Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 8
MORCZJ'NB'LAÐIf,
Sunnudagur 24. júní 1956.
Ingólfur Flygenring sexfugur
INGÓLFUR FLYGENRING, al-
þingismaður okkar Hafnfirðinga,
er sextugur í dag.
Ingólfur er borinn og barn-
fæddur Hafnfirðingur, alinn upp
á einu mesta myndarheimilinu
hér í bæ í stórum og efnilegum
systkinahóp. Hér hefur hann svo
ætíð dvalið og lagt sinn skerf til
að vinna að vexti og viðgangi
fæðingarbæjar síns með æfistarfi
sínu.
Það er ekki lítið happ hverju
bæjarfélagi að eiga farsæla at-
hafnamenn, sem með starfi sínu
leggja sitt lið til að skapa velsæld
og atvinnuöryggi meðal bæjar-
búa. Afmælisbarnið er einn þess-
ara manna. f öl'lu starfi Ingólfs
hafa komði fram tveir góðir kost-
ir hans: íhygli og gætni. Þeir hafa
gjört honura það kleyft að treysta
grunninn undir farsælum atvinnu
framkvæmdum, en þeir hafa
aldrei verið honum fjötur um fót
er hafizt var handa um stærri og
víðfeðmari framkvæmdir en áður
og nýrri og hagnýtari vinnslu á
fiskafurðum okkar. Ingólfur hafði
gott veganesti úr heimahúsum til
þessara starfa, en meðfædd sam-
vizkusemi hans og ást á starfinu
hefur haldið honum sívakandi
fyrir öllum nýtilegum nýjungum
til að vinna á sem hagnýtastan
hátt úr þessu mikilvægasta hrá-
efni, sem við höfum yfir að ráða
og sem gjaldeyristekjur okkar
hyggjast á að mestu leyti.
Ég hefi ekki marga hitt á lífs-
leiðinni, sem hafa geðþekkari
framkomu en Ingólfur, látleysi
hans og prúðmennska við hvern
sem er, er honum í blóð borin.
Þegar svo þar við bætist góðvild
hans og hjálpsemi hins orðheldna
manns, þá skilja menn betur
hvernig stendur á hinum miklu
vinsældum hans. En eins og títt
er um slika menn, sem láta lítið
yfir sér, þá er Ingólfur hlédrægur
mjög, svo vinum hans og kunn-
ingjum, sem þekkja mannkosti
hans, hefur stundum fundist nóg
um. Á þessu verður víst lítil breyt
ing í framtiðinni, svo mikla óbeit
hefur afmælisbarnið á allri sýnd-
armennsku og bægslagangi enda
eru leikarahæfileikar ekki til hjá
honum. Þetta hefur ekki hvað
sízt einkennt störf hans á Alþingi.
sem notuð voru hér í hafnargarð-
inn og sem svo mikil bót hefur
verið að.
Nokkru síðar var Ingólfur svo
í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn við kosningar til Alþingis með
þeim glæsibrag, sem kunnugt er.
Þeir voru margir utan Hafnar-
fjarðar, sem undruðust yfir því
hve ört óx fylgi frambjóðanda
Sjálfstæðisflokksins í tveim síð-
ustu kosningahríðum, en hér í
bæ kom það mönnum ekki á
óvart. Ýmsar stoðir hnigu þar að
og ekki hvað sízt vinsældir og
prúðmannleg framkoma frambjóð
andans og örugg vissa kjósend-
anna um að þeir væru að kjósa
á Alþing góðan dreng og sam-
vizkusaman mann. Hafnfirðingar
hafa aldrei verið gefnir fyrir
sýndarmennsku eða bægslagang í
stjórnmálum enda baráttan yfir-
leitt prúðmannleg, því rógur og
illkvitni hefur aldrei fengið hér
hljómgrunn meðal kjósenda, en
komið þeim í koll, sem beitt hafa
slíkum aðferðum.
Ingólfur hefur verið kvaddur
til ýmissra annara trúnaðarstarfa
bæði hér í bæ og utan hans og
ætíð komið fram sem vaxandi
maður, ráðhollur og sanngjarn.
Þeir verða margir sem þrýsta
hönd Ingólfs og hans ágætu konu
á þessum merkisdegi, en margir
eiga þess ekki kost á þessum
mikla annadegi í lífi hans. öll
færum við honum okkar beztu
þakkir fyrir heilladrjúg störf og
óskum þess að dagurinn í dag
verði þeim hjónum og okkur öll-
um blessunarríkur hamingjudag-
ur og að við fáum sem lengst að
njóta starfskrafta Ingólfs hér í
bæ og á Alþingi.
Bjarni Snæbjörnsson.
Reykvíkingar! Kynnið yður auglýsingu
D-LISTANS
á baksíðu blaðsins.
Reykvígingar! Sigur D-listans er sigur ykkar.
Kosningohandbók Heimdullar
Þar hefur hann unnið að hætti
hins samvizkusama og gjörhygla
manns. Sett sig vel inn í málin
og myndað sér sinar skoðanir á
lausn þeirra. Þegar hann svo hef-
ur fundið heppilegustu lausnina,
hefur hann fylgt henni beint
fram, en ekki verið að fara eftir
neinum diplomatiskum krókaleið-
um. Fyrir þetta hafa sumir and-
stæðingar hans í stjórnmálum
verið að narta í hann, en þeir sem
starfa með honum í nefndunueða
öðrum störfum á Alþingi og
annars staðar, meta hann því
meir, er þeir kynnast honum bet-
ur og störfum hans.
Lengi vel gekk okkur Sjálf-
stæðismönnum illa að fá Ingólf
til að skifta sér opinberlega að
bæjar- og landsmálum, en við
gáfumst ekki upp, því við viss-
um að í honum höfum við prýði-
Itiúsnæði óskast
Húsnæði undir léttan hreinlegan iðnað óskast til leigu,
helzt sem hæst miðbænum.
Upplýsingar í síma 6111 eftir k. 18.
LETTIÐ
yður
STARFIÐ
með
LAV-O-LÍN
ÞVOTTURINN
verður
LEIKUR
með
LAV-O-LÍN
þvottaleginum
Heildsölubirgðir:
H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT
Símar 8-27-90.
legan fulltrúa. Það var ekki fyr
en 1950 að hann gaf kost á sér
til að vera í framboði við bæjar-
stjórnarkosningar. í bæjarstjórn
voru hafnarframkvæmdirnar
Ingórifi hjartfólgnastar og var
hann annar þeirra tveggja bæj-
arfulltrúa, sem sendir voru til
Hollands til að skoða og festa
kaup á steinsteyptu kerunum,
BEZTA kosningahandbókin sem úl
hefur komið fyrir þessar kosn-
ingar er gefin út af Heimdalli í
Reykjavik. Eru í henni myndir
af öllum frambjóðendum og ná-
kvæmar upplýsingar um alþingis-
kosningarnar, allt frá árinu 1942
eða 14 ár aftur i tímann. Þá eru
og i bókinni upplýsingar um úr-
slit hæjarstjórnarkosninganna frá
1942. Þá eru og í bókinni tölurn-
ar i þeirri riið sem þær bárust
frá hinum ýmsu kjördæmum í
siðustu Alþingiskosningum og
voru lesnar upp i útvarpinu. Eyk-
ur það gildi bókarinnar.
Allir ættu að kaupa bókina og
rita i hana á kosningakvöld þegar
úrslit fara að berast. Þannig geta
þeir bezt fylgzt með gangi kosn-
inganna.
Bókin er græn að lit og fæst
í öllum bókaverzlunum.
shriFar úr
daglega lifinu
Kosningarabb.
IDAG er gengið til Alþingis-
kosninga á íslandi. Mikið
hefir gengið á, mörg fögur fyrir-
heit hafa verið gefin og mörg fúk
yrði látin falla eins og vant er,
þegar kosningar fara í hönd. Það
er varla hægt að furða sig á, þótt
venjulegt friðsamt fólk, sem að
jafnaði gefur sig lítt að stjórn-
málum verði beinlínis ruglað í
ríminu af öllum ósköpunum —
þegar að því kemur að ráðstafa
atkvæði sínu. Sannleikurinn er
sá, að fjöldanum öllum af kjós-
endum býður við þeim kynlega
blandaða hrærigraut, sem vinstri
öflin í íslenzkum stjórnmálum
hafa stofnað til við þessar alþing-
iskosningar, ekki einungis hinum
hægrisinnuðu, heldur — og ekki
síður þeim, sem til vinstri eru og
hefir nauðugum viljugum verið
kastað út á súpuna. Slík hrossa-
kaup með sannfæringu manna
er íslenzkri skaphöfn mjög
ógeðfelld. íslendingar hafa
alltaf metið sjálfstæði og frelsi
í hugsun og athöfnum til hinna
æðstu verðmæta.
Andúð og vantraust.
ÞAÐ er einmitt vegna þessa,
að svo margur vinstri sinnað-
ur kjósandinn hefir í undangeng-
inni kosningabaráttu lýst megn-
ustu andúð sinni og vantrausti á
fyrrverandi forystumenn sína,
sem nú taka eitt víxlsporið öðru
óheillavænlegra og ógeðfelldara.
Þeir sjá réttilega að stjórnmála
samvinna, sem stofnað er til á
slíkum grundvelli, er dauðadæmd
fyrirfram og getur ekki leitt til
annars en upplausnar og vand-
ræða í þjóðfélaginu. — Sjálfstæð
isflokkurinn er eini flokkurinn,
sem gengur einn og óstuddur
fram fyrir kjósendur, trúr sinni
fyrri stefnu.
Þeir, sem vilja fá að vinna í
friði næstu árin, þeir sem vilja
geta eignazt þak yfir höfuðið eða
lokið við húsið sitt eða íbúðina,
sem þeir eiga í smíðum, húsmæð-
urnar, sem hrýs hugur við vand-
ræðum og skorti skömmtunarár-
anna, kjósa þess vegna að vel
hugsuðu máli D-listann og láta
hina sundruðu bræðingsflokka
sigla sinn sjó.
Einstakt tækifæri.
JÁ, reykvískum konum gefst
einstakt tækifæri til að kjósa
sjálfum sér í vil. Frambjóðand-
inn í baráttusæti D-listans er ung
og greind kona, sú eina sem hefir
möguleika til að komast á þing
við þessar kosningar. Öllum hugs
andi húsmæðrum og mæðrum
hlýtur að vera það ljóst hve mik-
rr~n
ils virði það er þeim að eiga sinn
fulltrúa á Alþingi, sem væri á
verði um hagsmunamál þeirra.
Þar með er ekki verið að gefa í
skyn, að karlmennirnir séu ekki
allir af viljanum gerðir til að
gera þeim til þægðar, en samt
mun það nú satt vera, að kona
hefir betri skilning á þeirra hjart
ans málum og betri aðstöðu til að
hrinda þeim áleiðis. — Auk þess
ætti það að vera íslenzkum kon-
um metnaðarmál að eiga að
minnsta kosti eina úr þeirra hópi
á Alþingi. — Það er í rauninni
hláleg staðreynd, að með sívax-
andi menntun kvenna og bættri
aðstöðu til að hafa áhrif á þjóð-
félagsmál — þá hverfa konurnar
úr sölum Alþingis. — Við svo
búið má ekki standa til lengdar,
— við eigum allt of margar
greindar og gegnar konur til þess.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn, sem Veitir konu mögu
leiga til að komast á þing við
þessar kosningar. — Það ættu
reykvískar konur, sem ganga að
kjörborðinu í dag’ að virða og
meta sem vert er.
Mold á röngum stað.
VELVAKANDI góður!
Það var ljótt sem ég sá á
götu hér í Reykjavík um daginn.
Á götunni var slóð af mold, sem
auðsjáanlega hafði fallið niður af
vörubíl. Ekki sá ég bílinn en lík-
lega hefur verið mokað svona
miklu á bílinn eða svona illa geng
ið frá vörupallinum.
I fyrsta lagi var óþverralegt að
sjá moldarskánina á götunni.
í öðru lagi myndast ryk af
henni, þegar þornar í veðri.
í þriðja loga festist moldin neð
an í skóm fólksins.
í fjórða lagi veldur þetta ó-
þarfa erfiði götusópurunum, sem
þó sannarlega hafa nóg á sinni
könnu.
Ég skora á alla holla Revkvík-
inga að ganga vel um, og sérstak-
lega vil ég biðja vörubilstjóra,
sem flytja mold á bílum sínum,
að gæta þess að vel sé gengið frá
moldarhlassinu.
Einn þriflegur“.
Væri það ómaksins vert?
ÞAÐ er sagt, að hvers konar
áhyggjur og búsorgir geti
valdið magasári í mönnum. Hvað
sem hæft er í því, þá er það víst,
að mikill fjöldi fólks virðist grip-
ið þessum kvilla nú upp á síð-
kastið. Ekki verður það til að
hressa upp á sálarástandið — til
viðbótar við allt það, sem amaði
að áður. — Og svo þetta klingj-
andi í eyrunum alla daga: — Þú
ættir ekki að borða alveg svona
mikið, elskan mín. Manstu hvað
læknirinn sagði?“
Oh — fari hann norður og nið-
ur, þessi læknir. — Ég sé ekki
hvers vegna ég ætti að drepa mig
úr hungri til að lifa deginum
lengur!