Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 12

Morgunblaðið - 24.11.1955, Síða 12
28 MORGUNBLAÐlB Fimmtudagur 24. nóv. 1955 Vestlendingar C nt og Póstafgreiðslumaður í 25 ár LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON: VESTLENDINGAR Siðara bindi, fyrri hluti Reykjavík 1955 I. UNDIR lok átjándu aldar var svo hörmulega komið hag ís- lenzku þjóðarinnar, að til land- auðnar horfði. Harðæri til lands og sjávar, óstjórn og verzlunar- ánauð þjökuðu þjóðina og löm- uðu allt framtak hennar og um aldamótin átján hundruð var smiðshöggið rekið á með afnámi alþingis. Það hafði að vísu um langt skeið verið lítið annað en nafnið eitt, en ber þó í sér minn- ingar um hið forna þjóðræði og var að því leyti snar þáttur í þjóðernisvitund íslendinga. — En svo þreklaus var þjóðin orðin og svo mikið vonleysi hennar, að jafnvel forustumennirnir, sem um margt voru hinir mætustu menn, voru þess mjög hvetjandi að alþingi yrði lagt niður. Þrátt fyrir þessi dauðamörk bjó þó al- þýða manna yfir innri verðmæt- um, þar sem voru fjársjóðir tungunnar og brotasilfur gamall- ar menningar, en í þeim afli var hert það stál er beitt var til sig- urs í þeirri baráttu til frelsis og framfara, er hófst á fyrri helm- ing aldarinnar, sem leið, undir forustu Jóns Sigurðssonar. — Sú mikla barátta var háð á tvennum vígstöðviun, gegn menntunar- skorti, tómlæti og skilningsleysi landsmanna annars vegar, en hins vegar gegn danskri hags- munahyggju og kúgunarvaldi. — Hinir íslenzku menntamenn í Kaupmannahöfn, er fremstir stóðu í þessari baráttu, þeir Bald- vin Einarsson, Fjölnismenn og Félagsritamenn með Jón Sigurðs- son í fylkingarbrjósti, hafa að verðugu hlotið heiðurssess í sögu þjóðarinnar, en hins vegar hefur að fáu verið getið alls þorra þeirra manna heima hér, er slógu skjaldborg um foringjann mikla, Jón Sigurðsson, og veittu honum vígsgengi með ráðum og dáðum. Lúðvík Kristjánsson, ritstjóri, hefur með hinu mikla riti sínu, Vestlendingar, tekið sér fyrir hendur að gera hér á bragarbót með því að kanna lið þeirra manna vestanlands, er mest og bezt fylgdu Jóni Sigurðssyni að málum, og gera nokkra grein fyrir þeim og hlutdeild þeirra í freísis- og menningarbaráttu þjóðarinnar á þessum tímum. — Lúðvík — er fyrir löngu þjóðkunnur orðinn sem glögg- ur og traustur rithöfundur á sviði þjóðlegra fræða, og með þessu riti sínu hefur hann enn aukið á hróður sinn. — Er fyrra bindi þessa verks kom út árið 1953, vakti það mikla athygli og hlaut lofsamleg ummæli dóm- bærra manna. Gerir höfundurinn þar grein fyrir þeim mönnum, er forustu höfðu um menningar- mál á Vesturlandi á fyrri helm- ingi s.l. aldar og þeirri félags- málaþróun er þeir stóðu að. Er þar að sjálfsögðu aðsópsmestur Ólafur próíastur Sivertsen í Flat- ey er tók glæsilega forustuna með Framfarastofnuninni og Bréflega félaginu í Flatey, er hann átti frumkvæði að. En auk nýlega kominn út, mikil bók, 346 blaðsíður. í þessu bindi fer fram hin eiginlega liðskönnun höfund- arins á Þjóðflokknum, en svo nefnir hann einu nafni stuðn- ingsmenn Jóns Sigurðssonar. Bregður þar fyrir mörgum þekkt um nöfnum úr sögu þjóðarinnar frá þessum tímum, en þau eru þó fleiri, sem lítt eða ekki hafa verið alþjóð kunn til þessa. Má þar einkum nefna Magnús á Hvilft, sem hingað til virðist hafa staðið í skugga bræðra sinna, þeirra Ásgeirs og Torfa, alþingismanna, en hefur þó verið heitur ættjarð- arvinur og með mestu framfara- mönnum síns tíma á Vesturlandi, einlægur vinur og aðdáandi Jóns Sigurðssonar og einn af traust- ustu fulltrúum hans vestra með- an hann tók þar virkan þátt í þjóðmálum. Þá má og nefna Ás- geir skipherra Ásgeirsson á ísa- firði, hinn einarða og svipmikla brautryðjanda í verzlunar- og útvegsmálum, er var ótrauður liðsmaður Jóns Sigurðssonar og : örlátur vinur hans til hinztu stundar. Þá ber ennfremur að geta Gísla ívarssonar á ísafirði. Hann er ekki stórbrotinn at- hafnamaður, en hin fábreytta saga hans er hugþekk og ber fagurt vitni fölskvalausri ætt- jarðarást hans. Hann var stúd- ent, en var þó lengst af í þjón- ustu danskra kaupmanna. Ekki hafði þó sú aðstaða hans áhrif á viðhorf hans til þjóðmálanna. Var hann alla tíð heitur stuðn- ingsmaður Jóns Sigurðssonar og horfði aldi'ei í fé né fyrirhöfn, ef hann gat með því orðið hinum íslenzka málstað að liði. — Loks vil ég minnast á hinn skemmti- lega þátt höfundarins um pró- fastinn á Stað, séra Ólaf E. John- sen, frænda forsetans og mág hans, þennan eldheita ættjarðar- vin og örlynda bardagamann, sem fyrstur stóð upp á Þjóðfund- inum 1851 og spurði Trampe greifa af þjósti miklum hverju það sætti að hingað væru komn- ir danskir hermenn. Bersýnilegt er, að víðtæk heimildakönnun liggur að baki þessu verki Lúðvíks Kristjáns- sonar og virðist hann hafa verið furðu fundvís á margt, sem ekki hefur legið á glámbekk hingað til. Hefur honum því tekizt að fylla í ýmsar eyður í baráttusögu þeirra tíma er ritið fjallar um ■m að því er til Vestlendinga tekur. Hann hefur brugðið nýju ljósi á ýmis atvik, leitt fram á sjónar- sviðið athyglisverða menn, sem til þessa hafa falizt bak við tjald gleymskunnar og jafnvel bætt nokkrum dráttum í hina svip- miklu mynd Jóns Sigurðssonar. — Höfundurinn lætur menn þá, er hann fjallar um, koma til dyranna eins og þeir voru klædd- ir og gerir enga tilraun til þess að skreyta þá eða draga fjöður yfir bresti þeirra. Að hætti góðra sagnritara lætur hann söguna sjálfa tala og grípur hvergi fram í. Vekja þau vinnubrögð traust lesandans, enda hygg ég að ekki vei'ði margar villur fundnar í þessu verki. Eina hef ég þó rek- izt á, er ég tel skylt að leiðrétta. Er hún í þættinum um Þorvald lækni Jónsson á ísafirði, son Jóns Guðmundssonar, ritstjóra Þjóð- ólfs. Segir höf. (bls. 109, neðan- máls), að kona Þorvalds hafi heitið Þóra, en það er ekki rétt. Hún hét Þórunn og var dóttir séra Jóns Hjörtssonar á Gils- bakka í Hvítársíðu og konu hans Kristínar Þorvaldsdóttur pró- fasts Böðvarssonar. Voru þau Þorvaldur og Þórunn kona hans því systraböm. Lúðvík ritar hreint mál og kjarngott og stíll hans er ljós og lipur. En jafnvel hinum snjöllustu mönnum getur orðið á í messunni, og svo er um þennan ágæta höfund. Hef ég rekizt hjá honum á nokkrar leið- ar málvillur, er ég tel rétt að benda honum á, því að hér er bersýnilega ekki um pennaglöp að ræða, heldur tilhneigingu höf. til rangrar málsmeðferðar í sér- stökum orðasamböndum. Skulu hér tilfærð nokkur dæmi: „Ari óttast aldrei, að íslendingar verði menn til að bjarga sér sjálfir", (bls. 211). ,,Er sennilegt, að bjargráð Breiðfirðinga hafi kom- ið í veg fyrir það, að Félagsrita- menn gáfust þá ekki upp.... “ (bls. 218). „Brynjólfur reyndi sem hann mátti að koma í veg fyrir það, að ekki minnkuðu þau miklu ítök....“ (bls. 227). „ .... og þess vegna sé leitt til þess að vita, að alþingistilskip- unin skuli spoma við því, að ekki notist að hæfileikum beirra“ (bls. 253). Með þessu riti sínu hefur Lúð- vík Kristjánsson unnið mikið verk og þarft og jafnframt með því rennt nýjum og traustum stoðum undir þá staðreynd, sem að vísu var áður kunn öllum þeim, sem lesið hafa fyrri rit hans, að hann er glöggskvggn fræðimaður og snjall rithöfundur, er kann ved til verka, og er manna líklegastur til margra og góðra afreka á sviði íslenzkra þjóðfræða. Sigurður Grímsson. BUENOS AIRES, 18. nóv. — Tilraun argentínska verkalýðs- sambandsins til þess að kúga argentísku stjómina hefur nú farið út um þúfur. Ekkert hefur orðið úr verkfalli því sem stjórn sambandsins boðaði og íorustu- menn samtakanna hafa verið handteknii AR.NI Gunnar Þorsteinsson átti nýlega 25 ára starfsaf- mæli, sem póstafgreiðslumaður í Patreksfirði. í því tilefni heim- sótti fréttamaður Morgunblaðsins hann. Fer frásögn Árna Gunnars hér á eftir: Ég var skipaður póstafgreiðslu- maður hér 1. október 1930 og voru launin þá 2000 krónur á ári og lítilfjörlegur húsaleigu- styrkur. Laúnin héldust þannig fram í stríðsbyrjun, en hækkuðu þá smávegis. Eftir setningu launa laga 1945 hækkuðu launin úr 270 i 500 krónur á mánuði og eru nú 1650 á mánuði að viðbættum 20% og vísitöluuppbót. Þegar ég byrjaði starfið voru Iandpóstar um nærliggjandi sveitir, ein ferð í mánuði. Árið 1931 er þeim fjölgað í hálfmán- aðar ferðir og nú vikulega að sumrinu, en hálfsmánaðarlega að vetrinum, eða 40 ferðir á ári. Árið 1937 fékk ég því til leiðar kornið, að póststjórnin lagði fram 10 krónur á mánuði til bæj- arpósts og lagði hreppssjóður fram sömu upphæð og var þá póstur borinn út til bæjarbúa eftir skipakomur. Þróunin hefur orðið sú, að nú eru greiddar 1000 krónur á mánuði frá báðum að- ilum og póstur borinn út daglega. 57 PÓSTFERÐIR 1930, EN 143 ÁRIÐ 1954 Hvaða breyting finnst þér mest áberandi á þessu tímabili? Aukinn hraði, örari samgöng- ur og fjölgun póstfei'ða. Árið 1930 voru skipakomur með póst 57 og kom póstur þá ekki eftir öðrum leiðum, en 1954 eru skipa- komur með póst 143. Auk þess eru flugferðir og landferðir með póst sennilega fleiri, en með skipum. Hvað er að segja um aukningu póstmagnsins? Póstmagnið hefur aukizt stór- lega. Bókfærðar sendingar 1930 voru um 6800, en 1954 16600. Pen- ingaumsetningin hefur margfald- azt. 1930 voru póstávísanir 317. 000.00 krónur en árið 1954 5.030. 000.00 krónur. Hafa póstmenn ekki áhættufé fyrir mistalningu? Nei, en mér er sagt, að verk- stjórar hjá Vegagerð ríkisins hafi ?2% af útborgunum í mistaln- ingu. ENGIR ÁREKSTRAR Hvernig hefur samstarfið verið við júirmenn þína á timabilinu? j Ég hef lítið haft af þeim að j segja að því er starfið varðar, j hef reynt að fara eftir settum ' reglum og engir árekstrar orðið við yfirmenn mína. Þó er ein regla, sem erfitt hefur orðið að halda, en það er afgreiðsla póst- j kröfusendinga, þær mega aðeins liggja í 14 daga, en þar eru óskir almennings aðrar. Hvað hefur þér reynzt erfið- j ast í starfinu? I Vanþekking almennings á notkun póstsins. Hvaða reglur gilda um af- greiðslutíma og starfstíma? þess átti hann veigamikinn þátt í stofnun bókasafnsins þar, er var fyrsía bókasafn alþýðu hér á landi, qg einnig stóð hann að útgáíu tímaritsins „Gests Vest- firðings". Af öðrum merkum brautrvðjendum þessa tíma, er höfundurinn gerir grein fyrir, er helzt að neína þá bræður, syni Einars í Koilafiarðarnesi, Magn- ús á Hvilft í önundarfirði, Ás- geir, síðar á Þingeyrum og Torfa á Kleifum, er ásamt mbrgum öðrum ágætismönnum stóðu að hinum stórmerku Koliabúða- fundum, er áttu hvað drýgstan þátt í því að vekja bændur cg j búalýð til umhugsunar ua þjóð- mál og menningarmál. Ö. . Síðara bindi Vestlendinga verð- Ur tvískipt og er fyrri hluti þess REGLUR HAFA SKAPAZT EFTIR ATVIKUM Að því er ég bezt veit eru ekki til neinar reglur um afgreiðslu- tíma, nema í Reykjavík. En það skapazt auðvitað reglur eftir atvikum á hvei'jum stað. Heimilt er að loka hvenær sem er, ef búa þarf út póst, sem senda þarf burt og hefur það komið fyrir í örfá skipti hér. í raun og veru má líta á þetta starf sem ákvæðisvinnu, þar sem ljúka verður starfinu, hvernig sem á stendur og engin aukavinna greidd. Hafa ekki verið gerðar neinar endurbætur á bókhaldi eða öðru, sem starfið varðar á þessu tíma- bili? Jú, það var breytt til um bók- hald fyrir inn- og útborgaðar póstávísanir fyrir 10 árum og var til mikils hagræðis. Hvað líður sameiningu pósts og síma hér á Patreksfirði? Lög nr. 8 frá 1935 gera ráð fyrir sameiningu pósts og síma, en framkvæmd þeirra virðist vera háð dutlungum. í skipunarbréfi mínu er það tekið fram, að mér sé skylt að taka að mér stöðvar- stjórastarfið, þegar þess verði óskað af ríkisstjórninni, Þess hef- ur enn ekki verið óskað, enda þótt tveir stöðvarstjórar hafi lát- ið af störfum á tímabilinu. Svo var erfitt að fá stöðvarstjóra í fyrra skiptið, að símstöðin var lokuð í hálfan mánuð, áður en það tækist. Fréttaritarinn þakkaði Árna Gunnari fyrir samtalið og kvaddi. — Karl. ÞakkarorS KONAN MÍN, Elín Hjartardóttir, fædd í Eystri-Kirkjubæ 7. júlí 1886, dáin á Selfossi 26. okt. 1955, jarðsett á Keldum laugardaginn 5. nóv„ bað mig um að koma á framfæri miklu þakklæti til allra þeirra, sem höfðu verið nágrann- ar okkar hvai'vetna, sem við dvöldum. En nógrenni hennar a. m. k. náði oftast lengra, en til næstu þúfna. Ég kem hér með á framfæri þessari beiðni hennar og undirstrika hana einnig af minni hálfu. Vil ég þakka öllu mínu venzla- fólki fyrir merka og mikla þjón- ustu í þessu sambandi, svo og öllum þeim, er heiðruðu minn- ingu bennar með nærveru sinni við jarðarför hennar. Einnig öll- um þeim er gáfu minningargjafir og systkinum hennar og öllum öðrum er gáfu blóm og kransa, sem var svo vel við eigandi vegna þess, að hún var sjálf blómið, þó íölnað væri hið ytra á löng- um haustnóttum. Ég þakka einnig fólkinu í Rauðuskriðum, Valstrýtu, Reyn.i- felli og Keldum fyrir veitta mikla hjálp við jarðarförina, með bíl— keyrslu o. fl. Prestunum séra Sigurði í Hraungerði og séra Arngími í Odda þakka ég einnig. Og síðast þakka ég Sigurhjarti Guðjónssyni í Hávarðarkoti, að koma með sinn merka söngkór og syngja yfir moldum hennar, með þeim ágætum, senx raun var á. Við höfðum dvalið tiltölulega stutt á Selfossi, en eignuðumst þar sömu merku og góðu ná- grannana sem annars staðar og þeir flögguðu á burtfararstund, sem mér þótti mjög vænt um, vegna þess, að konan mín bar svo djúpa lotningu fyrir okkar þjóð- artákni. ,Vil ég svo biðja alvaldan mikla sem við köllum Guð að blessa Qg varðveíta allt þetta fólk og :allt og alla mundi konan mín hafa viljað bæt.a við og undir- strjka ég það einnig. Björn Guðmundsson, frá Rauðnefsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.