Morgunblaðið - 24.11.1955, Page 9
Fiinmtudagur 24. nóv. 1955
MORGLNBL-AÐIÐ
25 1
Mynri þessi tekin til austurs af brúninni ofan við Kirkju jæjarklaustur gefur nokkra hugmynd um þá miklu flöt, sem nefnist Stjórnarsandur. Skaftá rennur fyrir surman
gandinn hægra megin á myndinni. En vinstra megin sést hinn nýi áveituskurður um norðanverðan sandinn. Stj órnarsandur er um 1000 hektarar; er nú komijiri gfóður i
L að helming hans. Svæði það er Stjórnarsandur nær yfir er afmarkað með svörtum deplum.
Hvernig
HIÐ forna höfuðból, Kirkjubæj-
arklaustur stendur undir
brattri hlíð Kirkjubæjarheiðar.
Og rétt við túnfótinn rennur
Skaftá austui' með hlíðinni. Þarna
er því fremur takmarkað land-
rými. Á þessu mjóa undirlendis-
belti, milli hlíðar og árinnar hef-
ir að vísu verið ræktað allgott
tún. En að jafnaði hafa Klaustur-
búendur orðið að sækja heyskap
að verulegu leyti upp á Kirkju->
bæjarheiði og þar uppi, í 150—
200 metra hæð eru þeírra haga-
lönd, enda er heiðin grasgefin.
Við fyrstu sýn mætti þannig
virðast að Kirkjubæjarklaustur
sé fremur fátækt af góðu sléttu
láglendi, sem vænlegt sé til rækt-
unar. Það sé aðeins riminn við
hlíðarfót.
ÞAK SEM EIXGVÖIXER-
INN ER
En þegar betur er að gáð, sjá-
iim við að tæplega kílómeter
austan við Klaustur, vendir
Skaftá kvæði sínu í kross. Sveig-
ist hún suður á bóginn, niður með
Landbroti og fjarlægist hlíðina.
Og við þetta myndast fyrir norð-
an hana víðáttumikil flatneskja.
Mestallur þessi flötur frammi á
nesinu milli Skaftár og Geirlands
ár (sem framar nefnist Breiðbala-
kvísl) tilheyrir Kirkjubæjar-
klaustri og virðist sem þar sé nóg
athafnasvæði til nýræktar fyrir
hina framtakssömu Klaustur-
bræður.
Sá galli er aðeins á gjöf Njarð-
ar, að allt þetta viðáttumikla
svæði hefir verið foksandur einn.
Þetta er hinn svonefndi Stjórnar-
sandur. Á honum er nú flugvöll-
urinn við Kirkjubæjarklaustur og
hin síðustu 10 ár hafa Klaustur-
bræður verið smám saman að
rækta hann upp eða réttara sagt
að láta hann gróa upp.
eEifara sandur grær upp af
áveitu
xseeð Siffgjeirá á Mlœsssis'É
mzm ffræssJkamÆ Sigérmassmxsd
Vinstra megin sést áveítuskurðurinn, þar sem hann liggur austur eftir sandinum, fram hjá gömlum
melhól. Myndin hægra megin er tekin þar sem skurðurinn endar og vatnið síast niður í sandinn.
Þar rennur vatnið í lænum og gulstör tekur að jróa þai'.
inn til að sýna mér, hvernig sést m. a. þar sem Stjórnarsand-
gróðurinn væri nú sífellt að festa . urinn er farinn að gróa upp, þá
rætur, þar sem hann fengi smám
saman lífvænlegri skilyrði. Við
ókum fyrst austur þjóðveginn, en
er komið var framhjá Skaftárbrú,
béygði hann út af og ókum við
fvrst í stað fram með flugvell-
inum, þar .sem fíngerður sandur-
inn er enn gróðurlaus.
— Ég held, sagði Siggeir, að
Stjórnarsandur hafi ekki blásið
upp af sjálfu sér. Hann liggur
það lágt og að öðru leyti er land-
inu þannig hagað, að þar hafa
ekki verið upptök sandfoks En
sandfokið hefir tvímælalaust
komið austan að. Er líklegt að
það hafi hafizt er Brunahraunið
brevtti farvegi Hverfisfljóts Því
mun og hafa fylgt aska og vikur.
Þá mun Brunasandur hafa þornað
upp og þar hefir sandfokið byrj-
að.
SANDFOKIÐ HEFIR KOMIÐ
AUSTAN A»
Er ég dvaldist nokkra daga aust ENN STENDUR SANDFOK
ur á Klaustri hitti ég Siggeir ÞANGAÐ
Lárusson bónda þar að máli og i Þessi skoðun mín styðst m. a.
það varð úr að hann ók mér á við það, að þegar þurrviðri gerir
nýjum jeppa sínum, prýðilegu I og hann er á norðaustan kemur
farartæki, austur um sand- mikill foksandur austan að. Hann
Hér stendur Siggeir Lárusson við áveituskurðinn úr Stjórn. Áin
Stjórn kemur úr gilinu vinstra megin á myndinni. Þar er hluta
af henni veitt í skurðinn, sem fyrst liggur meðfram þjóðveginum
i suður. Myndin er tekin hjá skurðbeygjunni, þar sem honum er
beint austur yfir sandinn.
safnast hann saman í grasrótinni.
Eg tel, heldur Siggeir áfram,
að þetta syæði allt sé ræktanlegt,
aðeins ef sköpuð eru skilyrði til
þess að g'róðurinn nái aftur óð
festa rætur. Nauðsynlegt til þess
er fyrst og fremst að friða svæðið
fyrir beit og að veita vatni á það.
HROSSAPUNTUR
OG GRÁVÍÐIR
Við höfum nú ekið um sinn
eftir sandinum, en nú fara svo-
litlir gróðurtoppar að gera vart
við sig og eftir því sem austar
kemur, þéttist gróðurinn, unz
hann myndar samfeildan úthaga-
gróður. Mest ber þarna á hrossa-
puntinum. Þarna eru einnig tals-
verðar breiður af grávíði, sem
Siggeir segir að komi furðu fljótt
fram. Sums staðar er grasið svo
þétt, grænt og safamikið, að
þarna virðist vera góður hagi.
— Hérna var alger og örfoka
saridur fyrir 10 árum, segir Sig-
geir. Þú sérð það bezt á melkoil-
unum, sem standa þarna eins og
eyjar upp úr graslendinu. Áður
fyrr var reynt að hindra sand-
fokið með meigrasi, en það virt-
ist engin úrslitaáhrif geta iiaft.
Nú þegar grasíð tekur að sprctta
allt í kring um melkollana, deyr
melurinn. Það er eins og hann
geti ekki staðizt samkeppnina við
grasið.
SKAFTÁ DÆLT
— Þú segist hafa veitt vatni á
sandinn?
— Já, það þarf ekki annað að
gera en að veita vatni á hann. Þá
kemur gróðurinn af sjálfu sér.
Ég hef engu sáð í hann, en vind-
urinn ber fræin og það líður ekki
á löngu þar til hann grær upp.
— Það mun hafa verið fvrir 11
árum, sem við tókum upp á þvi að
dæla vatni úr Skaftá upp á sáhd-
inn. Dælan er við endann á
Skaftárbrú og þurfti að lýfta
Vatninú um þrjá metra upp Hún
var khúin afgángsrafmagni frá
vatnsaflsstöðinni á Klaustri.
Þetta gaf góða raun, enda er
mikið áburðarefni í Skaftá, sem
er jökulfljót.
Mér gefst ekki tækifæri til að
sjá dæluna í gangi. Hún bilaði
fyrir nokkru, enda mun slit vera
allmikið á hermi vegna leirsins
í vatninu. Ég get því lítið sagt
um, hvernig mér leizt á þá hlið
áveitunnar. En Siggeir sýndi mér
aðra nýjung, sem hann byrjaði á
fyrir þremur árum.
ÁNNI STJÓRN
VEITT Á SANDINN
Efst á Stjórnarsandi fellur áin
Stjórn niður tilkomumikið gil.
Hún hefir áður fallið fyrir norð-
an sandinn í Geirlandsá, en nú
hafa þeir Klausturbræður veitt
hluta árinnar á sandinn. Þar þarf
ekkert að dæla, því að halli er
nægilegur. Aðeins var sett dalítil
stífla í Stjórn og vatnsmagn áveit
unnar takmarkað með flóðgátt-
um, svo að ekki sé hætta á að
hún brjótist öll suður yfir sand.
Þeir gerðu skurð eftir norðan-
verðum Stjórnarsandi. Var það
fljótunnið verk með venjulegri
jarðýtu. Þessi litli skurður gegnir
nú 1 rauninni sama hlutverkinu
og áin Nil hefir gert um árþús-
undir suður í Egyptó. Hann færir
hinum þyrsta jarðvegi raka og
árangurinn er farinn að verða
jýnilegur hvarvetna í kringum
hann. Meðfram skurðinum, er
sandurinn orðinn gljúpur, en er
austar dregur, endar skurð-
urinn og vatnið síazt niður í
sandinn og breiðist út um hann.
Þar sést árangurinn bezt, því að
þar er sums staðar kafagras og
jafnvel farið að gerast mýrlent.
Ekki laust við það að bragðsæt
störin geri sig þar heimakomna.
Er þetta sannarlega skemmti.eg-
ur árangur.
FLUGVÖLLURINN
ORDINN FYRIR
Ég læt í ljós við Siggeir
ánægju mína yfir þessu og þá
svarar hann.
— Þessi tilraun hefir gefizt svo
vel, að nú viljum við gera flein
áveituskurði um Stjórnarsand.
Yrði það þá næst annar skurður
samhliða þessum, en nokkru sunn
ar. Aðeins eitt stendur í vegi
fyrir honum, en það er flugvöll-
urinn. Að vísu lægi skurðurinn
ekki um flugvöllimi, en það er
hætt við að sandurinn myndi
blotna svo mjög og mýkjast af
vatninu, að völlurinn yrði ónot-
hæfur. Vegna þessa, er ég hrædd-
ur um að komi að því að við
verðum að fá flugvöllinn brott.
Það er þægilegt að hafa flugvöll
hér, en ræktarlandið verður okk -
ur ómissandi. Kemur sennilega að
því fyrr en seinna. Yrði flugvöll-
ur þá gerður að líkindum á sandi
austur við Foss á Síðu.
GRÓÐUR BREIÐIST ÚT
— OG ÞÚFURNAR
— Hvað telurðu að allt þetta
svæði sé stórt, sem nefnist Stjórn
arsandur?
— Ég held að það sé eitthvað
í kringum 1000 hektarar. Þar var
eins og ég sagði áðan enginn gróð
ur fyrir 10 árum, en nú gæti ég
trúað að gróðurlendi sé þriðji
hluti eða allt að helmingi.
Það er víst ekki fjarri lagi að
svo sé. Að minnsta kosti er hægt
Frh. á bls. 29
!
Þannig hefur sandurinn gróið upp við það að fá nægilegan raka.
Hérna er komið kafgras. En gamall melkollur stendur eftir eins og
eyja í gróðurlendinu.