Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 24. jtini 1958. í dag er 176. dagur ársins. Sunnudagur 24. jiiní. jdnamesaa. .íjördagur tii Aljiingiskosninga. ÁrclegisnæSi kl. 7,0*5. Síðdegisflarði kl. 18,24. Slysavarðstofa Heykjavíkur í Heilsuvemdarstöðimii, er opin all an sólarhringinn. I.æknavörður, L. E. (fyrir vitjanir) er á sama stað kl. 18—8. — Sími 5030. Nælurvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur bæjar og Vestuvbæjar-apótek, op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Holts-apótek er opið á sunnudögum milli kl. 1 og 4. — Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13,00 —16,00. □ EDDA 59566236 — H. & V. RMR — Þriðjud. 26. 6. 20. 30. — VS—æf. • Messur • Kajiólska kirkjan: — Hámessa og prédikun lcl. 10 árdegis. Lág- messa kl. 8,30 árdegis. — Alla virka daga er lágmessa kl. 8 árd. • Afmæli • Sjötugnr er á morgun Kristján Benediktsson gullsmiður á Húsa- vík. 60 ára er í dag, Jónsmessudag, frú Guðrún Guðjónsdóttir frá Bjamastöðum á Grímsstaðarholti, ekkja Guðjóns útvegsbónda þar. Frú Guðrún býr nú á Ægissíðu 24 • Brúðkaup • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra óskari Þorláks syni, ungffrú Sigrún Hallgrímsdótt ir, Mikiubraut 44 og Hólmar Finn bogason, Bergstaðastræti 33 og þar verður heimili brúðhjónanna fyrst um sinn. 1 gær voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Bjöms- syni, ungfrú Sigrún Þorgeirs- dóttir og Jóhann Sigurgeirsson. Heimili ungu brúðhjónanna verð- ur að Þórsgötu 5. • Hjónaefni • 17. júní opinberuðu trúiofun sína ungfrú Ólavía Jensdóttir, verzlunarmær, Langagerði 60 og Ágúst Kristinsson, múraranemi. • Slcipafréttir • Skipadeild . í. S.: Hvassafell kemur til Húsavíkur í dag, fer þaðan til Siglufjarðar og Eyjafjarðarhafna. Amarfeil er á Akureyri. Jökulfell er í Ham- borg. Disarfell er í Riga. Litlafell er á leið frá Skagafjarðarhöfnum til Hafnarfjarðar. Helgafell er í Reykjavík. F. imskipafél. Rvtkur h.f.: Katla fór frá Reykjavík á föstu dagskvöld áleiðis tii Kotka. • Flugferðir • Fiugfélag íslands U.f.: Millilandaflug: Guilfaxi er vænt anlegur til Reykjavíkur kl. 17,45 í dag frá Hamborg og Kaup- mannahöfn. Sóifaxi fer til Kaup- mannahafnar kl. 14,00 í dag. Kjördagur I fólksins hönd er fullveldið í dag, það frelsi* sem er keypt með löngu stríði, að mega tjá sinn vilja dóm og von og velja það sem farsælast er lýði. En hygg að þinni ábyrgð, íslands son og ef þú b.regzt, hvað þjóðar vorrar bíði. Því reisir þú á þessum júní-degi þjóð vorri leiðarstein á heiiia vegi Innanlandsflug: í dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, ísafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Bíldudals, Egilsstaða, Fagurhólsmýrar, Hornaf jarðar, Ísafjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar og Vestm.eyja (2 ferðir). Annaö og betra líf, ef þér hætt i<5 aó neyta áfengra drykkja. — Umdæmisstúkan. K.F.U.M. og K., Hafnarf. Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Gunnar Sigurjónsson, cand. theol. talar. Ungmennafél. Rvíkur Dregið var í happdrætti Ung- mennafélags Reykjavíkur 22. þ.m. og komu upp þessi númer: 13074, hjálparmótorhjól; 17765, kvenreið hjól; 11312, karlmannsreiðhjól. — Vinninganna verði vitjað í félags- heimilið við Holtaveg. Orð lífsins: En sjálfur Drotiinn fri&arins gefi yður friðinn, ætíð á allan hátt. Drottinn sé með yður öllttm. (11. Þess. 3, 16). Barnaheiniilið Vorboðinn Farangur barnanna sem eiga að vera á bamaheimilinu að Rauð- hólum, í sumar, komi í port Aust- urbæjarskólans kl. 10 n.k. mánu- dag. Börnin komi á sama stað kl. 2 e.h. á þriðjudag. Sólheimadrengurinn Afh. Mbl.: ónefnd krónur 50,00. Heilsufar bæjarbúa Farsóttir í Reykjavík vikuna 3.—9. júní 1956, samkvæmt skýrsl um 17 (19) starfandi lækna: Hálsbólga ............ 29 (48) Kvefsótt .............. 58 (37) Iðrakvef .............. 17 (24) Kveflungnabólga ...... 2 (6) Taksótt ........’.!.... 1(0) Rauðir hundar ........... 2(0) Munnangur .............. 1 ( 0) Hlaupabóla .......... 2(5) Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega frá kl. 13,30 til 15,30 e. h. Bágstadda konan Afh. Mbh: .Jenny kr. 100,00; Þ Þ 50,00; S 25,00. Læknar fjarverandi Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Skúli Thoroddsen læknir verður fjarverandi til 9. júlí. Staðgeng- ill er Guðmundur Björnsson, læknir. — Jónas Sveinsson frá 4. maí til 12. júlí. — Staðgengill: Gunnar Benjamínsson. Elias Eyvindsson, júnímánuð. Staðgengill: Axel Blöndal. Friðrik Björnsson júnímánuð. Stefán Björnsson frá 11. júnt til 15. júli. Staðgengill: Kristjana Helgadóttir. Valtýr Albertsson frá 9. júní til 7. júlí. — Staðgengill: Gisli Ólafsson. Ólafur Helgason læknir verður fjarverandi ttl 18. júlí. — Stað- gengill: Þórður Þórðarson. Ólafur Þorsteinsson frá 20. þ.m. til júlíloka. — Staðgengill: Stefán Ólafsson. Snorri P. Snorrason fjarverand; frá 21. þ.m. til 30. þ.m. — Stað- gengill: Eggert Steinþórsson. Bjarni Bjarnason 22. þ.m. til 30. júlí. — Staðgengill: Ámi Guðmundsson. Kjartan E. Guðmundsson frá 25. júní til 28. júní. — Staðgeng- ill: Ólafur Jóhannsson. Jóhannes Bjiirnsson 23 þ.m. til 30. þ.m. — Staðgengill: Árni Guð mundsson. • Útvarpið • Sunnnéa^ur 24. júnt: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í kapéllu Háskólans (Prestur: Séra Jón Thorarensen. Organleikari: Jón ísleifsson). — 15.15 Miðdegistónleikar. — 16,15 Fréttaútvarp til íslendinga er- lendis. 16,30 VTeðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- að í Þórshöfn). 18,30 Barnatími (Helga og Hulda Valtýsdætur). 19,30 Tónleikar (plötur). 20,20 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur; Paul Pampichler stjórnar. 20,50 Erindi: Smávegis um þingkosn- ingar áður fyrr (Árni Óla ritstj.) 21.15 Kórsöngur: Sænski stúdenta Lömuðu börnin Afh. Mbl.: Jóhanna Bjarnad., krónur 100,00. * tr r N /um Þeir slást þar cystra um Stalín og fleirl " ' og sturlaðir keppa um völd. Þó einhver sé frískur og frægur að morgni, er’ann feigur þá nálgast kvöld. Kjósandi góður, hvort þekkirðu þýin og þrælinn austan um haf. Gerirðu J»að, muntu forðast fantinn, er feigð þinni gleddist af. Fögur er hlíðin og fagur dalur, fjöllin við sjónhring blá. Frelsaðu landið af fargi óttans lát friðinn hér tökum ná. Eitt er strikið, eitt er markið, aldrei að svíkja vort land. Kjósirðu Framsókn, þá kýst þú hikið, og knýrð fram höft og strand. Sjálfstaeðið eitt getur frelsað vort Frón og fært inn á sigurbraut. Því höldum við fram og gunnretfir göngum, með gleðx vér sigrum þraut. Það aldrei skal verða, að austrænar grýlur, vorn arf taki blóðugri hönd. — Því stöndum vér saman og störfum af mætti sem sterk og kraftmikil hönd. Hinn frægi, enski leikari, David Garrick, hitti dag nokkurn mann á götu í London, sem heilsaði og sagði: — Góðan daginn, kæri starfs- bróðir. Garrick mundi ekki eftir að hafa séð manninn fyrr og spurði undrandi: — Starfsbióðir? Við hvern hefi ég þann heiður að tala? kórinn „Orphei Drángar" frá Uppsölum syngur. Söngstjóri: Eric Ericsson. Einsöngvari: Uno Ebrelius. (Hljóðritað á tónleikum í Austurbæjarbíói 13. þ.m.). — 22,05 Danslög, ýmis konar önnur lög — og kosningafréttir. Þess á milli verða nokkur skemmtiatriði: Árni Tryggvason segir kímnisög- ur úr kosningum o. þ. u. 1., Hjálm ar Gislason syngur gamajnvísur, Höskuldur Skagfjörð flytur skemmtiefni, Hallbjörg Bjarna- dóttir hermir eftir þekktum söngv- urum og lesið verður úr Alþingis- rimum og þingvísum. Dagskráin óákveðin. Múnuclagur 25. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 9,00 Búnaðarþáttur: Sitt af hverju (Gísli Kristjánsson rit- stjóri). 12,00 Hádegisútvarp. — Kosningafréttir og tónleikar til kvölds 19,30 Tónleikar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 20,30 Út- varpshljómsveitin; Þórarinn Guð- mundsson stjórnar. 20,50 Um dag inn og veginn (Sigurður Magnús- son kennari). 21,10 Ketill Jens- son syngur; Fritz Weisshappel leikur undir. 21,30 Útvarpssagan: „Gullbikarinn“ eftir John Stein- beck, í þýðingu Kjartans Ólafs- sonar; I. (Hannes Sigfússon les). 22,10 „Baskerville-hundur- inn“, saga eftir Sir Arthur Conan Doyle; XIII. (Þorsteinn Hannes- son les). 22,30 Kammertónleikar (hljóðritað á tónlistarhátið Al- þjóðasambands nútímatónskálda í Stokkhólmi í þessum mánuði). — 22,55 Dagskrárlolc. ÞriSjudagur 26. júní: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Synodusmessa í Dómkirkj- unni (Séra Pétur T. Oddsson prófastur í Hvamnti prédikar; með honum þjónar fyrir altari séra Óskar J. Þorláksson). 14,00 Útvarp frá kapellu Háskólans: Biskup Islands setur prsstastefnu Islands, flytur ávarp og yfirlits- skýrslu um störf og hag íslenzku þjóðkirkjurtnar á synodusárinu. 19,30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýms um löndum (plötur). 20,30 Syno- duserindi: Helgir menn og hug- vísindi (Séra Benjamín Kristjáns son á Syðra-Laugalandi). 21,00 „Þriðjudagsþátturinn", óskalög ungs fólks og ýmislegt fleira. -— Stjórnendur Jónas Jónsson og Haukur Morthens. 21,40 „Hver er sinnar gæfu srniðut", framhalds- leikrit um ástir og hjónaband eft- ir André Maurois; 8. atriði: 10 árum seinna. Þýðandi: Hulda Val- týsdóttir. Leikstjóri Baldvin Hall- dórsson. 22,10 „Baskerville-hund- urinn“, saga eftir Sir Arthur Conan Doyle; XIV. (Þorsteinn Hannesson les). 22,30 „Eitthvað fyrir alla“: Tónleikar af plötum. 23,00 Dagskrárlok. -» — Þekkið þér mig ekki, svaraði maðurinn. — Eg er hanagalið i „Harnlet". ★ Frúin við manninn sinn: — 1 fyrradag komstu heim í nótt og í nótt komstu heim í dag, ef þú kemur elcki heim í kvöld fyrr en á morgun, þá lieimta ég skilnað. •k Villu borð’unn hérna, eða tuka'ann með? Hvort t' eggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.