Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 10
26 MORGUNBLAÐiÐ Fimmtudagur 17. nóv. 1955 Kristmann Guðmundsson: SJODÆGRA Eftir Jóhannes úr Kötlum. Heimskringla. IflNNUBRÖGÐ skáldsins Jóhannesar úr Kötlum hafa oft og einatt verið skrambi hirðu- leysisleg, en í þessari bók er allt öðru máli að gegna. Hér er svo að segja hver hending vönduð og hvergi kastað höndum að. Segja má að yfirleitt birtist Jóhannes sem nýtt og betra skáld í þessu skemmtilega og — að mörgu leiti — ágæta ljóðasafni. Sumir munu sakna ríms oð stuðla á köflum, en víst er að höf. hefur nú fund- ið form, sem hæfir honum betur en sá rímbruðlingur, er einatt áður gruggaði fyrir honum lind hins tæra skáldskapar. — Mér er nær að halda að upprunalega hafi Jóhannes verið efni í sögu- sjtáld, en auk þess var hann hag- yrðingur svo góður, að rímið varð honum alltof tiltækt. Það á til að „yrkja sig sjálft“, eins og kunn- ugt er, og hafa margir flaskað áfþví. Telja má að Jóhannes skáld hafi séð þetta sjálfur og því tekið aþ aga gáfu sína við notkun ann- a|rs forms. Hann orkti um skeið og þýddi Ijóð undir dulnefninu Anonymus og vöktu þær til- r^unir hans eftirtekt, enda vel þpss virði. Og nú kemur hann fpam fyrir almenning í „Sjö- dægru“ sem nýtt skáld, og hefur afdrei verið betri. Vinnubrögð hans öll eru vandaðri en fyrr, kyæðin full af ljóðrænu lífi, blæ- brigðaauðug, mótuð af miklu ör- uggari smekkvísi en áður. Þá hefur hugkvæmni skáldsins auk- ist og efnismeðferð þess orðið heimsmannslegri en fyrr; — án þess þó að glatazt hafi hin heilaga einfeldni, er ósjaldan hefur verið höfuðstyrkur, en stundum veik- leiki Jóhannesar. Eitt af fyrstu kvæðunum í bók- inni er „Eiður vor“, ættjarðar- kvæði, vel gert og bersýnilega jafnhentugt í áróðursstarfsemi allra flokka, nema ef vera skyldi kommúnista? „Vér stöndum hver einasti einn um ísland hinn skylduga vörð: af hjarta vér leggjum nú hönd á heilaga jörð og sverjum að sameinast bezt þess sál þegar hættan er mest hver einasti einn.“ Næst er „Hinn fagri þræll“, stutt og meitlað snilldarljóð. Fag- urt og vel gert er „Eitt kvöld á góu“, og hin töfrandi þjóðvísa: „Rauðsendingadans“. En með kvæðinu „Ýskelfir" hefur Jó- hannes úr Kötlum efnt öll sín beztu loforð: „Ég liljuriddarinn rakti við stjömuskin hinn rökkvaða skóg með hjartað í bláum loga og sofandi jörðin hrökk upp við dimman dyn og dauðinn þaut í himinsins spennta boga. Allt líf var skuggi: úr moldinni myrkrið fló og máninn huldist skýi sem slokknað auga og tíminn villtist og vindurinn beit og sló er vofurnar báru gullið í sína hauga. Svo þung var öldin að allan skiln- ing þraut og uglur vældu og loftið titraði af rógi: ég lagði höndina á himinbogann og skaut og hæfði fegursta dýrið í Goða- skógi. r v-wriiy.ywi v f saklausri angist drúnti drottn- ingin Hind e^ dreyrinn seitlaði úr brjósti lconungsins Hjartar: í irótt var eðli mitt nakið og sál { mín blind — í nótt urðu hvítu liljurnar mínar svartar.“ BÓKMENN7BR Mér finnst þankastrikið í síð- asta erindi eini gallinn á þessu innblásna ljóði! Það er vandfarið með þankastrik, og hver er sá, er hefur ekki syngdað með þeim! „Maður verður úti“ er enn eitt ágætiskvæðið í fyráta hluta bók- arinnar, (en henni er skift í sjö „bækur“, þarf af flýtur vænt- anlega nafnið: ,,Sjödægra“); táknrænt, frumlegt, snjallt. „Þú leggst í grasið“ og „Jesús Maríu- son“ eru og bráðsnjöll kvæði, einkum hið síðara. Fyrsta „bók“ ljóðasafnsins sam anstenöur af rímuðum kvæðum, svo og hin sjöunda, en hinar eru án ríms og hljóðstafa, í venjuleg- um skilningi. — „Ferskeyílur“ heiíir þar eitt ljóð: „Rennur gegnum hjarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar.“ f „Rímþjóð“ segir svo um ísl. þjóðina: „í sléttubönd vatnsfelld og stöguð hún þrautpíndan metnað sinn lagði í stuðla hún klauf sína þrá við höfuðstaf gekk hún til sauða. Því rírari verður í aski því dýrari háttur á tungu: við neistann frá eddunnar glóð hún smíðaði lykil úr hlekknum.“ Góð kvæði eru: „Ragnarök", „Tvö augu“, „Flóttamaður“: „Norður hvíta Elivoga ríð ég svörtum geigsins fáki: stökkva rauðir hrævareldar undan bláum sköflum. Flenntar nasir mása og blása: sollin froða af grön og bitli niður loðna bóga vellur — frýs að þungu hrírni." (Þetta minnir nú reyndar full- mikið á „Dögnene" eftir Nis Petersen!) „Systir mín góða í dali“ („mjúkur var vanginn á lamb- inu þinu, systir mín góða í dali“); „Söngurinn í brjósti mínu“: „Fagrir eru morgnarnir í heimin- um: litlir hvítir fætur vaða yfir rauðan streng í blárri æð dansa inn í föðurhjarta." „Á Séljumannamessu“, „Homo sapiens“, Hellisbúi“: „Innst í mínum helli logar á fífustöng — súgurinn leikur á stráfiðlu við opna gátt.“ „Nóttleysa“, „Ástarstjarna" — og lengi má telja! — Það er blátt áfram tilbreyting að rekast á nokkur léleg og misheppnuð kvæði, svo sem: „Kveðið vestur á granda“, „Hann er kominn“, „Kalt stríð“. En þau eru ekki mörg. — Kvæðaflokkur Fjórðu bókar heitir „Mater dolorosa“, stórvel gerð og dulúðug kviða im móður skáldsins, meðal allra leztu verka höf. Fimmta bók byrjar á gull- fallegu Ijóði: „Hér em ek“. En því næst er: „Kveðja til Kína“, grát- irosleg lofgerðarrolla um Maó Tse Tung! En skáldið bætir fyrir með fögru ljóði, aftan við þetta ;rýlukvæði, og heitir það: „Ljóð ím hamingjuna“. Og því næst (emur: „Lofsöngur um þá hóg- æru“, eitt af beztu kvæðum bók irinnar, verk sem lengi mun lifa. „Skerpluríma“ er enn eitt ljóð ;em gleður hjartað, leikið á lang- oil, tónn víkivakans, — og fleiri ■ru slik. Aðeins eitt skal enn efnt: „Fuglar tímans": _____ 1 'WilHW'j- Eins og hvítir svanir fljúga dag- ar vorir á brott 1 vatnanna sem niða hinumegin: rf fjöðrum þeirra ýkur geisla- brim í kvaki þeirra ómar jarðarinnar þrá. Eins og svartar álftir koma vorar nætur baksandi handan úr skugga- hverfinu mikla: Sönglausar fel þær skelfinguna undir vængjum sínum spyrna fitjum í draumsins gjálp. Að síðustu mun dreki eilífðarinn- ar steypa sér úr lofti og gleypa hvern tímanlegan fugl.“ Það er full ástæða til að óska Jóhannesi til hamingju með „Sjödægru“. Með henni hefur hann hrundið öllum hrakspám, en jaínframt unnið til þess lofs, er hann hefur stundum áður hlot- ið án Verðugs tilefnis! — BER ÞÚ MIG, ÞRÁ Eftir Snæbjörn Einarsson. Prentverk Odds Bjömssonar. ÞETTA er ein þeirra bóka, sem leiðinlegt er að þurfa að skrifa um. Hún er vel og smekklega út- gefin, og það er einnig auðsætt að höfundurinn hefur viljað leggja í ljóðin allt það sem hann á bezt. En því miður er hann harla lítið skáld, — það verður ekki hjá því komizt að segja það eins og er! Hann kann ekki ein- földustu rímreglur, eða fer ekki eftir þeim, að minnsta kosti, sbr.: „Og hvort sem óður lífs til angurs vekur og afturhvarfs til þess, sem betur reynist." „Sem farandsveinn ég reyka um forna slóð, — — mín ferð var hingað gerð.“ Þetta eru ósköp augljósir rím- gallar og auðvelt að laga þá, og svo er víðar í bókinni. Höf. -virð- ist skorta brageyra, því margt bendir til að hann hafi lagt tals- verða vinnu í kvæðin. Og dálitla skáldaæð hefur hann vissulega. í kvæðinu „Óður til íslenzka bóndans" er ýmislegt, sem kalla má gott, ef litið er til aðstæðna, t. d. þetta erindi, — þótt rímgalli sé í annari hendingu: „Já, landið á bóndann og bónd- inn á landið, þó beiskt sé oft stríðið og sárs- auka blandið, er vandmctin hamingja hans. Það er menningarþjóð, sem á mikið af bændum, ef metið .er starfið á framtíð í vændum það gull, sem er gæfa hvers lands. Þá er og talsverður töggur í kvæðum eins og: „Börnin úr daln um“, „Vormanns hönd“, „Dreng- urinn ,minn“: „Barninu okkar beggja bænir okkar tveggja leggi litlum vini lið og gefi styrk.“ í kvæðinu: „Heima“ er þetta laglega erindi: „Ég verð á ný sem lítið brekabam og brosi að horni og legg. Og bræði úr draumsins lundi lífsins hjam við lágan tóftarvegg." Bezta ljóðið tel ég vera: „Hvers virði er-----?“ „Hvers virði er að eiga hrausta hönd, ef hennar máttur leysir engin bönd? Hvers virði er að eiga mikinn auð ef ekki er hægt að gera úr hon- um brauð? Hvers virði er að vita á mörgu skil, en vilja ekki trúa að Guð sé til?“ Höf. er sýnilega traustur mað- ur og hugsun hans heilbrigð. Hann brýtur heilann um margt og er heimspekilega sinnaður. En P-h á bls. 31 Sfóraukin iðnaðar- framleiðsla í heiminum I VERKSMIÐJUM og námum heimsins var framleitt meira fyrstu sex mánuði ársins 1955 en allt árið 1938, segir í síðustu hag- skýrslum Sameinuðu þjóðanna. (Framleiðsla í Sovétríkjunum, Austur-Evrópulöndum og Kína er ekki talin með). Framleiðsluvísitalan fyrir iðn- aðaríramleiðslu heimsins r.áði há marki á öðrum fjórðungi á þessu ári er hún reyndist IV2 sinnum hærri en meðal ársfjórðungs vísi- talan 1948. Samanborið við fyrstu sex mánuði 1954 jókst iðnaðar- framleiðslan í heiminum um 9% á fyrstu sex mánuðum 1955. Aukning iðnaðarframleiðslunn ar stafar fyrst og fremst af vexti stór-iðnaðarins í heiminum, seg- ir í skýrslunum. Bent er á, að i stál og efnaiðnaðurinn hafi aukizt meira en vefnaðar- og matvæla- iðnaðurinn. Ef vísitalan fyrir iðnaðarfram- leiðsluna í Vestur-Evrópu er ákveðin 100 1948 var vísitalan komin upp í 179 á öðrum ársfjórð ungi 1955. Hér er um meira fram- leiðslumagn að ræða en nokkru sinni áður hefir átt sér stað í heiminum. Heildarframleiðsla Vestur-Evrópulanda á fyrra helm ingi ársins, sem er að líða var 75% meiri en á sama tíma 1954. Framleiðsluaukingin er að sjálf- sögðu misjafnlega mikil í einstök um löndum, eftir ástæðum, en tekið er fram í hagskýrslunum, að í engu landi hafi framleiðslan verið minni á fyrra helmixrgi árs ins 1955 en hún var á samsvar- andi tímabili árið áður. Stálframleiðslan í Frakklandi var 26% meiri en á fyrra árshelm ingi 1954 og í Þýzkalandi var iðn- 1 aðarframleiðslan í heild á fyrstu sex mánuðum 1955 aðeins örlitið i undir allri iðnaðarframleiðslu þjóðarinnar 1936. (Hér er aðeins reiknað með Vestur-Þýzkalandi). Framleiðsla Þýzkalands á farar- tækjum jókst um 30% frá fvrra árshelmingi 1954. Á sama tíma jókst iðnaðarframleiðsla Ítalíu um 7%. Heildarframleiðsla Jap- ans jókst talsvert á öðrum árs- fjórðungi, en var minni en árið áður á fyrst ársfjórðungi. í Bret landi var iðnaðarframleiðslan talsvert hærri en á samsvarandi tíma árið áður. Loks má geta þess, að sam- kvæmt hagskýrslum Sameinuðu þjóðanna jókst kolaframleiðslan í heiminum um 7% a fyrstu sex mánuðum 1955, miðað við sama tíma árið áður, en náði þó ekki metframleiðslunni frá 1952. I UNESCO ÆTLAR AÐ STOFNA MIÐSTÖÐ FYRIR B 4 RN AK'VIKMYNDIR VÍSINDA- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefir ákveðið að setja á stofn mið stöð fyrir barna- og unglinga- kvikmyndir. Tilgangurinn er að koma upp alþjóðamiðstöð, er veiti upplýsingar og útvegi kvik- myndir til allra landa, sem heppi legar eru fyrir ungt fólk og börn. Aðalskrifstofan verður í París, en í ráði er að settar verði upp mið- stöðvar af sama tagi víðsvegar nm heim. Meðal verkefna, sem miðstöðin hyggst að beita sér fyrir er að framleiddar verði barnakvikmyndir á sem flestum tungumálum heims. Má! þetta var tekið fyrir á sér- stakri ráðstefnu, sem boðað var til 5 Edinborg í fyrrahaust. Ráð- stefnuna sátu kvikmyndafram- leiðendur og fulltrúar frá barna- Mlögum. pr>FrpT eigar bænda F^TT SALA AFURÐA — VKKT FRAMLEIÐSLAN S'ðastliðin 10 ár hefir gerst hvlting á sviði landbúnaðarins í heiminum. Bændur nota nú helm inri meiri tilbúinn áburð og þrisv ar sinnum fleiri dráttarvélar en þeir gerðu fyrir síðustu heims- q' f->öld Korntegundir, sem nú eru ræktaðar gefa meiri afrakst- ur en áður þekktist, eða allt að helmingi meira á hvern hektar t lands í Norður Ameríku. j Af Bretum og Hollendingum ! hafa aðrar þjóðir lært hvernig hægt er að tvöfalda afrakstur túna og engja. Jafnvel í vanyrktu löndunum hafa bændur lært nýj ar aðferðir til að úírýma sníkju- dýrum og plöntusjúkdómum. Ný bólusetningarefni eru fyrir hendi til að fyrirbyggja sjúkdóma i húsdýrum. Þetta eru nokkur atriði úr framfarasögu landbúnaðarins s.l. 10 ár. Þessi og önnur mál eru rædd í mánaðarriti Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), en þetta tímarit — Memo — kom út í aukaútgáfu í tilefni af því að 10 ár voru liðin frá stofnun FAO, þann 16. október. — Þess er getið, að aðalvandamál bænda i dag sé að koma afurðum sínum í peninga, en ekki sjálf framleiðslan. í flestum löndum heims gætu bændur framleitt meira, ef þeir gætu selt fram- leiðslu sína við sæmilegu verði. Enn hafa menn ekki fundið heppi legar leiðir til að dreifa landbún- aðarafurðum frá þeim löndum, þar sem offramleiðsla er, til þeirra landa er skortir matvæli. Offramleiðslan skiptir milljónum , smálesta árlega og þeir, sem svelta víðsvegar um heim skipta einnig milljónum. SKORKVIKINDI GERÐ GEISLAVIRK TIL A® FYLGJAST MEÐ SJÚKDÓMUM Vísindamenn hafa fundið að- ferðir til að gera skorkvikindi geislavirk, en á þann hátt er hægt að fylgjast með smitberum er valda t. d. lömunarveiki (polio), malaríu, influenzu og holdsveiki. Heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) gengst fyrir rannsóknum á þessu sviði. ALÞJÓÐLEG RANNSÓKN Á KRYDDI Sumar þjóðir nota allt að 100 mis- munandi kryddtegundir í mat sinn SALT var fyrsta kryddið, sem maðurinn notaði í mat sinn — salt þekktu menn þegar í grárri forneskju. í dag er salt — matar- salt, eins og það er nefnt — al- gengasta kryddið, en um leið er I það eitt þýðingarmsta fni til að | verja matvæli skmmdum. En auk j salts nota menn, bæði með frum- stæðum þjóðum og menningar- þjóðum, margskonar aðrar krydd vörur til bragðbætis, eða átlits. Talið er að Síar noti 500 mis- munandi kryddtegundir í sinn daglega mat. í Bandaríkjunum eru algengar kryddtegundir 800, en Þjóðverjar nota allt að 1000 kryddtegundir. Með ýmsum þjóðum og þá ekki sízt í menningarlöndunum hafa komið upp raddir um að allt þetta kryddát muni vera heilsu- spillandi. Þessi ótti manna hefir orðið til þess, að nú hafa tvær af sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna, Alþjóða heilbrigðisstofnun- in (WHO) og Matvæla- og land- búnaðarstofnunin (FAO) tekið málið upp og haldið ráðstefnu um málið í Genf. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar frá 12 þjóðum og voru meðal þeirra kryddframleiðend- ur, læknar og vísindamenn Ráðstefnan taldi, að það gæti verið um hættur að ræða fyrir menn að neyta of mikils og vissra tegunda krydds og matarlita. En þetta væri ekki eingöngu heil- brigðisatriði heldur væri það viðskiptalegs eðlis. Ráðstefnan komst að þeirri niðurstöðu, að engin ein þjóð hefði rannsóknar- stofur og mannafla aflögu tli, að rannsaka málið til hlýtar og lagði þvi til, að stofnað yrði til alþjóðlegrar samvinnu um rann- sóknir á kryddvörum, matarlit og gerfiefnum, sem notuð eru í mat. Nefnd fjallar nú um þessar til- Frh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.