Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1955 \ 20 Stigamannaíoringi ríkir ífjallahéruðum ;Nokkf(lI ttlfflsÍÍÍEfps1 tim Hálailii S-ltalíu Italska stjórnin hefur hafið sókn gegn stiga- mönnunum 'í ASPROMONTEFJÖLLUNUM 1 sunnarlega á „tánni“ á Ítalíu- f:kaga er háð styrjöld, sem lítið íréttist af. Nokkur þúsund ítalsk- Jr riddaraliðar beita þar bryn- drekum, ljóskösturum og flugvél- \im gegn hinum 26 ára gamla Angelo Macri og 250 manna liði hans. Segja má, að hér sé ójafnt komið, en er samt ekki svo mjög. ★ ★ ★ Angelo Macri, sem talinn er vera síðasti hreinræktaði stiga- imaðurinn í heiminum, og menn lians þekkja hvern stein, hverja jþúfu og hvern runna í fjöllunum, sem þeir verjast í. Því hefir orðið ;meira mannfall í liðssveitum fítjórnarinnar til þessa, og íbú- arnir í Aspromontefjöllunum líta -eftir sem áður á Macri með ótta- Iblandinni virðingu. Macri hefir reynt að halda tippi erfðavenjum þeim, er tíðk- azt hafa meðal ítalskra stiga- ynanna um aldaraðir og sikileyski stigamaðurinn Salvatore Guili- ano hélt síðastur uppi með hvað rnestum kyngikrafti. Maðurinn, gcm ráðinn hefir verið til að ráða niðurlögum Macris og losa Kala- bríu við stöðugt yfirvofandi égang hans, er sá sami og á sín- vm tíma náði Guiliano: Lögreglu stjórinn í Kalabríu. En hann virð- ist enn eiga langt í land með að Ijúka þessu síðara verkefni. ★ ★ ★ Milljón lírur hafa verið lagðar lil höfuðs stigamannaforingjan- um, og hverjum þeim manni, er gefið getur upplýsingar um felu- í?tað hans, er heitið miklum verð- launum — en til þessa hefir ótt- inn við stigamennina verið yfir- sterkari ágirndinni á auðunnu fé. ★ ÞRJÚ SKOT OG AFSÖKUNARBEIBM Tilviljunin olli því, að hinn ■dökkhærði laglegi Marci varð skelfir Kalabríu. Macri fæddist f Delianova, litlu, fátæklegu sveitaþorpi þar, sem búa um 8000 manns. Þar býr móðir hans enn með yngsta syni sínum, en bræð- urnir voru fimm. Fyrir fjórum árum unnu allir bræðurnir fvrir íBér við kolavinnslu. Þá var einn bróðirinn drepinn af ítölskum riddaraliða, þar sem hann var sakaður um að hafa orðið manni að bana í handalögmáli. Nokkrum dögum síðar sat ridd araliðinn inn á veitingahúsi, og var að fá sér glas af víni með dómaranum, póstmeistaranum og lækninum í Delianova. Angelo, sem hafði svarið að hefna bróður síns, gekk rólega að borðinu, dró skammbyssu upp úr vasanum og s.kaut þrem skotum í höfuð ridd- araliðans. Því næst bað hann alla viðstadda afsökunar á ónæðinu — og hvarf því næst upp í fjöllin, en þar söfnuðust brátt um hann aðrir útlagar. Tveir bræðurnir, Hocco og Guiseppe sitja í fangelsi, og yngsti bróðirinn sér fyrir móð urinni. ★ ★ ★ Er Macri hafði drepið riddara- liðann, leitaði hann uppi hjarð- bóndann Papalina, sem vísað hafði ítölsku lögreglunni á Giovanni. Marci hitti Papalina á akrinum, skipaði honum að fara heim og kveðja fjölskyldu sína. Þegar hjarðbóndinn kom aftur lét Macri hann krjúpa niður og skaut hann. ★ í NÝTÍZKU BÍL í MIÐJUM BÆNUM Síðan hefir Angelo Macri ver- ið í skollaleik við ítölsku lögregl- una með þeim hætti, sem ítalskir «tigamannaforingjar hafa tíðkað. Móðir Angelo Macris heldur á mynd af syni sínum, sem hún hefir enga von um að sjá framar lifandi. Síðast í júlí í ár keyrði hann með þrem fylgismönnum sínum í ný- tízku bíl inn í Parma og eyddi síðdeginu á einu bezta veitinga- húsinu — og enginn þorði að lyfta litla fingri gegn honum. Nokkrum vikum seinna brá hann sér inn í banka í Gallico. Einn manna hans stóð á verði við dyrnar, meðan Macri gekk til gjaldkerans og sagði kurteislega: „Ég er Macri, gjörið svo vel að afhenda mér tvær milljónir líra, ég þarf á þeim að halda. Kærar l/yrrhemktT, hfav,' !r J rÍTAUEN ■ r-vj; \ j . ,;CAlA8RlEN i um milligöngumenn. Blaðamað- urinn hitti nokkra útsendara stiga mannaforingjans á einstigi í Aspromonte. Þar var bundið fyrir augu hans, og hann var fluttur enn lengra inn á milli fjallgarð- anna. Loks stóð hann augliti til auglitis við Macri, brosandi, fág- aðan og mjög aðlaðandi mann, sem var óspar á að víta yfirvöld- in og aðgerðir þeirra gegn sér. Er vetur gengur í garð vonast lögreglan eftir að geta svelt Maeri og fylgismenn hans út úr felustaðnum, en það verður samt ekki auðhlaupið að því. Konung- ur Aspromonte þekkir yfirráða- svæði sitt og mótstöðumenn sína. mmn COCOA „. _ ASP«0M&fcræ j iQiíaJbria ! Kortið sýnir fjallagarðinn þar sem Macri hefir hreiðrað um sig. þakkir.... “ Því næst hvarf hann brott með seðlana upp á vasann. Hann þurfti ekki einu sinni að sýna skammbyssuna. ★ KONUNGUR FJALLANNA Macri er nú raunverulega kon ungur Aspromontefjallanna, Menn hans féfletta íbúana, veita auðkýfingum héraðsins — að því er þeir sjálfir segja — „vernd“, eyðileggja uppskeru þeirra, brenna húsin ofan af þeim eða drepa ættingja þeirra, ef þeir ekki greiða tilskildar fjárupp- hæðir. Nú á að binda endi á þetta óáran. Lögreglumenn eru á verði við alla vegi, sem liggja upp í fjöllin, svo að Macri eru allar bjargir bannaðar. En tii þessa hefir ekki einn einasM af þúsundum riddaraliða vogað sér að halda inn í fjöllin þar, sem dauðinn kann að bíða við hvert fótmál. ★ VIÐTAL VIÐ BLAÐAMENN Macri hefir sömu möguleika á að komast í blöðin og Guiliano hafði á sínum tíma — enda hefir hann notað sér það. Nýlega leyfði hann ítölskum blaðamanni að sækja sig heim, eftir að hafa komist í samband við hann gegn-' 7. Ibs. komið aftur. Ennfremur fyrirliggjandi I hí, Vz og 1 Ibs. dósum. H. Benediktsson & Co. h.L Hafnarhvoll. Sími 1228. fy úMhtXbS Ú/l UHU <Mr EinkaumboS ■ 'þórSur //ttt/iton MÖRGUM finnast ýmsar blikur á lofti venju fremur á þjóðar- heimilinu. Hverju er um að kenna? Og deilt um hvernig snú- ast á við hættunni. Allir gleðj- ast yfir framförum, sem hafa orðið stórstígar, en ekki a'ð sama skapi notadrjúgar fyrir þjóðina. Kröfur er hægt.að setja það háar, að það sé ofvaxið efnahagslífi þjjóðarinnar, hafa þær nú sjáan- lega teflt þjóðinni í efnahagslega hættu. Að heimta meira en fóst- urjjjrðin lætur okkur í té með vinnu og þeirri tækni, sem við ráðum yfir, eða taka það, sem ekki er til, er ekki hægt! Það hlýtur að stranda og skapa hættu legt ástand. Hinir leiðandi flokk- ar halda að þeir tapi fylgi með því að hamla á móti kröfunum. Það kann rétt að vera, en frá þjóðhagslegu sjónarmiði, ættu allir ábyrgir stjórnmálamenn að sjá, að hér stefnir í alg.jöra ófæru ef þegnskap vantar. Eitt er hvað við viljum fá og annað hvað við getum fengið, svo vel fari. Það er sjáanlegt, að hér vantar varfærni og aðgæzlu að fara vel og gætilega með sitt og annarra. Sama gildir um ein- staklingana og hið ráðandi vald. í landi þar sem árferði er eins misjafnt og hér, er hætt við að svo geti farið, að hin lakari ár geli orðið okkur það erfið, að hér gæti skapast alvarlegt ástand. Saman kann að fara getuleysi ríkis og einstaklinga. Að neyðast til að lækka gengi peninga er vitanlega ekki annað en viðurkenning á sjúku fjár- málalífi. Það er hægara að fara niður brekkuna en sækja á hana, eins og gert var árin 1924—1927. Þótt það kæmi illa niður hjá öll- um, sem skulduðu, þá er það sjáanlegt að það er tryggara til frambúðar að hafa gjaldmiðil stöðugan og try.ggan. Slikt er eitt fyrsta grundvallaratriði hverrar þjóðar. Árin 1924—27 lækkuðu skattar og skuldir út á við minnkuðu. Þó æskilegt sé að ríkið geti lyft undir einstaklinginn og hjálpað honum, er bezt að sem minnst beri á þeirri hjálp. Styrkir og skattar geta gengið það langt, að einstaklingurinn verði háðari hin uráðandi valdi og verði ó- sjálfstæðari; við það dregur úr sjálfsbjargarhvötinni, hún sljófg- azt, og þá er komið út á hættu- lega braut., þegar hugurinn bein- ist í þá átt, að heimta sem mest af einhverjum öðrum en sjálfum sér, við það minnkar einstakl- ingurinn. Ríkið þarf að geta safnað orku til að mæta erfiðu árunum og til raunhæfra átaka í umbótamál- um þjóðarinnar, þegar erfiðlega gengur í atvinnumálum, en forð ast sem mest kapphlaup við at- vinnuvegina og að hælcka á þeim skatta, þegar sæmilega gengur. Það ástand, sem nú blasir við í atvinnulífinu stafar áreiðanlega að nokkru leyti af því, að ríkið hefur framkvæmt of mikið, ein- mitt þegar vel gekk. Það má með nokkrum hætti líkja stjórnarháttum okkar við vegferð. Sumir telja bezt að gæta vel að öllum hættum á leiðinni; flýta sér með gætni. En aðrir hugsa sér að ná takmarkinu með því að fara að eins og göngu- maðurinn, sem hleypur; honum er hættara við að varast ekki hætturnar á veginum og hans ferð ekki eins trygg og takmark- inu. Að gefa með framleiðslunni, skapar óeðlilega þennslu, sem færir ailt efnahagslíf okkar úr eðlilegum farvegi í hreinar ó- göngur. En það kemur, þegar til Iengdar lætur, harðast niður á öllum, sem taka laun, því pen- ingar eru ekki annað en ávísun fyrir vinnu. Að slíkar ávísanir séu stöðugar og raskist sem minnst, er þýðingarmikið undir* stöðuatriði. Að smáminnka alla meðgjöí með framleiðslunni, hlýtur þvj að vera okkar mikilsverða máL Á það jafnt við framleiðslu okk- ar af sjávarafurðum og land- búnaði. Ég er ekki eins bjartsýnri og margir að auka framleiðslu landbúnaðar, til sölu út úr land- inu, eins og nú virðist keppt að, að við þurfum að flytja út mikið af þeirri framleiðslu á erlendari markað. Það mun eiga eftir að sýna sig, að stór hætta er á a'ð við vinnum þar beint í andstöðu við okkar mikla áhugamál, að græða sár fósturjarðarinnar að nýju, svo við getúm gert okkar kæra land betra fyrir óbornar kynslóðir. Allir, sem kynnst hafa sauð- kindinni vita hve dugleg hún er að bjarga sér. Vetrarbeitin er ekki eins hættulega og áður fyrr, en sumarhagarnir geta áreiðanlega orðið ofsettir, en þar sem lönd eru gróðurlítil í melum og skriðum kippir sauðkindin ekki ofan af gróðrinum, eins á gróinni jörð, heldur kippist rót- in með. Þess vegna gróa melar og skriður ekki upp, nerna land- ið sé friðað. Búfá okkar verður því að vera bundið við hið rækt- aða og gróna land, að miklu leyti annars er nokkur hætta á að vi3 vinnum andstöðu við okkar góða tilgang. Eftir þvíð sem hið rækt- aða og gróna land vex, getum við fjölgað búfénu, en ekki er ég dómbær um það, hvort við getum keppt við önnur lönd, sem hafa betri skilyrði í þessum efnum. Enginn neitar því, að nauðsyn- legt sé að tryggja landbúnaðhm eins og hægt er til eigin nota, en ef bennslan samrýmist ekki uppbyggingu þjóðfélagsms, getur það haft óheillavænleg eftir- köst. Það er með réttu talað um, að ofvöxtur höfuðborgarinnar sé varhugaverður, í þeim efnum verða orð og athafnir að fylgjast að. Þess vegna má sízt hindra að hægt sé að byggja yfir menn og máileysingja í hinum dreifðu byggðum, hvort heldur er við sjó eða sveit Bygging þeirra dreg- ur úr ofvexti höfuðborgarinnar, sem aldrei hefur verið í jafn stórum stíl og nú. Raunhæf jafnaðarstefna er ekki á því, að hækka kröfur (á þrautpínda atvinnuvegi), heldur á því, að styðja að því, að sera flestir geti orðið þátttakendur 1 framleiðslunni og hinum efna- minni mönnum sé gert léttara en nú er að hafa aðgang að lánsfé. Sækja þarf á brekkuna með því að auka mátt gjaldeyrisins í öll- um viðskiptum og lækka skatta á lágtekjumönnum. Mun það reynast notadrýgra en hækkandi launatölur, sem er alveg ófær leið til að bæta hag einstaklinga eða þjóðarinnar í heild. Hækk- andi tölur gera þann fótækari fátækari en þann ríka ríkari. — Þjóðin ætti að vera búin að fá nóg af sllíkum blekkingum, þar sem enginn veit fótum sínum forráð. Hinn vinnandi launþegi gæti mikið bætt lífsafkomu sína, ef stutt væri að því, að hann gæti haft smá landbúna'ð til eigin nota, þar sem hann gæti notað frítíma sinn sér og sínum til gagns, í stað þess, að frítími hans er oft notaður í öfuga átt. Samhugur og drengileg félags- hyggja færir okkur nær hver öðrum og dregur úr meinsemd- um þjóðfélagsins, öfund og tor- tryggni. Hvers konar kaupgreiðslur fyrir störf huga og handar eiga að vera svo háar sem íramleiðsl- an frekast þolir, ef þær eru hærri, fer orkan líkt og vindur í bak- segfl; eðlilegur gangur þjóðar- Frh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.