Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.12.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: S-goIa. Skýjað. 281. tbl. — Fimmtudagur 8. desember 1955 Friárik vsnn siðiisiu einvígisskákiim móti Pilnik Haoti tapaði engri skák í sex skáka einvíginu SALCR Þórskaffis, þar sem einvígisskákir þeirra Frið- riks Ólafssonar og Herman Pilniks hafa verið tefldar. var þéttskipaður áhorfendum í gærkvöldi, er Friðrik og Pilnik mættust í lokaskák ein- vígisins, um klukkan 7,30. Þá höfðu þeir lítilli stundu áður lokið biðskák úr fimmta ein- víginu, sem lauk með sigri Friðriks. S.jottu einvígisskákinni lauk eftir 36 leiki með sigri Frið- riks. Fögnuðu áhorfendur þess om úrslitum með dynjandi lófataki, en það er mál manna, að í skákeinvigiskeppni þess- ari hafi Friðrik unnið stærsta skáksigur hér á landi, ef ekki með þeim mestu sem hann hef u r unnið. jí Herman Pilnik tók í hins unga skáksnillings hönd og Mikil síldveiði á Pollinum á Akureyri - AKUREYRI, 7. desember. j UNDANFARNA-R tvær vikur, hefur Snæfell frá Akureyri leitaS /síldar á Akureyrarpolli og í Eyjafirði. Á þessum tíma hefur síldar orðið várt, en hún hefur legið það djúpt, að ekki hefuc veríð hægt að ná henni. . • . / \% \ ^mikil veibF A POLLINIIM Á mánudagiim veiddi ,,nóta- brúk" Kristjáns Jónssonar 169 mál og landaði þeim í Krossa- nesverksmiðjuna. Einnig fór „nótabrúk'" Karís Friðrikssonar ngimar Jánsson á Flugucnýri lálinn AÐFARANÓTT sunnudagsins 4. : ut a jP°1J"»n Þann dag og fékk Friðrik Ólafsson óskaði honum til hamingju og þakkaði honum harða keppnL Þessi litli fugl var nær dauða en Ití'i, er maður nokkur fann hann á götu. í jarðbönnum, eins og undanfarna daga, eiga þeír erfiða daga oft blessaðir fuglarn- ir. Býravemdunarfélagið hefur minnt fólk á að gefa þeim og mörg eru þau heimili til sjávar og sveita, sem henda brauðmol- um í fönhina, sém svo fuglarnir setjast að, að vörmu spori. Maður nokkur fann þennan IHla shjó* tittling uppi i Stórholti í hríðinni á þriðjudaginn. Var fuglihn þá hrakinn mjög og kaldur orðinn. Hann tók fuglinn heim til sín og htúði að honum. Þar hresstist hann furðu fl.jótt. í gær var fugl- inn hjá manninum í bezta yfir- læti, enda dekrað við hann. (Ljósm. K. Magnússon) Veglegur fagnaður á vegum 'Suomi4 s.l. þriðjudag FlNNLANDSVINAFÉLAGrö „Suomi", hafði veglegan kvöldfagn- að á Þjóðhátíðardegi Finna 6. des. í Tjarnarcafé. Formaður féíagsins, Jéns Guðbjörnsson, setti hófið og bauð gesti velkomna. DAGSKRÁ HELGUB SIBELIUSI Dr. Páll ísólfsson flutti mjög finjallt og fróðlegt erindi um tónskáldið Jean Sibelius, sem er níræður í dag. Ungfrú Barbro Skogberg, lyfjafræðingur, flutti ættjarðarljóð, Þorsteinn Hann- esson óperusöngvari söng fjögur lög eftir Sibelius með undirleik Ragnars Björnssonar við mikinn fognuð áheyrenda, og einnig sóng karlakórinn Fóstbræður lög eftir Sibelius, undir stjóm Ragn- ars Björnssonar. KVÍKMYND ASÝNING Þá sýndi Árni Kjartansson verzlunarstjóri, k\-ikmynd af Vatnajökli, sem hann hefur tek- ið, en Guðmundur Einarsson frá Miðdai útskýrði kvikmyndina. — Að lokum var dansað. FJÖLSÓTTUR FAGNAÐUR Skemmtunin var mjög fjölsótt Og voru flestir Finnar, sem hér €ru • búsettir og í nágrenninu, þarna , samankomnir. Fór skemmtunin mjög vel fram og var öllum til mikillar ánægju. Bremerha^enbáar senda Patreksfirð- íngum jólafré PATREKSFIRÐI, 7. desember. — Fyrir nokkium dögum kom hing- að til kaupstaðarins með öðrum togara Patreksfjarðar, frá Brem- erhaven stórt og föngulegt jóla- tré, sem er gjöf frá Bremerhav- enbúum til Patreksfjarðarkaup- staðar. Jólatréð verður sett upp ó gatnamótum Urðargötu, Bjark- argötu og Aðalstrætis. —Karl, Vegir fepptir PATREKSFIRÐI, 6. desember. — i Síðastliðna daga hafa flestir fjallvegir teppzt hér vegna fanna, j svo sem Kleifarheiði, Lambeyjar-1 i háls og Hálfdan. Vegurinn yfir Skersfjall, yfir á Rauðasand, er mjög bungfær en þó farinn dag- lega ennþá í firðinum eru vegir einnig þungfærir. —Karl. des. andaðist úr mænuveiki, á heimili sínu, Ingimar Jóhssori bóndi á Flugumýri í Skagafirði, eftir tveggja daga legu. Ingimar var. í tölu álitlegustu yngri bænda í héraðinu. Hann skilur eftir konu.átta börn og aldraða móður Maður lærbrotnar í logaranum íshergu ÍSAFIRÐI, 7. des. — Það slys varð um borð í togaranum ís- borgu í fyrrinótt, er skipið var statt á Halamiðum, að einn skip verjanna, fsak ísaksson frá Vatns leysuströnd, lærbrotnaði, er sjó hnútur reið á skipið. I Kom fsborg hingað í morgun l með hinn slasaða mann. Var búið að hafa samband við læknir og var sjúkrabifreiðtil taks á bryggj unni er skipið laeði að. fsak var ekið í siúkrahús ísafjarðar og er líðan hans eftir atvikum góð. -JP Tjörnina hefur verið að leggja undanfarna daga í frostinu, en ennþá hefur ekki komið gott skautasvell. — Börnin eru orðin langeyg eftir þvi, að geta notað skautana sína og skroppið niður á tjörn í tunglsskininu á kvöldin. Þessír þrír litlu snáðar voru í gær að athuga möguleika á. þessu, og eru, sem, kallað er, a» „treysta ísinn". Þeir virðast all áhugasamir en þvi miður kom vök og „miklir traustabrestir." (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Presfkosningar á Palreksfirði PATREKSFIRÐI, 7. des.: — Næst komandi sunnudag, 11 desember, fara fram prestskosningar í Patreksfjarðarprestakalli. Tveir umsækjendur voru í upphafi, þeir séra Lárus Halldórsson í Flatey og Tómas Guðmundsson guðfræði kandidat í Reykjavík, en fyrir nokkru dró Lárus Halldórsson umsókn sína til baka.. f Patreksfjarðarprestakalli eru 515 manns á kjörskrá, þar af 41 í Tálknafirði, sem tilheyrir Pat- reksfjarðarprestakalli. fillagan um milliliða gróða til 2. umr. f GÆTR samþykkti Sameinað Al- þingi að vísa tillögu Sjálfstæðis- manna um rannsókn á milliliða- gróða til annarrar umræðu og til fjárveitinganefndar. Var þetta samþykkt i einu hljóði. Um mál þetta hafa orðið mjög miklar um- ræður og þær umræður verið um fjárhagsmálefni þjóðarinnar almennt Á endanum lýstu þó allir ræðumenn sig eindregið fylgjandi tillögunni nema Bergur Sigurbjörnsson, þingmaður Þjóð- varnar, sem stundum var með tillogunni og stundum á móti og var svo komið að lokum, að eng- inn skildi, hvað hann vildi og ekki hann sjálfur. Lílið um rjúpu í Skagafirði SAUÐÁRKRÓKI, 7. des.: — Rjúpnaveiðar hafa verið lítið stundaðar hér í vetur. Lítið er um rjúpu, og heldur hún sig aðallega uppi til fjalla ennþá. — Guðjón. i 51 mál. I! FLEIRI BÆTAST VH» í gær bættust í hópinn Vonin frá Grenivík, Akraborg frá Akureyri og Hannes Hafstein frá Dalvík. Þessi skip lönduðu í gær: Hannes Hafstein 330 mál, Akra- borg 100 mál, Vonin 145 mál og Kári, „nótabrúk" Kristján» Jónssonar, 150 mál. ENGIN SÍL.D f DAG í dag hefur engin síld borizt í Krossanesverksmiðjuna, eii síldar varð þó vart í firðinuni en lá of djúpt til þess að hÚB yrði veidd. Fitumagn þessarar síldar hefur mælzt rúmlega 13%, og er hún yfirleitt 17—22 sentimetra löng. SILOVIIOI ALfiENG Á POLUNVM Það er nokkuð algengt, að síld veiðist á Pollinum um þetta leyti árs. — Að vísu veiddist þar ekk- ert í fyrra, en fyrir tveimur ár- um um sama leyti, veiddust þar samtals 16 þúsund mál. —i Jónas. Bjarni Óafsson í við- gerð í Þýzkalandi AKRANESI, 7. desember. Annar togari Akraness, Bjarni Ölafsson, fór í viðgerð í Hamborg 28. nóv. s.l. Er búizt við að viðgerðin taki 20 daga, eða verði lokið 18. þ. m. Mun skipið væntanlega fara á veiðar aftur milli jóla og nýjars, Hinn togari Akraness, Akra- borg, er væntanlegur frá Þýzka- landi í fyrramálið. —Oddur. ----------------. ? Jólin nálgast óðum og senn fará menn að komast í jólaskapið, Nú hefur bærinn látið setja upp nokkur jólatré í bænum og í gær vorn t. d. sett upp tré á Miklatorgi og vestur á Landa- kotstúni. — Síðar verða þaa að sjálfsögðu lýst upp með marg- litum l.iósum. — Hér á mynd- inni er tréS stóra, sem reist var á LandakotstúnL — Hvernig væri að setja upp tré á Arnar- hóli í ár? (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.