Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 14
30 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1955 ,,í Danmörku eiga ís- lendingar marga vini" VIÐTAL VIÐ KARL R. BJERG ÞAÐ var árið 1929, þegar ég var á ellefta ári, að ég fluttist héðan til Danmerkur. Þar hefi ég verið búsettur síðan. Þó kom ég hingað í stutta heimsókn 1938. Þetta segir Karl R. Bjerg, for- stjóri Faberverksmiðjunnar í Kaupmannahöfn, á allgóðri ís- lenzku, þegar við hittum hann að máli fyrir nokkru. í VIBSKIPTAERINDUlW Síminn hringdi og mér bauðst langþráð tækifæri til að heim- sækja ísland, að vísu í viðskipta- erindum fyrir fyrirtæki það er ég starfa hjá, A/S Chr. Fabers Fabriker. Fabersólt j aldaverk- smiðjur starfa í öllum heimsálf- um. Þær kaupa allar hráefnið frá aðalverksmiðjunni í Ryslinge. Það er smáþorp á Fjóni og hafa þar flestir íbúanna, 300 til 400 manns, atvinnu við þá fram- leiðslu. Utan Danmerkur eru eig- endur verksmiðjanna þegnar þess lands, sem verksmiðjan er í, en hins vegar er náin samvinna milli allra verksmiðjanna. Hér hefi ég starfað í hálfan mánuð að beiðni eiganda firmans Gluggar h.f. Verksmiðjan hér er af meðal- stærð og eru 29 jafnstórar verk- smiðjur dreifðar um heiminn. Ég hefi yfirfarið verksmiðjuna ná- kvæmlega og kynnt væntanlegar nýjungar á sviði Fabersóltjalda. Einnig hefi ég reynt að miðla þeim af 55 ára reynslu okkar í Danmörku við þessa framleiðslu. Finnst mér starfsemi Glugga h.f. ganga með ágætum af svo ungu fyrirtæki. TRÖLLAUKIN STÆKKUN REYKJAVÍKUR Hér hefi ég hitt marga góða kunningja föður míns heitins og nokkra bernskuvini mína. Faðir minn, Jens L. Jensen-Bjerg, bvrj- aði verzlun á Siglufirði, en árið 1911 stofnsetti hann verzlunina Vöruhúsið í svonefndu Herdísar- húsi, þar sem verzlunin Feldur er nú í Austurstræti. Það hús brann í brunanum mikla 1915. Um 1920 keypti hann með Ragnari Leví Hótel ísland. Frá 1922 var hann einkaeigandi þess. Rak hann þessi fyrirtæki á horninu á Aðal- stræti og Austurstræti til dauða- dags í des. 1927. Hótel ísland keypti Rosenberg en Arni Árna- son Vöruhúsið og fluttist fjöl- skyldan til Danmerkur. f brun- anum 3. febr. 1944 brann þetta hús og þykir mér tómlegt að sjá torgið eitt. Þá byggði faðir minn húsið Vesturhlíð, á Öldugötu 14, þar sem við bjuggum. Móðir mín, Metha Jensen-Bjerg sem mun vera mörgum eldri Reykvíkingum kunn, býr nú í Fredriksberg í Kaupmannahöfn. Hún er við góða heilsu og fær iðulega heimsóknir af íslending- um. Vil ég nota þetta tækifæri og skila kveðju frá henni til kunn- ingjanna. Þegar ég nú fer hér um Reykja vík rifjast óðfluga upp bernsku- minningarnar, en mér finnst bær- inn hafa stækkað tröllslega og alhliða tækni aukist ofsalega. Úti í Danmörku hafði ég heyrt þessa getið, en ekki vænzt þess svo, sem raun ber vitni. í DANiVlÖRKU ERU SÓLTJÖLD EKKI LUXUS Nú víkjum við talinu að Bjerg sjálfum, sem býr út við Kastrup- flugvöll og sér þar flugvélarnar fara og koma til og frá íslandi. Hann segist hafa ágæta stöðu, sem forstjóri Faberverksmiðjunn ar í Höfn. Hjá honum vinna um 40 manns, en þó er afgreiðslu- frestur frá pöntun alltaf ein vika. Hann segir, að í Danmörku séu sóltjöld ekki skoðuð sem luxus og séu það fyrsta, sem fólk fær sér, þegar það flytur í nýja íbúð, en í seinni tíð séu þau sett upp i um leið og húsin eru byggð. Karl R. Bjerg. ÞRAIR AÐ HEIMSÆKJA ÍSLAND AFTUR Bjerg segist af og til hitta ís- lendinga í Kaupmannahöfn, en þar eigi fslendingar fleiri vini en þeir haldi. í Danmörku sé fylgst af samúð og áhuga með málefn- um íslands og íslendinga. Að lokum segir Bjerg, að inn- an skamms muni hann með konu sinni og 2 börnum heimsækja ísland og ferðast um landið. Svo kveður þessi íslandsvinur okkur og óskum við honum góðr- ’ ar heimferðar. - Bændur Frh. af bls. 27 hús með aðstoð bóndans þar, Gunnars Friðfinnssonar. Hafði hann komið þvínær öllu sínu fé í hús áður en veðrið skall á. VARÐ AÐ BERA KINDURNAR TIL HÚSA Veðurofsinn hélzt óslitinn í þrjá sólarhringa. Á miðvikudag fundu menn á Kjaransstöðum sem er hinum megin fjarðarins reknar 10 kindur frá Lambadal. Þrátt fyrir veðrið hófust Lamba- dalsbændur handa með aðstoð nágranna sinna, um að bjarga fénu úr fönninni og unnu að því miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Var það hin mesta þrekraun, þar sem féð var margt svo mikið hrakið og illa farið, að bera varð það til húsanna. Tókst þó að bjarga flestu, en ennþá vantar Steindór 15 kindur en Guðmund um 30. Hefur orðið að hjúkra miklu af fénu í húsum síðan. / Ekki urðu aðrir bændur í Dýrafirði fyrir neinum sköðum vegna veðursins, enda náði það sér aðallega upp í Lambadal, sem liggur algeriega opinn fyrir þess- ari vindátt. — Magnús. 1 - X - 2 SUNDERLAND hefir nú tekið forystuna í 1. deild eftir ósigur Manch. Utd í Bolton, en Manch. Utd hefir ekki tekizt að sigra þar s.l. 6 leiktímabil. Þetta virtist þó ætla að takast á laugardag, en miðfrh. Taylor skoraði strax á 3. mín. Keppinautur hans um stöðu miðframherja í landsliðinu Nat Lofthouse, var aftur á móti í bezta keppnisskapi, skoraði með skalla eftir 28 mín., aftur 10 mín. síðar, og á síðustu mínútu klykkti h. úth. Perry út með þrumuskoti af 20 m sem hafnaði í netinu, 3 —1. Manch. Utd. kynnti enn einn unglinginn af hinus svokallaða „Busby-færibandi“, í þetta sinn 19 ára hliðarframvörð, Ed Cole- man, sem átti afbragðs leik. Er hann 22. leikmaðurinn, sem fé- lagið hefur notað í deildinni 1 haust, b. a. eru 20 undir 23 ára aldri. Fyrstu 30 mín. gegn Preston lék Portsmouth eins og það væri eitt á vellinum, og voru útherj- arnir sérlega athafnasamir. Rigndi skotunum yfir Thomson markvörð Preston, er hann varði af stakri prýði. Eftir hríðina gerði Preston gagnsókn og tókst Finney að skora, og datt þá allt í dúnalogn hjá heimaliðinu. Baxt er innh. tryggði Preston sigurinn með skallamarki í s. hálfleik. Fyrir síðustu umferð hafði Swansea leikið 11 leiki án taps, en á laugardag mátti það sín ekki mikils gegn Leichester í topp- formi, sem sigraði með 6—1, og var mark Swansea ekki skorað fyrr en á 89. mín. Swansea vant- aði fyrirliðann Ivor Allchurch, en miðframvörð lék gamli Totten ham-fyrirliðinn Burgess, sem mátti sín ekki mikils gegn hinum ágengu framherjum Leichester. Ekki voru mörkin færri í Black- burn, þar sem Port Vale, með „Járntjaldsvörnina*1 fékk á sig 7 mörk, en í fyrstu 14 leikjunum hleypi þessi vörn aðeins inn 12 mörkum. P. V. skoraði í upp- hafi leíksins, en eftir 18 mín. voru leikar 4—1. í 2. deild sigr- uðu bæði neðstu liðin óvænt, Hull með 3—1 yfir West Ham. Hull keypti í vikunni Stan Mortensen frá Blackpool, en hann hefur að baki sér um 30 landsleiki, síðast gegn Ungverjum í nóv. 1953. Hann hefir verið inn og út úr Blackpool liðinu s.l. ár. Hann skoraði mark fyrir Hull. Leikirnir á 35. seðlinum eru: 1 Bifreiðastjórar Hreyfils sigursœlir í knaftspyrnu KNATTSPYRNULIÐ HREYFILS — Efri röð frá vinstri: Ölafur Ófeigsson, Úlfar Magnússon, Anton Guðjónsson, Jóhann Runólfsson, Óskar Grímsson. — Neðri röð frá vinstri: — Brynjólfur Sigur- jónsson, Jón Sigurðsson, Aðalsteinn Grímsson, Gísli Sigurtryggva- son, Vagn Kristjánsson. FYRIR skömmu er lokið knatt- spyrnukeppni milli bifreiðastöðv anna í Reykjavik og tóku þátt í henni B.S.R., Borgarbílastöðin, Bæjarleiðir og Hreyfill. Bifreiða- stjórar á Hreyfli báru sigur úr býtum eftir að hafa leikið auka- leik við Borgarbílastöðina, en þessar stöðvar voru jafnar að keppni lokinni, hlutu 4 stig hvor. Varð því að leika aukaleik og eftir að hann hafði verið tví- framlengdur sigruðu Hreyfils- menn með 3 mörkum gegn 1. Bæjarleiðir og B.S.R. fengu hvor stöð um sig 2 stig. Keppt var um bikar, sem stéttarfélag bifreiðastjóra í Reykjavík, Hreyfill, gaf til keppninnar og var bikarinn af- hentur sigurvegurunum í kaffi- samsæti, er keppendum var boð- ið til. Bifreiðastjórar á Hreyfli stofn uðu með sér knattspyrnufélag 25. ágúst 1949 og heitir það Knatt- spyrnufélag bifreiðastöðvar sam- vinnufélagsins Hreyfils (skamm- stafað K.B.H.). Á sumrin hefir félagið gengizt fyrir reglubundn- um æfingum tvisvar í viku hverri og hafa þær að jafnaði verið mjög vel sóttar t. d. voru yfir 30 manns Frh. af bls. 20 skútunnar verður þá eins og hjá hinu siglandi skipi, þegar í bak- segl slær. Þetta ætti reynslan að vera búin að sýna okkur á eftirminni- legan hátt, og hætta að ræna hugsjónum liðinna kynslóða, með fallandi krónu. Þjóðin er sem eitt heimili, þar þarf iðjusemi að fara vel með gjafir náttúrunnar, og um fram allt ráðvendni. Eigi skal viðhafa glys né skart, annað prýðir meira vart. 7. september, 1955. Jón Guðmundsson, Valhöll. liE'/.T AÐ AVGLÝSA Í MORGUISBLAÐINV Burnley—Portsmouth Charlton—Aston Villa Everton—Manch.City Luton—Sunderland .. Manch.Utd.—Luton . . lx 1 1 X2 lx á einni æfingu félagsins s.l. sum- ar. K.B.H. hefir frá stofnun og fram til þessa dags leikið 63 kappleiki í knattspyrnu við ýmsa Newcastle—Cardiff .. 1 Preston—Arsenal . . . X Huddersfield 15 3 2 10 16-38 8 Sheff.Utd.—Bolton . . 1 Totteanham 16 3 2 11 19-33 8 Tottenham-Wolves .. 2 W.B.A.—Blackpool . . lx Bristol City- —Sheff.Wedn. .. lx 2. deild: Staðan í deildunum er nú: L U J T Mork St. Swansea .. 17 11 2 4 41-31 24 1. deild: Bristol City 16 10 3 3 38-23 23 L U J T Mörk St. Bristol Rov. 16 10 2 4 37-24 22 Sunderland 15 9 3 3 41-29 21 Sheff.Wedn. 17 7 8 2 38-23 22 Blackpool . 16 9 3 4 36-26 21 Fulham 17 9 2 6 42-29 20 Manch.Utd . 17 8 5 4 33-27 21 Liverpool... 16 8 3 5 31-23 19 Carlton ... 17 8 4 5 37-33 21 Liverpool .. 16 8 3 5 31-23 19 Burnley ... 16 7 3 4 23-18 19 Blackburn .. 15 8 2 5 35-22 18 W. B. A ... 16 8 3 5 20-18 19 Leeds Utd. 16 8 2 6 23-22 18 Everton .. . 17 8 3 6 24-22 19 Stoke City.. 17 9 0 8 30-25 18 Bolton . . . 14 8 2 5 29-18 18 Port Vale .. 15 6 5 4 20-19 17 Wolves . . . 15 8 1 6 40-26 17 Lincoln .... 16 7 3 6 26-19 17 Luton .. 16 7 3 6 24-23 17 Leichester 17 7 3 7 39-38 17 Preston . . 17 7 3 7 36-27 71 Middlesbro 15 5 5 5 25-25 15 Birmingham 17 6 5 6 30-23 17 Barnsley .. 17 4 7 6 19-31 15 Portsmouth 15 7 2 6 29-31 16 Doncaster .. 16 4 6 6 30-39 14 Chelsea ... 16 6 4 6 21-24 16 Notts Co. .. 17 4 6 7 23-33 •14 Newcastle . 16 6 2 8 34-32 14 West Ham.. 16 5 3 8 36-29 13 Arsenal ... 16 4 6 6 19-27 14 Rotherham 17 4 5 8 20-32 13 Manch.City 15 4 5 6 25-31 13 Nottm Forest 15 6 0 9 22-29 12 Aston Villa 17 3 3 7 19-27 13 Bury 17 4 4 9 30-46 12 Sheff. Utd.. 16 5 2 9 22-28 12 Plymouth.. 17 4 2 11 17-36 10 Cardiff . . 16 5 2 9 21-36 12 , Hull City .. 16 2 2 12 18-43 6 starfsmannahópa, utanbæjar og innan. Alls hefir félagið sigrað í 37 þessara leikja, tapað 23 og gert 3 jafntefli. Síðastliðið sumar lék lið félagsins 11 kappleiki, sigraði í 8 þeirra, tapaði 2 og gerði 1 jafntefli. Knattspyrnufélagið var stofn- að til þess að auka og örva íþróttaáhuga félagsmanna og sjá þeim fyrir hollri hreyfingu og nokkurri útivist og hefir jafnan verið mikill áhugi ríkjandi innan félagsins. Til dæmis má geta þess, að nú síðustu árin er knattspyrnu skórnir eru lagðir á hilluna yfir vetrartímann, þá eru teknar upp fimleika- og handknattleiksæf- ingar og stundaðar af kappi allan veturinn undir tilsögn kunnáttu- manna. í stjórn félagsins eru nú: Snorri Gunnlaugsson, sem hefir átt sæti þar frá upphafi, Albert Jónasson, Ólafur Jaboksson, Jón H. Hálf- dánarson og Snorri D. Halldórs- son. Þjálfari s.l. sumar var Hannes Sigurðsson. r Iþréttir í shitfu máli ENGLAND sigraði írland nýlega í landsleik í knattspyrnu með 3 mörkum gegn 0. Leikurinn fór fram á Wembley og voru áhorf- endur 60 þúsund. EINN stærsta vinning, sem um getur í getraunum um úrslit knattspyrnuleikj a, hrepptu gömul hjón í einu úthverfi Lund- únaborgar nú fyrir skömmu. — Þau höfðu útfyllt eina röð á viku undanfarin þrjú ár (höfðu ekki ráð á meiru) og fengu svo allt í einu 12 rétta og vinningsupphæð- in svarar til 3.430.000 íslenzkra króna. Góður vinningur fyrir rúmrar einnar krónu áhættu. ★ ★ ★ FINNSKI sundmaðurinn Karri Kayhkö setti fyrir skemmstu nýtt finnskt met í 100 metra skrið- sundi og fékk tímann 58.6 sek. ★ ★ ★ FRÁ Melbourne fréttist, að upp- seldir séu nú aðgöngumiðar að sundkeppni Ólympíuleikanna, en sú keppni fer fram á sex kvöld- um. Ennfremur er uppselt á úr- slitakeppnir í fimleikum og lyft- ingum og samt eru enn óseldir 300.000 aðgöngumiðar að hinum ýmsu greinum leikjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.