Morgunblaðið - 06.11.1956, Síða 16
36
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagur 6. nóv. 1956
Hjá
MARTEINI
GARDÍNUEFNI
og
STORESEFNI
Mikið úrval
nýkomið
• • •
PLUSSEFNI
Margir litir
• r •
PLASTEFNI
og
PLASTDÚKAR
Ný sending
Mátteinn
' Einarsson^Co
Kristmann Gubmundsson skriíar um
BÓKMENNTIR
BEZT 40 AUCLfSA
I MORGUNBLAÐUSU
„GISSUR JARL“
Leikrit í fimm þáttum
Eftir P. V. G. Kolka
Gefið út af Föðurtúnasjóði.
ÞAÐ er á allra vitorði að Páll
læknir Kolka er dugnaðarforkur
hinn mesti og gáfnagarpur. Á
Blönduósi hefur hann haft for-
göngu um byggingu hins ágæta
sjúkrahúss, sem þar var reist. í
blöð og tímarit hefur hann ritað
viturlegar greinar, sem vakið
hafa eftirtekt alþjóðar, og loks
hefur hann skrifað „Föðurtún“,
mikið rit um Húnvetninga, ætt-
ir þeirra og óðul. Þá er kunnugt
að hann er ljóðskáld gott og
síðastliðið haust gaf hann út leik
rit um Gissur jarl, sem þó hef-
ur enn ekki vakið verðskuldaða
athygli.
Leikritið gerist á Sturlunga-
öldinni og hefst árið 1241, í vinnu
stofu Snorra Sturlusonar í Reyk-
holti. Annar þáttur gerist á Flugu
mýri, þegar sá staður er brennd-
ur. Þriðji þáttur fer fram í Þránd
arholti, ein hinir tveir síðustu á
Stað í Reynisnesi. Aðalpersónan
er Gissur Þorvaldsson, en margir
nafnkunnir menn Sturlungaaldar
koma fram á sviðið. Verkið er allt
gert af dramatískum þrótti og
myndi vafalaust verða vinsælt af
almenningi, ef vel væri sett á
svið, en ef til vill þyrfti að gera
nokkrar breytingar í byggingunni
á stöku stað, þó hvergi stór-
vægilegar. Persónulýsing Gissur-
ar er skýrt mótuð, en ekki
finnst mér höf. skilja nógu vel
við hann. Má og lengi deila um
slíkt, ekki sízt þegar sagnfræðileg
persóna á í hlut. Margar af auka-
persónunum eru snoturlega gerð-
ar. En það sem kannske er mest
um vert, er hin heilbrigða og
jákvæða boðun verksins, og
margt er í því vel sagt og vitur-
lega. Þess er að vænta, að því
verði bráðlega sýndur sá sómi,
er það á skilið, sem sé að það
verði sett á svið með góðum leik-
endum.
„NOCTURNE"
Leikrit í sex atriðum
Eftir Steingerði Guðmunds-
ðóttur.
Helgafell.
STEINGERÐUR Guðmundsdóttir
vakti athygli bókmenntaunnenda
með leikriti sínu „Rondo“, sem
var frumlegt og fíngert skáld-
verk. Hið sama má segja um nýja
leikriíið hennar, „Nocturne". Það
er vel byggt, og myndi sóma sér
ágætlega í góðri sviðsetningu.
Atburðarásin er hröð, án flaust-
urs, og minnir „Nocturne“ á
„Rondo“ að því leyti, að tækni
þess líkist í ýmsu tækni kvik-
myndagerðar. Með efnið er vel
og fimlega farið, það er ekki
stórfenglegt, en höf. hefur gætt
það dramatískri spennu, sem er
þó að nokkru dulin undir hóg-
AF AVOXTUNUM SKULUÐ
ÞÉR ÞEKKJA ÞÁ
Sumarauki í skammdeginul
Skipið með jólaeplin kom til landsins í gær beinustu leið frá Ítalíu. — ítalía er
bezta eplaland í Evrópu, við getum því hrósað happi að fá þennan holla og ljúf-
fenga ávöxt þaðan.
Þrátt fyrir, að ítalia er Gósenland til allra ávaxtaræktunnar, eru héruðin þar
sem eplin eru ræktuð misjafnlega til þess fallin.
Beztu eplahéruðin eru í nyrzta hluta landsins. Loftslagið þar á bezt við epla-
ræktun. Mikið sólskin, stillur svo vikum skiptir, en þó ekki of heitt. Tugi kílómetra
liggja eplaekrurnar eftir sléttunum inn í dalina upp hlíðarnar. Þar eru beztu eplin
að fá. Þaðan koma jólaeplin okkar.
Við erum því að flytja yður sólskinið yfir hafið. Sumarauka í skammdeginu.
1
Eplasalan hefst á
morgun, miðvikudag
UiUfíimidj
látu yfirborði. Aðalpersónan,
Bergljót, stúlka sem er blind frá
bernsku, en fær sjónina aftur, er
frumlega en sannfærandi séð og
skýrð. Þetta er afar vandmeðfarin
persóna og ástæða til að óska
höf. til hamingju með gerð henn-
ar. Steingerður hefur unnið þar
afrek, sem vekur aðdáun. Aðrar
persónur flestar eru og gerðar
af listrænum skilningi, svo sem
Harald, Reiðar og gamli læknir-
inn. Efnismeðferðin er yfirleitt
með ágætum og frá verkinu öllu
andar þeim tæra hreinleika, sem
auðkennir verk þessarar skáld-
konu.
Það vekur furðu að Þjóðleik-.
húsið skuli ekki hafa fengið
„Nocturne“ til sýningar. En
sennilega hefur þjóðleikhússtjóra
aðeins sézt yfir þetta ágæta verk
hingað til, og er honum hér með
vinsamlega bent á tilveru þess.
„NÓTT FYRIR NOR»AN“
Eftir Pál H. Jónsson
Norðri.
ÞAÐ eru áreiðanlega margir
menn á íslandi sem hefðu getað
orðið mikil skáld ef þeir hefðu
viljað fórna kölluninni lífsstarfi
sínu öilu. Páll H. Jónsson er svo
augljóslega einn þessarra manna,
að það er óumdeilanlegt. Sönnun
þess er nálega á hverri blaðsíðu
í bók hans. Tökum sem dæmi
þetta unaðsfagra erindi:
„Úðablátt regn; hver lína lands
er falin,
hvert leiti horfið, fell og
heiðarbrúnir;
hvergi neitt skýjaskip á íörnum
leiðum
né skipti birtu og húms á loftsins
tjaldi.
Blátt — aðeins blátt og djúpt er
himin-hafið,
hyldjúpt og sumarblátt — og
regnið streymir.“
Náttúrulýsingar hans eiga þá
ljóðrænu fegurð, sem lyftir þeirn
í æðra veldi skáldskapar, þegar
honum tekst bezt. Og einstaka-
sinnum nær hann svo perlutærri
snilld einfaldleikans, að það
minnir mann á Tómas Guðmunds
son, án þess að um nokkra lík-
ingu sé að ræða. Páll á sjálfur
KVENSKÓR
Mikil verblækkun
Péturs Andréssonar
Laugavegi 17
Framnesvegi 2
DEN SUHRSKE
HUSMODERSKOLE
með ríkisviðurkenningu
Pustervig 8 - Köbenhavn K.
í marz hyrjar
4 mán. námskeiS í
matreiðsluskúlanum
Þar verður farið nákvæm-
lega í alia verklega og bók-
lega fræðslu sem viðkemur
heimilinu. Verð kr. 275,00
á mán. — Skólaskrá send.
sínar hendingar, af hverjum sem
hann annars kann að hafa lært.
Sjá t.d. fyrsta erindið í kvæðinu;
„Hvítt lín“;
„Um dalinn þjótandi þeyrinn fer,
til þerris er línið breitt,
svo drifhvítt og hreint — bæði
voðir og ver —
og vandlega þanið og greitt.
Hjá snúrunni standa maður og
mær
og maðurinn brosir en stúlkan
hlær,
um vangana strýkur hinn blíði
blær
og brjóstið er ungt og heitt.“ —
/
Hann kann vel að kveða, þótt
hann geri ekki allt jafn vel, sem
raunar engum tekst. Og sumstað-
ar vantar bersýnilega kunnáttu,
nógu harða sjálfsgagnrýni eða
kannske tómstundir til að hefla
og fága? Höfundurinn er kennari
við héraðsskólann á Laugum og
hefur ef til. vill valið sér hið
góða hlutskipti, — leiðin skáld-
anna er grýtt og þyrnum stráð
braut, þrotlaus glíma við illsigr-
anlega örðugleika og ekkert í
aðra hönd, — nema gleðin yfir
nokkrum setningum eða ljóðlín-
um, sem ná endurskini þeirrar
dýrðar, er stundum birtist huga
skáldsins. En getur annars nokk-
uð komið í staðinn fyrir það, að
hlýða slíkri köllun, sem þetta
skáld hefur bersýnilega haft? Er
hægt að flýja hana? Ég veit ekki
svarið, en síðustu hendingarnar í
þessari eftirtektarverðu bók gefa
ef til vill grun um það;
„Hjarta mitt væntir þess unöurs
er aldrei skeður
í einmana, sjúkri þrá.
Helmingur lifshis er hungur sem
ekkert seður,
hitt er eftirsjá". —
„HLÍÐIN MÍN“
Eftir Jósep Húnfjörð
Á kostnað höfundar.
ÞAÐ er sagt að góðum alþýðu-
skáldum fari fækkandi, en hann
Jósep minn Húnfjörð lifir þó enn
og er engan veginn hættur að
kveða. Það var hann er eitt sinn
orti þessa stöku:
„Eru skáldin oftast svöng
alla sína daga.
Ævi þeirra er ekki löng, —
öllu lengri saga“. —
Hans ævi er orðin löng, en
lengri verður þó saga hans. Fjöl-
marga vini sína og kunningja
hefur hann glatt með góðum
vísum og kvæðum, oft skraut-
rituðum af mikilli list og fegurð.
Hann er hið sanna alþýðuskáld,
hrifnæmur, einlægur, hreinskil-
inn. Það er ilmur og ylur í vís-
unum hans:
„Hlíðin mín á feðrafold,
fönn þótt hylji sporið,
geymir þú með guði í mold
gróðurmagnað vorið“. —
Og í kvæðunum er mannvit,
hlýleiki og karlmannsró. Eitt af
þeim beztu nefnist: „Við glugg-
ann minn“. í því eru margar
fallegar vísur, en þessi þykir
mér bezt:
„Nú er stöðvuð næturkæla,
nemur dagur himininn.
Ljóssins englar mildir mæla
morgunbæn á gluggan minn“. —
Þá eru „Aldarfarsvísur" hans
og „Vorið kallar“, „Horft til
baka“, „Söknuður" og margt
fleira, sem geyma mun nafn
gamla mannsins, þegar ýmsir
þeir, sem nú ber hærra, verða
skrambi mikið teknir að fyrnast.
Þær leyna á sér sumar vísurnar
hans, maður les þær aftur og
þær taka að raula í huga manns,
— og hver vildi ekki hafa kveðið
hana þessa:
„Kalt þó andi um mannleg mein
margt, og vandinn saki,
ilmi blandast gróin gréin
Guðs frá handartaki“. —
A BEZT AO AUGLfSA M
W l MORGUNBLAÐINU T