Morgunblaðið - 19.12.1956, Qupperneq 23
Miðvifcudaffur 19. ctes. 1956
MORCTJNPr AfttÐ
23
Beinteinn Einnrsson
frn Grofnrdnl, minning
í DAG fer fram í Saurbæ á Hval-
fjarðarströnd útför gagnmerks
borgfirzks bónda, Beinteins Ein-
arssonar er lengi bjó í Grafardal.
Beinteinn lézt 10. þ. m. á heimili
sonar síns Sveinbjarnar skálds
og bónda á Draghálsi. Var hann
þá á fjórða ári hins níunda tug-
ar. Beinteinn var fæddur að Litla
botni og voru foreldrar hans Ein.
ar Ólafsson frá Svartagili, Jóns-
sonar Vernharðssonar á Búrfelli
í Grímnesi, en hann var þriðji
maður frá Magnúsi í Bræðra-
tungu.
Langafi Beinteins, faðir Ragn-
hildar konu Ólafs í Svartagili,
var Beinteinn lögréttumaður á
Breiðabólstað Ingimundarsonar
Bergssonar í Brattholti, sem hin
fjölmenna Bergsætt er frá komin.
Móðir Beinteins var Sigríður
Helgadóttir Erlingssonar frá
Stórabotni.
Beinteinn ólst upp í Litlabotni
hjá foreldrum sínum. Bjó hann
þar um skeið með móður sinni
ásamt Helga bróður sínum, er
síðar varð bóndi á Hlíðarfæti og
nú er látinn fyrir allmörgum ár-
um. Eftir lát móður sinnar og
brottför Helga bróður síns, er
hann hóf búskap á Hlíðarfæti, bjó
Beinteinn enn um hríð í Litla-
botni eða þangað til hann keypti
Grafardal og fluttist þangað bú-
ferlum. í Grafardal bjó hann um
tveggja áratuga skeið.
Grafardalur er afskekkt jörð,
uppi á hálendi Botnsheiðar. Er
þangað um 5 km. vegalengd frá
Draghálsi, sem er fremsti bær í
Svínadal.
Er Beinteinn fluttist á þetta
afskekkta heiðarbýli, var hann
gagntekinn af þeim umbótahug
og ræktunaráhuga, sem þá var að
ryðja sér til rúms og síðan hefur
farið sigurför um allar byggðir
þessa lands. Hóf hann þar þegar
umbótastarf sitt og jók síðan
drjúgum við á hverju ári, enda
tók jörðin miklum stakkaskipt-
um í búskapartíð hans þar. Fædd
ust þeim hjónum átta börn í Graf
ardal, sem öll komust til full-
orðins ára. Ber það dugnaði og
fyrirhyggju þeirra hjóna, Bein-
teini og Helgu konu hans Pét-
ursdóttur, gott vitni hversu vel
þeim farnaðist búskapurinn í
Grafardal. Þá er hitt eigi síður
lofsvert og sýnir foreldraum-
hyggju þeirra og skilning á eðli
barnssálarinnar, hversu þau
vönduðu til um uppeldi barna
sinna. Eftir því, sem börnin uxu
meir að aldri og þroska og fleiri
og fjölbreyttari sjónarmið og
hugðarefni komu til sögunnar,
beindist hugur fjölskyldunnar
að því að fá rýmra starfsvið og
betri skilyrði til fræðslu og
menntunar börnunum til handa.
Þetta mun hafa valdið þvi, að
Beinteinn fluttist frá Grafardal,
fyrst að Geitabergi, en síðar að
Draghálsi, á æskustöðvar Helgu
konu hans. Bjó Beinteinn á Drag-
hálsi þangað til heilsa hans þraut
og við búinu tók Sveinbjörn son-
ur hans.
Beinteinn var sem fyrr segir
ötull og farsæll bóndi. Hann var
gæddur ríkum framfarahug, en
var í hvívetna maður forsjáll
og fyrirhyggjusamur. Hann var
greindur maður, skýr í hugsun,
bókhneigður og fróðleiksfús. —
Beindist hugur hans jafnan að
þjóðlegum fræðum,. fornsögum
vorum og skáldskap. Kunni vel
að meta gildi rímna vorra til vernd
ar tungunni og þá ánægju sem
kveðskapur þeirra veitti þjóð
vorri á löngum vetrarkvöldum.
Sýndi Beinteinn þessari fornu
íþrótt fulla ræktarsemi með þvi
að halda uppi rímnakveðskap á
heimilinu.
Beinteinn og kona hans tóku
sér mjög fram um það, að glæða
fróðleikshneigð barna sinna og
vekja hjá þeim á æskuskeiði
áhuga fyrir bókmenntum vorum,
bæði í bundnu og óbundnu máli.
Féll það sæði, sem hér var sáð,
ekki í ófrjóan akur. Reynslan
hefur sýnt að rímnalcveðskapur-
inn í Grafardal hefur ekki farið
fram hjá næmu brageyra systkin.
anna. Það orkar ekki tvímælis,
að uppeldisáhrif þeirra hjóna á
börn sín hafa glætt og örvað þá
skáldhneigð, sem þeim var í blóð
borin og nú er orðin landskunn
af ljóðum sumra þeirra. Þess eru
ekki allfá dæmi með þjóð vorri,
að listelskum unglingum hafi
fallið í skaut styrkur og uppörf-
un á afskekktum heimilum í
landi voru.
Beinteinn var eins og fyrr grein
ir kvæntur ágætri og mikilhæfri
konu, Helgu Pétursdóttur frá
Draghálsi. En móðir hennar, kona
Péturs, var Halldóra Jónsdóttir
frá Efstabæ Símonarsonar.
Börn þeirra hjóna: Georg Pét-
ur, Halldóra, ekkja Karls’ Björn-
sonar sýsluskrifara. Sigríður,
gift Jóni Magnússyni, oddvita,
Hávarðsstöðum, Björg og Guðný,
báðar ógiftar, Ingibjörg gift í
Bandaríkjunum, Sveinbjörn ó-
kvæntur og Einar. Eru þau syst-
kini öll á lífi nema Georg Pétur,
en hann lézt 1842.
Fjögur systkinanna, Georg Pét-
ur, Halldóra, Einar og Sveinbjörn
hafa öll gefið út ljóðabækur. Auk
þess hefir Sveinbjörn ritað brag-
fræði, merkilegt rit um skálda-
málið og bragarhætti að fornu og
nýju.
Með Beinteini Einarssyni er I
valinn fallinn einn þeirra manna
í bændastétt, sem sameinað hefur
góða búmannskosti og glöggan
skilning á bókmenntaarfleifð
þjóðar vorrar.
Pétur Ottesen.
Félagslél
Taflféíag Reykjavíkur
æfing í kvöld kl. 8 í Grófinni 1.
— Stjórnin.
Vinna
Hreingerningar
Vanir menn. Fljót og góð vinna.
Sími 9883. — Alli.
Vanir menn. Fljót og góð vinna.
Sími 7892 — Alli.
I.O.G.T.
St. Einingin nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30. — Jóla-
saga og söngur. — Æðsti templar.
Jólaplötumar
NÝJAR ÍSLENZKAR:
ALFREÐ CLAUSEN:
Á bernskuslóð
Við siglum (Nýr sjóm.vals)
B j arkarlundur
Viltu koma (Verðlaunalag úr
síðustu SKT-keppni)
eru komnar
KLASSÍK
33 — 45 — 78 snún.
ADDA ÖRNÓLFSDÓTTIR:
Vorkvöld (Verðlaunalag SKT)
Nótt í Atlavík
Innilegar hjartans þakkir til allra skyldra og vanda-
lausra, sem glöddu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar 20.
nóvember sl. — Lifið heil. Guð blessi ykkur öll.
Guðrúri Þórðardóttir, Halldór Sveinsson,
Aðalstræti 71, Patreksfirði.
Hugheilar þakkir færi ég vinum og ættingjum, sem
glöddu mig með heimsóknum og skeytasendingum á
fimmtugsafmæli mínu 19. nóv. sl. — Lifið heil.
Guðmundur Friðriksson,
Aðalstræti 73, Patreksfirði.
Hjartanlega þökkum við börnum okkar, tengdabörn-
um, skyldfólki öllu og góðum vinum, fyrir gjafir, blóm
og skeyti á 50 ára hjúskaparafmælisdegi okkar 7. þ.m.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðileg jól og far-
sælt komandi ár. — Kær kveðja til allra.
Bergsteinunn og Vilhjálmur Guðmundsson,
Álfaskeiði 3, Hafnarfirði.
KONNI og
CLAUSEN:
Allir krakkar I og II
Syrpa af barnalögum
JÓLALÖG m. a. sungin af.
GUÐMUNDI JÓNSSYNI
ANNÝ ÓLAFSDÓTTUR
STEFÁNI ÍSLANDI
Ennfremur:
Kom þú til mín
SMÁRAKVARTETTINN
í REYKJAVÍK:
Þegar hljótt í húmi nætur
Ég veit að þú kemur (SKT)
Kötukvæði
Eyjan hvíta
DÆGURLÖG:
Ný sending 33 — 45 og 78 snún.
m. a. Doris Day: Que Sera Sera,
Secret Love, Love Me Or Leave Me
JAZZ:
Ellington — Armstrong
Brubeck — Benny Goodman o. fl.
VICTOR BORGE:
Comedy In Music
BOSEMARY CLOONEY
EDDIE FISHER
JIMMY BOYD o. fl.
ROCK^ ROLL
Ný sending
Hljóðfæraverzlanir SIGRÍÐAR h'£LGADÓTT(JR
Lækjargötu 2 og Vesturveri — Sími 1815
Þökkum hjartanlega hjálp og samúð við andlát og
jarðarför okkar elskulega föður, tengdaföður og afa
JÓNS ÓLAFSSONAR
frá Einarslóni. Sérstaklega þökkum við íbúum Hellissands
alla hjálp og góðvild, er þau sýndu í veikindum hans.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Vandamenn.
Útför
MATTHÍASAR ARNÓRSSONAR
fer fram frá Fossvogskapellu fimmtud. 20. des. kl. 1,30.
Afþökkum blóm. Fyrir hönd aðstandenda.
Rúnar Matthíasson, Ingibjartur Amórsson.
Systir mín
SIGRÍÐUR HILDIBRANDSDÓTTIR
verður jörðuð frá Fossvogskirkju í dag, miðvikudaginn
19. þ.m. kl. 2 e.h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd ættingja.
Einar Hildibrandsson.
Maðurinn minn og faðir okkar
GUÐMUNDUR JÓNMUNDSSON
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 21.
þ.m. kl. 1,30 e.h. Afbiðjum blóm og kransa, en þeim, sem
vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Mary Jónmundsson og synir.