Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. nóv. 1955 MORGVNBLAÐID 29 gi/i 81® FoIIe smekkleg og kvenleg VETRARTÍZKA Genevieve Fath hefur vakið mikla hrifn- ingu bæði meðal kvenna Par- ísarfcorgar og meðal Evuda? ira viða um heim. Þykir klæf 'í- aður sá, er hún sýndi á að. t- tízkusýningu sinni í ágTÍst- mánuði í senn smekklegur, einfaldur og kvenlegur. Hún segir sjálf, að hún „hafi virt eðlilegar línur Iíkamans“ í tízkuteikningum sínum. Marg- ir þóttust vissir um, að Gene- vieve Fath myndi ekki takast að halda uppi þeim orðstír, er fyrirtækið Jacques Fath hafði aflað sér, meðan það var und- ir stjórn eiginmanns hennar, en hann lézt í vor. En Gene- vicve hefur tekizt mjög vel, og staðið eiginmaninnum fylli lega á sporði í stjórn fyrir- tækisins. Þessi tweed-frakki er mjög fallegur, þó að hann sé einfaldur. Hann er dökkbrúnn að lit, og loðhatturinn við hann er einnig dökkbrúnn. Að baki sýningarstúlkunnar sést skiltið á aðalverzlun Faths Hatturinn er úr loihiu, Ijósgráu » París, sem stendur við Francois Premier & Serbie götuna við efni, skreyttur gulri rós. Almatorgið. Hvítur, stuttur kvöldkjóll, útsaumaður og skreyttur knipplingum. Ilálsmálið og ermarnar eru úr hvítu mússulíni. miiftam allt Eggjagult Natron Kókosmjöl Iljartasalt Skrautsykur Vanellu-sykur Hunangs-krydd Lyftiduft Saltpétur Aniskorn Fingulkorn Pipar Negull Kanell Allrahanda Kardemommur Engifer Múskat Kúmen Karry Lárviðarlauf H. Benediktsson & Co. li.f. Hafnarhvoli. Sími 1228. Á myndinni sjást Madame Chapelle de Menou og Christian Dior, er þau höfðu rætt um sögu tízkunnar. Fyrir framan þau „svifur“ sýningarstúlkan í íburðarmiklum samkvæmiskjól, sem er útsaum- aður með perlum og paillettum. Yfir þessum viðhafnarkjól fcer hún satínmöttul, sem bryddaður er með hvítu minkaskinni. HálfguB fízkuheimsins — Dior segir: Tízkon túlkor fyrii fegnrð í TÍZKUFRÖMUÐURINN Christ- ian Dior hélt seint í sumar fyrirlestur um tízkuna í Sor- bonne-háskólanum. Madame Chapelle de Menou, sem kennir sögu tízkunnar viS háskólann, talaði þar einnig. Það varð uppi fótur og fit meðal Parísarbúa, og sennilega hafa margir þakkað sínum sæla fyrir að sleppa lif- andi úr troðningnum. ★ ★ ★ Mörg þúsund manna söfnuð- ust saman, en aðeins fáir útvald- ir fengu aðgang, þó að áheyrenda salurinn væri langt frá því að vera fullskipaður. Jafnvel þeir, sem álitu sig hafa óvéfengjanleg- an ,,passa“, urðu frá að hverfa. Mikill fjöldi lögreglumanna, sem aðeins þekkti eitt orð — NON — gætti dyra. í mannþröng inni böllsótuðust karlmennirnir yfir því að hafa látið konur sínar lokka sig út í þessa ófæru. Kon- urnar gengu rösklegast fram í að ryðja sér braut — jafnvel nunnur ruddust áfram, þó að slæður ; þeirra rifnuðu. Áhuginn fyrir I tízkunni er mikill í stórborginni ■ við Signu — og sá æðisgengni áhugi, er menn og konur hafa fyrir Dior, er allt að því óhugn- anlegur. ★ ★ ★ Sjálfur er hann lítill fyrir mann að sjá — en geðfelldur — og stamaði ofurlítið, einkum er hann las upp úr rituðum blöð- um, sem hann hafði meðferðis. Hins vegar var Madame de Menou létt um tungutak. Hún kennir um 1600 nemendum og er prófessor í menningarsögu, sem fjallar um sögulega þróun tízkunnar í Frakk landi — frá siðferðilegu, efna- hagslegu, menningarlegu og fag- urfræðilegu sjónarmiði. Dior sagði nokkuð frá fyrir- tæki sínu, sem hann hefir byggt upp á tiltölulega skömmum tíma. Hann hefir tólf hundruð manns í sinni þjónustu, 28 vinnustofur í húsasambyggingum, sem eru á stærð við lítið þorp — og fyrir- tæki hans er í stöðugum vexti. í teiknistofunum er tízkustefnan mörkuð og framkvæmd í vinnu- stofunum. í teiknistofunni situr Dior í hvítum kirtli umkringdur af starfsfólki sínu: Tízkuteikn- urum, klæðasérfræðingum, hnappasérfræðingum, beltasér- fræðingum og fjölmörgum öðr- um stórum og litlum „skrúfum", sem allar eru ómissandi fyrir heildarafköstin. ★ ★ ★ | Það er athyglisvert, að þetta gríðarlega stóra tízkufyrirtæki er mjög þýðingarmikið fyrir efna- hagsafkomu þjóðarinnar. Árleg velta þess nemur 8 milljörðum franka — Dior selur fyrir 2 þöri fjöldons daglep líii milljarða franka í Frakklandi — afgangurinn fer á reikning er- lendra ríkja. Dior á sextán útibú víða um heim — nokkur í Evrópu og fjöl- mörg í Ameríku. Þessi feimnis- legi maður, sem sat þarna og las upp ræðuna sína skapar ekki að- eins kjóla, kápur og dragtir held ur einnig skó, töskur, ilmvötn og sokka. Sumir kalla tízkuiðnaðinn „óhóf í fatagerð“ — aðrir segja, að Frakkar hafi verið snjallir í að gera tízkuiðnað að einum mátt arstólpanum, er stendur undir efnahagslífi þjóðarinnar. ★ ★ ★ Sjálfur segir Dior, að „tízkan túlki þörf einstaklingsins og fjöldans fyrir fegurð í daglegu lífi.“ Og allir, sem að lokum hafði tekizt að sigrast á ölium hindrun- um og komast inn í áheyrenda- salinn — menn„ gamlar konur, stúdentar og blaðamenn og jafn- vel nunnurnar, sem sátu á aftasta bekk — munu hafa samsinnt hon um, þegar dagskránni lauk með því að tiu sýningarstúlkur — bver annarri fallegri — sýndu glæsilegustu sarr.kvæmirkjólana úr vetrartízku Diors, sem hann sjálfur kallar „Y-línuna“. n Ríkisópcran í Vín opnuð á nýjan leik VÍNARBORG, 5. nóv. — Mikil hátíðahöld voru í Vínarborg i dag, er Ríkisóperan var opnuð á nýjan leik, en óperuhúsið hrundi í loftárásum fyrir tíu ár- um. Kostnaðurinn við endur- byggingu óperunnar nam þrem- ur og hálfri milljón sterlings- punda (um 150 millj. ísl. kr.)- Vígsluathöfnin i dag var mjög hátíðleg, og voru forseti lands- ins, Körner, ráðherrarnir, sendi- menn erlendra ríkja og gestir víða að úr heiminum viðstadd- ir. Mikill fjöldi Vínarbúa hafði safnazt saman á götunum til að fagna bessum viðburði. í kvöld er hátíðasýning á óperu Beet- hovens, Fidelió, sem austurríski forsætisráðherrann Raab hefir lýst sem' „þeim ódauðlega lof- söng Beethovens til frelsisins og mannkynsins)“. Ríkisóperan í Vínarborg var stofnsett fyrir rúmum 300 árum. Meðal gesta, sem viðstaddir verða hátiðasýninguna í kvöld, er bandaríski utanrikisráðherr- ann Dulles. Hann mun á morg- un halda til eyjarinnar Brioni til viðræðna við Tító.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.