Morgunblaðið - 06.11.1956, Qupperneq 11
MORCVNBLA91B
U
List manns hennar
var henni lokuð
Hjúskaparraunir dönsku dómara-
dótturinnar og franska listmal-
arans PAUL GAUGUINS
/\RLÖG franska málarans
^ Paul Gauguin voru sér-
stseð og óvænt. Hann lifði hóg-
Væru lífi hins fábrotna milli-
stéttarmanns í París, ól upp
sig upp og haldið á fjarlægar
slóðir.
Um hana komst sá orðrómur á
kreik, að hún hefði verið eigin-
kvenna súrust og kaldlyndust og
eigingjörnust, eins konar illur
andi hins mikla málara, sem hún
börn sín og var heimili sínu ^ átti að eiginmanni, því hún vissi
fyrirmyndar fiaðir. En einn Það ekki fyrr en of seint, hvaða
* j _ *• _ t v. í hæfileika hann hafði að geyma.
goðan veðurdag yf.rgaf hann Þannig hefir henni .
bú og börn og hélt til Suð-
urliafseyja með pensil sinn,
pallettu og litakassa, þar sem
hann dvaldist meginhluta
þess tímafcils sem eftir var
ævinnar, og málaði hálfnakt-
ar innfæddar konur kaffi-
brúnar á hörund.
Fyrir þær myndir sínar varð
Gauguin heimsfrægur, aðrir mál-
arar fylgdu í fótspor hans þótt
engum þeirra tækist jafnvel og
meistaranum, og rithöfundar
gerðu æviferil hans að ívafi í
skáldverk sín og er skemmst að
minnast bókar Somerset Maug-
hams „Tunglið og tíeyringurinn",
setn komið hefir út á íslenzku.
E
N annar þáttur þessara at-
flestum hinna mörgu ævisagna
og skáldsagna sem um líf og starf
Gauguin hafa verið ritaðar.
Fyrir ekki allöngu kom út í
París bók, sem varpar nýju ljósi á
hina óhamingjusömu eiginkonu,
og færir rök að því, að hún hafi
ekki verið svo einhöm í skamm-
sýni sinni og skilningsleysi sem
menn hafa hingað til viljað vera
láta. í>að hefir löngum reynzt
erfitt að vera giftur mikilmenn-
um, konur þeirra standa oftast
í skugganum af ljómandi eigin-
mönnum sínum og þykja jafnvel
að ástæðulausu þeim fjötur um
fót. En áðurnefnd bók, sem er
samin upp úr bréfum Paul Gaugu
ins til konu sinnar, gefin út af
syni þeirra hjóna Pola, ber annað
með sér. Bókin er nýkomin út á
dönsku hjá Gyldendal og er henn-
ar af því tilefni getið hér 1 blað-
semdum sínum í bókinni. Hann
greinir frá því hver feikileg von-
brigði það hafi orðið hinni ungu
erlendu eiginkonu, en Metta var
dönsk að ætt, að farsælt hjóna-
band hennar og mannsins, sem
hún elskaði og virti og sem hún
hafði fætt fimm börn, skyldi allt
í einu hrynja til grunna, — að-
eins vegna þess, að eiginmað-
ur hennar hóf að dýrka hjástund-
argaman sitt meir en nokkur trú-
arbrögð.
Kin unga danska stúlka hafði
gifzt glæsilegum, ungum frönsk-
um víxlara, fjármálasnilling,
sem kunni listina að græða á tá
og fingri, að minnsta kosti í bili,
og hafði byggt ríkmannlegt og
myndarlegt heimili henni og börn
unum. Því varð hún bæði undr-
andi og sárreið, þegar Gauguin
skeytti engu fyrri ást og fyrra
lífi, en skellti skollaeyrunum við
öllum bænum hennar, yfirgaf
skyndilega hana og börnin og
skyldi við heimilið í rúst.
burða er ekki jafnkunnur. inu.
Metta Gauguin. Myndin er tekin um það leyti sem kúa
■ kynntist noanni sínum.
M"
Metta Gauguln.
Myndin er tekin 1890.
Það er saga konunnar, sem Gau-
guin skildi við og lét gjalda hinna
hörundsfögru þokkadísa Suður-
hafseyja. Það er saga eiginkonu
hans Mettu Gauguin, sem eftir
■at á heimilinu í París, þegar
eiginmaður hennar hafði tekið
— Bókaþáttur
Frh. af bls 10
eins og það or kallað, en góðar
bækur eru þó alltaf innan um.
Til eru einnig flokkar ódýrra
fræðibóka og má benda á einn
slíkan bókaflokk í Englandi, sem
nefnist Background Books. Er
þar um að ræða ódýrar bækur
og kver um ýms efni, sem eru
ofarlega á baugi. Sem dæmi um
nýjar bækur í þessum flokki má
nefna: The Mind behind new
China, eftir Douglas Hyde, fyrr-
verandi ritstjóra aðalmálgagns
enskra kommúnista, sem frægur
varð fyrir bók þá, sem hann rit-
aði um hvarf sitt frá kommún-
ismanum, What is Titoism, eftir
Cecily og Christopher Mayhew,
What is Nato eftir Andrew Boyd
og Why I oppose Communism
•ftir Bertrand Russel o. fl. Bæk-
wraar kosta frá 1 s. 6 d. upp í
7 s. 6 d.
ARIÐ 1919 komu út í París
bréf Gauguins til vinar síns
Daniel Montfreid. Þá var kona
hans, Metta orðin öldruð, og eftir
lestur bókarinnar sagði hún við
son sinn Pola, að þannig hefði
hún aldrei þekkt eiginmann sinn,
svo sem hann kæmi fram í bók-
inni.
Með þeim orðum gaf hún Pola
bréf Gauguins til hennar, og
bað hann að lesa þau og ef hon-
um sýndust þau varpa meiru
ljósi á hið stríða, en stórbrptna
eðli föður sins þá skyldi hann
sjá um að þau kæmust á prent.
Frá þessu segir Pola í inngang-
iíium að bókinni, sem hann hefir
nú samið, og nefnist „Metta og
Paul Gauguin“.
Bréfin hafa verið geymd síðan
árið 1926 í Bibliothéque Doucet
í París.
Það er ekki tilgangur Pola
Gauguins með bókinni að bæta
nýjum köflum við það sem áð-
ur var kunnugt um hið marg-
slungna líf föður hans. Helzt hef-
ir það aftur á móti vakað fyrir
honum að hreinsa móður sína af
þeim áburði að hún hafi verið
harðneskjuleg og skilningslaus
elginkona, sem hafi átt sinn ríka
þátt I afdrifum og brotthlaupi
manns síns.
Höfundinum hefir tekist af-
bragðsvel að skýra lyndiseinkunn
og dagfar móður sinnar og sam-
bandið milli hennar, barnanna og
Gauguin. En flest eru bréfin frá
Paul Gauguin. Hann ritar bréf
sín af ástríðuþunga og tilfinn-
ingahita og þó blendnum bitur-
leik yfir því að konan, sem hann
elskar ber ekki skynbragð á bar-
áttu hans sem listamanns. í bréf-
unum kemur fram djúp örvænt-
ing vegna efnaleysis þeirra og
mótlætis í lífinu, en jafnframt
örlar þar víða á hugrekki og
þeirri óbifandi trú að úr erfið-
leikunum rætist, fjölskyldunni
aflist skotsilfur, og aftur geti
hún öll sameinazt undir einu
þakl
ETTA skildi aldreí hvað það
ókunna afl var, sem þessu
olli, og það var kannske heldur
ekki von, að danska heimasætan,
sem engin afskipti hafði haft af
heitum straumum lista né duttl-
ungum þeírra, sem gerzt höfðu
þjónar þeirra, skildi hvað hér
var að gerast. SjákE segir hún svo
frá:
Hvernig átti mér að vera unnt
að skilja að Paul skyldi taka
svo örlagaríka ákvörðun? Ég
hafði þá alið honum fimm börn,
og allir vinir okkar í París, bæði
listamenn og aðrir voru sammála
um að hegðun hans væri fjarri
öllu lagi. Þannig var skoðun
hennar á framferði manns síns,
og getur nokkur raunverulega
álasað konunni sem heima sat
fyrir að tala svo?
En samt sem áður gerðist hún
honum ekki ótrú, þótt hann færi
Paul Gauguin.
Myndin er tekin 1873.
sínar
Inn í þessar vonir
hugsýnir, sem Paul Gauguin
skýrir konu sinni frá í bréfun-
um, fléttar Pola Gauguin athuga-
þannig að ráði sínu. Þegar Gau-
guin hafði sagt skilið við heimilið
í París og hún sat ein eftir með
börnin í París, neitaði hún með
öllu, að fara fram á skilnað frá
manni sínum, þrátt fyrir fortöl-
segir sonur hennar, að hún hafi
haft megnustu óbeit á því að trúa
ur og ráð vina sinna. Hún skap-
aði sér og börnunum heimili og
líf, sem kom öllum sem til henn-
ar þekktu til þess að virða hana
og dást að henni.
í bókinni um foreldra sína
skýrir Pola Gauguin frá hjúskap-
aróhamingju þeirrg og stríði á
nærfærinn hátt. En það er hann
sem ræður frásögninni og ber
i fram vörnina fyrir móður sína.
Sjálf stígur hún hvergi fram
úr fortíðinni, og ástæðan til þess
og: er, að á bréfaskriftum hafði
Metta Gauguin alla ævi óbeit.
Þótt hún væri hress í tali og snör
að koma fyrir sig snjöilu svari
segir sonur hennar, að hún hafi
haft megnustu óbeit á því að trúa
pappírnum fyrir hugsunum sínum
og vonum. Líklega hefir það staf-
að af meðfæddri feimni hinnar
dönsku heimasætu.
Skrifleti hennar erti oft Gau-
guin til reiði, einkum þar sem hin
fáu bréf hennar voru heldur
kuldaleg og stutt í spuna.
Því er það fjarstætt að álasa
móður minni fyrir kulda og mót-
drægni við föður minn, ef
dæma á eftir bréfum einum sam-
an, segir Pola Gauguin. Með því
er faðir minn upphafinn og gerð-
ur að píslarvotti, en slíkrar upp-
hefðar þarfnast hann ekki sem
listamaður og á ekki skilið sem
maður.
EN þrátt fyrir allt var orsökin
að brotthlaupi Gauguins
ekki lausung eða stundarduttl-
imgar konukúgaðs manns. Þótt
Gaugúin væri eigingjarn úr hófi
fram og egóisti svo sem margir
miklir listamenn, og það 1 svo
ríkum mæli, að erfitt reyndist
að umgangast hann daglega, þá
brauzt hann ekki áfram, allt til
Suðurhafseyja af eigingirni og
ábyrgðarleysi. Það var list hans
og list hans ein, sem rak hann
út í áratuga útlegð. En Mettu
Gauguin verður aldrei með sann-
girni álasað fyrir það, að hún
skildi ekki list manns síns. Hana
skildu vinir hans ekki heldur,
jafnvel ekki góðkunningi hans
Pisarro og impressjónistana grun-
aði hvergi hvað í Gauguin byggi.
í föðurlandi konu hans Danmörku
vöktu sýningar hans hneyksli og
mörg ár liðu þar til hann seldi
eitt einasta málverk.
En þótt Metta Gauguin skildi
manninn, þá skildi hún aldrei
snillinginn. Fyrir henni var Paul
aðeins hinn framtakssami víxl-
ari, sem átti sér sunnudags gam-
an að föndra við liti og blað. Hún
tók æðrulaust afleiðingunum af
örlögum, sem voru henni bitur
raun, en hún lét heldur ekki
undir höfuð leggjast að ásak*
Gauguin fyrir að hann sótti til
hennar huggun og traust, í þeim
erfiðleikum, sem hann hafði sjálí-
ur óskað sér.
ANNIG er sagan um Mettu og
Paul Gauguin, og hina ó-
hamingjusömu hjónabandsást
þeirra. Það átti fyrir dönsku dóm-
aradótturinni frá Læsö að liggja
að verða eiginkona eins af fræg-
ustu málurum þessarar aldar og
sjá á bak honum sakir listar hans,
í blóma lífsins. Það átti líka fyrir
henni að liggja að vera tekin
sem dæmi, í skáldsögum og ævi-
sögu manns hennar, um eigin-
konuna sem ekki skildi mann
sinn og sýndi honum óbilgirni.
Loks nú, eftir að sonur þeirra
hefir birt varnarrit móður sinnar,
eru horfur á að heimurinn dæmi
hana vægar og af dýpra rétt-
læti en áður: sem eiginltonu sem
ekki gat skilið, að maðurinn henn
ar væri öðruvísi en aðrir menn.
Og það var það eina, sem hún gat
ekki fyrirgefið. — ggs.
Ibnfyrirtæki
Lítið iðnfyrirtæki til sölu,
með vægu verði. Tilvalið fyr
ir einn mann að skapa sér
sjálfstæða atvinnu. Tilboð
um frekari uppl. leggist ir.n
á afgr. Mbl. fyrir 10. þ.m.,
merkt: „Iðnaður — 3210“.
Stúlka
óskast til mafloka til aðetoð-
ar við létt heimiiisatörf hjá
íslenzkri húsmóður í Lo»d-
on. Ágætt tækifæri fyrir
unglingsstúlku, sem stunda
vildi nám jafnframt starf-
inu. Upplýsingar í síma
82392 frá kl. 10—12 fj».
næstu daga. -
STÚDENTAFÉLAG REYKJAVÍKUR
iiunaur
félagsins verður haldinn £ Sjálfstæðishúsimi naið-
vikudaginn 7. nóvember kl. 8,30 (Ekki í háskólanum
eins og áður var auglýst).
Stjómin.