Morgunblaðið

Date
  • previous monthFebruary 1956next month
    MoTuWeThFrSaSu
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    2728291234
    567891011

Morgunblaðið - 23.02.1956, Page 1

Morgunblaðið - 23.02.1956, Page 1
16 sáður 42. árgangur 45. tbl. — Fimmtudagur 23. febrúar 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nú stafar hætta fra flóðtínum a meginlandinu EFTIR hina miklu kulda vofir nú ný plága yfir meginlandi Evrópu, einkum á lágiendi. — Rigningu gerði á Mið-Ítalíu í dag og er nú hætta á snjóskriðum í mörgum fjallaþorpum þar. f fljótum á meginlandinu eru víða miklir isruðningar og óttast menn að gera muni stórflóð með íshröngli um leið og ísa leysir. „Ungfrú veður44 L.ONDON, 22. febr. — Á morgun verður tekin upp sú nýlunda í Eondon að mönnum verður gert mögulegt að hringja í „ungfrú veður“, á sama hátt og víða er hægt að hringja á „ungfrú klukku“. Með því að snúa skífunni á talsímanum á tvö ákveðin númer geta menn fengið upplýsingar um veðurútlit á 35 km. svæði. 194 fangar kafna Snjór i sumarlandi Eisenhower líklegt íorsetaefni KAIRO 22. febr. (NTB-Reuter). Eitt hundrað níutíu og fjórir landbúnaðarverkamenn létust í fyrrinótt í fangelsi í borginni Kosti um 350 km frá Khartoum, höfuðborg Sudans. Stjórnin í Sudah gaf í kvöld út opinbera tilkynningu um þenna hörmu- lega atburð og getur þess að læknar og hjúkrunarliðar, sem sendir voru á vettvang, hafi skýrt frá því að fangarnir hefðu sennilega kafnað úr hita vegna þrengsla í fangelsinu. Síðastliðinn þriðjudag voru 658 landbúnaðarverkamenn teknir fastir, og höfðu þeir áður lent í árekstrum við lögreglumenn. — Höfðu verkamennirnir neitað að afhenda kornuppskeru dagsins til lögmætra eigenda. Lögreglulið, sem sent var á vettvang varð að grípa til skotvopna og voru 20 verkamenn og þrír lögreglu- menn drepnir í þeirri viðureign. Farið var með verkamennina, sem teknir voru höndum til her- bækistöðva í Kosti og voru þeir geymdir þar í herskála um nótt- ina. En að morgni, þegar komið var í herskálann, voru 194 þeirra látnir. í fyrstu var ekki vitað hver væri orsökin til þessa hörmulega atburðar, og jafnvel talið að um matareitrun hefði verið að ræða. í kvöld var síðan tilkynnt að þeir hefðu kafnað. Myndin er tekin í Nizza, hinni frægu ferðamannaborg á Rivieraströnd. KYPUR: Æsingamenn hótuðu aftöku brezks gisls Úronium fyrir 16 milljorða króna ó sölumarkað WASHINGTON 22. febr. — Sú skoðun hefur fengið al- mennan byr síðustu dagana, að Eisenhower forseti ætli að gefa kost á sér til endur- kjörs í forsetakosningunum í haust. Þegar forsetinn kom til Tomasville i Georgíu fyr- ir nokkrum dögum, ók hann um götur borgarinnar „stand andi i bifreið sinni, alveg eins og tilvonandi frambjóð- andi.“ í dag birti Eisenhower for- seti fyrirmæli um það, að leyft skuli að selja á almenn- um markaði í Bandaríkjun- um og í öðrum löndum 40 smálestir af uraníum (235). Að verðgildi nema þessi 40 tonn meir en 16 milljörð- um íslenzkra króna. Markmiðið með þessu leyfi er að stuðla að notkun kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi. Tilkynning um þetta var birt í Thomasville, en Eisen- hower er gestur Humphreys fjármálaráðherra, sem á þama búgarð. (Jppreisn þýzks fjármála- ráðh. gegn þrlveldunum Bonn 22. febr. HEINRICH von Brentano utanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja kallaði í dag á sinn fund sendiherra þríveldanna, Bandaríkj- anna, Breta og Frakka og afhenti þeim svar við tilmælum ríkis- stjórna þessara þjóða um það, að vestur-þýzka stjómin yfirvegi á nýjan leik þá ákvörðun sína að stöðva greiðslur til herja banda- manna í Þýzkalandi frá 1. maí n.k. NICOSIA 22. febr. (Reuter). — í kvöld var tekinn höndum í Nicosia, höfuðborg Kýpur, blaða- maður við grískt blað sakaður u mað hafa dreift röngum fregn- um. Blaðamaðurinn hafði skýrt frá því í hinu gríska blaði að fundizt hefði flugmiði, útgefinn af gríska æsingaflokknum Eoka, þar sem skýrt er frá því að Eoka hafi í haldi brezkan liðþjálfa að nafni Gordon Hill og að þessi liðþjálfi muni verða líflátinn, ef grískur maður að nafni Karoulis 11229 hvalir drr.ptiir TÓKÍÓ, 22. febr. — Leiðangrar sex hvalveiðiþjóða, Bretlands, Noregs, Sovétríkjanna, Japans, Suður-Afríku sambandsríkisins og Hollands hafa veitt 11.229 hvali á Suðurheimsskautssvæð- inu á vertíðinni, sem nú er um það bil að ljúka. Leyft er að veiða á þessu svæði 15.000 hvali á vertíðinni. i Japanar gera. ráð fyrir að verða aflahæstir á þessari ver-' tíð og er það í fyrsta skipti, sem þeir hafa orðið hæstir frá stríðslokum. I Japanski leiðangurinn hefur veitt 834 bláhveli á vertíðinni eða nær þriðjungi meir en allir aðrir leiðangrar samtals. Hefur leiðangurinn aflað 13 bláhvela að meðaltali á dag og er það nýtt met í Suðurhöfum. Fyrra metið var 11 bláhvalir á dag —NTB. Fer til h§ oðvara ísraelsmenn LONDON, 22. febr. — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, ætlar að kynna sér sjálfur hverj- ar séu lágmarkskröfur fsraels- manna og Araba fyrir því, að samkomulag megi takazt miili þjóðanna fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Ráðherrann er um það bil að leggja af stað til Karachi í Pakistan til þess að sitja þar fund SEATO. Á ferð sinni mun ráðherrann koma við í Kairó og í Tel Aviv. Hann mun einnig sækja heim Bagdad í Jórdaníu. Stjórnmálamenn telja að Sel- wyn Lloyd muni í samræðum sín um við ísraelsmenn leggja sér- staka áherzlu á hættuna, sem verða myndi því samfara, ef ísraeismenn breyta upp á eigin spýtur, án samráðs við Araba, farvegi Jórdanfljóts. — NTB. sem dæmdur var til dauða 18. okt. s.l. verði tekinn af lífi. — Karoulis er í félagsskapnum Eoka og hafði skotið til bana brezk- an lögreglumann. Brezkur hermaður að nafni Gordon Hill hvarf á Kýpur 19. des. síðastl. Samt sem áður er | talið að hér sé um rangan frétta- burð að ræða af hálfu hins gríska blaðamanns. Sir John Harding hafði leyft j Karoulis að áfrýja máli sínu til! brezka leyndarráðsins í London. I Einnig hefur móðir Gordons Hills snúið sér til Elísabetar | Bretadrottningar og beðið hana ' að hjálpa sér til þess að bjarga i lífi sonar síns. Gert hafði verið ráð fyrir að ; leyndarráðið ræddi náðunar beiðni Karoulis í marz n.k. Rússar vilja nýja stórveldaráð- stefnu LONDON, 22. febrúar — Sovét- ríkin hafa sent Bretum orðsend- ingu og lagt til að efrit verði til nýrrar stórveldaráðstefnu til þess að ræða horfur í Indó-Kina. Kínverjar hafa sent svipuð til- mæli og einnig Pólverjar, en þeir eiga sæti, ásamt Indverjum og Kanadamönnum í alþjóða eftir- litsnefndinni í Indó-Kína. Stjórnin í Norður-Vienam hef- ur látið í ljós ósk um að haldin verði alþjóðaráðstefna til þess að ráðgast um sameiningu Norð- ur og Suður-Vietnam. —Reuter. Þessi ákvörðun þýzku stjórn-( arinnar, sem gerð var fyrir hálf- um mánuði, hefur vakið gremju meðal vesturveldanna þriggja. Bretar hafa hreinlega lýst yfir því, að þeir hafi ekki efni á að greiða þrjá milljarða (ísl.) króna, sem setulið þeirra í Þýzkalandi (4 divisionir) kostar þá árlega. í svari sínu, sem ekki hefur verið birt ennþá, er talið að vestur-þýzka stjórnin bjóðist til þess að taka upp samninga við þríveldin um greiðslu á hluta af setuliðskostnaðinum. En stjórnin tekur það skýrt fram að með slíkum samningum viðurkenni hún á engan hátt skyldu sína til þess að greiða setuliðskostnaðinn. Neitun sína um að greiða setu- liðskostnaðinn rökstyður vestur- þýzka stjórnin með því, að aðrar þjóðir Atlantshafsbandalagsins taki ekki þátt í þessum kostnaði og V-Þjóðverjum beri ekki skylda til að greiða hann fram yfir þær. Mál þetta hefur vakið þeim mun meiri gremju meðal Breta, Frakka og þó einkum Bandaríkja manna, sem fjármálaráðherra vestur-þýzku stjórnarinnar, dr. Scháfer, hafði áður lýst yfir því, að Þjóðverjar myndu ekki geta greitt nema 9 milljarða þýzkra marka árlega á næstu þremur árum til stofnunar hins nýja þýzka hers. — Hærri greiðslur myndu hafa slæm áhrif á efna- hagskerfi Vestur-Þjóðverja. Nem ur þessi upphæð um 5.5 hundr- aðshlutum af þjóðartekjum V- Þjóðverja. En Bretar og Banda- ríkjamenn greiða yfir 11 hundr- aðshluta af þjóðartekjum sínum til herja sinna. í fyrstu hélt Scháfer fjármála- ráðherra því fram að þessir 9 milljarðar myndu nægja til stofn unar hersins. En síðar viður- kenndi hann að þurfa myndi til viðbótar 2 milljarða þýzkra marka. Hefur verið gefið í skyn af þýzkum valdamönnum að þennan viðbótarkostnað hljóti Bandaríkjamenn að greiða, ann- aðhvort með því að veita Þjóð- verjum lán til langs tíma eða með beinum fjárframlögum. Scháfer hefur fengið að ráða Frh 6 bl*. 11 Frá Moskvu: Enn játar ráðherra syndir sinar Moskva 22. febr. AÞINGI kommúnistaflokksins bar það helzt til tíðinda í dag, að ráðherra kolaiðnaðarins, Zademiko, lýsti yfir því, að skort- ur væri á eldiviði í Sovétríkjun- um. Hann sagði að Kruchev, flokksformaður, og Bulganin, for- sætisráðherra, hefðu með réttu gagnrýnt ráðuneyti hans. Þó að þróunin sé ör í kola- iðnaðinum, sagði Zademiko, er kolaskortur í Sovétríkjunum. Stjórnir margra náma geta ekki efnt framleiðsluáætlanir sínar og verkfærin notast illa. Ráðherrann hét því að ráðu- neyti hans myndi bæta úr göll- unum, sem leiðtogarnir hefðu gagnrýnt. j Samkvæmt nýju framleiðslu- áætluninni á kolaframleiðslan að aukast um 52% á næstu fimm 1 árum. Tveir þriðju hlutar aukn- ingarinnar eiga að fást með því, að teknar verða nýjar námur til vinnslu. ! Peruvin, varaforsætisráðherra, flutti ræðu í dag og sagði að reist myndu verða í Sovétríkjunum ný og mikil orkuver, ekki eingöngu á iðnaðarsvæðum, heldur einnig í héruðum, sem ekki hafa getað iðnvæðzt vegna rafmagnsskorts. i Formaður verklýðssambands Sovétríkjanna, Svernik, sagði í j ræðu á þinginu í dag, að verk- lýðssambandið yki jdfnt og þétt alþjóðasambönd sín. Formaður í æskulýðssambandi kommúnista, Tsjelepin, bauð í ræðu, sem hann flutti á þinginu, æskulýð allra landa, án tillits til stjórnmálaskoðana eða trúar- bragða, til æskulýðshátíðar í Moskvu á næsta ári. Formaður- inn kvaðst vænta þess að til há- tíðarinnar kæmu kaþólskir menn mótmælendur og múhameðstrú- ! armenn, sósíalistar og róttækir og æskumenn frá Bandaríkjun- 'um, Bretlandi og Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 45. tölublað (23.02.1956)
https://timarit.is/issue/109955

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

45. tölublað (23.02.1956)

Actions: