Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 11
MORGVNBLAÐIÐ
11
Sunnudagur 24. júní 1956.
færi til aS koma sjónarmiSunr
hennar á framfæri og er einn
þeirra, sem þátt hafa átt í að
gera Sjálfstæðisflokkinn að
bandalagi allra stétta.
SVEINN GCÐMUNDSSON
vélfræðingur er í 9. sæti á lista
Sjálfstæðisfl. í Rvík. Sveinn er
fæddur 27. ágúst 1912. Stundaði
á unglingsárum alla almenna
vinnu, einkum við jarðrækt á
Suðurlandi. Hóf iðnaðarnám í
Reykjavík 1929, og lauk námi i
rennismíði árið 1933. Stundaði
síðan vélfræðinám í Stokkhólmi
um tveggja ára skeið. Sarfaði sem
vélfræðingur í Vélsmiðjunni
Héðni í Reykjavík, unz hann tók
við störfum sem framkvæmda-
stjóri árið 1943. — Er Sveinn
kom frá námi, hóf hann þegar í
stað umfangsmikil störf í þágu
uppbyggingar sjávarútvegsins og
stóriðnaðar þess er honum fylgir,
svo sem við byggingu síldar-
verksmiðja og frystihúsa. —
Sveinn hefur átt sæti í varastjóm
Eandssambands iðnaðarmanna og
Félags ísl. iðnrekenda. Starfaði
sem fulltrúi iðnaðarmanna að
stofnun Iðnaðarbankans og hef-
ur fyrr og siðar látið iðnaðar-
málin til sín taka. Formaður Iðn-
sýningarnefndar var kann 1952
Undir stjórn Sveins hefur Vél-
smiðjan Iléðinn og islenzkur járn-
iðnaður tekið miklum framför-
um.
DAVÍB ÓLAFSSON
fiskimálastjóri, er 10. maður á
lista Sjálfstæðisflokksins i Reykja
vík. Hann fæddist 25. april 1916,
varð stúdent 1935 og lauk hag-
fræðiprófi í Þýzkalandi 1939. —
Hann varð forseti Fiskifélags Is-
lands í marz 1940 og varð fiski-
málastjóri, er forsetastarfinu í
Fiskifélaginu var breytt. Fiski-
málastjúri hefur hann verið síð-
an. Davið hefur tekið þátt í f jöl-
mörgum alþjóðlegum ráðstefnum
um efnahags- og sjávarútvegs-
mál, m. a. á vegum Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna og Efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar í París. Ilann er
fastafulltrúi íslands í alþjóða haf-
rannsóknarráðinu. Hann hefur
verið formaður Varðarfélagsins
frá 1955. — Davíð Ólafsson er
flestum mönnum kunnugri ís-
lenzkum sjávarútvcgsinálum og
hefur innt af höndum mikið starf
í þeirra þágu.
AUÐUR AUÐUNS
forseti bæjarstjórnar, skipar 11.
sæti á lista Sjálfstæðismanna í
Reykjavík. Hún er fædd 18. febr.
1911, varð stúdent 1929 og lauk
lögfræðiprófi 1935. Er hún fyrsta
íslenzka konan, sem lauk því
prófi. Á árunum 1935—36 stund-
aði hún málflutning á ísafirði.
Lögfræðingur mæðrastyrksnefnd
ar hefur hún verið frá 1940. —
Auður var fyrst kosin í bæjar-
stjórn Reykjavíkur 1946 og hef-
ur átt þar sæti síðan og er nú
foseti hennar. Hún hefur verið
í stjórn Kvenréttindafélags Is-
lands, Hallveigarstaða og Kven-
stúdentafélags íslands. Hún átti
sæti í stjórnskipaðri ncfnd til að
rannsaka réttarstöðu og atvinnu-
skilyrði kvenna. Iiún átti einnig
sæti í nefnd til endurskoðunar
stjómarskrárinnar og nefnd sem
endurskoðaði tryggingarlöggjöf-
ina nú nýlega.
Frú Auður er glæsileg forystu-
kona, sem nýtur óskoraðs trausts
Reykvíkinga.
KRISTJÁN SVEINSSON
læknir, er í 12. sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík. Kristján er fæddur 8. febr.
1900. Hann hóf læknisfræðinám
að loknu stúdentsprófi 1922 og
varð cand. med. 1927. Starfaði í
Danmörku á sjúkrahúsum í Ár-
ósum, Vejle og Kaupmannahöfn,
en var héraðslæknir í Ðalahéraði
1929. Nám í augnlækningum er-
lendis 1930—1933, lengst af í Vín-
arborg. Settist að í Reykjavík sem
augnlæknir 1933 og liefur stundað
lækningar síðan. Hann hefur á
þessum árum siglt oftsinnis til
útlanda til að kynna sér nýjung-
ar í sérgrein sinni. llann er nú
augnlæknir Landsspítalans og
kennari í augnlækningum við
Háskóla íslands. Kristján Sveins-
son cr með afbrigðum vinsæll
og vel látinn læknir, enda sér-
staklega lipur maður og íarsæll
í störfum.
PÉTUR SÆMUNDSEN
viðskiptafræðingur, er 13. mað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavik. Hann er fæddur 13.
febrúar 1925, varð stúdent 1946
og viðskiptafræðingur frá Há-
skóla íslands 1950. Hefur hann
síðan verið skrifstofustjóri Fél.
ísl. iðnrekenda og verið fulltrúi
þess í mörgum stjórnskipuðum
nefndum. Pétur hefur látið mál-
efni verzlunarmanna mikið til
sín taka og verið í stjórn Verzl-
uarmannafélags Reykjavíkur um
5 ára skeið. Er hann nú vara-
formaður félagsins. Ilann er full-
trúi bæjarstjórnar Reykjavíkur í
stjórn Verzlunarsparisjóðsins. —
Pétur Sæmundsen var kosinn for-
maður Heimdallar á s. I. vetri og
er ritari Sambands ungra Sjálf-
stæðismanna. — Pétur er ungur
maður, en honum hafa verið fal-
in mörg og mikilvæg störf, sem
hann hefur innt af Iiöndum af
dugnaði og samviskusemi.
BIRGIR KJARAN
hagfræðingur, skipar 14. sætið á
lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík. Ilann er fæddur 13. júni
1916, lauk stúdentsprófi 1935,
stundaði nám í hagfræði í Eng-
landi og Þýzkalandi og lauk námi
í Kiel 1939. Eftir heimkomuna
varð hann kennari í hagfræði við
Verzlunarskóla fslands og síðar
forstjóri Bókfellsútgáfunnar og
heildverzlunar föður síns.
Auk þess hefur hann gegnt ýms-
um öðrum störfum, á sæti i stjórn
Eimskipafélags fslands og er
varaformaður bankaráðs Lands-
bankans. Hann var formaður
Landsmálafélagsins Varðar 195
—1955 og hefur verið formaður
fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík síðan 1955. f bæjar-
stjórn Reykjavíkur héfur hann
átt sætl. Birglr Kjaran er dug-
mikill maður, sem nýtur álits
fyrir störf sín í þágu opinberra
mála og þjóðnýtra fyrirtækja.
ÓLAFUR H. JÓNSSON
framkvæmdastjóri, skipar 15.
sæti framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Hann varð
stúdent 1924 og lögfræðingur
1930. Það ár gerðist hann starfs-
maður hjá fiskveiðihlutafélaginu
Alliance í Reykjavík og síðar
framkvæmdastjóri þess og hefur
gengt því starfi síðan. Hann hefur
gengt fjölmörgum trúnaðarstörf-
um í þágu útvegsins, verið í
stjórn Félags ísl. botnvörpuskipa-
eigenda, Lýsissamlags isl. botn-
vörpunga, Samtrygginga ísl. botn
vörpunga og Landssambands ísl.
útvegsmanna. Einnig hefur hann
átt sæti í nefndum, sem undir-
búið hafa löggjöf um þessi mál.
Ólafur hefur verið einn af helztu
athafnamönnum sjávarútvegsins
um árabil og hefur öðlast mikla
reynzlu í þeirri atvinnugrein.
SIGURÐUR KRISTJÁNSSON
16. maður á lista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík er fæddur
14. april 1885. Að loknu búfræði-
námi á Hólum og kennaraprófi
1910 stundaði hann kennslu um
margra ára skeið aðallega á ísa-
firði þar sem hann var lengi bú-
settur. Þar ávann hann sér fljót-
lega traust og gegndi fjölmörg-
um trúnaðarstörfum, m. a. var
hann bæjarfulltrúi í mörg ár,
ráðunautur Búnaðarsambands
Vestfjarða, form. skattanefndar
ísafjarðar, einn af stofnendum
togarafélagsins „Græöis“ og í
Stjóm þess. Hann var eigandi og
ritstjóri blaðsins „Vesturlands"
frá stofnun þess 1923—30, ritstj.
„ísafoldar og Varðar“ 1930—1932,
ritstjóri „Heimdallar“ 1932—1934.
í miðstjórn Sjálfstæðisflokksisn
var hann kjörinn 1931 og átti þar
lengi sæti. Um skeið var hann
framkvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins. Sigurður varð þing-
maður fyrir Reykjavík 1934 og
var þingmaður til 1949. Á Alþingi
gegndi hann mörgum trúnaðar-
störfum, aðallega á sviði sjávar-
útvegsmála, þar sem þekking
hans og reynsla komu að dýr-
niætum notum. — Sökum mann-
kosta sinni og gáfna hefur Sigurð
ur ávalt verið einn af vinsælustu
forvígismönnum Sjálfstæðis-
flokksins.
Er þjóðnýtingin
gleymd!
ÁRUM SAMAN hafa hinir svo-
kölluðu vinstri flokkar prédikað
okkur kjósendum ágæti hinnar
sósialisku lífsstefnu, sem meðal
annars hefur að höfuðmarkmiði
fullkomna þjóðnýtingu allra at-
vinnutækja, þjóðnýtingu verzl-
unarinnar, bankanna, flutninga-
tækjanna o. s. frv. Hvað hefur
komið fyrir þessa málsvara þjóð-
nýtingarstefnunnar? Er ágæti „
hennar ekki lengur í gildi eða
er hún nú þegar orðin að veru-
leika hjá okkur? Þessu er íljót-
svarað:
Þjóðnýtingarstefnan hefur gold
ið slíkt afhroð fyrir einstaklings-
framtakinu, að jafnvel forustu-
menn frjálsrar þjóðnýtingar í
brezka verkamannaflokknum,
lentu í slíkri sjálfheldu, eftir
þj óðnýtingarreynslu sína, að þeir
urðu að velja sér allt aðra stefnu-
skrá fyrir síðustu þingkosningar
í Bretlandi, og viðurkenna þar
með algjöra uppgjöf þjóðnýting-
arstefnunnar.
Það skal því engan undra þó
íslenzkir kommúnistar, og áhang-
endur þeirra, standi rökþrota
frammi fyrir þjóðinni og reyni á
annan hátt að ná fylgi þess fólks,
sem fyrir löngu er búið að viður-
kenna yfirburði einstaklingsfram-
taksins.
Þetta sannaðist bezt með því,
að fyrir kosningar þær sem í
hönd fara, hefur ekki verið
minnst á þjóðnýtingaráform, sem
við allar kosningar hingað til hef-
ur verið málefna samnefnari
rauðu flokkanna.
Glerhúsa-
mennirmr
ÞAÐ er eitt af slagorðum and-
stæðinga Sjálfstæðisflokksins, að
hann sé „flokkur braskara“. —
Þetta er svo barnalegt slagorð,
að það er í rauninni tilgangslaust
að eyða mörgum orðum að slíku
og öðru eins. Það er rétt að inn-
an Sjálfstæðisflokksins eru, hafa
verið og munu verða, margir vel
efnum búnir menn. En af hverju
eru þeir það, sem kallað er „vel
efnum búnir“? Það er einfaldlega
vegna þess, að svo margir dug-
miklir framkvæmdamenn hafa
valizt í þann flokk og kosið
stefnu hans, vegna þess að hún
virðir dug og dáð og vill hlynna
að þeim dyggðum.
Svo koma þeir menn, sem sjálf-
ir búa í glerhúsi og fara að kasta
grjóti að slíkum mönnum. Þessir
glerhúsamenn, — ef svo mætti
kalla þá — eru fjölmennir, en
eftir þá marga liggur litið, þótt
ýmsir þeirra hafi auðgazt stór-
lega. Hvað má t. d. segja um
Hermann Jónasson, einhvern
mest áberandi „glerhúsamann“,
sem nú er uppi. Hermann er —
að allra dómi — efnaður maður
á íslenzkan mælikvarða. — Á
hverju- hann hefur efnast þarf
ekki að ræða hér. Það hefur
margt verið um það sagt. En eitt
er víst að ekki hefur hann auog-
azt af miklum framkvæmdum,
sem eru „til blessunar fyrir land
og lýð.“ Malarastrákurinn sagði:
„Ég sé að grísirnir hafa fitnað,
en ég sé ekki af hverju þeir hafa
fitnað“!
Fyrir slíka „glerhúsamenn" er
áreiðanlega hollast að hætta að
henda grjótinu.