Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. júní 1956.
Reykvíkingar!
Kjósum Sjálfstæðismenn á
BJARNI BENEDIKTSSON
ráöherra og 1. þingmaður Reyk-
víkinga, er efstur á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Bjarni er fæddur 30. april 1908,
varð stúdent 1926 og lögfræð-
ingur 1930. Hann stundaði síðan
framhaldsnám erlendis, lengst-
um í Berlín, en varð 1932 prófess-
or í lögum við Háskóla íslands,
aðeins 24 ára að aldri. Varð borg-
arstjóri í Reykjavík 1940 og al-
þingismaður 1942. Hann hefir átt
sæti á þingi síðan. Ráðherra varð
hann 1947. Hann hefur verið ráð-
herra alla tíð síðan, alls í 4 rikis-
stjórnum, og farið með ýmis xnál.
Hann var utanríkisráðherra 1947
—1953, dómsmálaráðherra frá
1947 til þessa dags, menntamála-
ráðherra frá 1953. Af öðrum
störfum ber fyrst að nefna, að
hann vann ötiullega að undirbún-
ingi þcim, sem gerður var af ís-
lendinga hálfu, áður en lýðveld-
ið var stofnað 1944, m.a. í milli-
þihganefnd í stjórnarskrármál-
inu. Hann hefur átt sæti í bæj-
arstjórn Reykjavíkur og bæjar-
ráði, í útvarpsráði og ýmsum op-
inberum nefndum öðrum. Þá hef-
ur hann ritað margt bæði um
stjórnmál og lögfræði og verið
meölimur Visindafélags íslend-
infa síðan 1935. Bjarni er vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins. —
Víirburðir gáfna og diugnaðar
skipuðu Bjarna Benediktssyni
ungum í röð þjóðarleiðtoga, ó-
trauð forysta hans um þau mál,
er varða heill og heiður íslands
er öllum kunn.
BJÖRN ÓLAFSSON
alþingismaður er í 2. sæti á
framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Björn Ólafsson
íæddist 26. nóvember 1895. Hann
varð póstmaður í pósthúsinu í
Reykjavík 13 ára gamall, hvarf
þaðan eftir 8 ára starf 1916 og
gerðist verzlunarmaður. Hann
setti á stofn eigin heildverzlun
1918 og hefur verið stórkaupmað-
iur í Reykjavík síðan. Björn hóf
snemma afskipti af stjórnmálum
og var bæjarfulltrúi 1922—1928.
Hann var fjármála- og viðskipta-
málaráðherra í utanþingsstjórn
dr. Björns Þórðarsonar 1942—
1944. Sömu mál fór hann með i
ríkisstjórn Ólafs Thors 1949—
1950 og hann var menntamála- og
viðskiptamálaráðherra í sam-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins undir for-
sæti Steingríms Steinþórssonar á
árunum 1950—1953. Björn Ólafs-
son sat á Alþingi sem ráðherra
1942—44, tók sæti Péturs Magn-
ússonar við fráfall hans 1948,
var kjörinn þingmaður Reykvík-
inga 1949 og endurkosinn 1953.
— Björn er formaður útgáfu-
stjórnar dagblaðsins Vísis og
meðal annarra starfa hans má
nefna, að hann hefur verið í
stjórn Verzlunarráðs íslands og
Rauða kross íslands. Þá hcflur
hann átt sæti í ýmsum samninga-
nefndum um utanrikisviðskipti.
Hann er í flokksráði Sjálfst.fl.
Björn er íþróttamaður og starf-
aði á sínum tima mikið í íþrótta-
hreyfingunni. — Björn Ólafsson
er einn þeirra manna, sem vegna
atorku sinnar og mannkosta hafa
hafizt af sjálfum sér til virðingar
og áhrifa. Drenglyndi og stefnu-
festa eru aðalsmerki hans og þeir
eiginleikar hafa skapað traust á
honum meðal alþjóðar.
JÓHANN HAFSTEIN
bankastjóri og alþingismaður er
í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík. Jóhann er fædd-
ur 19. sept. 1915, varð stúdent
1934 og lögfræðingur frá Háskóla
íslands 1938. Að því loknu stund-
aði hann framhaldsnám i London,
en réðist síðan í þjónustu Sjálf-
stæðisflokksins og var jafnframt
um skeið kennari við viðskipta-
háskólann. Hann varð fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins 1942 ög gegndi því starfi unz
hann var ráðinn bankastjóri við
Útvegsbanka íslands 1. sept. 1952.
Jóhann var kosinn á þing 1946 og
hefur verið endurkosinn siðan.
Hann tók sæti í bæjarstjórn
Reykjavíkur sama ár, 1946, og
hefur einnig verið endurkjörinn
í þeim bæjarstjórnarkosningum,
sem síðar hafa verið. Bæjarráðs-
maður frá 1946—1954. Jóhann
hefur verið fulltrúi íslands á
þingi Sameinuðu þjóðanna. Hann
á sæti í bankaráði Framkvæmda-
banka íslands og átti sæti í milli-
þinganefnd sem undirbjó hús-
næðismálalöggjöfina frá 1955,
enda hefur hann látið þau mál
mjög til sín taka bæði á Alþingi
og í bæjarstjórn Reykjavíkur.
Hann er fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins í stjórn atvinnuleysis-
tryggingasjóðs. Á sæti í miðstjórn
og flokksráði Sjálfstæðisflokks-
ins. Jóhann starfaði á sinum
tíma ötullega i samtökum ungra
Sjálfstæðismanna, var formaður
Heimdallar 1939—1942 og tfor-
maður Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna 1943—1949. — Jó-
hann Hafstein var kjörinn á þing
sem fulltrúi æskunnar i Reykja-
vík. Kynni hans af högum og
kjörum æskunnar og stjórnmála-
viðhorfum hennar hafa mótað
lífsskoðun hans. Hann er þvi í
hópi þeirra, er sterkasta trú hafa
á sibatnandi kjörum þjóðarinnar
í krafti framkvæmda og stórhugs.
GUNNAR THORODDSEN
borgarstjóri er í 4. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Gunnar er fæddur 29. desember
1910. Hann varð stúdent 1929 og
lauk prófi í lögum 1934. Ilann var
við framhaldsnám í Danmörku,
Þýzkalandi og Englandi 1935—
1936, en kom síðan heim og starf-
aði á vegum Sjálfstæðisflokksins
og við málflutning til ársins 1940.
Þá um haustið varð hann pró-
fessor við lagadeild Háskóla ís-
lands. Snemma árs 1947 varð
hann borgarstjóri í Reykjavík.
Gunnar Thoroddsen kom ungur
á þing, er hann varð landskjörinn
þingmaður árið 1934. Hann sat á
þingi til 1937 og varð síðan þing
maður fyrir Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu 1942—1949. Þá
varð hann þingmaður Reykvík-
inga. Hann hefur verið bæjarfull
trúi í Reykjavík siðan 1938, bæj-
arráðsmaður síðan 1946. Gunnar
Thoroddsen var formaður Ileim-
dallar 1935—1939 og formaður
Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna 1940—1942. Hann hefur
átt sæti í nefndum, sem fjallað
hafa um stjórnarskrármálið, hann
undirbjó lögin um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
og er forseti Landsbankanefndar.
Hann á sæti í miðstjórn og flokks
ráði Sjálfstæðisflckksins. —
Gunnar Thoroddsen hefur frá
æskuárum sínum verið meðal
áhrifaríkustu fory^tumanna Siálf
stæðisflokksins, og leiðsögn hans
í bæjarmú'am Reykjavíkur hef-
ur mótað borg okkar. Hann nýt-
ur álits, virðingar og trausts
allra borgarbúa fyrir störf sín í
þeirra þágu og fyrir glæsl-
mennsku og prúðmennsku.
RAGNHILDUR HELGADÓTTIR
frú, síiud. jur., skipar nú 5. sætið
á lista Sjálfstæoisflokksins í
Reykjavík. Ragnhildur er fædd
26. maí 1930. Hún varð stúdent
1949 og hóf þá um haustið nám
við lagadeild Háskóla íslands.
Hún lauk fyrra hluta prófi 1953
og býr sig nú undir embættispróf.
Jafnframt námi sínu liefur hún
verið húsfreyja í Reykjavík. Á
menntaskólaárum sínum tók frú
Ragnhildur mikinn þátt í skóla-
lífinu, gekkst m.a. fyrir stofnun
málfundafélags menntaskóla-
stúlkna og var fyrsti fcrmaður
þess. Hún hefiur átt sæti í stjórn
Vöku, félags lýðræðissinnaðra
stúdenta og átti sæti í Stúdenta-
ráði Háskóla íslands 1954—55.
Hún er eini kvenstúdentinn, sem
hefur verið fulltrúi í ráðinu frá
stofnun þess. Hún er nú í stjórn
Kvenstúdentafélags íslands. Frú
Ragnhildur hefur átt sæti í full-
trúaráði Heimdallar í 8 ár og hef-
ur verið fulltrúi félagsins á und-
anförnurn þingum Sambands
ungra Sjálfstæðismanna. Hún
hefur hin síðari ár verið í full-
trúaráði Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavílc og á nú sæti í flokks-
ráði Sjálfstæðisflokksins. f AI-
þingiskosningunum 1953 var hún
í 13. sæti á lista flokksins í
Reykjavík, en hefur nú setzt í
baráttusæti hans sem fulltrúi
reykvískra kvenna og reykvískr-
ar æsku. — Frú Ragnhildur hef-
ur á undanförnum árum sýnt á-
huga og hæfni til félagsstarfa.
Menntun hennar og viðhorf sem
ungrar komu og móður valda því,
að hún er líkleg til að verða til-
lögugóður og glæsilegur fulltrúi
á Alþingi.
'íLAFUR BJÖRNSSON
prófessor, skipar 6. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Ólafur er fæddur 2.
febrúar 1912, varð stúdent 1931,
las hagfræði við Hafnarhaskóla
og lauk þaðan prófi með cand.
polit.-gráðu 1938. Starfsmaður
Landsbankans var hann um stund
en starfaði síðan á Hagstofu fs-
lands. Hann varð kennari í hag-
fræði við Viðskiptaháskólann og
síðan dósent við laga- og hag-
fræðideild Háskóla fslands. Skip-
aður prófessor árið 1948. Ólafur
hefur gegnt ýmsum opinberum
störfum og verið ráðunautur ríkis
stjórnarinnar um efnahagsmál.
Ólafur hefur verið formaður
Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja frá 1948. Þá er hann for-
maður íslandsdeildar norrænu
menningarmálanefndarinnar og
íslandsdeildar Norræna sumar-
háskólans. Hann hefur setið á AI-
þingi sem varamaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Ólafur hefur rit-
að mikið um hagfræði á íslenzku
og í erlend tímarit. Hann nýtur
mikils álits sem einn fróðasti
maður um efnahagsmál íslands
og hefur áunnið sér mikið traust
sem forystumaður í hinum fjöl-
mennu samtökum opinberra
, starfsmanna.
I
ÁSGEIR SIGURÐSSON
skipstjóri er í 7. sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hann fæddist 28. nóv-
ember 1894. Árið 1914 lauk hann
prófi úr Stýrimannaskólanum i
Reykjavík og starfaði síðan um
hrið sem háseti á þilskipum og
togurum. Hann réðist í þjónustu
Eimskipafélags íslands h.f. árið
1917 og var stýrimaður á skipum
þess, unz hann tók við skipstjórn
á Esju 1929. Hann er nú skip-
stjóri á m..s. Heklu. Ásgeir Sig-
urðsson hefur tekið mikinn þátt
í félagsstarfsemi sjómanna, verið
í stjórn Skipstjórafélags íslands
og forseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands hcfur
hann verið frá stofnun þess 1936.
Hann á sæti í flokksráði Sjálf-
stæðisflokksins. Ásgeir Sigurðs-
son er einn af þekktustu og
traustustu sjómönnum íslend-
inga, sem með áratuga starfi hef-
ur áiunnið sér vinsældir og traust.
ANGANTÝR GUÐJÓNSSON
verkamaður er í 8. sæti á fram-
boðslista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hann er fæddur hér
I bænum 22. maí 1917, stundaði
hér barnaskólanám, og hefur ver-
ið verkamaður í Reykjavík síðan
því lauk. Barnungur tók hann að
vinna við fiskverkun hjá H. P.
Duus og mun hafa verið 7 ára,
er liann var skráður þar sem
verkadrengur í fyrsta skipti. Um
fjölda ára vann hann hjá Slipp-
félaginu í Reykjavík, en fyrir 17
árum tók hann að starfa hjá
Reykjavíkurbæ og hefur unnið
þar síðan. Angantýr Guðjónsson
hefur starfað mikið í Sjálfstæðis-
flokknum. Hann hefur verið i
stjórn Óðins, málfundafélags
Sjálfstæðisverkamanna og sjó-
manna, um 12 ára skeið og for-
maður félagsins var hann um
tíma.. í fulltrúaráði Sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík hefur hann
verið í 16 ár og hann hefur starf-
að mikið fyrir Landsmálafélagið
Vörð. — Angantýr Guðjónsson
hefur um langt skeið unnið sem
verkamaður í Reykjavík og gjör-
þekkir kjör og áhugamál stéttar
sinnar. Hann hefur í starfi sínu
í Sjálfstæðisflokknum haft tæki-