ára. Þetta fyrsta skip hans, Arist- ophanes, er enn í flutningum, þó að það sé lítið og úrelt miðað við nýjustu olíuflutningaskipin hans. ★ ★ ★ Onassis græddi drjúgt á styrj- aldarárunum. Sjálfur hefur hann lítið viljað segja um viðskipti sín á þeim árum — og enn minna hefur verið skjalfest. Á þessum árum voru flutningsgjöld gífur- lega há — og ríkisstjórnirnar voru fúsar til að greiða svo að segja hvaða gjöld, sem sett voru upp, þar sem brýn þörf var á hvers konar eldsneyti. Og væri skipinu sökkt, voru ríkisstjórnir og tryggingafélög reiðubúin til að láta þegar smíða ný skip. Sum skip Onassis voru innilok- uð á Eystrasalti, þegar styrjöldin brauzt út — önnur skip sín fékk hann Bandamönnum til umráða. Hermálaráðuneyti Bandarílcj- anna réði, hvert skipin sigldu, en Onassis — sem nú hafði flutt bækistöðvar sínar frá Buones Aires til New York — rakaði sam an peningunum. Talið er, að á stríðsárunum muni ágóðinn hafa numið um 10 milljónum sterlings punda. ★ ★ ★ Styrjöldin kann að hafa koll- varpað efnahag margra fjöl- skyldna — en hún mun hafa sett stoðirnar undir efnahag annarra. ELEKfRIBLIJX heimilisvélar Einkaumboti: HANNES þORSTEINSSON & CO. _______Sími 2812 — 82640_____ ÍSLAND liggur eitt sér úti á reginhaíi. Það hefur verið viðurkennt sjáifstætt ríki. Þessar staðreyndir gætu i fljótu bragði bent til þess, að íslendingar gætu dregið sig út úr solli veraldar- innar, látið sig litlu skipta það, sem fram fer á alþjóðlegum vett- vangi, og þyrftu ekki að krefj- ast neins af neinum eða leita samstöðu við neinn. En þetta er mjög á annan veg. Aðstaða ís- lands er einmitt slík, landfræði- lega, söguiega, menningarlega og fjárhagslegá, að íslendingar hljóta að taka afstöðu til þeirra vandamála, sem uppi eru í heim- inum. Landfræðileg aðstaða hef- ur knúið þá til þátttöku í At- lantshafsbandalaginu, með þeim hvimleiðu hvöðum, sem því fylgja, ng út frá rökum menn- ingar sinnar og fortíðar hafa þeir skipað sér í hóp þeirra þjóða á vettvaogi alþjóðamála, sem viðurkenna rétt hverrar smá- þjóðar til að ráða sjálf málum sínum, ákveða sitt stjórnarfar og afstöðu sina út á við. Og til þess að fjárhagsgrundvöllur ís- lenzku þjóðarinnar verði örugg- ur og sjálfstæði hennar tryggt, hefur hún þegar með nokkrum árangri hafizt handa um að stækka landhelgina umhverfis strendur landsins og þarfnast stuðning annarra þjóða til frek- ari aðgerða um þau efni. í Það er ekki nema æskilegt, að Íslendíngar syni hófsemi og sann- girni gagnvart öðrum þjóðum — taki jafnan í samvinnu við þær afstöðu, sem sýni, að þeir vilji ekki á neinum níðast eða að því stuðla að á neinum sé níðst. En réttar síns verða þeir ávallt að krefjast af festu og einurð. Þeir verða af fullri djörfung að krefj- ast þess á vettvangi norrænnar'j samvinnu, að í fyrsta lagi líðist hvorki Svíum né Dönum að sýna þeim yfirgang eða varna þeim þess, sem þeir eiga menningar- legan og siðferðilegan rétt til, og í öðru lagi, að Norðurlanda- þjóðirnar styðji réttlætiskröfur þeirra, hvort sem er í Evrópu- ráði eða á því sviði, þar sem fjallað er um mál allra þjóða, og fulltrúum íslendinga ber af einurð og lagni að leita sam- stöðu við aðrar þjóðir til þess að vinna sínum málstað gagn. Þeir verða að hafa forgöngu um það, að þær mörgu þjóðir heims, sem eiga mikil menningarverð- mæti í annarra garði, sameinist um endurheimt þeirra, og þeir verða að leita í landhelgismálun- um samvinnu við þær þjóðir, sem hafa svipaðra hagsmuna að gæta. Þeir verða að kynna og fá viðurkennt, að eins og land- grunnið er sá stöpull, sem sjálft , Island stendur á, eins er land- grunnið grundvöllur efnalegrar afkomu og þá um Ieið menningar og sjálfstæðis íslenzku þjóðar- innar í samtíð og framtíð. j Þeir menn, sem brýna þessi sannindi fyrir íslenzku þjóðinni, öfgalaust og án alls ofsa, með sögulegum og efnahagslegum rökum, vinna þarft verk. Þeir eru í hópi framherjanna á vett- vangi ævarandi baráttu þessarar þjóðar fyrir raunverlegu frelsi og sjálfstæði. | Einn af þessum mönnum er i Þorkell Sigurðsson, vélstjóri. Hann hefur að undanförnu skrif- að greinar um landhelgismálin, og nú hefur hann gefið út bók, sem heitir Saga landhelgismáls íslands og auðæfi íslenzka haf- svæðisins. Bók þessi er fjórar arkir í svo stóru broti, að les- mál hennar mundi svara til þess, sem rúmast á 7—8 venjulegum bókarörkum. Björn Ólafsson alþingismaður ritar stuttan formála fyrir bók- inni, og höfundurinn lýkur henni með eftirmála. Bókinni er skipt í tva höfuðhluta. Sá fyrri heitir Atta kaflar úr sögu landhelgis- málsins. Þar eru fyrst Landhelg- ismál íslands, svipmyndir úr sögu liðinna alda. Þar er í höfuð* dráttum skýrt frá því, hvað gerzt hafði í landhelgismálum íslend- inga fram að árinu 1952, greint frá staðreyndum, sem allir ís- lendingar þurfa að kunna skil á, Þessum kafla fylgja kort, sem sýna landhelgina á ýmsum tíma- bilum. Annar kafli flytur bráða- birgðalögin frá 1952 um út- færslu landhelginnar og reglu- gerð frá sama tíma um vernd- un fiskimiða umhverfis ísland, Þá er þriðji kaflinn, Útfærsla fiskveiðatakmarkananna frá þjóðréttarlegu sjónarmiði. Þar er í mjög stuttu, en skýru máli gerð grein fyrir rétti íslendinga til útfærslu landhelginnar og rökum, sem styðja hana. Þap eru meðal annars mjög athyglis- verðar tilvitnanir í rökstuðning alþjóðadómstólsins í Haag fyrir niðurstöðum hans í máli Breta og Norðmanna út af fjögurra mílna landhelginni norsku. Þar er felldur sá dómur, að í raun- inni sé engin alþjóðaregla til um ákvörðun landhelgi, og þar e$ þessi veigamikla rökfærsla: „Meðal þessara athugana bcf almennt að leggja áherzlu á hin! nánu tengsl, sem eru á milli landhelginnar og yfirráða á landi, Það er landið, sem veitir strand- ríkinu rétt á sjávarsvæðunum fyrir ströndinni. Af því lciðir, að veita verður því ríki nauð- synlegt olnbogarúm til þcss að gera því unnt að afmarka land-: helgina í samræmi við hag- kvæmar þarfir og aðstæður á staðnum". (Leturbr. mín. G, G. H.) Ennfremur segir í rökum dóm- stólsins: „Loks má ekki gleyma einni athugun, sem tekur til fleiri atriða en þeirra, er varða beint landslögin. Er hér um að tefla vissa efnahagslega hagsmuni, sem eru eiginlegir tilteknu lands- svæði, enda hafi löng venja sannað ljóslega tilvist þeirra og mikilvægi.“ (Leturbr. mín. G, G. H.) Þarna er stuttlega vikið a3 því, sem er mergur málsins, stað- reyndum, sem við megum ekki víkja frá íslendingar og aldrei raska með samningum, sem feli í sér viðurkenningu þess, að við látum okkur nokkuð minna nægja sem lokatakmark en allt landgrunnið. Fjórði kaflinn heitir ísland fyrir íslendinga, og er það í hon- um röggsamlega brýnt fyrir þjóð- inni, að sjálfstæðisbaráttu okk- ar er engan veginn lokið, — að nú erum við að hefja baráttu, sem hefur úrslitagildi fyrir vei- ferð, frelsi og sjálfstæði um alla framtíð. Og höfundur bendir réttilega á það, að þá er bafin var baráttan fyrir verzlunar- og stjórnfrelsi, muni allur þorri manna ekki hafa trúað því, að takmarkinu mundi nokkru sinnj verða náð, — en náðst hafi það, Nú muni svipuðu vera til að dreifa. Fjöldi manna muni telja, að til einskis muni vera að berj- ast að því marki, að fá allt land- grunnið viðurkennt sem íslenzka landhelgi, en með lagi, einurð og seiglu muni sigur vinnast. Þvj skal hver trúa og því er óhætt að trúa. Þau munu málalokin verða og fyrr en varir, ef vel er haldið á málunum, samvinnu leitað við þær þjóðir, sem sam- leið eiga við okkur, öðrum þjóð- um, sem þurfa að leita réttar síns veitt samstaða, leitað laga um að skýra málstað okkar, hvar sem þess gefst kostur — en aldrei beitt osa eða um of farið á fremstu nöf. Næstu kaflar fjalla um gildl landhelginnar, hagsmuni þjóðar- innar og togaraútgerðarinnar og um hin fráleitu viðbrögð Breta við stækkun íslenzku landhelg- innar, þar sem fjárhyggjan hef- ur stýrt skeytum rógs, lyga og ofbeldis. í einum þessara kaíla eru færð mjög skýr rök að því, Frh. á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.