Morgunblaðið - 27.10.1956, Page 16

Morgunblaðið - 27.10.1956, Page 16
Veðrið V eða NV stormur. Skúrir og síðan él. ttwMííM Grein Þorsf. Thorarensen frá Ameríku. Bls. 9. 267. tbl. — Laugardagur 27. október 1956 Ríkissjóðsframlag til Fiskveiða- sjóðs hækki um 10 millj. ó éú Frumvarp Sjálfstetaanna á Alþingi. LAGT hefir verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð íslands. Flutningsmenn éru þing- menn Sjálfstæðisflokksins þeir Jóhann Hafstein, Sigurður Ágústsson, Björn Ólafsson, Kjartan J. Jóhannsson og Magnús Jónsson. Breyt- ingin sem frumvarpið felur í sér er að framlag rikissjóðs til Fisk- veiðasjóðs verði hækkað úr kr. 2 millj. á ári í kr. 12 millj. á ári. GREINARGERÐ Bvohljóðandi greinargerð fylg- ir frumvarpinu: Eins og kunnugt er, var báta- floti landsmanna endurnýjaður með mjög stóru átaki á fyrstu ár- unum eftir síðustu styrjöld. Síð- an dró aftur mjög úr nýbygging- um fiskiskipa. Síðustu árin hafa svo á ný átt sér stað risaátök við endurnýjun bátaflotans. Lánveit- ingar til þeirra framkvæmda hafa að langmestu leyti verið úr fiskveiðasjóði. Hins vegar er svo komið, að aíla verður sjóðnum meira fjár, ef ekki á að draga stórlega úr framkvæmdum á þessu sviði og öðrum, sem hlut- verk sjóðsins er að styðja. t>egar lögin um fiskveiðasjóð voru endurskoðuð að tilhlutun fyrrv. atvinnumálaráðherra fyrir tveimur árum, var rt ráð fyrir því 1 greinargerð frumvarpsins, að greiðsluhalli sjóðsins mundi nema 53.1 millj. kr. á fimm ára tímabilinu frá 1955—1959. í lög- unum var ríkissjóði heimilað að ábyrgjast lán fyrir sjóðinn allt að 50 millj. kr. Þessi lánsheimild hefur ekki verið notuð, en hins vegar hafa bátabyggingar og við- hald véla og báta orðið bæði meiri og kostnaðarsamari en ráð- Maðoriim gaf sig sjalfur fram FYRRI HLUTA dags í gær var óttazt um 18 ára pilt héðan úr bænum. Aðstandendur leituðu til rannsóknarlögreglunnar. Hafði pilturinn farið að heiman frá sér um hádgisbilið á þriðjudaginn og var fóiki hans ekki kunnugt um, hvað að honum hefði orðið. Var lýst eftir manninum í út- varpinu. Skömmu síðar hringdi hann sjálfur. — Hann var heill á húfi suður í Keflavík og búinn að ráða sig þar í skiprúm. Sagði hann að skilaboð, sem hann hefði ætlað að koma heim til sín, myndu eitthvað hafa misfaiizt og sýnilega aldrei komið til skila. gert var. Það, sem forðað hefur frá vandræðum, er, að bæði ár- in, 1955 og 1956, hefur fiskveiða- sjóði verið lagt til fé af greiðslu- afgangi ríkissjóðs, fyrra árið 8 millj. kr. og síðara árið 10 millj. kr. Nokkuð hefur það bætt úr í bili, að 2—3 ára greiðslufrestur hefur fengizt á nokkrum hluta andvirðis báta, sem erlendis hafa verið smíðaðir. ÁRLEGT FRAMLAG RÍKIS- SJÓBS HÆKKI UM 10 MILLJ. Með hliðsjón af öllum aðstæð- um virðist eðlilegt að lögfesta nú aukið framlag ríkissjóðs til fisk- veiðasjóðs, og er það tilgangur þessa-frumvarps, en lagt er til, að árlegt ríkissjóðsframlag hækki unr 10 millj. kr. Mun það þó ekki nægja, nema jafnframt sé notuð lánsheimild laganna, ef fram- Gjöf til BessastaSa LUDWIG BRAATEN, skipa- og flugvélaútgerðarmaðurinn -íorski og kona hans hafa afhent for- setahjónunum stól, sem verður eign forsetabústaðarins. Stóllinn er frá því um 1700; gerður úr beykitré, útskorinn í barokkstíl, hinn bezti gripur. (Frá skrifstofu forseta fslands). Iðnþinginu lýfcur FUNDIR 18. Iðnþings íslendinga hófust í gær kl. 11 f. h. Mörg má! lágu fyrir til afgreiðslu og um- ræður fjörugar og almennar. M. a. voru tekin fyrir skipu- lagsmál sambandsins og Tímarit iðnaðarmanna. Meistarafélag húsasmiða í Reykjavík bauð þingheimi í eftir- miðdagskaffi í Tjarnarcafé, og Bílaiðjan bauð fulltrúum að skoða vinnustofur sínar og fram- leiðslu kl. 5 e. h. Þingfundir munu hefjast aftur eftir kvöldmat. Ætlast var til að þinginu lyki í gærkvöldi. Aljechin-mófid: Almenn skoðun að Friðrik og Bent ætlu að vera þar r'. þessar mundir stendur yfir austur í Moskvu alþjóðlegt skákmót, sem haldið er til minn- ingar um fyrrverandi heims- meistara í skák, Alexander Aljechin, sem lézt fyrir 10 ár- um. Eftir 8 umferðir stóðu leikar þannig, að Rússarnir Taimanov og Smyslov voru efstir með sex vinninga hvor. Þriðji var heims- meistarinn Botvinnik með fimm vinninga og biðskák og mun hann hafa vinningslíkur gegn Najdorf. Fjórði er Gligoric frá Júgóslavíu með 5 vinninga. Eimmti og sjötti eru svo Rússinn Bronstein og Najdorf frá Argen- tínu með 4% vinnig og biðskák. Svíinn Stáhlberg hefur staðið sig allvel á móti þessu og er með ZV2 vinning og biðskák, sem horfur eru á að hann vinni. Er Stáhl- berg eini Norðurlandamaðurinn, sem keppir á móti þessu. Mun almennt talið í skák- heiminum, að þeir Bent Larsen og Friðrik Ólafsson hefðu átt að vera meðal keppenda á móti þessu. Hefði það þá orðið mun athyglisverðara og minningu dr. Aljechins enn betur samboðið. kvæmdir eiga að halda áfram svipað og verið heíur, en á því er vissulega fyllsta þörf. í skýrslu fiskveiðasjóðs, sem gefin var út á hálfrar aldar afmæli sjóðsins, þann 10. nóv. í fyrra, sést, að af rúmlega 100 millj. kr. tekjum sjóðsins frá upphafi höfðu þá að- eins rúmar 11 milij. kr. runnið frá ríkissjóði. Meginið af tekjun- um hefur verið frá útveginum sjálfum, útflutnihgsgjöld af sjáv- arafurðum, og svo vaxtatekjur sjóðsins. Mikilvægi fiskveiðasjóðs er augljóst, þegar á það er bent, að á síðustu tveimur og hálfu ári hefur sjóðurinn veitt lán til bygg inga og kaupa á 193 stærri og minni fiskibátum, eða samtals 4276 rúmlestir. Heildarlánveit- ingar sjóðsins á þessum tíma hafa numið um 80 millj. kr. LÁNVEITINGAR SJÓÐSINS AÐ UNDANFÖRNU Ennfremur eru lögð fram sem fylgiskjöl lánveitingar sjóðsins 1954, sem námu nál. 21 millj. kr., lánveitingar 1955, sem námu nál. 26 millj. kr., og lánveitingar sjóðsins 1956, sem námu 34,36 millj. kr. Ennfremur var lögð fram áætlun um stofnlánaþörf til aukningar og viðhalds á vél- bátaflotanum, sem nemur 44 millj kr. á ári miðað við hlut- fallslega svipaða aukningu og sl. 2% ár og verðlag 1955—1956. Gert er ráð fyrir að vanta muni jm 36 millj. kr. hvort árið 1957 )g 1958, til þess að unnt verði að -’ullnægja lánsfjárþörf þeirri sem iætluð er. í dag verður opnuð ný lyfjabúð hér í Reykjavík, að Hólmgarði 34 i Bústaðahverfi og nefnist Garðsapótek. Eigandi hennar er Mogens A. Mogensen, sonur P. Mogensens lyfsala, sem rak Ingólfsapótek. Lyfjabúðin, sem er 110 ferm., er hin vistlegasta. HljóSfæri verði gerð tollfrjóls Efling ténmenntar í landinu IGÆR fór fram í Efri deild Alþingis 1. umræða um frumvarp tll laga um breytingar á lögum um tollskrá og fleira. — Flutnings- menn þessa frumvarps eru tveir þingmenn Sjáifstæðisflokksins þeir Sigurður Bjarnason og Gunnar Thoroddsen. TONMENNT ÞJOÐARINNAR VAXANDI Sigurður Bjarnason talaði fyrir frumvarpinu. Frumvarpið fjallar um að gera alls konar hljóðfæri tollfrjáls. Sagði þingmaður að frumvarp þetta hefði verið flutt á tveimur síðustu þingum, en ekki hlotið afgreiðslu. Hins veg- ar kvað hann frumvarp þetta mikið menningarmál, þar sem tónmennt þjóðarinnar færi stöð- ugt vaxandi, en ætti örðugt upp- dráttar sökum hljóðfæraskorts. Stórrigning í gær: Hvalljörður teppíst vegna skriðnfalla | TRHELLISRIGNING og slag- vJ viðri var um sunnanvert landið í gær, og hér í Reykjavík. Var það sízt betra en annars stað- ar. Veðurhæðin var 9 vindstig, og varð fólk holdvott á því að hlaupa á milli húsa. Hér í bæn- um var í gærkvöldi ekki kunnugt um neitt tjón. En í þessu mikla vatnsveðri féllu skriður uppi í Hvalfirði, og strönduðu þar áætl- unarbílar. í gærkvöldi skýrði Veðurstofan Mbl. svo frá, að í gærdag, hafi úrkoman, þrátt fyrir storminn, mælzt 14 mm í roki, sem úrkoma fylgir, mælist hún alltaf mun minni en hún er í rauninni. SKRIÐUR FALLA Um klukkan sex í gærkvöldi voru starfsmenn Vegagerðarinn- ar önnum kafnir við að koma 16 tonna ýtu upp á tengivagn, í vinnuvélaporti Vegagerðarinnar. Var ferðinni heitið upp að Hvíta- nesi í Hvalfirði, en þar höfðu skriður hlaupið á veginn, og var hann ófær. Var ekki vitað hvort þar hefðu orðið mikil skriðu- hlaup eða ekki, en tveir áætlunar bílar höfðu „strandað“ þar, með alls um 40 farþega. Ætlaði fólkið að halda kyrru fyrir í bílunum, unz ýtan hefði opnað veginn aft- ur. Stóðu vonir til þess að bíl- arnir, sem voru á leið til bæj- arins, kæmust af stað aftur kring um miðnætti í nótt er leið. Um aðrar vegarskemmdir var ekki kunnugt, en i slíkri úrhellis rigningu stórspillast vegir, enda þurfti ekki að fara nema um út- hverfi bæjarins í gærkvöldi til þess að sjá, hvernig vatnselgur- inn hafði víða stórspillt þeim. Hér í bænum fauk bárujárns- grindverk við stóran húsgrunn, sem stendur opinn við Lauga- veginn, á móts við Vitastíginn. Hér í höfninni lá Akraborg og hélt kyrru fyrir, því ófært var til lendingar í Akraneshöfn í gær. í dag er von á vestlægri átt, kaldara veðri og snjóélum, sagði Veðurstofan í gærkvöldi. Hljóðfæri, þau sem mest eru notuð, svo sem píanó og orgel, væru mjög dýr og tollurinn á þeim næmi nú allt að 144%. Hins vegar munaði ríkissjóði ekki teljandi um þetta þar sem inn- flutningur hljóðfæra væri mjög lítill. EKKI AÐEINS FYRIR EFNAMENN Sökum hins háa verðs á hljóðfærum og hinna miklu tolla er aðeins efnamönnum kleyft að kaupa þau. Það er hins vegar ekkert réttlætis- mál, að öll alþýða manna eigi þess ekki kost að verða eig- endur hljóðfæra, sagði ræðu- maður. Ræðumaður sagði framtak manna víðs vegar um landið á sviði tónmenntunar vera aðdá- unarvert, enda væru nú allvíða starfandi tónlistarfélög. — Sagði hann að tónmenntun þjóðarinnar hlyti að vera snar þáttur í menn- ingarlegu uppeldi hennar. Iðkun fagurra lista væri göfgandi fyrir þjóðina, og þá ekki hvað sízt iðkun tónlistarinnar, sem hefur verið nefnd drottning listanna. VÆNTIR STUÐNINGS MENNTAMÁLARÁÐHERRA Ræðumaður kvaðst að lokum vænta þess að hæstvirtur núver- andi menntamálaráðherra hefði holl og góð áhrif á hæstvirtan fjármálaráðherra til eflingar framgangi þessa máls, þar sem hæstvirtur menntamálaráðherra hefði áður verið meðflutnings- maður að efnislega svipuðu frum varpi þessu. Bílhappdrætti Sjálfstæðisflokksins Atsins 4 söludagar eftir ÞANN 1. nóvember verður dregið í hinu glæsilega happ- drætti Sjálfstæðisflokksins um ameríska fólksbifreið af gerðinni Hudsoh Rambler. (Gerð 1956). Eru því síðustu forvöð að tryggja sér miða. Umboðsmenn og aðrir, sem tekið hafa á móti miðum eru vinsamlegast beðnir um að gera skil hið fyrsta, og eigi sífL ar en n.k. laugardag. Skrifstofa Happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin f dag frá kL 9—7. — Sími 7100.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.