Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 8
24 ff ORGVNBLAÐIti Fimmtudagur 17. nóv. 1955 Heimsókn aÖ SkeiB í? A S* ® i su s ÍM ára pma 11 sresl orkuver þegar ol litið 4ESS eru allmörg dæmi erlend- is, að heilar byggðir séu lagð- ar í eyði.þegar reistar eru hinar risastóru stíflur fyrir raforkuver. Hér á landi höfum við sem betur fer, ekki þurft að gera þetta, sök- um þess hve okkar miklu vatns- föll eru aðgengileg og byggð við sér grasi vafðan hvamm og fjat- i maga þar í sumarblíðunni. En 1 t'minn er fljótur að líða og við erum komin um langan veg og stöndum nú á brún Bröttubrekku. Við fætur okkar liggur Stíflan, þessi fagra sveit, sem að sönnu hefir misst allmikið af fjöl- Stöðvarhúsið að Bakka. þau dreifð. Þess er þó eitt dæmi hér á landi, að jörð hafi larið í eyði, og land nokkurra anriarra hafi verið alimikið skert. Þetta . er norður í Fljótum í Skagafirði. Sá staður heitir í Stíflu og er fag- ur dalur í hásuður frá Mikia- vatni. Svonefndir Stífluhólar „hálfan daginn fylla“, líkt og norður í Öxnadal. Þar sem þrengslin eru mest og hólarnir nærfellt loka dalnum, hefir Skeiðsfoss myndazt. Dregur hann nafn sitt af bænum Skeið, sem stendur vestanvert í dalnum. Við þennan foss hefir verið reist hæsta stífla, sem gerð hefir ver- ið af mannavöldum hér á landi. Ofan við Skeiðsfoss voru áður þrjú vötn og hét hið stærsta þeirra Gautastaðavatn. Stærð þessara vatna margfaldaðist, er hin 18 metra háa stífla hafði verið reist. LANDSSKERÐING Á 6 JÖRÐUM Þegar lónið stækkaði fór jörð- in Hringur í Stíflu alveg í eyði, en þar fóru bæði allar engjar og túnið á kaf undir vatn, en bæjar- húsin standa ein upp úr. A 5 öðrum jörðum fór meira og minna af engjum undir vatn. Um slíkt var þó ekki að fást þar sem hér var um að ræða hagkvæm- asta staðinn fyrir raforkuver fyr- ir Siglufjarðarbæ. FRÍMANN ARNGRÍMSSON SENNILEGA UPPHAFSMAÐUR VIRKJUNARINNAR Svo sem kunnugt er var hinn þjóðkunni maður Frímann Arn- grímsson, sem mörg ár ævi sinn- ar dvaldist á Akureyri, mikill áhugamaður um rafvæðingu ís- lenzkra fallvatna. Frímann mun hafa fyrir mörgum árum eignazt jörðina Bakka, en í landareign hennar stendur nú stöðvarhús raforkuversins við Skeiðsfoss. Bakki er jörðin gegnt Skeiði. Frímann er sagður hafa átt hug- myndina að byggingu raforku- vers á þessum stað, þótt ekki verði það íullsannað. Hitt er vit- að, að hann átti jörðina Bakka og af honum. mun Siglufjarðarbær hafa keypt hana. HEIMSÓKN í ORKUVERID Við skulum nú bregða okkur í heimsókn í orkuverið við Skeiðs foss. Fyrst er ferðinni heitið að svonefndri Bröttubrekku, en hún er við fremri brún Stífluhóla. Við sliulum velja okkur síðsumardag í iögru veðri. Sólin hellir geisla- flþði s'nu yfir Fljótin. Það er freistandi að leita sár berja í lyng vöxnum Stífluhólunum, eða finna breyttri fegurð sinni við að sökkva að svo miklu leyti „í sæ“, ef svo má að orði kveða. Þar sem nú er hið mikla stöðuvatn, sem myndazt hefir við byggingu rafveitustífl- unnar, voru áður lyng- og kjarr- vaxnir hólmar í þremur vötnum, sem nú hafa sameinazt í eitt. Eitt STOÐVARSTJORI I 18 AR Er við höfum virt hið fagra landslag fyrir okkur af brún Bröttubrekku, höldum við aftur til baka gegnum Stífluhóla. Við sveigjum heim að stöðvarbygg- ingunum að Bakka. Við sjáum eldri mann vera að snúa hevi í brakand.i þurrkinum á túni skammt ofan við stöðvarhúsið. Og úti á sandeyri í ánni stendur nýr, gljáfægður fólksbíll, en skammt frá veifar veiðimaður stönginni sinni. Og uppi í hólunum, skammt suðaustur frá virkjuninni, sjáum við talsverðan hóp af fólki, sem dreifir sér um brekkurnar í berja leit. Við nemum staðar við stórt og reisulegt stöðvarhúsið. Það er hvítkalkað að utan og snyrtilegt allt í kringum það, sem ber vott um hirðusemi og góða umgengni Er við göngum inn í stöðvarhúsið hittum við fyrir stöðvarstjórann, Indriða Guðjónsson. Hann er ve' meðalmaður á hæð, þreklega vaxinn og viðmótsþýður í fasi. Indriði leysir greiðlega úr öllum spurningum okkar varðandi orku verið. Hann er líka manna kurm- ugastur öllu er að því lýtur, enda hefir hann verið vélgæzlu- maður hjá rafveitum Siglufjarðar í samfleitt 18 ár. LÝSING Á ORKUVERINU Indriði segir okkur að stíflan við Skeiðsfoss sé sú hæsta sinnar Hin 18 m. háa stífla Indriði stöðvarstjóri í véiasal. sinn voru hér í Stíflu 15 bæir í byggð, en nú eru þeir aðeins 8. Fleira ber þó til þessarar fækk- unar en bygging rafstöðvarinnar. Nokkrir bæjanna voru begar komnir í eyði, og sumir löngu áð- ur en virkjun Skeiðsfossins hófst. tegundar hér á landi, þ. e. 18 metrar á hæð og myndar hún stærstu vatnsuppistöðu, sem til er á landinu, gerð af manna hönd- um. Vatnsstokkurinn frá stífl- unni til stöðvarhússins er 650 m. langur og 2,10 m. í þvermál og fallhæð vatnsins 43 m. þegar lón- ið er fullt. Stöðvarhúsið er 200 fermetrar að grunnfleti og í því eru 2 vélasamstæður. Þegar raf- stöðin var tekin í notkun hiríh 29. marz 1945 var aðeins ein véla- samstæða af svonefndri Leffel- gerð, amerísk. En 1954 var ann- arri jafn stórri samstæðu komið þar fyrir, er hún af svonefndri Gilkes-gerð, ensk. Þegar báðar samstæðurnar eru í gangi fram- leiða þær 3000 kw. við fulla vatnshæð í lóninu, en framleiðsl- an fellur ofan í 2400 kw. við minnkandi vatnsmagn t. d. síðari hluta vetrar. ÖRUGG RAFVEITA Skeiðsfossvirkjun hefir frá því fyrsta gengið vel og er nú mjög örugg með að skila orku sinni truflanalítið. Fyrst bar nokkuð á vatnstapi í Stífluhólana, en það fer nú minnkandi. Vatnsnotkun orkuversins er 10,5 til 11 rúm- metrar á kw.stund. Síðari hluta sumars og á haustin þegar notk- un rafmagnsins er lítil, er aðeins önnur vélasamstæðan höfð í gangi. Er þá einnig dregið úr Séð yfir lónið í Stíflu. (Ljósm. Vignir Guðm.) vatnsnotkuninni og látið safnazt fyrir í lóninu og það fyllt eins og hægt er og safnast þá fyrir vatns- forði til vetrarins, en þá minnka árnar í Stíflunni og jafnframt eykst vatnsnotkunin. Rafstöðin hefir aldrei bilað frá því hún var tekin í notkun fyrir rúmum 10 árum. Þær truflanir, sem orðið hafa eru vegna bilana í línunni til Siglufjarðar, en hún liggur í gegnum hið illræmda Siglufjarð- arskarð og mun hvergi á landinu vera jafn langt haf milli raf- staura og þar, en þar er eitt hafið 500 m. og annað 600 m. í fyrravetur varð t. d. aldrei raf- magnstruflun. Þó var vetur snjó- þungur í Fljótum, enda eru Fljót-1* in orðlögð snjóakista. Ástæðuna fyrir þessu telur Indriði vera þá, að aldrei kom bleytuhríð og aldrei ísing, en sem kunnugt er er ísing á línunni algengasta or- sök rafmagnstruflananna. gamla virkjunin fyrir SIGLUFJÖRÐ VAR AÐEINS 35 HESTÖFL Fyrsta rafstöðin, sem Siglfirð- ingar áttu var byggð við Hvann- eyrará árið 1913 og framleiddi hún aðeins 35 hestöfl. Síðan var bætt við gömlu virkjunina diesel- toppstöð. Vatnsréttindin í Stífl- unni voru svo keypt árið 1920. en sökum fjárskorts og fleiri tafá hófust framkvæmdir ekki fyrr en 1943. Búast hefði mátt við að nokkrir erfiðleikar myndu verða á þvi að fá þessi réttindi, en svo reyndist þó ekki, því vel gekk og friðsamlega að ganga frá landa- kaupum hjá þeim bændum er misstu land undir vatn vegna stíflugerðarinnar. Virkjun þessi er nú orðin nokkuð dýr, eða sem svarar 15—16 milljónum króna. GERIR EKKI BE^UR EN AH FULLNÆGJA ÞÖRFINNI Sem kunnugt er, er notkunar- svæði Skeiðsfossvirkjunar Siglu- fjörður fyrst og fremst, en nú er verið að leggja línur heim á 55 bæi í Haganes- og Holtshreppum. Þó geri’’ virkjunin ekki nema rétt að fullnægja þörf Siglfirð- inga, og ef s’ldarsumar kæmi og allar síldarverksmiðjurnar væru í gangi dögum, vikum eða mán- uðum saman, mundi orkuverið engan veeinn fullnægja notkun- Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.