Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 7
Sunnuda£Ur 24. júní 1956. MORGUNBIAÐIB 7 Sólgin í Islendingasögurn- ar og gamlar þjóðsögnr Spjallað við frú Rósu Blöndal um barnakennslu í sveif. FYRIR NOKKRU birtist hér í| blaðinu greinaf lokkur um! „Menntasetrið að Laugarvatni“, þar sem lýst var hinni fjölþættu skólastarfsemi, sem þar fer fram og starfsháttum skólanna hvers fyrir sig — nema eins þeirra, barnaskóla Laugardalsskóla- hverfis, sem þar hefur starfað undanfarin þrjú ár undir ötulli stjórn Rósu Blöndal, prestsfrú- arinnar að Mosfelli í Grimsnesi, að ógleymdri kennslu Ólafs Ketilssonar í bifreiðaakstri, sem hann hefur stundað s. 1. vetur á Laugarvatni við góðan orðstý. HEIMSÓKN A» MOSFELLI Er fréttamaður frá Mbl. var á ferð þarna eystra fyrir skömmu greip hann tsekifærið til að heim- sækja prestshjónin að Mosfelli, séra Ingólf Ástmarsson og frú Rósu Blöndal, til að fá upplýs ingar hjá frúnni um starf hennar við skólann. Hún er í senn skóla- stjóri hans og eini kennari, nema hvað nú hefur verið fenginn smið ur til að kenna handavinnu drengja, handavinnu stúlkna kennir frúin sjálf. — Frú Rósa var þaulvön kennslu, áður en hún tók að sér kennsluna að Laugarvatni. Hún er að ýmsu leyti listræn kona, hefur lagt stund á ritstörf og gefið út tvær baekur. — í>eir, sem þékkja til starfs hennar við barnaskólann að Laugarvatni eru á einu máli um, að hún ræki það af einstakri alúð og dugnaði. Já, frú Rósa hefur áreiðanlega í mörg horn að líta í sínu um- fangsmikla starfi, sem húsfreyja og prestsfrú að Mosfelli og skóla- stjóri að Laugarvatni. Um stund- arfjórðungs leið er á milli stað- anna, svo að bægt er um vik að Hárgreiðsla Þessi skemmtilega hárgreiSsla er fyrir ungar stúlkur. Nauðsynlegt er að láta hárskurðarmeistara kiippa hárið fyrir þessa greiðslu, sem annars er mjög einföld. — Leggið hárið eins og myndin sýn- ir. Til þess að fá ennls „toppinn" til þess að „risa“ er ágætt ráð að koma pappírsþurrku fyrir undir lokkunum, sem síðan eru festlr niður með hárspennum. — Þessi hárgreiðsla er tiivalin fyrir þær sem hafa haft mjög stuttklippt hár, en vilja gjarnan láta það líta vel út og síkka. skjótast heim frá skólanum, þeg- ar þörf gerist. BÖRNIN SÓTT OG FLUTT DAGLEGA Við spjöllum um þetta vítt og breitt yfir rjúkandi pönnuköku- kaffi. — Hv.að voru mörg börn í skól- anum hjá yður í vetur? — Þau voru 24, 13 í efri deild og 11 í þeirri yngri — á aldrin- um 8—13 ára. Það er það flesta sem þau hafa verið. Þau eru sótt á morgnana í bíl, sem kostaður er af hreppnum og að kennslu lokinni, kl. 12,30 fara þau heim til sín aftur, með mjólkurbílnum sem sækir mjólkina á bæina í Laugardalnum. — Þetta fyrir- komulag gefst vel. Mjög sjaldan teppast börnin af óveðrum, þó slíkt komi að vísu fyrir og for- eldrarnir eru ánægðir, vilja þetta heldur en að láta börnin frá sér á heimavistarskóla. PKÚÐ OG NÁMFÚS — Og hvernig hagið þér svo sjálfri kennslunni? — Við byrjum klukkan 8 á hverjum morgni með morgun- bæn. Þessi siður er mjög vinsæll meðal barnanna og tel ég, að hann hafi mikla þýðingu fyrir skólastjórnina og skólaandann Börnin eru yfirleitt prúð og nám- fús -og sýna oft metnað og kapp í náminu. Umsjónarmaður skól- ans er valinn hverju sinni af nem- endunum sjálfum og er skipt iðu- lega um, þannig, að allir fái að gegna því staríi einhvern tíma. Hverri deild er skipt í tvo ald- ursflokka og gerir það kennsl- una dálítið erfiðari viðfangs. Þannig verð ég stundum að kenna tvær misumnandi bækur í sömu kennslustundinni, eftir því hvort nemandinn er lengra eða skemur kominn. Ég reyni að skipta kennslutímanum nokkurn- veginn jafnt milli efri og neðri dedldar — eldri börnin koma aðra vikuna og yngri bömin hina. — Þó mun kennslutími eldri deiid arinnar eitthvað lengri en hinna yngri. — Húsnæði höfum við í kjallara ems nemendabústaðar héraðsskólans í Sförk. FÉLAGSLÍF 0<G FERDALÖG — Og svo vinnið þér lika að félagslífi meðal barnanna? — O-já, eftir því sem tími vinnst tál. Við höfum efnt til árs- hátiðar þar sem börnin koma sjálf fram og skemmta, lesa upp kvæði og sögur, sýna leikþætti o. s. frv. Hefur verið furðu fjöl- Andlitssnyrting er ekki til bóta nema hún sé í hófi — og margs er að gæta við notkitn og val snyrtivara. „0£snyrt“ er konan verri en ósnyrt 9 ANDLITSSNYRTING er hverri konu nauðsynleg. En við verðum að muna að engin kona er vel snyrt nema hún hafi á undan snyrtingunni þvegið sér vel úr vatni og sápu og fjarlægt öll óhrein- indi og gamalt púður. — En andlitssnyrting er ekki til bóta nema hún sé notuð í hófi, því of snyrt kona er nærri ver útlítandi heldur en ósnyrt. — Einnig verða konur að velja sér snyrtivörur í sam- ræmi við hörundslit sinn o. s. frv. andLitspúbrid Andlitspúðrið á að velja í lík- um lit og sjálft hörundið og gæt- ið þess að púðrið sitji ekki í haugum. Gott er að fara yfir augnabrúnirnar með pensli eftir að andlitið hefur verið púðrað, til þess að fjarlægja það sem þangað hefur farið. VARALITURINN Ljósrauður, örlítið lillablár lit- ur fer flestum konum vel, nema ef þær eru rauðhærðar ög með •gulleitt hörund, ber að velja varalit sem er skærrauður. — Þér skulið aldrei mála varirnar í hasti eða án þess að hafa spegil (sumar gera það). Bezt er að draga út- línur varanna með pensli og smyrja síðan litnum þykkt á, en þerra af með pappírsþurrku. ENDURNÝJIB ANDLITIÐ Hafið hugfast að hið vel snyrta andlit endist ekki til eilífðar og þarfnast endurnýjunar. Varalit- urinn sest í munnvikin og nefið fer að glansa. En umfram allt skulið þér lagfæra andlitssnyrting una á sfviknum stað, en ekki draga upp spegil og púður í miðj- um veitingasal. Og munið að andlitssnyrtingin er ekki til bóta nema hún sé i hófi og henni aé vel við haldið. \/l/ /^ííi 1 % s -4 s Naglasiiyrtingin er nauðsynieg Sérhver kona ætti að hafa a. m. k. vikulega naglasnyrtingu fyrir fasta reglu. Fallegar neglur eru prýði hverrar konu, eins og illa hirtar neglur, jafnvel með nagla- böndum upp á miðjar neglur eru líti á öllum. sótt á þessar samkomur yngstu skólaþegnanna á staðnum og börnin hafa af þeim mikla ánægju. Ágóðinn rennur í ferða- sjóð, en við höfum undanfarin tvö ár farið í ferðalag að skóla- slitum loknum, fyrsta árið til Þingvalla, í fyrra að Gullfossi, Geysi og Skálholti og nú í vor stendur til að við förum og skoð- um Fljótshlíðina og Odda. — Þetta er bömunum mikið til- hlökkunarefni. Frú Rósa segir mér líka frá því, að bömin hafi mikið yndi af lestri íslendingasagnanna og ýmissa þjóðsagna, valdra kafla við þeirra hæfi. — „Þau eru bókstaflega sólgin í það“, segir hún. En nú var timinn á þrotum og mál að hraða sér af stað til að ná háttum í Reykjavík! — Ég þakka ljómandi viðtökur — og af stað er haldið suður með nokkra punkta í vasanum — þægilega endumrinningu um komuna til prestshjónanna að Mosfelli — og litla hlýiega sveitakirkju með ;gylltnm stjörnum á bláum kór. sib. Segja má að naglasnyrtingin sé í 5 liðum. ■— Fyrst ber að sverfa neglurnar í boga með naglaþjöl. Gætið að því að fara nægilega langt niður með þjölina, með- fram nöglinni, en þó ekki of langt. Næsta skrefið er að baða neglurn- ar í heitu sápuvatni og að því loknu á að ýta naglabandinu á sinn stað. Það er auðvitað sjálf- sagt að gera með handklæðinu eftir hvern handþvott, þá hitur það á sínum stað. Þriðji liður- inn er í því íólginn að vefja baðmull á eldspýtu og væta í olíu og lagfæra neglurnar og þrýsta á naglaböndin. Fjórði liðurinn er að bursta neglumar og allt dautt skinn frá þeim með góðum nagla- bursta og fimmti og síðasti Uður- inn er svo að lakka neglumar (ef þess er óskað, annars að fægja þær með vaskaskinni). Það á alltaf að fara tvisvar yfir með naglalakkinu og athuga að það þorni vel í milli. Ekki má gera neitt með höndunum á meðan lakkið þomar og gott er að skola neglurnar með köldu vatni þeg- ar lakkið er orðið þurrt. Og þegar lakkið fer að flagna af er kominn tími til að endur- tiýja naglasnyrtinguna. Aðstoð við húsmæður á kjördegi SjálfstæSiskvennafélagið Hvöt aðstoðar húsmæður, sem eiga erfitt með að komast að heiman til að kjósa. Ef þess er óskað, verða aðstoðarkonur sendar á heimilin. Hringið í slma 1164. Virðingarfyllst, Sjálfstæðiskvennafélagið Ifvöt, mm VESTURVERI - SÍMI 5322 Kjósið R Okkar stefnuskrá er: X AUtaf ný blóm X Góð afgreiðsla X Vandaðar umbúðir X Fallegar skreytingar X Heimsending um allan bæ Gleðjið börnin X Rósin Vesturveri — Sími 5322

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.