Morgunblaðið - 24.11.1955, Side 3
Fimmtudagur 24. nóv. 1955
MORGU N BLAÐIB
19
— Nútímabærinn Þórshöfn í Færeyjum
Lögþingshúsið í Þórshöfn. Á bak við er nýja símstöðin, sem er mjög nýtízkuleg með glæsilegum og
björtum afgreiðslusal.
fyrir hinum nýbökuðu stúdent-
um.
Stórt sjúkrahús er í bænum.
Heitir það „Dronning Alexandr-
ines Hospital". Eru læknar þar
af ýmsum þjóðernum, færeyskir,
danskir og þýzkir, og til skamms
tima hefir íslenzkur læknir verið
þar. í nánd við sjúkrahúsið er
staður, sem nefnist Sandagerði.
Þar baða bæjarbúar sig, einkum
börn og unglingar, í sjó á sumrin.
VERZLUN OG
VERKSMIÐJUR
Fjöldinn allur af verzlunum er
í Þórshöfn. Einhver stærsta verzl-
unin er kjöt- og matvöruverzlun-
in Smæran (Smárinn). Er hún
var opnuð í sinni núverandi mynd
var hún fyrsta daginn opin á
sunnudegi, en hins vegar fékk
fólk ekkert að kaupa þann dag-
inn, aðeins að skoða. Þótti fólki
mikil nýbreytni að þessu, enca
var búðin troðfull daginn eftir.
Kaupfélag er til í Þórshöfn.
Nefnist það Keyparsamtþkan. Er
það frekar með pöntunarfélags-
sniði og hefir ekki opna sölubúð,
en sendir allar vörur heiro..
Sápuverksmiðja er í bænum og
málingarverksmiðja. Er íslend-
ingur, sem búsettur er í Þórshöfn,
eigandi að hinni síðarnefndu.
Ekkert íslenzkt konsúlat er í
Færeyjum sem stendur, og hefir
ekki verið síðan Páll Ólafsson fór
þaðan. Fáir íslendingar búa i
Þórshöfn, eins og er. Þó eru þar
nokkrir, sem orðnir eru dansk-
færeyskir ríkisborgarar. Eru það
til dæmis tveir stórkaupmenn,
einn verksmiðjueigandi, einn bíl-
stjóri, einn verkstjóri o. fl.
Margir skólar eru í Þórshöfn.
Þar er menntaskóli, sjómanna-
skóli, verzlunarskóli, gagnfræða-
skóli og barnaskólar. Nýtt barna-
skólahús hefir verið í byggingu í
bænum undanfarin ár. Er það
heilmikið steinbákn. Athygiis-
vert er, hvernig það er bvggt.
Gólfin eru ekki steypt um ieið
og veggirnir, heldur sett trégólf
í á eftir. Sömuleiðis eru glugga-
karmarnir ekki steyptir í vegg-
ina, heldur settir í á eftir.
ENSKUR DANSUR
Skemmtanalíf er fremur fá-
breytt í bænum. Dansleikir eru
t. d. sjaldan haldnir á laugardags
kvöldum, heldur á sunnudags- og
miðvikudagskvöldum. Fara þeir
fram í Þórshöll, Sjónleikahúsinu
eða Klúbbnum. Almennan dans-
leik kalla Færeyingar, enskur
dansur, til aðgreiningar frá sínum
eigin dansi, sem þeir nefna, fðr-
oyskur dansur. Ein danshljóm-
sveit er til í Þórshöfn og heitir
hún Goggan, í íslenzkri þýðingu
Kuðungurinn. Er það sex manna
hljómsveit og spilar hún all
sæmilega.
Tvö kvikmyndahús eru í bæn-
um. Er annað þeirra í Sjónleika-
húsinu og hitt í Klúbbhúsinu og
heitir Havnarbíó. Fara sýningar
fram á hverju kvöldi, oftast fyrir
fullu húsi.
SÉRTRÚARFLOKKAR
ÖFI.UGIR
Trúarlíf er mjög fjölskrúðugt í
Þórshöfn. Eru trúarflokkar
margir. Sá sértrúarflokkur. sem
mestu fylgi hefir náð í bænum og
annars staðar í Færeyjum, eru
baptistar. Hafa þeir stórt sam-
komuhús, sem Ebenezer heitir, á
bezta stað í miðjum bænum, og
eru samkomur hjá þeim fjölsótt-
ar. Um helgar eru fjöldasamkom-
ur þeirra á götum úti mikill þátt-
ur í bæjarlífinu. Stöðvast þá
stundum bílaumferðin í miðbæn-
um.
Hljómsveit Hjálpræðishersins
í Þórshöfn er mjög vinsæl. Safn-
ast ávallt fjöldi fólks utan um
hljómsveitina, þegar hún lætur
í sér heyra á Vaglinu. Af öðrum
trúarflokkum, sem í Þórshöfn
eru, er helzt að nefna adventista,
votta Jehova, babbista og
mormóna, en hinir tveir síðast-
nefndu eiga samt litlu fylgi að
fagna.
Er talið, að álíka margt fólk sé
í hinum ýmsu trúarflokkum og í
sjálfri þjóðkirkjunni í Þórshöfn.
Kaþólska kirkjan á sér töluvert
fylgi í bænum. Starfrækir hún
barnaskóla og hefir ýmis líknar-
störf á hendi eins og annars stað-
ar. Er hin árlega hlutavelta, sem
kaþólsku nunnurnar þar halda í
bænum um Ólafsvökuna einkar
vinsæl, enda nú orðið fast atriði
í hinni fjölþættu og skemmtilegu
hátíð Færeyinga.
FJÖRUGT FÉLAGSLÍF
Enda þótt skemmtanalífið í
Þórshöfn sé ekki sem blómlegast
er félagslíf í bænum talsvert. Þar
halda ýmis félög uppi starfsemi
sinni með miklum glæsibrag.
Bridgefélag starfar í bænum, og
cr ekki langt síðan allstór hópur
færeyskra bridgespilara kom í
heimsókn til íslands og spilaði
hér. Skákfélag er einnig starf-
andi. Starfsemi Góðtemplara í
bænum stendur með blóma. K. F.
U. M. starfar í nýjum og rúm-
góðum húsakynnum. Bæði félög-
in K.F.U.M. og K. hýsa skólafólk,
sem dvelur í bænum yfir skóla-
tímann.
Talsverður áhugi er fyrir leik-
list í bænum, og er þar starfandi
leikfélag, sem nefnist Sjónleik-
arafélagið. Einn fremsti leikari
Sjónleikarafélagsins er Knútur
Wang, ritstjóri. Mikil aðsókn
varð að leikritinu „Mýs og menn“
sem félagið sýndi fyrr á þessu
ári, undir stjórn Ernu Sigurleifs-
dóttur, leikkonu.
Mikill áhugi fyrir íþiróttum
ríkir meðal unga fólksins í Þórs-
höfn og starfa þar nokkur íþrótta
félög. Mestur áhugi virðist vera
fyrir knattspyrnu og handknatt-
leik. Sumarið 1954 kom knatt-
spyrnulið frá Þórshöfn í heim-
sókn til íslands og lék nokkra
leiki m. a. i Reykjavík, á ísafirði
og á Akureyri.
BLÖÐIN ERU PÓLITÍSK
Nokkur pólitísk blöð koma út
í Þórshöfn. Stærst þeirra er
Dimmalætting, málgagn Sam-
bandsflokksins, og mesta auglýs-
ingablaðið. Er það eina færeyska
blaðið, sem bæði er skrifað á
færeysku og dönsku. Næst
stærsta blaðið er Dagblaðið, blað
Fólkaflokksins. Önnur blöð eru,
14. september, málgagn Þjóðveld-
isflokksins, Fþroya Socialdemo-
kratur, Tingakrossur og fleiri
minni blöð. Ekkert þessara blaða
er þó dagblað, heldur koma þau
út tvisvar til þrisvar í viku.
G. S.
550 mílna
hraði
a klst.!
LUNDÚNUM, 9. nóv.: — Ameri-
can Airlines — eitt stærsta flug-
félagið í Bandaríkjunum — hefir
pantað 30 þrýstiloftsflugvélar i
Bretlandi, og munu þær kosta
sem nemur 50 millj. sterlings-
punda. Verða þessar flugvélar
til farþegaflugs milli Lundúna og
Los Angeles, og verða þetta
fyrstu þrýstiloftsflugvélarnar,
sem notaðar eru til farþegaflutn-
inga á þessari leið. Gert er ráð
fyrir, að þær verði teknar í notk-
un sumarið 1959.
Þrýstiloftsflugvél af þessari
gerð fór nýlega reynsluflug frá
Lundúnum til Los Angeles —
með 550 mílna hraða á klukku-
stund. Undanfarnar vikur hafa
fimm stærstu flugfélög Banda-
ríkjanna pantað mikið af þrýsti-
loftsflugvélum frá Bretlandi, og
er gert ráð fyrir, að mikill hluti
þeirra verði tekinn í notkun á
lengstu flugleiðunum snemma á
árinu 1960.
Ritsímahúsið og veðurathugunarstöðin. Eftir götunni ekur annar
„bússurinn“. Hægri handar akstur er í Færeyjum sem í Danmörku.
allt tfjúka-----
Olafur Davíðsson helzti þjóðfræðiritari fslendinga skrif-
ar á skólaárum sínum í Reykjavík og stúdentsárum
sínum í Höfn sendibréf til föður síns — og dagbók
handa sjálfum sér. Finnur Sigmundsson landsbókavörð-
ur hefur séð um útgáfu þessara bréfa og dagbókarblaða
og gert skýringar á efni þeirra. Lýsa þau í senn Ólafi
sjálfum, áhugamálum hans og líferni, — hispursleysi,
hreinskilni, fjör og gáski æskumannsins cinkenna bók-
ina og gefa persónulega mynd af höfundi, samtíðar-
mönnum hans og aldarfari. Fyrri bréfasöfn í útgáfu
Finns Sigmundssonar hafa orðið mjög vinsæl, enda
gerðar af smekkvísi og nærfærni. ÉG LÆT ALLT FJÚKA
ber sama svipmótið og er óskabók bókamanna í ár.
Jólabœkur
ísafoldar