Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 1
*«3t*ttbfafóft i-IsKini&fidag&ig' 17. nov. 1955 Yfirlitsmynd frá Stykkishólmi. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) sögu s IC jTAUPTUNIÐ Stykkishólmur [a. stendur í Þórsnesi. Þaðan er útsýn fögur, fjöllin litskrúðug Gg margir tígulegir tindar í. gygjaröð Snæfellsness. í suðri blasir Helgafell við, frægt og formfagurt. Súgandisey skýlir fyrir norðanveðrum og prýðir staðinn, sem er kunnur íyrir blómlega verzlun, fágun og hýbýlaprýði, sem margir telja, að eigi uppruna sinn hjá dönsk- um einokunarkauprnönnum. Stykkishólmur er vaxandi: kauptún. 1831 vcru þar 332 íbú-, ar, en nú eru þeir orðnir um 900. S. 1. 10 ár hefir kauptúnið tekið mestum framförum. T. d. hafa verið byggð á þessu tímabili um 20 einbýiishús og eru 8 einbýlis- hús nú í smíðum í Hólminum. Má segja, að framfarir hafi orðið miklar, einkum þegar þess er gætt, að verzlunin nær nú aðeins tií kauptúnsins sjálfs og nánasta umhveríis. — Áður fyrr náði Stykkishólmsverzlun um Snæ- feils- og Hnappadalssýslur, Dala- sýslu og vestur á Barðaströnd. — Stykkishólmur er hið mesta menningarsetur:Þar er amtsbóka saínið og stendur til að byggja yfir það nýtt hús i vor. í því er fjöldi bóka, sumar mjög verð- mætar, og hafa þær verið lánað- ar til ýmissa staða um allan Breiðafjörð. Annars er ekki ætlunin að rekja hér sögu Stykkishólms, heldur aðeins að bregða upp svip mynd af kauptúninu, eins og það er í dag. - • - Þegar blaðamaður frá Morg- unblaðinu var á ferð vestur í Stykkishólmi ekki alls fyrir löngu, átti hann tal við þrjá merka Hólmara, Árna H^lgason M I SsMfc •". r •• Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. — Það er eitt fullkomnasta sjúkrahús utan Reykjavíkur, var byggt 1935 og tekur um 40 sjúklinga. Þar er lyflæknisdeild, handlækningadeild, geðsjúkradeiid og fæðinga- deild, Um 30 konur fæða þar árlega og eru þær bæði úr héraðinu og annarsstaðar frá. Sjúkrahúsið er eign St. Franciscusarreglunnar sem hefir aðal- bækistöðvar í Belgíu. Við sjúkrahúsið starfa 11 unnur af regl- unni, sumar hollenzkar, cn flestar belgískar. Yfirlæknir er Ólafur P. Jónsson, héraðslæknir. Frá höfninni. — Súgandisey í baksýn, og utar er Þórishólmi. símstöðvarstjóra, Kristján Bjart- mars fýrrv. oddvita og' Ólaf Jónsson frá Elliðaey. Skýrðu þeir frá helztu málum Stykkis- hólmshrepps á þessa leið: — Hér í Hólminum er stór hafskipabryggja, sem lokið var við að smíða 1908. Var hún þá stærsta .bryggja í landinu, traust og góð og geta fiskiskip og flest verzlunarskip lagst að henni vegna þess, hve aðdýpi er mikið. Er þetta ein öruggasta höfn landsins. Má því segja, að hafnar- skilyrði scu ágæt hér og bötnuðu þau mjög, þegar bryggjan var endurbyggð 1946 og 1952. AXVINNUBÆTUR — Fri aldamótum og fram um 1920 byggðist útgerð hér í „pláss- inu" mest á þilskipum og ára- bátum. En upp úr 1930 fer út- gerðin að fá á sig annan svip; hingað er keyptur línuveiðari, Alden að nafni, sem var um skeið eina þilskipið sem héðlan var gert út. Þegar dregur að síðasta áratug, fara menn að hefjast handa um vélbátaútgerð af meira kappi en áður, enda var þá tek- ið til starfa frystihús kaupfélags- ins (stofnað 1922) og tveimur ár- um síðar hóf frystihús Sigurðar Ágústssonar starfsemi sína. Hafði það auðvitað í för með sér mikl- ar atvinnubætur og hefir útgerð- in ætíð vaxið síðan. Á s. 1. vertíð voru gerðir héðan út 8 bátar (30—50 tonn) og öfluðu þeir vel. Má segja, að vertíðin hafi verið ein hin bezta sem menn muna. Reknetaveiði brást aftur á móti algjöriega í sumar, þar sem nú var aðeins saltað í 800 tunnur á móíi 4000 tunnum í fyrra. Einnig hefir trillubátaútgerð brugðizt algjörlega í sumar, en hún liefir oft verið mjög góð undanfarið. VERBÚDIR í SMÍÐUM Þá má geta þess, að hingað er væntanlegur nýr bátur fyrir vertíðina. Eigandi hans er Kristján Guðmundsson frá Nesi. Nú er einnig verið að reisa hér verbúðir og er gert ráð fyrir, að þar verði athafnasvæði fyrir 8 báta. Einnig verða byggðar íbúð- ir fyrir sjómenn á bátunum og er gert ráð :"yrir, að þar verði sameiginlegt mötuneyti. STÓR OG GÓÖ FRYSTIHÚS Segja má, að hér eigi allir af- komu i'na undir sjávarútvegi, t. d. er aðaliðnaðurinn fólginn í vei'kun sjávarafurða, en þó eru hér einnig tvær vélsmiðjur, byggingariðnaður o. fl. — Hrað- frystihúsin eru tvö, hið stærra í eigu Sigurðar Ágústssonar alþm., en hitt í eigu kaupfélagsins. Hraðfrystihús Sigurðar Agústs- sonar vinnur á sólarhring úr 70—80 tonnum af fiski upp úr sjó. í húsinu eru 11 frystiíæki, stór flökunar- og pökkunarsal- ur, þar sem 24 stúlkur geta flak- að í einu. Hins vegar geta milli Á efri myndinni er amtsbókasafnið, en á neðri ínyndinni er gamall torfbser í Hólminum. 50—70 manns unnið i frystihús- ir þessari grein. Hún var byggð inu á vert'ðinni. Frystihús kaup- 1949 og afkastar 1000 rnáium af félagsins er mun minna, og eru í síid á sólarhring. því 4 frystitæki. RAFSTÖD OG VATNSVEITA FISKIMJÖI.SVERKSMÍIJ'JA ' Árið 1943 urðu :nikil tímamót Þá er SHdar- og LÍskimiöls- i atvinnusögu bæjarms, halda verksmiðja Sigurðar Ágústssonar þvemeiiningarndr áfram. Þá var einnig geysimikið fyrirtæki. cms byggð hér stór diselrafstöð sem og sjá má af myndinni sem fylg- i'rn. á bls. 19 A efri myndinni er fiski- cg beinamjölsverksmiðja Sigurðar Ágústs- sonar. Hún afkastar 1000 málum af síld á sólarhring. Á neðri myndinni er hraðfrysvihús Sigurðar Ágústssonar. — Þar geta 50—70 manns unnið á vertíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.