Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. nóv. 1955 MORGVNBLAÐIÐ 25 Verzlunafiélaginii i Vik hefur vonð iiskur ig tryggir Skuf tiellmgum heilbrigðu verzlunursumkeppni NÚ um þessar mundir eru liðin íimm ár síðan Verzl- unarfélag Vestur Skaftfell- ir.ga í Vík var stofnað. Félag þetta stendur nú orðið traust- um fóturn, að vísu eftir ýmsa þyrjunarörðugleika fyrstu ár- in. Það hefir átt sinn þátt í því r,ð gera verzlun Skaftfellinga sem frjálsasta og stefna henni inn á þá braut, að hagsmunir bæncla og viðskiptamanna sitji í fyrirrúmi. Þegar fréttamaður Mbl. var fyrir skömmu á ferð austur í Vík í Mýrdal, notaði hann tsekifærið og átti samtal við Kagnar Jónsson verzlunar • stjóra um stofnun Verzlunar- félagsins og vöxt þess síðan. FUNDUR Á IIELLU Ragnar hóf mál sitt á þessa leið: — Sumarið 1950 komu menn austan úr Vík í Mýrdal til mín, þar sem ég bjó á Heílu á Rang- árvöllum. Fóru þeir þess á leit við mig, að ég tæki að mér for- stöðu samvinnufélags, sem bænd- ur og aðrir hugðust stofna í Vík. Þeir höfðu þá þegar talað við Jón Halldórsson kaupmann í Vík. Hann hafði gefið þeim ádrátt um að selja þeim verzlun sína, sem ilagnar Jónsson verziunarstj. segir frá hinu giflusagniega fÍBiím óra starfi féiagsins þyrfti að haida. Það er, hvort starfið sérstaklega erfitt var að menn myndu þora, þegar á sjálfsögðu viðskiptahömlurnar og hóiminn var komið. | vöruþurrðin þar af leiðandi, en Samt Iét cg tilleiðast og var einnig það að sumir innan sýsl- þá ríkast í liuga, hve bænd- unnar hófu hatramman andróð- urnir ótíuðust að verzlunar- ur gegn félaginu. máium þeirra yrði ekki vel háitað, ef ekki yrði hægt að leiía nema á einn síað. Ég skiidi ofur vel að slíkt myndi ekki vera vænlegt cg vildi verða þeim ao liði, ef hægt væri. FELAGSMONNUM UEFIR MJÖG FJÖLGAÐ —- Hvað villtu svo segja um stofnun félagsins? — Stofnfundur var haldinn H>. nóvember 1950. Voru þar mættir eitthvað rúmlega 40 manns, sem gerðust stofnendur félagsins. — En hvað eru félagsmenn nú orðnir margir? — Þeir munu nú vera nokkuð á fjórða hundrað manns. Félagið hlaut nafnið Verzlunarfélag Vest- ur Skaftfellinga. í fyrstu var það Hið nýja bifreiðaverkstæði, sem Verzlunarfélagið reisti í sumar. Til hægri við það sjást nokkrar af liinum stóru dísel-bifreiðum félagsins, sem annast flutningana hina löngu leið til og frá Reykjavík. ' faðir hans, hinn vinsæli kaup- algerlega eignalaust og stofnféð maður og bóndi, Halldór Jónsson, sem byrjað var með eingöngu hafði stofnað og búin var starfa í áratugi. BÆNDUR óttuðust VERZLUNAREINOKUN — Hver var ástæðan til að þær inneignir, sem menn áttu í verzlun Halldórs Jónssonar, og sem þeir létu ganga yfir. Fyrir lansfé keyptum við vöru- lagar Halldórsverzlunar og fjóra að bíla, sem hann átti. Fengum verzl þessar ráðagerðir komu upp um unarhúsin leigð ásamt sláturhúsi, stofnun samvinnufélags? — Hún var sú, að bændur óttuð ust, að þegar Jón Halldórsson hætti verzlun, þá væri hætta á að einokun myndaðist í verzlunar- málum sýslunnar. Sá ótti var sennilega ekki ástæðulaus, því að viss öfl unnu að því að koma á eihni verzlun í allri sýslunni. — Jæja, heldur Ragnar áfram. Ég verð að segja að ég var mjög hikandi áð taka þetta verk að mér og í rauninni ekki furða, því að það var ekki árennilegt í xnarga staði. Fyrst og fremst var ég lítið kunnugur í Skaftafells- sýslu, þótt ég þekkti þar nokkra ágæta menn. Og hvað verzlun- inni viðvíkur, sá ég, að flutninga- leiðin austur var bæði löng og erfið. Hafnleysið gerði það að verkum, að allir flutningar þang- að austur urðu að fara fram á bílum frá Reykjavík. Má benda á að vegalengdin frá Reykjavík er 325 km þangað sem lengst er að fara á félagssvæðinu. Þegar þetta gerðist ber þess og að geta, að verzlunarliöftin voru í alglej-'mingi og mjög erfitt með öflun allra vara. Að lokum vissi ég ekki nákvæmlega, hvað menn aust- ur þar hefðu almennt áhuga á þessu, eða hversu traustir menn yrðu félaginu. ef á frystihúsi og vörugeymslu. Það var einnig mikill styrkur fyrir fé- lagið, að allir starfsmenn Hall- dórsverzlunar héldu áfram hjá Verzlunarfélaginu, en þeir voru þaulkunnugir og vanir menn við verzlunarstarf. Það verður samt að segja það eins og er, heldur Ragnar áfram, að starfsemin fyrsta árið var mjög erfið. Ég var alveg að gef- ast upp fyrsta árið, af því að ég var heilsulaus og þoldi ekki sí- felld ferðalög innan héraðs og til Reykjavíkur. Það sem gerði HVAR VAR „HUGSJON“ SAMVINNUNNAR Ragnar vill ekki segja meira um þá baráttu, en hún er flest- um kunn, sem lesa blöðin. Menn minnast þess enn hvernig kaup- félagsstjórinn í Vík rauk upp og skrifaði hverja greinina á fætur annarri til þess að gera stofnun Verzlunarfélagsins tortryggilega. Þótti mönnum það undarlegt fyrirbæri, að sá pólitíski flokkur, sem þykist hafa samvinnustefn- una fyrir hugsjón barðist með klóm og kjafti gegn þessu unga samvinnufélagi, sem átti í byrj- unarörðugleikum. Virtist sá atgangur allur sýna að samvinnuhugsjónin næði ekki inn að hjartanu hjá þessum mönnum, nema því aðeins að þeir gætu notað hana sjálfum sér til pólitísks ávinnings og til þess að reka stoðir undir auðhring SÍS í Reykjavík. En um allan þennan atgang j vill Ragnar sem minnst tala. Þetta er liðin tíð og í rauninni varð þetta aðeins til þess að styrkja og þétta raðir þeirra manna, sem að Verzlunarfélag- inu stóðu. Skaftfellingar voru ekki á sama máli og kaupfélags- stjórinn, að það væri óþarfi og 1 lúxus að hafa tvær verzlanir. Þetta hefir þróunin sýnt. Hlutverk Verzlunarfélagsins frá fyrstu tíð hefir verið að sporna gegn einokun í sýslunni og veita félagsmönnum eins góða verzlun og viðskipti og hægt er á hverjum tíma. STARFSEMIN VEX OG VERÐUR FJÖLBREYTTARI — Hvað segirðu mér þá um þróun Verzlunarfélagsins síðan? — Það sem fleytti félaginu yfir byrjunarörðugleikana var fyrst og fremst framúrskar- andi samheldni og skilningur félagsmannanna. Þeir hafa stað ið allir sem einn maður um- hverfis félagið. Það var einnig happasælt, að losnaði um verzlunarhöftin einmitt nokkru eftir að félagið var stofnað. Fyrsta árið var vöruveltan tæpar 4 milljónir, en s.l. ár var hún orðin nærri 6 millj. kr. Er útlit fyrir að hún verði enn allmiklu hærri í ár. Á hverju ári höfum við greitt félagsmönnum nokkurn arð. Nú hefir félagið eignazt nokk- uð af húsum Halldórsverzlunar og hefir í hyggju að kaupa þau öll síðarmeir. í sumar var byggt nýtt bílaverkstæði með smur- Ragnar Jónsson verzlunarstjóri. stöð. Höfum við nýlega tekið það í notkun. Þar verður einnig við- gerðarverkstæði fyrir landbúnað- arvélar. Þá höfum við endurbætt sláturhúsið. Bílakosturinn hefir verið end- j urnýjaður, þannig að flutning- arnir frá Reykjavík fara nú ein- i göngu fram með stórum Dísel- t bílum. Félagið hefir útibú að Hörgs- t landi á Síðu og auk þess dreif- j ingarstöðvar aðallega fyrir þungavöru, fóðurbæti, matvöru ! o. fl. í Meðallandi, Álftaveri og j Skaftártungu. Er það nauðsynlegt vegna samgönguerfiðleika að vetrinum. Á síðasta ári var stofnuð inn- lánsdeild, sem hefir eflzt frarn yfir allar vonir. Það er til mjög mikils hagræðis fyrir félagið, því að þannig fæst rekstursfé og það er einnig til mikils hagræðis fyrir bændur, einkum þegar þeir ráðast í fjárfestingu. VAXANDI BYGGINGAR OG RÆKTUN — Hafa félagsmenn talsvert byggt? — Það er mikill framfara- hugur í bændum hérna og hef- ir verið mikið um byggingar nú undanfarin ár, bæði íbiiðar húsa cg peningshúsa. Fer það enn vaxandi. Nú í sumar var t. d. mikið um byggingar og hefir hlaupið í Múlakvísl jafn- vel lítið tafið þær framkvæmd ir, vegna þess að okkur tókst giftusamlega að yfirstíga þann samgöngutálma, sem Kvíslin var um skeið. Samfara bygg- ingunum er ræktun aukin og hafa aldrei eins margir keypt dráttarvélar hjá Verzlunarfé- laginu og nú í sumar. — Safna bændur ekki skuldum með þessum miklu framkvæmd- um? — Mín reynsla eftir 20 ára starf við samvinnuverzlun, fyrst á Hellu og svo hér, er sú, að það séu aðeins örfáir bændur, sem ekki vilja standa í skilum. Menn vilja klífa þrítugan hamarinn til þess að greiða skuldir sínar. Þó getur sú hætta alltaf verið fyrir hendi, að menn taki stökkin of stór. Annars er gaman að líta yfir þróunina í landbúnaðinum síðan ég byrjaði að starfa við verzlun í sveit. Gömlu bæirnir víkja fyrir nýjum íbúðarhúsum. Og raf- magnið er að dreifast út um sveitirnar. GÆFA AÐ SAUÐFJÁR- SJÚKDÓMARNIR BÁRUST EKKI AUSTUR FYRIR SAND — Hvað er annars um hag og hagsmunamál bænda í héraðinu að segja? — Sauðfjárpestirnar og niður- skurðurinn voru áfall fyrir nokk- urn hluta sýslunnar, það er Mýr- dælinga, en vonandi eru sjúk- dómarnir um garð gengnir. Það var mikil gæfa, að sauðfjársjúk- dómarnir bárust ekki austur yfir Mýrdalssand, því að þar er nær eingöngu sauðfjárrækt. Bændur austan sands hafa mik inn hug á að komast inn á mjól.k- ursölusvæðið. Hafa oftar en einu sinni verið ræddir möguleikar á þessu á aðalfundi Verzlunarfé- lagsins. Og nú eygja menn aukna möguleika, þegar nýja brúin kem ur á Múlakvísl. Ég tel það tvímælalaust mik ið hagsmunamál og til síórra bóta, að þeir komist inn á mjólkursölusvæðið, vegna þess að sauðfjárbúskapurinn þarf að vera svo stór til að gefa sama arð og meðalstórt kúabú. Sumir bændur hafa að vísu geysimikla sauðfjárrækt, en þó er það misjafnt og ýmsir liafa of litlar tekjur. ÁNÆGJULEGT SAMSTARF — Hvaða augum líturðu svo á framtíðina eftir fimm ára starf V erzlunarf élagsins? — Ég er ekki svartsýnn á fram tíðina. Nú sé ég ekki eftir því að hafa tekið þetta starf að mér. Ég hef mikla ánægju af því að starfa með Skaftfellingum, enda hefir starfið gengið eðlilega. Ég tel von ir standa til, að það samstarf geti enn orðið ánægjulegt um langt skeið, segir Ragnar Jónsson að lokum. Þ. Th. Vörunum er ekið heim í hlað hjá viðskiptamönnunum, þar sem bílfært er. Vegakerfið í Vestur Skaftafellssýslu hefur teygzt mjög út hin síðustu ár og margir bæir fengið gott vegasamband. Á myndinni eru vörurnar affermdar, ýmist eru það mat- eða fóðurvöiur eða byggingarefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.