Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.06.1956, Blaðsíða 21
Sunnudagur 24. júní 1956. MORGUNBLAÐIÐ 21 „Glöggt er gesisaugaö": ísland „fyrsta fórnorlamb Krúséffs?“ GLÖGGT er gestsaugað. Danski blaðamaðurinn Jörgen Schlei- mann, varpar fram í langri kjall- aragrein í „Berlingske Aftenavis" þeirri- spurningu „hvort ísland verði fyrsta fórnarlamb Krús- jeffs?“ Blaðámaðurinn er þeirrar skoð- unar að allir íslendingar, án und- antekningar, leggi á það áherzlu þegar rætt er um framtiðarvanda- mál íslenzku þjóðarinnar, að tryggja verði sjálfstæði landsins og öryggi. Þess vegna séu varn- armálin aðalmál kosninganna. Blaðamaðurinn bendir á að ís- lenzkir starfsmenn vinni í mörg- um greinum á Keflavíkurflug- velli, en sú staðreynd verði ekki umflúin, að „hver einasti her- maður sem ísiendingar hafi yfir að ráða til varnar landi sínu sé Amerikurnaður". Hitt bendir hann líka á að íslendingar eig'i engan her sjálfir og að iögreglu- liðið sé aðeins skipað á annað hundrað mönnum. Eftir að hafa rakið sögu varn- armálanna, spyr blaðamaðurinn hvað valdið hafi straumhvörfun- um í stefnu Framsóknarmanna í varnarmálunum. .Blaðamaðurinn hallast að þeirri skoðun að hér sé um kosningabrellu að ræða, en bendir þó á þann möguleika að Hræðslubandalagið kunni að trúa því, að veðurbreyting hafi átt sér stað í alþjóðamálum vegna hinnar nýju ásjónu Sovétrikj- anna. „En einraeðið í austri hefur ekki breytt um eðli“, segir blaða- maðurinn. Ekkert hefur gerst ann að en að bros Krúsjeffs er komið í stað hnefa Stalins. Blaðamaðurinn álítur að kosn- ingarnar á íslandi kunni að veita svar við þeirri spurningu „hvort fyrir oss eigi að liggja að falla í þann dauðasvein, sem angur- blítt bros einræðisins sé að vagga oss í?“ Til stuðnings þeirri skoðun sinni að stefnubreyting Fram- sóknarflokksins sé kosningabrella segir blaðamaðurinn: „Flokkur- inn hafði eklti látið í ljós áður, neinn áberandi skoðanamun í varnarmálunum, er samvinnan var skyndilega rofin. Kristinn Guðmundsson hefur ekki, sem utanríkisráðherra undirbúið neina hægfara breytingu í efna- hagslífinu, sem dregið geti úr hinum alvarlegu óheilla afleið- ingum, sem brotthvarf hersins mun hafa í för með sér, og ef svo kynni að vera að hann geri sér ekki grein fyrir efnahagshlið málsins, þá er ekki vafi á því, að flokksbróðir hans, Eysteinn Jóns- son, myndi geta gert honum grein fyrir hinu mikla stundar- gildi hennar, en Eysteinn er ekki vanur því að daufheyrast þegar rætt er um efnahagsmál. Blaðamaðurinn ræðir ítarlega efnahagshlið Keflavíkursamnings ins og styðst þar einkum við grein Jóhannesar Nordals í Fjár- málatíðindum. „En hvað sem öllu líður mun öryggishlið málsins verða þyngst á metunum hjá mörgum kjósendanum". Og blaða maðurinn spyr, hvort reyndin muni verða sú að kjósendur ætli að bregðast gamalli vináttu fyrir brosandi fjandsemi. Eitt höfuðeinkenuið á frétta- pistlum Jörgens Schleimanns frá fslandi er hlýhugur hans til ís- lendinga. Schleimann skrifar: „Stærsta spurning allra 24. júní er hvort þjóðerniskennd, sem æst hefur verið upp af ásettu ráði og gætir hjá vissu fólki og sem veltir sökinni á öllu illu, allt frá Grímsey til Dyrhólaeyjar á ameríska herinn, muni raunveru- legá reynast hafa stjórnmáíaleg áhrif. í því tilfelli mun ekki hjá því fara að danskur maður muni fá samvizkubit, því að við erum að vissu leyti samábyrgir þeirri óheillavænl. þróun, sem olli því að ísl. var ekki kleift að öðlasí algert þjóðlegt fullveldi, fyrr en einmitt slíkt algert og ótakmark- að fullveldi var orðið að stjórn- málalegum ómögúleika og jafnvel stórveldi eins og Bandaríkin hafa orðið að láta af hendi verulegan hluta af fullveldi sínu í hendurn- ar á alþjóðastofnunum“. (Svo sárreiðir eru Framsóknarmenn sannleikanum, sem hinn erlendi fréttamaður hefir miskunnarlaust leitt í ljós um afstöðu þeirra í varnarmálunum, að þeir túlka þessi ummæli í Tímanum í gær á þá leið, að „Danir hafi vonda samvisku fyrir að hafa „leyft" íslendingum sjálfstæði á sínum tíma!“ Þétta er, eins og allir menn sjá, vísvitandi fölsun á ummælum blaðamannsins). •k Blaðamaðurinn segir: „Sorg- legt er að heyra endurtekin öll þau rök, sem menn héldu að farið hefðu í gröfina méð gamla Þjóða- bandalaginu. Sorglegt vegna þess, að það myndi út af fyrir sig vera fallegt að trúa á mennina, trúa því, að ef maður sýnir aðeins sjálfur góðan vilja, þá muni einnig gagnaðilinn gera það og virða frið manns og helgi. En á þessu er aðeins sá agnúi, að stjórnmálaleg reynsla hefur leitt í ljós, að slík afstaða verður að- eins spurning um glæpi eða heimsku, þegar gagnaðilinn er ein ræðisherra á borð við mann eins og Hitler og Krúsjeff. Kosningamiðslöð fyrir Mela- og Neshverfi er í K. R. húsinu við Kaplaskjólsveg. Sími 81105. KJÓSIÐ D-LISTANN Við hjóðum ávallt það bezta! PROGRESS ryksugur (4 teg) eru heimsþekktar fyrir hina snjöllu þýzku tækni. ÞÆR ERU: Fallegar, hljóðlausar, sterlcar, endingargóðar Þessar viðurkenndu ryksugur koma í búð- irnar á mánudag. PROGRESS bónvélar, 2ja kústa sérstaklega hentugar fyrir heimili og minni samkomusali koma bráðlega. Komið — S/ó/ð — Sannfærist Pantanir óskast sóttar. <h <7rr> Vesturgötu 2 — Laugavegi 63(1 Sími 80946 yomenn, uýmenn, cennar. .foórnce aónr, óem Um um unu JJorJ he^ur íííc jrá ^yJmenlu o< ara, oma me ». KRMSTJRNSSON MF. Laugaveg 168-170 — Sími 82295 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.