Morgunblaðið - 06.01.1956, Qupperneq 9
Föstudagur 6. janúar 1956
MORCVNBLAÐIÐ
9
FRA SAMBANDI UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
RITSTJORI: ÞOR VILHJALMSSON
oCeó iÁ u m Ldtí á
F1 R 1 R jólin er meira út gefið og keypt af bókum en á öðrum
árstámum, og væntanlega er þá einnig meira lesið. Ritnefnd
áeskulýðsssðunnar bað nokkra menn að' segja stuttlega frá því, er
þeim finnst eftirminniiegast úr sínum hátíðalestri. Greinar þeirra
fara hér á eftir. — Höfundarnir eru engra fulltrúar nema sjálfra
sín, og ritin eiga ekkí að gefa neins konar heildarmynd af lestrar-
efni ungs fólks.
. HJÁ FLJÓTINU
Kvæðabók Hannesar Péturssonar
a rn a r
I>AÐ er raunar að bera í bakka-
fullan læk að geta þeirrar bókar,
sem ég las eina um jólin. Þar að
auki geta eflaust margir hinna
heldri ritdómara borið mér á
brýn að hafa stolizt í hugverk
þeirra, því að þessi fáu orð verða
hvorki frumleg né merkileg. Ég
hafði samt ekki ætlað mér að
ganga í verk annarra, þetta er
ekki dómur, heldur örlitlar
persónulegar minningar um
kvæði og kvæðabók.
Bókin er Kvæðabók Hannesar
Péturssonar. Ég hlakkaði mikið
til að lesa hana, satt bezt að segja
of mikíð, en það var ekki höfundi
að kenna. Bókin var auglýst um
of. Það er engum greiði gerður
með oflofi, heldur grikkur, Það
er að verða tízka hérlendis, að
útgefendur hæli svo forlagsbók-
um sínum, að hástig iýsingarorða
eru hætt að gefa nokkuð til
kynna, og er Hannes ekki eina
skáldið, sem þess geldur. En nóg
um það.
Annað, sem dró úr ánægiu
minni, var, hve mörg kvæðanna
ég hafði lesið áður. Ég held þar
megi telja öll þau kvæði, sem
mér fundust bezt. Það er að vísu
alltaf fagnaðarfrmdur að hitta
aftuþ góða kunningja, en við
þessi tækifæri þurfa helzt nýir
að bætast í hópinn. En þessi að-
finnsla er auðvitað byggð á rrfínu
einkamati, og er vonandi mark-
laus.
Við lestur kvæða hef ég hvorki
þekkingu, eirð né tíma til að
meta þau frá listfræðilegu sjón-
armiði. Samanburður við inn-
lendan og erlendan kveðskap,
vísindaleg athugun á formi, orða-
vali, líkingaauðgi o. s. frv, koma
mér ekki í hug. Það er aðeins
tvennt, sem ég læt nægja, og
mega allir áfellast mig fyrir það.
Þetta tvennt er: Hef ég gaman
af að lesa kvæðin upphátt í ein-
rúmi? og: Hvað man ég mikið
úr þeim að lestri loknum? Kvæði,
sem hvorugt þetta hafa til
brunns að bera, geta mín vegna
verið stórkostlegur skáldskapur,
en mig snerta þau ekki. Af þess-
um ásíæðum hef ég t. d. alltaf
gefið skit og kanel i „atómkveð-
skap“, þó mér detti ekki í hug
að abbast upp á hann. Það er
smekksatriði.
Af þessum sömu smekksástæð-
um var ég heldur ekki allskostar
ánægður með Kvæðabók Hannes-
ar. Ég las á sínum tima í Tímariti
Máls og menningar kvæðið Hjá
fljótinu, og kunni það að lokn-
um lestri. Það var „stemning" í
því kvæði, tilfinning, sem var
einlæg. Ég saknaði fleiri slíkra
kvæða. Hannes gætir þess um of
að láta tilfinningarnar ekki
hlaupa með sig í gönur, svo mjög,
að það nálgast geðleysi. Hann er
of oft hinn hlutlausi áhorfandi.
Það er að vísu sjaldgæf gleði nú
á dögum að hitta fyrir ungt
skáld, sem ekki tútnar út, eld-
rautt og skjálfandi, í æsingi
ímyndaðra krossferða gegn öllu
og öllum, og fyrir rósemi hjart-
ans ber Hannesi mikið lof.En sú
ró má ekki kæfa allar mannleg-
ar tilfinningar. Það verður að
hafa það, þó einhverjir, sem eru
fæddir gamalmenni, tali í háði
um „pubertetsskáldskap" og
„grátljóð“. „Pubertet ‘ og tregi
eru líka þættir í lífi allra, og
eiga vissulega rétt til sinna
kvæða, og hverjir eiga að yrkja
þau, ef ekki ung skáld? „Menn
eru bara ungir einu sinni",
Hannes.
Hannes Pétursson yrkir með
höfðinu. Að allra dómi gerir hann
það af slíkri kunnáttu og með-
fæddum hæfileikum, að í dag
gera ekki hans jafnaldrar betur
og margir eldri verr. Þessi kvæði
hefur hann ort fyrir þá, er slík-
an skáldskap meta. Við hinir,
sem hrífumst meir af skáldskap
hjartans, verðum dálítið útundan.
Ef til vill bætir Har.nes úr því
með næstu bók. Mér hefur alltaf
fundizt það fráleitt að telja ald-
ur manna i árum, og ég trúi því
ekki. fvrr en ég tek á, að Hannes
sé ungur í beim eina skilningi.
Ólafur H. Ólafsson.
an til að takast á hendur vanda-
sama ferð til Reykjavíkur. Var
hún gerð til að rjúfa einokun
kaupmanna á Norðurlandi, sem
beittu bændur hinu mesta ofríki,
en í Reykjavík buðu kaupmenn
betri kjör, og skyldi Trvggvi
reyna að fá lausakaupmann til að
koma norður. Varð þetta hin
mesta svaðilför. Ekki tókst að fá
neinn kaupmann norður og í
stað þess að snúa aftur við svo
búið, eins og beinast hefði legið
við, gerir Tryggvi á eigin ein-
dæmí samninga um viðskipti fyr-
ir um 6000 rd., þannig að hann
skyldi koma afurðunum suður og
taka vörur kaupmanna norður. —
Sýndi hann með þessu mikla
dirfsku, því að ekki hafði verið
um þessá lausn rætt og óvíst
hversu hagaði til nyrðra. Allt
tókst þetta þó giftusamlega, þótt
við ærna örðugleika væri að etja.
Hér hafði einokun norðankaup-
manna verið rofin og nutu bænd-
ur þess um hríð í bættum verzl-
unarháttum.
Tryggvi gerðist síðar bóndi,
hann fór utan og kynnti sér at-
vinnumálefni ýmis konar — eink-
um landbúnað. Eigi leið á löngu
áður en Tryggvi yrði forvígis-
R1
BÓK HANDA BÖRNUM
t STÆRÐFRÆÐI
EIKNINGUR og önnur stærð- fræðin eftir A. N. Whitehead
fræði er mikið stunduð í 1931. Því miður eru þessi rit;
skólum, og er ekki laust við, að fremur fyrir þá, sem eitthvað
einatt sé andvarpað og örvænt kunna fyrir sér, en byrjendur,
hennar vegna. Varla höfum við og þó eru þau einu meiri háttai
verið margra ára, þegar við fór- stærðfræðiritin á íslenzku önn-
um að reyna að telja á okkur ur en kennslubækur.
tærnar. Síðar urðu viðfangsefn-1 islenzkir stærðfræðingar hafa
in flóknari — hvað kosta tvö skotið bröndum fyrir sinn fíla-
tíu aura stvkki? Og enn stærri beinsturn. Það er illa fariði. Gam-
verkefni með vaxandi þyngd og an væri ag eiga rit um undir-
þroska. Furðu gegnir um svo gtöðuatriði stærðfræðinnar rit-
mjög lærð fræði, hve fátt er til að af jafnmiklu fjöri og t. d.
skrífað um þau á íslenzku. Elzta greinar dr. Ólafs Daníelssonar
eiginlega stærðfræðiritið mun um deildaskiptinguna í mennta-
varðveitt í Hauksbók, h. u. b. skólanum (Tímarit verkfr. 1929
650 ára gömlu safnriti. Einn þátt- og ’30). Á mínum menntaskóla
ur ritsins fjallar um talnakerfi árum þótti það ekki aðeins gott
okkar og nokkrar einfaldar Sport heldur og brýn menning-
reikningsaðferðir. Hann er þýð- arleg skvlda að upplýsa mála-
ing á latínukvæði einu og nefn- deildarfólkið, latínugránana, við
ist Algorismus. Ekki veit ég og við um yfirburði stærðfræði-
hvort varðveittar eru nokkrar náms. Greinar dr. Ólafs voru
kennslubækur í stærðfræði frá 0kkar testamenti, — sá maður
fyrstu öldum íslenzks skólahalds. er dauður, sem ekki hefur af
Stærðfræði var kennd við skól- þeim skemmtun. Einhvern tíma
ana frá upphafi eins og tíðkan- stingur góður maður niður penna
legt var við alla kaþólska skóla og semur jafnskemmtilega bók
á miðöldum. Fyrsta prentaða til að sanna ágæti. stærðfræðinn-
kennslubókin mun aðeins vera ar fj’rir alþjóð.
rúmlega 200 ára gömul, en síð-
an hafa margar slíkar komið út.
íslenzkir stærðfræðingar hafa
með sér félag. íslenzka stærð
Bókmenntafélagið hefur gert fræðafélagið og eru félagsmenn
maður í félagssamtökum bænda tvær þakkarverðar tilraunir til 23. Fjórir núlifandi íslendingaj'
í Þingeyjarsýslu. Var hann þar ó- að uppfræða landslýð um stærða- hafa hreppt doktorsgráður fyrir
þreytandi að ræða framfarir í listina: Tölvísi Björns Gunn- rit um stærðfræði, og þeir, og
Framh. a ble 1«> |laugssonar kom út 1865, Stærð- aðrir lærðir menn, hafa samiö
merk rit á erlendum tungum unr»
þessi efni.
Erlend alþýðurit um stærð-
fræði hafa stundum verið á boð-
stólum í bókaverzlunum hér i
Reykjavík.
Þá er loks komið að aðalefn-
inu: nýkominni bók um þessi
fræði eftir Bretann Lancelof.
Hogben, sem fyrir 20 árum varð
frægur fyrir stórt yfirlitsrit um
stærðfræði: Mathematics for the
Million. Þessi nýja bók er að
Framh. é bla. 10
RAUÐU SKORNIR
Nokkur orð um ævmtýri Andersens
„TAUGARNAR ÞÚSUNDIR
ÍSVETRA ÓFU"
Blaðað í ævisögu Tryggva Gunnarssonar
TRYGGVA GUNNARSSON má
vafalaust telja einn hinna aðsóps-
mestu leiðtoga fslendinga í við-
reisnarbaráttu þeirra. í 1. bindi
ævisögu hans eftir prófessor
Þorkel Jóhannesson er æviferill
hans rakinn fram undir 1870. Af
því verður ljóst, að hér var eng-
jtnn miðlungsmaður á ferð, heldur
'óvenjulegur atorku- og hug-
kvæmdarmaður, sem öllum —
<ekki sízt ungum mönnum er bollt
að kynnast.
Ungur að árum Tauk hann
prófi í trésmíðum og fékk
snemma á sig mikið orð fyrir
dugnað og hagsýni. I því sam-
bandi er t.d. merkilegur kafli í
bókinni, er nefnist Suðurförin
sumarið 1858. ^
Þar greinir frá því, ex þingeyskir j 7V. • :vi Gunrn. sson
bændur fengu hann 22 ára gaml- (Eftir ljósm. í Þjóðmiriiasafni)
losna við þá aftur — viljum öllu
til kosta. Við lesum hverja sög-
una eftir aðra og aftur og aftur
komum við að því sama: Við er-
um ekki svo illa sett í veröld-
inni eins og hún er. Ævintýrið
sættir okkur við tilveruna.
Edda Thorlacíus.
ÉG LÆT ALLT FJÚKA
ÞEGAR við höfum lesið svo
margar fræðibækur, að meira
getum við ekki melt, þegar við
höfum komizt að raun um fánýti
skáldsögunnar, sem hvorki getur
komið í stað raunverulegra æv-
intýra né tekið þeim fram, leit-
um við að léttara efni og fyrir
þrábeiðni barnanna gröfum við
upp „H. C. Andersens ævintýri“
eða aðra ævintýrabók og lesum
upphátt fyrir börnin.
Betri hlustendur fáum við
aldrei, þau hlusta opnum munni,
óttast hið illa, gráta örlög sögu- lnn-
hetjanna, gleðjast og finna til
með þeim af heilum hug. Þau
reyna af öllum mætti að likjast
þeim, og þar eð hið góða sigrar
ætíð að lokum er ævintýrið
einkar ákjósanlegt uppeldistæki.
Og eitt gagn er að því enn. Allir
kannast við, hve „Svínahirðir-
inn“, „Ljóti andarunginn“ og
„Litla stúlkan með eldspýturnar ‘
eru hentug til að koma matnum
niður í börnin.
En stundum bera þau fram
spurningar, sem við eigum bágt
með að svara. „Brellni drengur-
inn“ vekur furðu þeirra og ótta.
„Pabbi segir, að það sé voða vont
að láta skjóta sig! Af hverju dó
ekki mamma, þegar Amor skaut
hana í hjartað?“ Og hvernig eig-
um við að útskýra, að það sé
ekki vitund hættulegt að verða
fyrir.skoti frá boga Amors?
Og þama byrja hinir eldri að
njóta ævintýranna, því að það
er sannarlega uppörvun að geta
látið hugann fljúga svo alls
óbutidinn sem í þeim, þar sem
ekkert er ómögulegt, gagnstætt
okkar eigin lífi, þar sem allt er
háð óbreytanlegum lögmálum og
reglum, sem oft á tíðum gera
okkur gramt í geði.
1 Og H. C. Andersen er meistari
í að leysa okkur frá þessum lög-
málum. í sögum hans verða allir
hlutir eðlilegir, þvert ofan i skyn-
semi okkar. Við verðum að trúáj
, honum en komumst jafnfram' Talið er nokkurn veginn víst, að
að raun um, að við erum engu þessi mynd sé aí Ólafi Davíðs-
betur sett með rauðu skóna á syni. — (Eftir Ijó.-;uynd í Þjóð-
fótunum og erum því fegnust að, minjasafni).
FYRIR síðustu jól komu óvenju
margar góðar bækur á markað-
Þeirra á meðal dagbókar-
brot og sendibréf Ólafs Davíðs-
sonar náttúrufræðings og þjóð-
sagnasafnara. Bókin er fyrir
margra hluta sakir hin merki-
legasta og sérstæðasta. Hún lýsir
einkar vel högum og aðbúnaði
skólapilta og Hafnarstúdenta á
þeim árum, er Ólafur var við
nám. Ekki er hún hvað sízt merki
leg fyrir þá sök, að Ólafur minn-
ist á fjöldann allan af mönnum
og atburðum, sem varpa nýju
Ijósi á löngu gleymd og hálf-
gleymd atvik, er voiu farin að
taka á sig nokkurs konar þjóð-
sagnablæ.
Ævi Ólafs var öll hin merki-
legasta. Snemma byrjaði hann
að fást við þjóðsagnasöfnun og
skrásetningu ýmiss konar menn-
ingarverðmæta, er hann vild*
ógjarnan að glötuðust. í mennta-
skólanum var hann allra manna
iðnastur og reglusamastur, en
það er eins og hann sleppi fram
af sér beizlinu er hann kemur til
Hafnar. Hann virðist ekki þola
hið akademiska frelsi eftir harð
an aga menntaskólaáranna og
lauk eltki öðru prófi en heim-
spekiprófinu. Ekki var þó svo;
að hann sæti auðum höndum;
heldur var hann alltaí að sökkva
sér niður í ný og ný „interessi".
Er hann skrifar ritgerð um þil-
skipaveiðar og eyðir til 'þess 40
dýrmætum dögum, frá próflestri,
þá ber hann fram afsakanir við
föður sinn, yfir áhuga sínum á
hinum sundurleitustu efnum.
með því að segja að menntunin
skemmi þó aldrei fyrir.
Merkilegt má teljast að þrír
okkar merkustu náttúrufræðinga
luku aldrei embættisprófi, þeh’
Jónas Hallgrímsson, Þorvalduv
Thoroddsen og Ólafur Davíðs-
son, en ekki virðist það hafa kom-
ið mikið að sök. Ólafur sannaði
með grasafræðirannsóknum sín
um, að í honum bjó sannur vís-
indamaður og var mikill harmur
að kveðinn, er hann fórst, aðeins
41 árs að aldri
Bók þessa hefur Finnuf Sig-
mundssen landsbókav. búið til
prentunar og: á hann þakkir skil-
ið fyrir gott verk. Færi vel á að
fleiri slíkar kæmu fynr almenn
ingssjónir.
Bragi Björnsson.