Morgunblaðið - 14.01.1956, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. jan. 1956
MORGUNBLAÐIÐ
9
Bréfkorn frá Skotlandi — eftir Magnús Magnússon:
HINZTI VÍKINCURINN
Linklater segir vikingana hafa
stjórnast af fagurfræðilegum lögmálum
SKOTAR hafa þann ágæta sið I
að skiptast á gjöfum á nýjárs-
dag, þótt jólagjafir séu þar einnig I
í tízku. Ekki þykir ósennilegi að j
þetta eigi rót sína að rekja til I
þess, að þeir vilj. afsanna þjóð-
söguna um nízku Skota, fyrsti
dagur ársins er vel vaiinn til a.
haia áhrif á skoðanir náungans
Nýjársgjafir koma oft á óvar
og raunar finnst mér, efti
margra ára dvöl í Skotlandi, a>
allar gjafir frá Skotum séu óvæn
ar, úafn óvæntar og gjafi
Qrikkja í umsátrinu um Tróji
þótt þær dragi ekki svo illan slóð
sem þær. Nýjársgjaíir eru oft v£
þegnar af þeirri einföldu ástæði
að þá er þiggjandi sárþjaður efti
harðvítug hátíðahöld liðinna
nætur.
í ár var mér send bók að nýj
ársgjöf, og þykir mér sennileg
að hún muni ýta viS mörgum ís
lenzkum lesanda. Þrátt fyrir ö
rofin las ég bókina alla spjald
anna á milli, og vaxð mér furð
gott af. Þetta eru meztu meðmæ
með bók, fáar bækur eru á' nýj
ársdag hæfar handa þeim mönn-
um dauðlegum, sem fagnað hafa
áraskiptum að skozkum sið.
HINZTI VIKINGliRINN
Bókin heitir Hinzti víkingurinn
(The Ultimate Viking) og er eftir
hinn ágæta skozka rithöfund Eric
Linklater, sem samið nefur svo
margar forkunnar góðar skáld-
sögur og ritgerðir. Hann er nú
á sextugsaldri, og býr á afskekkt-
um stað í gömlu hrörlegu húsi,
lengst norður í Hálöndum.
Um nokkra hríð hefur Link-
later verið á öndverðum meið
við samlenzka rithöfunda. Yngri
skáldin hafa kostað kapps um að
verja skozka sérmenningu og
fornar erfðir, en Linklater hefur
snúið geiri sínum og penna að
öðrum viðfangsefnum. Hann
hefur fengið ofuráhuga á hinum
norræna þætti í skozku eyjunum
og nyrzta hluta meginlandsins.
Þetta er einmitt sá hluti skozks
uppruna, sem flestir Skotar láta
sig litlu skipta, hinir eru fleiri,
sem horfa til Kelta um forsögu
sína.
Fyrir nokkrum vikum hlýddi
ég á umræður í útvarpinu, sem
Linklater tók þátt í, og fjölluðu
þær um gildi og ágæti Skota-
pilsins sem kartmanns-flíkur.
Linklater er gamansamur náungi
og honum hættir til að ýkja mik-
ið og vera ávallt á öndverðum
meiði við alla aðra í umræðun-
um réðist hann harkalega á þjóð-
ernissinnuð skáld fyrir að ganga
í pilsum og halda því fram, að
það væri þjóðarbúníngur þeirra.
„Brækur og legghlifar", sagði
hann, „eru bæði þægilegri og
hentugri, og sögulega eiga þær að
teljast þjóðarbúningur Skota.“
LINKLATER
Á VlKliNGtóSTIGI
Linklater er nú á einhvers kon-
ar víkingastigi. Og siðasta bókin
hans er bezta greinargerð hans
fyrir því. Hún er ekki skáldsaga,
heldur ritgerðasafn, hugleiðingar
um nokkur atriði vikmgamenn-
ingar. Bókin skiptist í tvo megin-
hluta. Fyrri helmingur hennar
fjallar um Orkneyja-jarla frá
Rognvaldi Eystemssyni og er
byggð á frjóvum athugunum á
Orkneyinga sögu — en síðari
hlutinn er um f> .gur öndvegis-
verk íslenzkra lornbókmennta:
Njálssögu, Grettissópu, Laxdæla-
sögu og Egilssögu, og kristnitöku
íslendinga.
Heiti bókarinnar „Hinzti vík-
ingurinn" er dregið af Sveini
Ásleifssyni, sem flestir 'if.tending-
ar munu kannasi uð af Orkn-
eyinga sögu. Lmklafer kallar
hann hinztan hinna miklu vik-
inga, þótt væri ekki uf.pi á i-étt-
um víkingatíma: pvi £ 5 hann lézt
í víkingaiör í Dyfiinm árið 171,
þegar norrænir menn höfðt að
mestu leyti horfið frá ránum og
Eric Linklater.
morðum og snúið sér að friðsam-
legri viðfangsefnum. Um þær
mundir hafði Rögnvaldur jarl iát-
ið byggja dómkirkju heilags
Magnúss í Kirkjuvogi og þá hafði
háskóli verið stofnaður í Oxford.
Megingildi bókarinnar, sem er
afburðavel rituð með þróttmikl-
um stíl og fjörugri frásögn, er
fólgið í því að Linklater reynir að
útskýra frumlega kenningu, og er
hún í stuttu máli á þessa leið:
Hinar miklu hetjur vkingaaldar
létu stjórnast af fagurfræðilegum
(esþetískum) lögmálum, hegðun
þeirra var óháð félagslegum
skyldum og óhindruð af siðalög-
um. Þeir gátu hundsað gróðavon-
ir og hirtu ekki þótt lífi þeirra
væri stefnt í voða. En þeir gerðu
sér skýra grein fyrir réttu og
röngu, en sá munur var í sjálfu
sér fagurfræðilegur. Ef verk
þeirra urðu góð saga, þá voru þau
rétt og fögur.
FAGURFRÆÐILEG LÖGMÁL
Linklater tekur ævi Sveins Ás-
leifssonar sem fyrirmyndina að
þessari kenningu sinni, og finnur
fagurfræðileg lögmál í öllum
verkum hans. Þannig tekur hann
dæmi af því, er Sveinn vegur
nafna sinn, laust hann með öxi
eftir kvölddrykkju til að vernda
sig gegn svikum. Linklater segir
um þetta: „Þetta högg var jafn
þaulhugsað og tjáningarfullt af
stíluðum tilgangi, eins og val
Æschylusar á bölvi Atreus-
manna var sem dramatískt efni;
jafn þaulhugsað og ópersónuleik-
inn i málverkum Piero della
Francesca; jafn þaulhugsað og
það. þegar Brahms valdi G minor
fyrir fyrsta píanóíorte kvartett-
inn sinn.“
Þetta eru vitanlega fjarstæður
einar. Og Linklater viðurkennir
að samanburðurinn sé ýktur. En
þó heldur hann því ákveðið fram,
að „afrek“ Sveins hafi verið i
þessa átt.
Kenning Linklaters er háróm-
antísk, eins og Gerpla Kiljans er
hið gagnstæða. Svo er komizt að
orði um Svein í Hinzta víkingn-
um: „Samkvæmni hans og ein-
læffni verður einungis metin ef
ævi hans er dæmd eftir fagur-
fræðilegum rökum, og þá er hægt
að viðurkenna hann sem lista-
mann, sem hafði norðurbyggðir
12. aldar að striga, líf og dauða
að liturr;, framkvæmd að leikni
.. hreyfiaflið var hið sama og
hj^ öl 'um ' ð"ui i list imönnum:
s:köppr.arhvöt“.
LISTAMASUR í HEGDUN
Lis! rnáður í hegðun. Ég geri
áð fýrir, að Linklatér sé áð
harðást við að skilgreiha hið
óskýranlega íslenzka orð, dreng-
skapur. Hann segir að það hafi
fagurfræðilegt gildi, sé sprottið
upp af mati fagurra hluta.
Síðan snýr Linklater sér að
íslendinga sögum þeim, sem ég
nefndi hér að framan, til að rök-
styðja kenningu sína. Því Sveinn
zar auðsæilega ekki að öllu leyti
iullnægjandi til að sanna kenn-
inguna um listamann í hegðun.
pegar Sveinn fór gáleysislega að
ajálpa Margaði vini sínum og
bjóst um í Lambaborg og ögraði
rtögnvaldi jarli, þá hlitti hegðun
hans lögmálum listar, af þvi að
petta tiltæki var algerlega ónauð-
synlegt. En Sveinn brást Link-
ater þegar hann beið ekki dauða
síns. Hann sýndi heilbrigða skyn-
;emi og flýði.
Linklater flýr þvi á vit íslend-
.nga sagna, Gunnar á Hlíðarenda
;r eftirlætisdæmi hans. Rithöf-
undurinn les þær með barnalegri
trúgirni. Það er öngvu líkara en
hann segi: „Sögurnar eru svo
góðar að þær hljóta að vera sann-
ar. Ef þær eru ekki sannar, þá
ættu þær að vera það.“ Þetta er
að vísu gott og blessað, en helzti
órökvíst. Hann trúir á það, sem
hann kallar „impressjónískan
sannleika“ sagnanna, og um leið
telur hann sér frjálst að trúa
óbeint á hvatir persónanna.
Þannig beinir hann sjónauka
sínum að Gunnari, hetju sem bar
af öllum í vopnaburði og hreysti,
en mér hefur ávallt fundizt
skorta það af viti, sem hreystin
bætti upp. Hann lifði aðeins svo
lengi sem hann hlítti ráðum
Njáls. Þegar hann óhlýðnaðist,
var hann allur.
DAUÐI GUNNARS
LISTRÆN FYLLING
I Linklater finnst dauði Gunn-
' ars einungis vera listræn fylling.
Hin frægu orð „Fögur er hlíðin...“
, telur Linklater einungis afsökun
til að dveljast á íslandi. Hann
segir að það væri heimskulegt að
halda því fram að viðkvæmar
kenndir fyrir heimili og öðrum
hefði verið ástæða Gunnars fyrir
því að neita að yfirgefa ísland.
Nei, segir Linklater, það var ein-
ungis afsökun til að þola þann
dóm sem fagurfræðileg lög begð-
unar höfðu kveðið yfir honum.
Og með þessu náði hann því
vammleysi hetjunnar, sem lista-
maður einn getur skapað af yfir-
sýn yfir ævi sína.
Og svona er haldið áfram í
sama dúr. Njáll er listamaður í
hegðun sinni, af því hann neitar
að yfirgefa brennandi bæ sinn
og þoldi þann dauða, sem fagur-
fræðilegar venjur kröfðust af svo
göfugum manni.
Hvað um þessar kenningar
Linklaters? Höfuðgallinn, í
skemmstu máli, er sá að hann
hefur ruglazt á heimildunum, ger
ir sér óljósa grein fyrir muninum
á sögunum sjálfum og hetjunum
sem þær fjalla um. Vel mætti
halda því fram, að höfundar fs-
lendinga sagna hafi haft í huga
fagurfræðilegan mælikvarða, sem
þeir beittu við lýsingar og frá-
sagnir af hetjum sínum. En sá
mælikvarði er þá runninn frá höf
undum sagnanna, um hitt viium
við síður, hvernig íslenzkir bænd
ur og höfðingjar á 10. öld litu á
hegðun sína og verk. Öll list
krefst ögunar, en hvað er það sem
agar drápfýsi Skarphéðins?
Höfundar fslendinga sagna og
lesendur þeirra eiga hæyt með að
sjá fagurfræðilegar eiginclir i
hegðun hetjanna. Þess vegna eru
þær svo miklar hókmenntir. ffitt
nær engri átt, að persónur þær,
sem sögurnar lýsa, hafi hlítt fag-
urfræðilegum lögmálum í hegð-
un sinni af ásettu ráði og tekizt
það svo fullkomlega sem Link-
Framh. á bls. 12
Slcss’Ssmasmaðélag
.víkurbæfar 30 ára
Hlnnisf ðfmæSisins é vegiegan háft n.k. þnðjndag
NÆSTKOMANDI þriðjudag, hinn 17. þ. m. verður fjölmennasta
stéttarfélag opinberra starfsmanna hér á landi og eitt með
fjölmennustu stéttarfélögum landsins, 30 ára. Hér er um að ræða
Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar, en félagatala þess er nú á
át.tunda hundrað. í gær hafði stjórn félagsins boð fyrir blaðameun
að Hótel Borg og skýrði núverandi formaður félagsins, Þórðui
Ág. Þórðarson, umsjónarmaður, frá störfum félagsins á liðnum
árum. Félagið á nú um 273 þús. kr. í sérsjóðum sínum og hefur
látið sig skipta margháttuð áhugamál félagsmanna sinna bæði á
sviði samhjálpar, skemmtana og velferðarmála þjóðfélagsheildar-
innar. Afmælisdagur félagsins er ekki einasta merkur í sögu þesa
beldur bera og afmæli Eimslcipafélags ísl. og Landssmiðjunnar upp
á sama dag. Starfsmannafélag Reykjavíkurbæjar hyggst að þessU
sinni minnast hinna merku tímamóta með útgáfu afmælisrits,
stofnun menningar- og kynningarsjóðs félagsmanna og veglegu
hófi að Hótel Borg n.k. þriðjudag.
STOFNUN FÉLAGSINS
OG FORMENN ÞESS
í nóvember 1925 komu 10—12
starfsmenn bæjarins saman í
Iðnó, til þess að undirbúa stofn-
un félagsins. Aðalhvatamaður
þess var Ágúst Jósefsson, heil-
brigðisfulltrúi. Er hann nú heið-
ursfélagi. 10. janúar kom undir-
búningsnefnd saman á fund
ásamt 50 öðrum starfsmönnum
bæjarins og var þar ákveðið að
boða til stofnfundar 17. janúar.
Á þeim fundi var samþykkt laga-
frumvarp undirbúningsnefndar
og kosin fyrsta stjórn, formaður
var Ágúst Jósefsson en með-
stjórnendur Jón Egilsson, bókari
í gasstöð, Sigurður Jóhannesson,
innheimtumaður hjá rafmagns-
veitunni, Erlingur Pálsson, yfir-
lögregluþjónn og Nikulás
Friðriksson, umsjónarmaður. f
varastjórn voru kosnir: Karl O.
Bjarnason, brunavörður, Karl
Guðmundsson, lögregluþjónn og
Ágúst Pálmason, innheimtu-
maður.
Þessir menn hafa gegnt for-
mannsstörfum í félaginu:
Ágúst Jósefsson, heilbrigðis-
fulltrúi, Nikulás Friðriksson, um-
sjónarmaður, Jóhann G. Möller,
aðalbókari, Pétur Ingimundar-
son, slökkviliðsstjóri, Lárus Sig-
urbjörnsson, fulltrúi, Karl O.
Bj arnason, varaslökkviliðsstj óri,
Hjálmar Blöndal, skrifstofustjóri.
Þórður Ág. Þórðarson, umsjón-
armaður.
HELZTU BARÁTTU- OG
ÁHUGAMÁL
Félagið hefur einkum beitt sér
fyrir hagsmunamálum bæjar-
starfsmanna, en einnig tekið þátt
í almennum stéttarsamtökum
opinberra starfsmanna og var
aðili að"Stofnun Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja.
Eitt af þeim mörgu hagsmuna-
málum, sem félagið hefur haft
með höndum er eftirlaunasjóðs-
málið, sem tókst að leysa með
góðrr aðstoð þáverandi borgar-
stjóra, Knud Ziemsen, með sam-
þykkt eftirlaunasjóðsreglugerðar
Reykjavíkurbæjar, en hún gekk
í gildi 1. janúar 1930.
Launamálin hafa fyrr og síðar
verið eitt aðalviðfangsefni félags-
ins. Árið 1945 var launasamþykkt
bæjarstarfsmanna samræmd
launalögum ríkisins.
Nefnd frá félaginu vinnur nú
ásamt launanefnd bæjarins, að
endurskoðun launasamþykktar-
innar, ennfremur er unnið að
setningu reglugerðar um réttindi
og skyldur fastra starfsmanna
bæjarins.
SJÓÐIR FÉLAGSINS
Styrktarsjóður Starffrríánnafé-
lags Reykjavíkurbæjar var stofn-
aður árið 1941 með 2000 kr. fram-
lagi, en er nú að upphæð tæp 130
þús. kr. Er hann notaöur til
styrktar félagsmönnum er veik-
indi, dauðsföll eða önnur óhöpp
steðja að.
Félagsheimilissjóður var stofn-
aður um áramótin 1951—52 i„. VI
20 þús. kr., er nú tæp 70 þús. kr.
Sjóðir féiagsins hafa eflzt og
er fjárhagurinn góður.
Árið 1945 var stofnað bygging-
arsamvinnufélag. Á s.l. ári var
byrjað á byggingum 12 íbúða
handa félagsmönnum.
1951 fékk St. Rv. landspildu 1
Heiðmörk og s.l. 5 ár hafa félags-
menn gróðursett þar ca. 15 þús.
trjáplöntur. Hefur starf félagsins
í Heiðmörk heppnazt vel og á fé~
lagið nú hæstu plönturnar þar, en
það er lerki, sem var hátt á ann-
an metra s.l. vor.
Félagið hefur efnt til bridge-
keppni og gefið farandbikar úv
silfri til verðlauna. Er Rafveitan
nú handhafi bikarsins.
Húsnæði hafði félagið á leigu
til starfseminnar í Borgartúni 7,
en fær nú afnot af sal á efstu
hæð hússins í Skúlatúni 2.
Um nokkur undanfarin ár hef-
ur stjórn félagsins séð um út-
gáfu vasabóka og sent félags-
mönnum um áramót.
DEILDARSKIPUN
OG STJÓRN
St. Rv. starfar nú í 10 deildum
og er fulltrúaráð félagsins skipað
mönnum kjörnum innan hverrar
starfsdeildar fyrir sig.
Stjórn St. Rv. skipa nú: Þórður
Ág. Þórðarson, formaður; Júlíus
Björnsson, varaformaður; Kristín
Þorláksdóttir, ritari; Haukur
Eyjólfsson, bréfritari; Georg Þor-
steinsson, gjaldkeri; Sig. Gunnar
Sigurðsson, fjármálaritari; Jó-
hannes Magnússon, spjaldskrár-
ritari. Varastjórn: Gunnar Gísla-
son, Jóhann Hannesson og Berg-
sveinn Jónsson.
HÓF, SJÓÐSSTOFNUN
OG AFMÆLISRIT
Félagið minnist 30 ára afmælis-
ins með stofnun menningar- og
kynningarsjóðs, hófi að Hótel
Borg n.k. þriðjudag og útgáfu
veglegs afmælisrits, sem verða
mun um 70 síður að stærð. Verða
þar skráðir þættir úr sögu félags-
ins, minningar, ávörp og yfirlits-
greinar. Forsíðan verður prýdd
þremur skjaldarmerkjum, einu
frá 1914, þá skjaldarmerki bæj-
arins frá 1930 og loks tillöguupp-
drætti að nýju skjaldarmerki,
sem Halldór Pétursson hefur gert.
Firmakeppiti Bridge-
félags Hafnarfj.
HAFNARFIRÐI — Firmakeppni
bridgefélagsins er nú hafin, og
hefur 1. umferðin verið spiluð af
þremur, sem spilaðar verða. — í
keppninni taka þátt 32 firmu og
er spilað í Alþýðuhúsinu á þriðju
dagskvöldum?
Eftir 1. umferð eru þessi firmu
efst: Kaupfélag Haínfirðinga 129
r.ig, (Arri Þcrvaldsson), Verzlun
L.lla Sigurjóns 125 (Sigmar
(Bjornsson),, Borgarþvottahúsið
118 (Vagn Jóhannsson), Jón og
Þorv. 117, Apótekið 11614, yé(-
smiðja Hafnarfjarðar 11614, Gunn
laugsbúð 116, Dröfn h.f. 113,
Verzl. Þorv. Bj. 111, Stebbabúð
11014. —