Morgunblaðið - 27.10.1956, Side 3

Morgunblaðið - 27.10.1956, Side 3
Laugardagur 27. ofct. 1966 MORGTjyBLAÐlP 3 Fjárhagsáællun Landssantbands iðnaðarmanna rædd FUNDIR Iðnþings héldu áfram í fyrradag og voru þá ræddar og samþykktar tillögur í skatta- og tollamálum. Þá var fjárhagsáætlun Lands- sambands iðnaðarmanna fyrir árið 1957 tekin til fyrri umræðu, og var henni vísað til annarrar umræðu. Þá var rædd og samþykkt til- laga um innfluíning vélbáta og endurnýjun bátavéla. Þá var og samþykkt tillaga #m húsnæðisþörf iðnaðarins. Iðnþinginu barst heillaskeyti frá Forseta íslands. Sveinbjörn Jónsson flutti er- indi um utanfarir iðnaðarmanna. Kl. 5—7 voru þingfulltrúar í síðdegisboði borgarstjórans í Reykjavík. Yrði Rauða hernum beitt átti pólski herina að verjast Cémúika hrakfi Krúsjeff og félaga heim með hófunum Komar hershöfðingi er líklegur eftirnjaður Rókossovskís fjöigar oð mun í Holtum Víða orð/ð helmmgi Heira en fyrir fiárskipti MYKJUNESI, 22. okt. — f dag er snjókoma öðru hverju og jörð orð in alhvít. Má segja, að það sé nokkuð fljótt, ef ekki tekur upp bráðlega. Annars hefur tíðin ver- ið heldur stirð síðustu vikurnar, stórrigningar og stormar, en frost hafa verið lítil til þessa. Er nú margt, sem bendir til þess að vetur karl sitji ú næsta leiti. Ennþá er unnið að ræktunar- framkvæmdum með jarðýtum og skurðgröfu og mun svo verða gert nokkuð lengur ef tíð leyfir. Þá er einnig unnið við vegagerð og ráðgert að ljúka vegarlagn- ingu í utanverðum Holtum, en sá vegur kemur nokkrum bæj- um í Holta- og Árneshreppum í vegasamband. Auk þess vinna menn svo að ýmsum framkvæmd um og endurbótum á mannvirkj- um til undirbúnings komándi vetri. Alllangt er síðan sauðfjárslátr- ksmenn EFTIR 4 daga verður dregið í bifreiðarhappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. Vinsamlegast gerið skil á hcimsendum happ- drættismiðum sem fyrst. — Skrifstofa Sjálfstæðisflokks- ins er opin í dag frá kl. 9 f. h. til kl. 7 e. h. un lauk hér í sýslu. Reyndust lömbin yfirleitt væn og á mörg- um bæjum tveimur til þremur kg. þyngri að meðalvigt en á s.l. ári. Eklti er mér kunnugt um, hvað meðalvigt var hér í sýslu, en í sláturhúsinu á Hellu var slátrað rúmlega 8000 lömbum og hjá sumum var meðalvigtin þar 17—18 kg. og þyngstu skrokkar voru um og yfir 25 kg. Víða er nú sett mikið á af lömbum og fjölgar fé verulega og er víða hér í Hclíum oröið helmingi fleira en fyrir fjár- skiptin. — M. G. LONDON, 26, okt. — Margt er nú tekið að skýrast viðvíkj- andi atburðum þeim, er áttu sér stað í Póllandi fyrir og um síðustu helgi er miðstjórn pólska kommúnistaflokksins kom saman til fundar til þess að kjósa nýtt æðstaráð — og öllu því, er þar af leiddi. Fullvíst er talið, að Krúsjeff og félagar hans hafi farið heim leiðis miklu fyrr en þeir hafi ætlað sér, en Gómúlka hafi með hótunum neytt þá til þess að yfirgefa Varsjá. Hafi Góm- úlka m. a. hótað, að slíta fundi miðstjórnarinnar án þess að gengið yrði til dagskrár, ef Moskvu-foringjarnir hyrfu ekki þegar af fundinum. 1 Einnig munu verkamenn í Varsjá og nágrannahéruðunum hafa staðið vörð um verk- smiðjur og orkuver alla helg- ina til þess að hindra sveitir Rókossovskís í að taka völdin í sínar hendur og ná öllum mikilvægustu byggingunum í borginni á sitt vald. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að það hafi verið Waclaw Komar hershöfðingi, yfirmað- ur pólsku öryggissveitanna, sem staðið hafi að baki verka- mönnum í aðgerðum þessum. Víst þykir, að pólska stjórnin hafi búizt við því, að Krúsjeff og Rókossovskí myndu láta rússneska herinn handtaka pólsku stjórnarforystuna og taka algerlega völdin í sínar hendur. Það, sem aftraði Rúss- um að grípa til þessara ráða var hin harða andstaða Góm- úlka og hótun hans um alls- herjar uppreisn pólsku þjóðar- innar, ef Rússar létu ekki und- an kröfum Pólverja. Vegna óttans um valdatöku rússneska hersins skipaði Kom ar pólsku öryggissveitunum að vera á verði í úthverfum Varsjár — og hindra för rússneska hersins inn í borg- ina, ef hann hygðist láta til skarar skríða. Voru pólekar öryggissveitir einnig sendar út fyrir borgina — mót rússneska hernum, sem sló hring um borgina. Sagt er, að Pólverj- arnir hafi mætt fjölmennum rússneskum her skammt fyrir utan borgina — á aðalsam- gönguleiðinni milli Varsjár og Poznan. Hafi Pólverjarnir lagt hindrun í veg Rússanna og skipað þeim að halda til baka. Stóð þar í þófi lengi milli herjanna. Ekki mun þar hafa komið til vopnaviðskipta, en Rússarnir hurfu ekki á brott fyrr en skipun þess efnis barst frá Rókossovskí, sem sá, að vonlaust yrði að ná stjórnar- taumunum nema með blóðug- um bardaga milli rússnesku herfylkjanna og pólsku þjóð- arinnar. Komar hershöfðingi, er stjórn- aði öllum aðgerðum pólsku öryggissvei.tanna, er tal'nm mjög handgenginn Gómúlka, og ef til vill verður þess ekfci langt að bíða, að Gómúlka og hans melm fái tækifæri til þess að minnka völd Rókossovskís enn meira. Er Komar þá tal- inn líklegastur til þess að taka við embætti landvarnamálaráð herra, en því gegnir Rókos- sovskí enn. Skégaskóli HÉAÐSSKÓLINN að Skógum var settur sunnudaginn 21. okt. með hátíðlegri athöfn. Athöfnia hófst með guðsþjónustu og pré- dikaði sóknarpresturinn, sr. Sig- urður Sinarsson, skáld í Holti. Skólastjórinn, Jón R. Hjálmars- son, flutti skólasetningarræðu og lýsti skólastarfinu. Kennsla’hófát fyrir nokkru og komu nemendur 3. bekkjar í skólann 2. okt., en nemendur 1. og 2. bekkjar 16. okt. Nýr kennari í ensku hefur ver- ið ráðinn Jón Einarsson, en frá því starfi hvarf Guðmundur Jón asson. í skólanum eru alls 96 nem endur og er hann fullskipaður að vanda. Aðsókn að skólanum er mjög mikil og varð að synja nálega eins mörgum og að kom- ust. Úr skólahéruðum skólans er rúmlega helmingur nemenda. Miklar byggingaframkvæmdir eru yfirstandandi og mun hagur skólans batna mjög að því leyti. Formaður skólanefndar, Björn Björnsson, sýslumaður, flutti ræðu og árnaði skólanum heilla. Á milli ræðuhalda voru sungnir sálmar og að siðustu voru sung- in ættjarðarljóð. Að athöfninni lokinni var safnazt saman í borð- sal skólans að kaffidrykkju. Jesse Cweef, unglingasmióníu- bljémsveii Kulifornín o. 51. ú kvikmyndusýningn í Gomiu Bíói ÍSLEN ZK-AMERÍ SK A félagið hefur undanfarna vetur efnt til kvikmyndasýninga í Reykjavík við vaxandi vinsældir. S. 1. vetur var jafnan húsfyllir á sýniugum félagsins, og varð t. d. að end- urtaka sumar þeirra. Nú hyggst Íslenzk-ameríska félagið hefja kvikmyndasýningar að nýju, og verður sú fyrsta á þessum vetri í Gamla Bíói í dag, laugardag, og hefst hún kl. 2 e. h. Verða þar sýndar þrjár kvik- myndir. Fyrst verður sýnd frétta- mynd, og sést þar m. a. hinn frægi íþróttagarpur Jesse Owens, sem varð þrefaldur meistari á Olym- píuleikunum 1936. Sýnir myndin ferðalag hans um Asíu og Afríku þeirra erinda að glæðr íþrótta- Ungfinj vantar til hlaðburðar Sími 1600 áhuga æskulýðsins og leiðbeina honum. Þá er kvikmynd um California Junior Symphony, eða unglinga- sinfóníuhljómsveit Kaliforníu. Hljómsveitarstjórinn Peter Mer- emblum stofnaði fyrir nokkrum árum hljómsveit, eingöngu skip- aða unglingum á aldrinum 5—18 ára. Hljómsveitin hefur þegar getið sér hið mes^a frsegðarorð og í þessari mynd leikur hún m. a. eftirtalin verk: Lokaþatt úr sinfóníu nr. 5 eftir Tschaikowsky, Raddir vorsins eftir Strauss, til- brigði um ameríska þjóðlagið Pop Goes the Weasel, forleik úr Meisíarasöngvurunum eftir Wagn er og sónatínu fyrir hljómsveit og píanó eftir Clement Stone. Þar fer 6 ára gömul stúlka með píanó- hlutverkið. Að lokum verður sýnd litkvik- mynd, sem nefnist: „Hvað ungur nemur, gamall temur“, og er hún með íslenzku tali. Er þetta ný- stárleg mynd, er sýnir hvernig sumir barnaskólar í Bandaríkj- unum leitast við að auka vits- munaþroska og andlegt sjálfstæði nemendanna með aukinni kennslu og kynningu ýmissa listgreina. Meðal annars sést, hvernig þeir eru látnir mála myndir eftir hljóðfalli fagurrar tónlistar, far- ið með þá í dýragarðinn, þar sem þeir teikna dýrin — allt til þess að þeir fái nánari skynjun á tengslum lífs og lista. Kvikmyndir þessar eru jafnt fyrir unga sem aldna, og er al- menningi heimill aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Þær vilja vesfrænt nef Fjöldi ungra stúlkna í Japan er óánægður með nef sitt, finnst það of flatt. Þetta hefir orðið til þess að skurðlæknar í Tokyo hafa tekið sér fyrir hendur að setja plast-nef með vestrænu sniði á þær blómarósir, sem þess óska. Þetta er alls ekki dýrt, því venjulegt „Evrópu-nef“ kostar um 160 kr., en „Hollywood-nef" er um 230 krónur. Myndin hér að ofan er af einni slíkri aðgerð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.