Morgunblaðið - 06.11.1956, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.11.1956, Qupperneq 20
90 MORCVNBLAÐ1Ð I^riðjudagur 6. nðv. 195* LOUIS COCHRAN: SONUR HAMANS Framhaldssagan 69 „Hvað nú?“ spurði hann óþýð- ur og nærri hranalega. „Þarna er pabbi.“ — Hún benti með æstum tilburðum fram fyrir sig. — „Þarna er pabbi. Sjáðu — þarna við hliðið." Við þessi orð stúlkunnar leit Lije heim að húsinu og kom þeg- ar auga á vinnuveitenda sinn, sem var einmitt á þeirri stundu að binda litla, stríðhærða reið- skjótann sinn við hestastaurinn fyrir framan hliðið og hafði sýni- lega enn ekki orðið var við ferðir þeirra. „Þér þarna", kallaði hann. •— „Halló, höfuðsmaður. Bíðið eitt andartak". Elizabeth kippti pilsinu upp á legginna og hljóp í áttina til föð- urs síns, eins og hún vildi flýta sér að fjarlægjast Lije sem mest og hann hægði ganginn að sama skapi. Kannske var gamla frúin að deyja. Hvað sem það nú var, þá gat hann a.m.k. ekkert aðhafzt, sem að gagni mátti koma. Það var augljóst mál að hún hataði hann. Bæði móðirin og dóttirin hötuðu hann. Fyrstu fljótfærnislegu sam- ræðurnar milli föður og dóttur, voru yfirstaðnar, þegar hann kom til þeirra, nokkrum mínútum síð- ar og honum til mikillar furðu stóð Martin gamli hinn róleg- asti við hliðið, eins og ekkert hefði komið fyrir. Hann lagði handlegginn ástúðlega yfir herð- ar dóttur sinnar og klappaði henni létt og sefandi á herðarnar. Stúlkan var enn í mjög æstu skapi, andlit hennar var hulið við brjóst föðurins og blettóttur jaðar pilsins dróst við jörðina. „Þetta er allt í lagi, Lije“. Rödd Fortenberrys höfuðs- manns var róleg og stillileg: — „Ég veit hvað það er, sem er ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 6. nóvember: Fastir liðir eins og venjulega. 18,30 íþróttir (Sigurður Sigurðs- son). 18,50 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 19,10 Þingfréttir. — 20,30 Erindi: Rafkraftur og rafmagn (Eðvarð Árnason verkfræðingur). 21,00 Frá sjónarhóli tónlistar- manna: Dr. Páll ísólfsson talar um Compeniusar-orgelið í Fidðriks borgarhöll, og leikið verður á þetta merkiiega hljóðfæri. 21,45 Islenzkt mál (Jakob Benediktsson magist- er). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. Kvæði kvöldsins. 22,10 „Þriðju- dagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa með höndum umsjón hans. — 23,10 Dagskrárlok. að. Það er ég alveg sannfærð- ur um. Martha hefur aðeins feng- ið eitt þetta kast sitt. Það er fyrsta kastið sem hún heíur feng- ið síðan Elizabeth kom heim úr skólanum og þess vegna hefur hún orðið svona yfir sig hrædd, alveg að ástæðulausu. Verið þið alveg róleg, þetta er ekkert hættu legt“. „Ó, en pappi", Elizabeth leit á föður sinn, bæði hrædd og undr andi. — „Mamma er mjög veik. Ég veit að hún er það. Hún er öll ísköld og svo grætur hún svo voðalega". Það var engu líkara en stúlkan myndi bresta í grát á hverri stundu og Martin Fortenberry strauk blíðlega yfir vanga dótt- ur sinnar í hughreystingarskyni. „Eitt glas af góðu, sterku toddí mun hressa upp á heilsu hennar", sagði hann. — „Svona, nú skul- um við bara koma inn. Ég mætti Joe hérna niðri á veginum og hann sagði mér frá öllu saman. Ég er viss um að þú hefur æst móður þína upp á einn eða ann- an hátt“. Hann snéri sér við, til þess að ganga inn í garðinn og Lije stóð hreyfingarlaus og á báðum áttum með það, hvort hann ætti að fylgja þeim eftir eða elcki. „Ég var bara að tala um það að fara aftur til New Orleans, það var allt og sumt“, sagði stúlk- an brostinni röddu. — „Mér datt ekki í hug að það myndi særa hana — svona voðalega". „Þarna kemur það“. — Martin gamli ýtti dóttur sinni blíðlega á undan sér. — „Segðu Bessie að hita sterkt og sætt toddí. Iiún ætti hvað sem öðru líður, að vita hvað henni ber að gera, þegar svona stendur á. Hún hefur nógu oft gert það. Og svo kem ég inn rétt strax“. Hann snéri sér stillilegur á svip og hinn rólegasti að Lije: „Þakka þér fyrir, Lije“, sagði hann vin- gjarnlega. — „En það þarf ekki að sækja lækni í þetta skiptið. Frú Fortenberry fær þessi — þessi köst stundum þegar hún kemst í æst skap. Hún vill ekki að Elizabeth fari aftur í skólann til New Orleans. Það er orsök þessa lasleika hennar í þetta skipti“. Hann snéri sér aftur frá Lije, sem stóð kyrr og starði undrandi á eftir gamla manninum, er hann hraðaði sér inn. 14. KAFLI Daginn eftir fékk Lije að vita það hjá vinnuveitenda sínum, að þegar faðirinn og dóttirin komu inn, hafði frú Fortenberry að mestu verið búin að jafna sig aftur og setið í hjólastólnum sín- um, enda hafði Bessie þá þegar verið búin að gefa henni hress- ingarlyfið, sem jafnan var nauð- synlegt, þegar svo stóð á. Ekki fékk hann neina ná- kvæma vitneskju um það, hvað gerzt hefði á ráðstefnu fjölskyld- unnar, þar á eftir, enda þótt hann gæti getið sér þess til, eftir hinni önugu og órólegu framkomu vinnuveitenda síns, að það hefði ekki verið allt sem skemmtileg- ast. Hann spurði engra spurninga og sýndi ekki neina forvitni og um það leyti sem búið var að þekja bygginguna með þunnum járnplötum var þessi atburður að mestu leyti gleymdur, nema í huga Lijes og Elizabeths. í augum Lijes var skemmu- byggingin orðin einria líkust stór- um fíl, sem hann hafði séð í hringleikhúsi í Greenvilli einu sinni mörgum árum áður. Sog- pípan, rani hennar, sem stóð út úr miðjum búknum í stað höfuðs ins. Og oft, þegar hann sá járn- slegið þakið á hinni stóru bygg- ingu, bera yfir mjóa kveginn, dreymdi hann urn það, þegar hann sjálfur hefði eignazt heila tvlft slíkra bygginga, sem þess- arar. En það var enginn tími til slíkra dagdrauma. Búizt var við vélunum frá Mempis með hverju vöruflutningaskipi, sem þaðan kom. Einn miðvikudag, þegar Martin gamli hafði farið til borgarinn- ar, til þess að taka á móti vöru- sendingu sem þegar var orðin einum degi á eftir áætlun, birtist Elizabeth öllum að óvörum hjá skemmubyggingunni, full af leyndum óhuga á hinu nýja mannvirki og jafnvel einhverju öðru, sem ekki var jafnaugljóst í augum renglulega unga manns- ins, sem einmitt þá var að hrópa skipanir sínar til svertingjanna fjögurra, er voru önnum kafnir við að reisa viðarbrettið, sem IVIatss^n Aðalskætí 12 Tökum veizlur og fundi (höfum sal og minni herbergi). Lausar máltíðir, fast fæði. Sanngjarnt verð, fljót af- greiðsla. — Sími 82240. 'I Fyrsta flokks vara af hinni heimsþekktu Saxon sokkaframleiðslu STRETCK kvensokkar Þeir falla frábærlega vel að fæti. Kvensokkar vorir eru gerðir úr fínasta þræði. 51 gg, 54gg, 57 gg, 99 gg, 60 gg og 75 gg og njóta vinsælda og álits um allan h<?im. Framleiddlr af VEB Feinstrumpfwerke, Oberlungwitz/Sa. Vinsamlegast hafið samband við umboðsmenn vora Edda hf. Pósthólf 906 — Reykjavík, ísland. DEUTSCHER INNEN- UND AUSSENHANDEL Su. TFXTI! lýðveldið H BERLÍN W 8 - BEHRENSTRASSE 46 Símnefni: DIATEX Glærir pokar stærð 16x23 cm glær límbönd — 5/8“ — 3Á“ FYRIRLIGGJANDI \ ^ri&ril Certelói íóen Hafnarhvoli —- & Co. /,/ Sími 6620 *>«K**1 ❖♦K* ,♦•>•>•>♦> * •> ♦>♦> '• ♦> ♦!♦ *f ikudagur 7. nóvemljer: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00. Viðvinnuna: Tónleik ar af plötum. 15,00 Miðdegisút- varp. — 16,30 Veðurfregnir. — 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Bald- vinsson). 18,45 Fiskimál: Hjálmar R. Bárðarson skipaskoðunarstjóri talar um fiskiskip úr stáli eða tré. 19,00 Óperulög. — 19,10 Þingfrétt ir. — Tónleikar. 20,30 Daglegt mál (Grímur Helgason kand. mag.). 20,35 Veðrið í október o. fl. (Páll Bcrgþórsson veðurfræðingur). — 21,00 „Brúðkaupsferðin". Sveinn Ásg^irsson hagfræðingur stjómar þættinum. 22,00 Fréttir og veður- fregnir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Danslagakeppni S.K.T. — Svavar Gests kynnir, og efnt verður til atlcvæðagreiðslu. 23,10 Dagskrár- lok. — M ARKÚS Eftir Ed Dodd NÖW, MR. TRAIL, WHAT OH, MOTHER, VOU’RE ^ WONDERFUL/ j- WE’LL DOCK TOMORROW. FONViLLE, MOTHER HA5 DECIDED TO LET VOU GO TO CANADA WITH ^ MR. TRAILj PREPARATIONS DO I MAKE ) GET HIM OUTFITTED ANDÍ FOR FONVILLE'5 TRIPR ^' HAVE HIM MEET U5 AT i \ á \gffi forest citv on friday : r OF NEXT r REALLV? 1) Móðir Finns: Ég befi ákveð- ið að lofa þér að fara með Mark- úsi til Kanada. 2) Finnur: Er það satt? Þú 3) Móðir Finns: Jæja, Markús, ert dásamleg, mamma. hvernig á ég að búa Finn undir ferðina? Markús: Við komum í höfn á morgun. Þér útbúið hann og svo kemur hann til móts við okkur í Skógarborg, föstudagina í næstu viku. i *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.