Morgunblaðið - 23.02.1956, Page 1
16 sáður
42. árgangur
45. tbl. — Fimmtudagur 23. febrúar 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nú stafar hætta
fra flóðtínum
a meginlandinu
EFTIR hina miklu kulda vofir
nú ný plága yfir meginlandi
Evrópu, einkum á lágiendi. —
Rigningu gerði á Mið-Ítalíu í dag
og er nú hætta á snjóskriðum í
mörgum fjallaþorpum þar.
f fljótum á meginlandinu eru
víða miklir isruðningar og óttast
menn að gera muni stórflóð með
íshröngli um leið og ísa leysir.
„Ungfrú veður44
L.ONDON, 22. febr. — Á morgun
verður tekin upp sú nýlunda í
Eondon að mönnum verður gert
mögulegt að hringja í „ungfrú
veður“, á sama hátt og víða er
hægt að hringja á „ungfrú
klukku“.
Með því að snúa skífunni á
talsímanum á tvö ákveðin númer
geta menn fengið upplýsingar
um veðurútlit á 35 km. svæði.
194 fangar kafna
Snjór
i sumarlandi
Eisenhower líklegt íorsetaefni
KAIRO 22. febr. (NTB-Reuter).
Eitt hundrað níutíu og fjórir
landbúnaðarverkamenn létust í
fyrrinótt í fangelsi í borginni
Kosti um 350 km frá Khartoum,
höfuðborg Sudans. Stjórnin í
Sudah gaf í kvöld út opinbera
tilkynningu um þenna hörmu-
lega atburð og getur þess að
læknar og hjúkrunarliðar, sem
sendir voru á vettvang, hafi
skýrt frá því að fangarnir hefðu
sennilega kafnað úr hita vegna
þrengsla í fangelsinu.
Síðastliðinn þriðjudag voru 658
landbúnaðarverkamenn teknir
fastir, og höfðu þeir áður lent í
árekstrum við lögreglumenn. —
Höfðu verkamennirnir neitað að
afhenda kornuppskeru dagsins til
lögmætra eigenda. Lögreglulið,
sem sent var á vettvang varð að
grípa til skotvopna og voru 20
verkamenn og þrír lögreglu-
menn drepnir í þeirri viðureign.
Farið var með verkamennina,
sem teknir voru höndum til her-
bækistöðva í Kosti og voru þeir
geymdir þar í herskála um nótt-
ina. En að morgni, þegar komið
var í herskálann, voru 194 þeirra
látnir. í fyrstu var ekki vitað
hver væri orsökin til þessa
hörmulega atburðar, og jafnvel
talið að um matareitrun hefði
verið að ræða.
í kvöld var síðan tilkynnt að
þeir hefðu kafnað.
Myndin er tekin í Nizza, hinni frægu ferðamannaborg á
Rivieraströnd.
KYPUR:
Æsingamenn hótuðu
aftöku brezks gisls
Úronium fyrir 16 milljorða
króna ó sölumarkað
WASHINGTON 22. febr. —
Sú skoðun hefur fengið al-
mennan byr síðustu dagana,
að Eisenhower forseti ætli
að gefa kost á sér til endur-
kjörs í forsetakosningunum
í haust. Þegar forsetinn kom
til Tomasville i Georgíu fyr-
ir nokkrum dögum, ók hann
um götur borgarinnar „stand
andi i bifreið sinni, alveg
eins og tilvonandi frambjóð-
andi.“
í dag birti Eisenhower for-
seti fyrirmæli um það, að
leyft skuli að selja á almenn-
um markaði í Bandaríkjun-
um og í öðrum löndum 40
smálestir af uraníum (235).
Að verðgildi nema þessi
40 tonn meir en 16 milljörð-
um íslenzkra króna.
Markmiðið með þessu leyfi
er að stuðla að notkun kjarn-
orku í friðsamlegum tilgangi.
Tilkynning um þetta var
birt í Thomasville, en Eisen-
hower er gestur Humphreys
fjármálaráðherra, sem á
þama búgarð.
(Jppreisn þýzks fjármála-
ráðh. gegn þrlveldunum
Bonn 22. febr.
HEINRICH von Brentano utanríkisráðherra Vestur-Þjóðverja
kallaði í dag á sinn fund sendiherra þríveldanna, Bandaríkj-
anna, Breta og Frakka og afhenti þeim svar við tilmælum ríkis-
stjórna þessara þjóða um það, að vestur-þýzka stjómin yfirvegi á
nýjan leik þá ákvörðun sína að stöðva greiðslur til herja banda-
manna í Þýzkalandi frá 1. maí n.k.
NICOSIA 22. febr. (Reuter). —
í kvöld var tekinn höndum í
Nicosia, höfuðborg Kýpur, blaða-
maður við grískt blað sakaður
u mað hafa dreift röngum fregn-
um. Blaðamaðurinn hafði skýrt
frá því í hinu gríska blaði að
fundizt hefði flugmiði, útgefinn
af gríska æsingaflokknum Eoka,
þar sem skýrt er frá því að Eoka
hafi í haldi brezkan liðþjálfa að
nafni Gordon Hill og að þessi
liðþjálfi muni verða líflátinn, ef
grískur maður að nafni Karoulis
11229 hvalir drr.ptiir
TÓKÍÓ, 22. febr. — Leiðangrar
sex hvalveiðiþjóða, Bretlands,
Noregs, Sovétríkjanna, Japans,
Suður-Afríku sambandsríkisins
og Hollands hafa veitt 11.229
hvali á Suðurheimsskautssvæð-
inu á vertíðinni, sem nú er um
það bil að ljúka. Leyft er að
veiða á þessu svæði 15.000 hvali á
vertíðinni. i
Japanar gera. ráð fyrir að
verða aflahæstir á þessari ver-'
tíð og er það í fyrsta skipti,
sem þeir hafa orðið hæstir frá
stríðslokum. I
Japanski leiðangurinn hefur
veitt 834 bláhveli á vertíðinni
eða nær þriðjungi meir en allir
aðrir leiðangrar samtals. Hefur
leiðangurinn aflað 13 bláhvela
að meðaltali á dag og er það nýtt
met í Suðurhöfum. Fyrra metið
var 11 bláhvalir á dag —NTB.
Fer til h§ oðvara
ísraelsmenn
LONDON, 22. febr. — Selwyn
Lloyd, utanríkisráðherra Breta,
ætlar að kynna sér sjálfur hverj-
ar séu lágmarkskröfur fsraels-
manna og Araba fyrir því, að
samkomulag megi takazt miili
þjóðanna fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Ráðherrann er um það
bil að leggja af stað til Karachi
í Pakistan til þess að sitja þar
fund SEATO.
Á ferð sinni mun ráðherrann
koma við í Kairó og í Tel Aviv.
Hann mun einnig sækja heim
Bagdad í Jórdaníu.
Stjórnmálamenn telja að Sel-
wyn Lloyd muni í samræðum sín
um við ísraelsmenn leggja sér-
staka áherzlu á hættuna, sem
verða myndi því samfara, ef
ísraeismenn breyta upp á eigin
spýtur, án samráðs við Araba,
farvegi Jórdanfljóts. — NTB.
sem dæmdur var til dauða 18.
okt. s.l. verði tekinn af lífi. —
Karoulis er í félagsskapnum Eoka
og hafði skotið til bana brezk-
an lögreglumann.
Brezkur hermaður að nafni
Gordon Hill hvarf á Kýpur 19.
des. síðastl. Samt sem áður er
| talið að hér sé um rangan frétta-
burð að ræða af hálfu hins gríska
blaðamanns.
Sir John Harding hafði leyft j
Karoulis að áfrýja máli sínu til!
brezka leyndarráðsins í London. I
Einnig hefur móðir Gordons
Hills snúið sér til Elísabetar |
Bretadrottningar og beðið hana '
að hjálpa sér til þess að bjarga i
lífi sonar síns.
Gert hafði verið ráð fyrir að ;
leyndarráðið ræddi náðunar
beiðni Karoulis í marz n.k.
Rússar vilja nýja
stórveldaráð-
stefnu
LONDON, 22. febrúar — Sovét-
ríkin hafa sent Bretum orðsend-
ingu og lagt til að efrit verði til
nýrrar stórveldaráðstefnu til
þess að ræða horfur í Indó-Kina.
Kínverjar hafa sent svipuð til-
mæli og einnig Pólverjar, en þeir
eiga sæti, ásamt Indverjum og
Kanadamönnum í alþjóða eftir-
litsnefndinni í Indó-Kína.
Stjórnin í Norður-Vienam hef-
ur látið í ljós ósk um að haldin
verði alþjóðaráðstefna til þess
að ráðgast um sameiningu Norð-
ur og Suður-Vietnam. —Reuter.
Þessi ákvörðun þýzku stjórn-(
arinnar, sem gerð var fyrir hálf-
um mánuði, hefur vakið gremju
meðal vesturveldanna þriggja.
Bretar hafa hreinlega lýst yfir
því, að þeir hafi ekki efni á að
greiða þrjá milljarða (ísl.) króna,
sem setulið þeirra í Þýzkalandi
(4 divisionir) kostar þá árlega.
í svari sínu, sem ekki hefur
verið birt ennþá, er talið að
vestur-þýzka stjórnin bjóðist til
þess að taka upp samninga við
þríveldin um greiðslu á hluta af
setuliðskostnaðinum. En stjórnin
tekur það skýrt fram að með
slíkum samningum viðurkenni
hún á engan hátt skyldu sína til
þess að greiða setuliðskostnaðinn.
Neitun sína um að greiða setu-
liðskostnaðinn rökstyður vestur-
þýzka stjórnin með því, að aðrar
þjóðir Atlantshafsbandalagsins
taki ekki þátt í þessum kostnaði
og V-Þjóðverjum beri ekki
skylda til að greiða hann fram
yfir þær.
Mál þetta hefur vakið þeim
mun meiri gremju meðal Breta,
Frakka og þó einkum Bandaríkja
manna, sem fjármálaráðherra
vestur-þýzku stjórnarinnar, dr.
Scháfer, hafði áður lýst yfir því,
að Þjóðverjar myndu ekki geta
greitt nema 9 milljarða þýzkra
marka árlega á næstu þremur
árum til stofnunar hins nýja
þýzka hers. — Hærri greiðslur
myndu hafa slæm áhrif á efna-
hagskerfi Vestur-Þjóðverja. Nem
ur þessi upphæð um 5.5 hundr-
aðshlutum af þjóðartekjum V-
Þjóðverja. En Bretar og Banda-
ríkjamenn greiða yfir 11 hundr-
aðshluta af þjóðartekjum sínum
til herja sinna.
í fyrstu hélt Scháfer fjármála-
ráðherra því fram að þessir 9
milljarðar myndu nægja til stofn
unar hersins. En síðar viður-
kenndi hann að þurfa myndi til
viðbótar 2 milljarða þýzkra
marka. Hefur verið gefið í skyn
af þýzkum valdamönnum að
þennan viðbótarkostnað hljóti
Bandaríkjamenn að greiða, ann-
aðhvort með því að veita Þjóð-
verjum lán til langs tíma eða
með beinum fjárframlögum.
Scháfer hefur fengið að ráða
Frh 6 bl*. 11
Frá Moskvu:
Enn játar ráðherra
syndir sinar
Moskva 22. febr.
AÞINGI kommúnistaflokksins
bar það helzt til tíðinda í
dag, að ráðherra kolaiðnaðarins,
Zademiko, lýsti yfir því, að skort-
ur væri á eldiviði í Sovétríkjun-
um. Hann sagði að Kruchev,
flokksformaður, og Bulganin, for-
sætisráðherra, hefðu með réttu
gagnrýnt ráðuneyti hans.
Þó að þróunin sé ör í kola-
iðnaðinum, sagði Zademiko,
er kolaskortur í Sovétríkjunum.
Stjórnir margra náma geta ekki
efnt framleiðsluáætlanir sínar og
verkfærin notast illa.
Ráðherrann hét því að ráðu-
neyti hans myndi bæta úr göll-
unum, sem leiðtogarnir hefðu
gagnrýnt.
j Samkvæmt nýju framleiðslu-
áætluninni á kolaframleiðslan að
aukast um 52% á næstu fimm
1 árum. Tveir þriðju hlutar aukn-
ingarinnar eiga að fást með því,
að teknar verða nýjar námur til
vinnslu.
! Peruvin, varaforsætisráðherra,
flutti ræðu í dag og sagði að reist
myndu verða í Sovétríkjunum ný
og mikil orkuver, ekki eingöngu
á iðnaðarsvæðum, heldur einnig
í héruðum, sem ekki hafa getað
iðnvæðzt vegna rafmagnsskorts.
i Formaður verklýðssambands
Sovétríkjanna, Svernik, sagði í
j ræðu á þinginu í dag, að verk-
lýðssambandið yki jdfnt og þétt
alþjóðasambönd sín.
Formaður í æskulýðssambandi
kommúnista, Tsjelepin, bauð í
ræðu, sem hann flutti á þinginu,
æskulýð allra landa, án tillits til
stjórnmálaskoðana eða trúar-
bragða, til æskulýðshátíðar í
Moskvu á næsta ári. Formaður-
inn kvaðst vænta þess að til há-
tíðarinnar kæmu kaþólskir menn
mótmælendur og múhameðstrú-
! armenn, sósíalistar og róttækir
og æskumenn frá Bandaríkjun-
'um, Bretlandi og Frakklandi.