Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 17. nóv. 1955 MORGVNBLÁÐIÐ 27 Sigurður Þorsteinsson b Hélsseli lát’mn Vllhjáhnur Bene- . Einar Jónsson — minning QIGURÐUR í Hólsseli er látinn, .3 93ja ára að aldri. Hniginn er þar sá, sem setti svip á umhverfi og SEtmtíð og reisti skýran drátt í heildarmynd norðurþingeyskra bænda um meir en hálfrar aldar skeið. Margt vaknar af „hljómgrunni hugans“ með þeim, sem í upp- vexti var kunnugur í Hólsseli og náinn granni fram um tvítugs aldur en verið hefur þó fjarvist- um áratugum saman. Ég minnist Sigurðar í Hólsseli fyrst unaðsvordag einn árið 1910. Sunnan blær var á og sól var um hlíðar allar, ása og fell. Ég var staddur nokkurn spöl frá heimili mínu, einhverra erinda. Heyrði ég þá sem í fjarska hófa- dyn léttan, svo sem blakað í ljúf- um atlotum, og brátt birtist mér riddari á rauðum fáki. Sýnist mér nú, þá er ég virði fyrir mér þessa æskumynd, að aldrei hafi ég síð- an séð hest jafn fagran né föngu- legan og eigi dúnmýkri né un- aðslegri fótaburð. En riddarinn, sem á sat, iðaði af lífsfjöri og gleði í samleik alls þessa unaðar. Hann varp á mig kveðju og bauð mér sæti á hnakknefinu fyrir framan sig, og, þótt mér væri næstum um og ó, sté ég á tá honum, en hann vatt mér í sætið. En fákurinn fór áfram á kost- um, svo að aldrei hef ég síðan borizt á mýkri né léttari ferð og aldrei örnggari en þá í fangi Sigurðar í Hólsseli. Þegar heim kom, iðaði allt af gamni og gáska og lífsgleði. Þetta voru fyrstu kynnin, vorið sem foreldrar mínir fluttust að Fagra- dal. Síðan eru liðin 45 ár. Og nú er ævi þessa góðvinar míns og granna foreldra minna öll. En fjöld minja og minninga geymist. Og nú er svo undur hugðnæmt að kalla þær fram og rekja vef- inn allan, helzt þráð fyrir þráð. Sigurður var maður fremur lágur vexti, fríður sýrium og vel á sig kominn, léttur og kvikur í hreyfingum öllum svo að frábært var, fastur í fasi og svip, augun sr.ör og sívökul, eftirtekt lifandi og vakandi, skapmikill og stund- um skapharður, en ávallt dreng- ur góður. Hann var Mývetningur að ætt, en fluttist fyrir síðustu aldamót austur á Hólsfjöll og var þar vinnumaður um skeið. En þar kvæntist hann síðar ágætri konu, Karolínu Jónasdóttur. Það var hún, sem kallaði mig afsíðis fermingardaginn minn og brá undan svuntu sér korti með mynd af fermingardreng og presti svo undur virðulegum, al- vöruþrungnum og blíðum og gaf mér, og í sömu andrá stakk hún Býjum fimmkrónaseðli í brjóst- vasa mér. Enn í dag er ég glaður og sæll, þegar ég minnist þessa. En þetta var ekki eina sinnið, sem ég naut góðleiksyls þessarar konu. Blessuð sé hennar minn- ing. Nokkru fyrir aldamót hófu þau hjón búskap og bjuggu lengstum í Hólsseli. Við þann stað mun Sigurður kenndur, meðan ein- hver minnist hans. Fögur þótti okkur hún vera, hjörðin hans Sigurðar í Hólsseli. Þar var sauðaval, lagðprúðar kindur, yfirbragðsfríðar. Hann Var talinn ríkur og hygginda- maður um fjármál, enda hafði hann oft margt góðra hjúa og sjálfur með ágætum árvakur og sífellt viðbúinn til hvers, sem þurfti. Skjótur var Sigurður jafnan til hjálpar, ef grönnum bar vanda að höndum. Og ávallt var hann beztur í raun, þegar mestu varð- aði. Gæti ég nefnt ýmis dæmi þess af skiptum við mitt fólk. Engi var hann tízkumaður, viðraði ekki við hvem vind né gekk á hvers manns vegi, heldur hispurslaus, hreinskiptinn, höfð- ingi í lund og veglátur, þegar því var að skipta. En nú er hann allur, þessi gamli granni minn. Hann var jarðsunginn á laugardaginn var. Byggðin okkar á Fjöllum á ýmis svipbrigði. Stundum breið- ist mjöllin, þykk og drifhvít yfir, svo að hvergi örlar á dökk- um hnjóta. Tíguleg er hún þá og ægifögur. Stundum fara stormar um hana, svo að þykkir sand- og moldarmekkir teygjast hátt á loft upp. Þá kennir sársauka, því að eftir þau veður ber sveitin sár, svíðandi svört. En oft „andar suðrið sæla“ sínum „þíðu vind- um“. Þá angar af hverju strái, þá geislar af hverju sandkorni, þá andar þar allt af unaði og fegurð. í þessari umgjörð geymi ég minningu vina minna frá æsku- og' unglingsárum, og er mynd Sigurðar í Hólsseli þar ein á meðal. Gunnar Jóhannesson frá Fagradal. I GRUNDARHOLI, 7. nóv.: — Laugardaginn 5. nóv. var til moldar borinn einn hinn mesti búhöldur í íslenzkri bændastétt, Sigurður Þorsteinsson í Hólsseli á Fjöllum. Jarðarförin fór fram að Víðihóli að viðstöddu fjöl- menni. Þrátt fyrir slæmt veður og þunga færð, kom margt manna að um langa fjallvegu til að fylgja þessum aldna höfðingja til grafar. Börn og tengdabörn hins látna veittu mat og kaffi af hinni þjóðkunnu Hólssels-höfðingslund bæði fyrir og eftir athöfnina. Sr. Páil Þorleifsson að Skinnastað flutti húskveðju og jarðsöng. Söngflokkur úr Mývatnssveit undir stjórn Jónasar Helgason- ar á Grænavatni söjng. Pétur Jónsson, Reykjahlíð og Theodór Gunnlaugsson, Hafursstöðum, fluttu minningar um hinn látna. Sigurður í Hólsseli var fæddur að Vindbelg í Mývatnssveit 14. marz 1862, sonur hjónanna Kristínar Gunnlaugsdóttur og Þorsteins Jóhannessonar. Hann ólst upp í mikilli fátækt og fór ungur að heiman til að vinna fyrir sér. 16 ára gamall réðst hann sem vinnumaður að Grund- arhóli á Fjöllum og yfirgaf þá sveit sína að fullu til dvalar. Síðar varð hann vinnumaður að Fagradal á Fjöllum og Hauks- stöðum í Vopnafirði, en kvæntist þar Karólínu Jónasdóttur og hóf búskap að Skálamó (sem nú heit- ir Arnarv'atn) í Vopnafirði árið 1886, þá 24 ára. Hann hóf búskap með 16 ær og eitt hross, en varð síðar sá maður, sem að sögn Páls Zophoníassonar, búnaðarmála- stjóra, hefir eignast flest fé á íslandi um ævina. Sigurður bjó í fjögur ár að Skálamó, en fluttist þaðan í Hóls- sel. Hann flutti þó þaðan aftur og bjó á Víðihóli nokkur ár, en keypti svo Hólssel og bjó þar til æviloka. Sigurður var óvenju duglegur maður og þrekmikill, ratvís með afbrigðum og kom það sér oft vel á auðnum Hólsfjalla. Hann var hinn mesti höfðingi heim að sækja og veitti öllum það bezta, sem völ var á, jafnt lágum sem háum. Hann var glaðlegur í viðmóti og hnyttinn í orðum svo öllum þótti gott að vera í návist hans. Hann var hjúasæll með af- brigðum svo að margt hans hjúa var mest alian sinn aldur í þjón- ustu hans. Var það ekki sízt að þakka hans ágætu konu meðan hennar naut við og síðar elztu dóttur hans, Karenu, sem staðið hefir fyrir búi hans í 30 ár. Sigurður hefir lengst af í sín- um búskap í Hólsseli verið fjár- flesti bóndi á Fjöllum og hélt hann því til dauðadags Hann sagði fyrir öllum verkum og fylgdist vel með öllu fram á síðastliðið *feumar, en þá var heilsu hans farið að hraka svo, að hann var fluttur í sjúkrahús í Húsavík og þar lézt hann 26. okt. 93 ára að aldri. — V. G. i - Á SÍÐASTA sumardag þessa árs, andaðist í sjúkrahúsi á Blöndu- ósi, Vilhjálmur Benediktsson, bóndi á Brandaskarði á Skaga- strönd, eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var fæddur að Reynistað í Skarðshreppi 7. apríl 1894. For- eldrar hans voru hjónin Bene- dikt Sigvaldason og Margrét Friðgeirsdóttir. Á vettvangi mannlegrar tilveru erum við öll þess meðvitandi, að fæðast og deyja er óumbreytan- leg staðreynd. Kynslóðir rísa, kynslóðir hníga, í þrengri merk- ingu, svo sem öldur á sæ mann- lífsins — og hyljast gleymsku með aldanna rás. — Þó er svo að við erum alltaf óviðbúin, samt sem áður, að heyra um að dauð- inn hafi sett innsigli sitt meðal þeirra er við þekkjum, jafnvel þótt hann hafi með fyrirvara boð- að nærveru sína með sjúkdómum og hrörnandi líkamsþreki. — Svo var og er ég frétti lát Vilhjálms I frá Brandaskarði. Hann hafði farið til Reykja- víkur, gengið þar undir mikla skurðaðgerð, komið heim aftur, dvalið stuttan tíma á heimili sínu meðal konu og barna, í von I um varanlegan bata, en sú von : brugðist, — eins og svo margar á sviði mannlegs lífs, — verið fluttur í sjúkrahús á Blönduósi, og loks eftir langan tíma hlotið hvíld frá þjáningum með komu dauðans. Ég ætla ekki að rekja æfiferil Vilhjálms sáluga. Tilgangur minn með þessum fáu línum er að láta j í ljós hlýhug minn til þessa góð- kunningja, sem nú er fluttur yfir landamæri lífs og dauða. Iæiðir okkar lágu oft saman til starfs, svo sem algengt er meðal þeirra er ýmsa erfiðis- og daglauna- vinnu stunda öðrum þræði — Minning vakir í huga mér frá þeim dögum, un hann, sem skemmtilegan félaga, góðgjarn- an, greindan og heiðarlegan í hvívetna, og svo gamansamar vís- j ur og kviðlinga, sem honum var I einkar létt að hafa á reiðum hönd j um við ýmsar aðstæður, enda j kunnur hagyrðingur. Vakti slíkt j ávallt léttara viðhorf og bjartari j yfirsýn yfir daglegt líf erfiðis og j umstangs. Því verður ávallt eftir- j sjá að slíkum mönnum, fyrir alla er kynnast þeim og ekki sízt þeim er næst standa, konu og börnum. — Það má með sanni segja að hann Fæddur 3. júní 1883. Dáinn 14. október 1955. HINN 14. október s. 1. andaðist einn af góðvinum mínum, Einar Jónsson, Bergstaðastræti 46. Þó nokkuð sé nú liðið frá útför hans, langar mig að geta hans að nokkru. Aðallega mun j ég í þessum fáu linum minnast hans, sem eins hins bezta og j traustasta félagsmanns, sem ég, hefi starfað með og svo hygg ég að fleiri geti sagt. Ég var svo lánsamur að kynnast honum og starfa með honum í Bræðraíélag- inu, sem stofnað var 1929 innan Fríkirkjusafnaðarins og í Bræðra félagi Óháða safnaðarins. Þar var hann sem annars staðar, ávallt hinn sami tryggi og ábyp"ilegi maður. Enda var það hans mesta áhugamál að vinna að málefnum krikju sinnar. Það var ekki að ástæðulausu að hann var ávallt kosinn dyragæzlumaður Frí- kirkjunnar um all mörg ár eða allt þar til skammsýnir menn ekki þóttust þurfa á hans þjón- ustu að halda. Vissi ég vel að það féll Einari sáluga þungt og það sár mun hann hafa farið með ógróið í gröfina, þó hann léti lítið bera á. En dyragæzlu- maður hjá Óháða söfnuðinum var hann í fimm ár eða frá stofn- un safnaðarins til hins siðasta. Einar Jónsson var að eðlisfari mjög dulur maður en aftur á móti mjög tilfinninganæmur. Um ævistarf Einars sáluga er það að segja, að frá barnæsku til ársins 1918, er hann missti konu sína úr spönsku veikinni, stundaði hann sjóinn. Þess má geta, að tvisvar tók hann við stjórn á skipum sem hann vann á, í aftakaveðrum og kom öllu heilu í höfn. Valt þar mest á útsjón og áræði, sem sjó- menn þakka enn þann dag i dag. Sjórinn var hans yndi og alla tíð þráði hann að komast á sjó- inn, en við missir konu sinnar, breyttist hans atvinna, því kona sú er hann fékk til þess að ann- ast börn sin, aftók með öllu að hann færi meira á sjóinn. Eftir það stundaði hann Iandvinnu, lengst af hjá Reykjavíkurbæ. Um trúmennsku Einars sáluga vissu þeir bezt, er hann vann með. Ég veit að samverkamenn hans minn ast hans ávallt, sem hins trúa þjóns, með hlýja og falslausa framkomu. Af því ég var einn af heimilis- vinum Einars sáluga og Stefaníu Kristjánsdóttur, þykist ég mega fullyrða að sambúð þeirra var , til fyrirmyndar, enda sýndi það sig bezt er mest á reyndi í hans sáru sjúkdómslegu, hve hún stundaði hann með nákvæmni og ástúð allt til hins hinnsta. Og oft undraði mig hve hann bar mikla umhyggju fyrir henni. Til merkis um umhyggju hans, sagði hann við mig, að verst þætti sér þegar Stefanía gæti ekki sofið fyrir sér. Þetta sagði maður, sem sjálfur var að berj- ast við dauðann. Þvílík um- hyggja. Ég gét þess arna til þess að sýna hver maður Einar Jóns- son var, að hugsa um sjálfan sig var aukaatriði. Á heimili þeirra hjóna var ávallt hið sama við- mót, enda var oft gestkvæmt á þeirra heimili. Þar var hin íg- lenzka gestrisni í sinni fullkomnu mynd og hygg ég að lengi megi leita að samanburði. Ég hygg að snarasti þátturinn í lífi Einars sáluga hafi verið eilífðarmálin, enda var hann þeim gáfum gæddur, að. geta séð það er öðrum var hulið. Það mátti vel heimfæra orð ritningarinnar í þessu: „Það senl hulið er vitringunum, er opin- bert smælingjunum“. í þessum málum var Einar sem í öðrum, heill og óskiptur. Ekkert hik, eng inn efi, full vissa um framhald lífsins. Þannig kom Einar sálugi mér fyrir sjónir, í þessi þrjátíu til fjörutíu ár, sem ég þekkti hanni' Og nú ertu horfinn, góði vinurf Ég þakka þér allt gott, alla þíná tryggð og vináttu alla tíð. NV*:' veit ég að þú meðtekur trúrrá verðlaun, sem þeim eru heitin, sem reynast trúir allt til dauða.! Guðs verndandi kraftur vaki1 yfir sálu þinni um alla eilífð. Háfðu þakkir fyrir allt og allt. Jón Arason. Lifðu sæll með ljóssins liði, laus við þraut og jarðlífs bönd. Þína sál í sælum friði, signi drottins máttar hönd. J. A. KVEÐJA EIGINKONU. Hafðu þakkir hjartans kæri vinur, hverja fyrir liðna ævi stund. Hjarta mitt af harmi þungum stynur, hvíld ei finnur unz þinn kem á fund. Ég bið þann guð, sem gaf og tók þig aftur, að greiða þér nú eilíf sigurlaun. Ég veit hans elska og vísdóma náðarkraftur, mín viðkvæm græðir sálar minnar kaun. J. A. Lýsti ýlum ljóðs með arði, líf og hlýju flutti að garði, manndóm saman vakti og varði , Vilhjálmur á Brandaskarði Lifðu sæll á landi friðar. Lárus Guðmundsson. v BEZT AÐ AVGLtSA t MORGUNBLAÐINU Keflavíkurskátar ræða vetrarstarf ið i KEFLAVÍK, 11. nóv.: — 1 gær var haldinn aðalfundur Skáta- félagsins Heiðarbúa hér í bæn- um, og var hann fjölmennur. Var fundurinn haldinn í Skátaheimil- inu. j Félagsforinginn, Helgi S. Jóns- ' son, var endurkjörinn formaður, en aðstoðarfélagsforingi frú Jó- hanna Kristinsdóttir, og gjald- keri Kristinn Sigurðsson Ingvar Guðmundsson var skipaður deild arforingi Heiðarbúa og þau ung- frú Inga Árnadóttir og Höskuldur , Goði Karlsson sveitarforingjar. ! Skátaheimilið hefur verið end- urbætt mjög mikið og eru húsa- j kynni nú hin vistlegustu. Er ríkj j andi mjög mikill áhugi fyrir j skátastarfinu, og hugsa Heiðar- búar sér að gera vetrarstarfið sem I fjölbreyttast og skemmtilegast. 1 — Ingvar. Bændur í lambadal við Dýrafjörl urlu fyrir fjárskaða vegna óveðurs Storviðri héizt þar óstitið í þrjá sólarhringa Þingeyri, 8. nóvember: — SÍÐASTLIÐNA viku urðu tals- verðir fjárskarðar í Lambadal í Dýrafirði, er norð- austan stórviðri skall á fyrirvara- lítið. Stóð ofviðri þetta í þrjá sól- arhringa og unnu Lambadals- bændurnir að því alla dagana að grafa fé sitt úr fönn. Nokkuð af fénu hrakti í sjóinn. Ennþá eru ófundnar um 50 kindur, og engin líkindi til þess að þær finnist á lífi. STÓRVIÐRIÐ SKALL Á Á ÞRIÐJUDAGINN Á Lambadal er tvíbýli Búa þar bændurnir Steindór Guðmunds- son, í Ytri Lambadal og mágur hans Guðmundur Bjarnason í Innri-Lambadal. Á þriðjudags-j morguninn þótti bændunum aug- Ijóst að óveður væri í aðsigi, en Lambadalur liggur opinn fyrir norð-austan átt. Er GuðmundurJ Bjarnason fjárríkasti bóndi í Mýrarhreppi og átti hann 230 fjár, en Steindór á annað hundr- að. Gengur féð á dalnurn og inu með hlíðinni. KOMl' FÉNU EKKI AÐ HÚSUNUM Lögðu þeir af stað til að smala fénu á hádegi. Skömmu síðar skall óveðrið á, stormur og hríð. Fundu þeir Steindór og Guð- mundur milli 30—40 kindur, þrátt fyrir bylinn, en ekki var vitlit að’ koma þeim til fjárhús- anna í Lambadal vegna veður- ofsans. Gat ekki talizt mannstætt og því mjög erfitt að brjótast áfram með féð, sem ýmist hrakti undan veðrinu eða lagðist. KOMUST AÐ GRÆNANESI Að endingu tókst þeim þó að komast með féð að Grænanesi sem er nýbýli og næsti bær við Lambadal. Komu þeir þvi bar I Frh. á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.