Morgunblaðið - 19.12.1956, Síða 24

Morgunblaðið - 19.12.1956, Síða 24
dagar til JÓLA Jólahoðskapur ríkisstjórnarsnnar: A 4. HLNDRAÐ MILLJ. KR. NÝIR SKATTAR SETNT f GÆRKVÖL.DI barst Mbl. greinargerð ríkisstjórnarinn- ar með frv. hennar um „úrræðin“ í efnahagsmálunum, sem getið er á öðrum stað hér í blaðinu í dag. f henni er frá því skýrt að tekjuþörf hennar vegna „úrræðanna" nemi samtals 232 rnillj. kr. Hyggst stjórnin afla sér þessa fjár þannig: 1. Hækkun innflutningsgjalda kr. 154,5 millj. 2. Gjaid af ýmsum duldum greiðslum kr. 30,7 millj. 3. Gjald af innlendri framleiðslu og þjónustu kr. 19,9 millj. 4. Gjöld af bifreiðum og ferðakostnaði erlendis kr. 11,7 millj. 5. Gjald af innlendum tollvörutegundum kr. 5,5 millj. 6. Greiðsla frá gjaldeyrisbönkum kr. 10,0 millj. STÓREIGNASKATTUR Þá kveðst stjórnin ætla að leggja á stóreignaskatt, er á að gefa henni 80 millj. kr. tekjur. Samtals hefur hin nýja stjórn þá ákveðið að leggja á skatta er nema 312 millj. kr. I greinagerð stjórnarfrv. er einnig frá því skýrt að stjórnin hyggist gera ráðstafanir til „veru legrar lækkunar álagningar hjá milliliðum“. Mun hið einstæða olíuokur Olíufélagsins eiga að vera fyrsta skref „vinstri stjórn- arinnar" til þess að lækka milli- liðagróðann! NÝ STJÓRNARFRUMVÖRP VÆNTANLEG Loks skýrir stjórnin frá því í greinargerð frv. síns, að hún hyggist leggja fyrir þingið síðar ýmis frv. svo sem um lækkun tekjuskatts á lágtekjum, aukinn skattafrádrátt fyrir fiskimenn, endurskipulagningu fisksölu til útlanda, endurskipulagningu bankamálanna, húsaleigu, bygg- ingarsjóð verkamanna o.fl. Eldborg seld til Noregs Þaðan var skipið keypt fyrir 24 árum MOTORSKIPXÐ ELDBORGIN, sem ýmist hefur verið síldveiði- skip eða flóabátur í förum milli Reykjavíkur — Akraness og Borgarness, er nú að kveðja ísland. Búið er að selja skipið til Noregs. Kona slasast á Kefla- víkurvelli Varnarliðsbifreið ók a hana i FYRRADAG kl. 18.30 varð bílslys á Keflavíkurflugvelli varð fyrir bíl sem varnarliðsmaður einn ók. Féll hún í una og slasaðist allmikið, fótbrotnaði og fékk heilahristing. Kona göt- ÓK UPP A GANGSTÉTT Nánari málsatvik eru þau að frú Sigríður Guðmundsdóttir kona Þórðar Halldórssonar póstmeist- ara var á gangi á gangstéttinni á aðalbrautinni skammt frá flug- stöðvarbyggingunni. V ar fólks- bifreiðinni VLE-341 ekið upp á gangstéttina og lenti hún á kon- unni með þeim afleiðingum sem áður segir. Lögreglan kom á vettvang og flutti hún frú Sig- ríðl í sjúkrahúsið í Keflavík. Við Þrír ungir úraþjóior stdlu fyrir 20 þús. kr. ÞRÍR ungir menn voru handteknir hér í Reykjavík í gærdag, grunaðir um að hafa í fyrrinótt rænt úra- og skartgiipaverzlun hér í bænum, en þýfið var um 20.000 lcróna virði. Eftir nokkra stund játuðu mennirnir að hafa verið þarna að verki. Menn þessir sem áður hafa komizt í kast við lögregluna eru 16 ára og tveir 17 ára. Það var úra- og skartgripaverzlun Carls Bartels sem þeir brutust inn í, en hún er beint á móti Gamla Bíói. Þeir stálu 14 karlmanns- armbandsúrum og tveim úln- liðskeðjum fyrir karlmenn. Kom- ust þeir inn í verzlunina með því að fara inn um illa lokaðan glugga. Einn þeirra, annar hinna 17 ára, fór ekki inn í verzlunina, en þegar félagar hans komu út aftur, fékk hann í sinn hlut þrjú úranna. Eftir handtökuna kom þýfið allt til skila. Þeir höfðu brotizt inn um klukkan 4 um nóttina, en rannsóknarlögreglan fékk til- kynninguna um þjófnaðinn í gærmorgun. rannsókn kom í ljós að bifreiðin sem á konuna ók mun hafa verið keðjulaus og með bilaða hemla. —Fréttaritari. Eldborg, sem var smíðuð í Noregi var keypt hingað til lands 1932. Var þá skipið meðal hinna beztu fiskiskipa flotans, 280 tonna skip. SÍLDAR- OG FLÓABÁTUR Ólafur Magnússon, skipstjóri í Borgarnesi, en þangað var skipið keypt, var lengst af með það og „síldarkóngur" varð Ólafur á því a. m. k. einu sinni og var þá með um 30,000 mála afla eftir síldarvertíðin a. Eldborg var notuð sem flóabát- ur milli þess sem Laxfoss strand- aði og þar til hið nýja skip Akra- borg kom í staðinn. Vann 200.000 í gærkvöldi! IGÆRKVÖLDI um kl. 10.30 var dregið í símahapp- drætti Fél. fatlaðra og lamaðra og kom 200.000 kr. vinningur inn á nr. 7961, en það er síma- nr. Vilbergs Hermannssonar múrarameistara, Blönduhlíð 6. Er blaðið átti tal við Vil- berg í gærkvöldi, kvaðst hann vera mjög ánægður með sína einstöku heppni, aldrei hefði gæfan fylgt sér áður í ’iapp- drættum þótt hann hefði spii- að í Happdrætti Háskólans frá upphafi. Ekki hafði hann nein- ar ráðagerðir um það hvernig hann myndi eyða hinni vævu fjárfúlgu en væntanlega verð- ur honum ekki þar um ráða fátt. Vilberg er einhleypur. Númerin 7960 og 7962 fengu hvort um sig 10.000 kr. jóla- glaðning. Kaupendur Eldborgar eru norskir bræður, Gunnar og Thor Ferkingsstad frá Skudenes, sem er skammt fyrir sunnan Hauga- sund. Þeir ætla sér að nota skipið til fiskveiða. Áhöfnin, sem siglir skipinu út, en það eru Norðmenn, alls 8 menn, er komin og verður annar eigend- anna, Gunnar Ferkingstad stýri- maður. Skipið flytur brotajárns- farm til Noregs. Skipa- og vélaeftirlit Gísla Jónssonar hefur haft alla milli- göngu um sölu skipsins fyrir hönd eiganda, Gríms h.f. í Borgarnesi. Tillögur ríkisstjórnarinnar til umrœðu á Varðarfundi s kvöld Bjarni Benedikluon og Björn Ólafsson veröa frummælendur TANDSMÁLAFÉLAGIÐ VÖRÐUR heldur fund í Tí Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. Þar verða tillögur ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálunum til umræðu. Tillögur þessar, sem svo lengi hafa verið boðaðar, verða loks lagðar fram á Alþingi í dag. Að nokkru leyti með álögism á vörur' " 1 ÞJÓÐVILJINN“, segir frá því í gær, að ritari Dagsbrún- ar hafi skýrt frá því á fundi félagsins í fyrrakvöld, að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fara svokallaða „milli- færzluleið“ í dýrtíöarmálunum. Komst ritari Dagsbrúnar að orði um þetta á þessa leið: „Þriðja leiðin, millifærzluleiðin, var valin. Sú leið að afla fjársins að nokkru leyti með álögum á þá riku og að nokkru leyti með álögum á vörur“. „Að nokkru leyti með álögum á vörur“! Hvað skyldi það nú eiga að þýða? Hverjir ætli verði að borga þær álögur? Það er auðséð, að kommúnistarnir hafa verið feimnir við að segja Dagsbrúnar-verkamönnunum sannleikann um hina stórhækkuðu skatta og tolla, sem „vinstri stjórnin“ hefir lagt á almenning í landinu. Þegar ríkisstjórnln var sett á laggirnar á miðju sumri lofaði hún að leysa vandamál efnahags lífsins. Var ekki nema gott eitt um slíkt að segja, enda fannst mönnum það standa þeim næst að leysa vandann, er til hans höfðu stofnað. Menn misvirtu það heldur ekki við ríkisstjórnina að hafa engin úrræði á takteinum strax í sum- ar. Að vísu hefði mátt ætla að ekki hefði þurft langt að seilast til bjargráðanna hjá þeim herr- um, svo mjög sem þeir gumuðu við Alþingiskosningarnar. En flestir tóku lítt mark á skruminu BJÖRN ÓLAFSSON og urðu því ekki fyrir sárum von- brigðum í sumar, þegar bráða- birgðaúrræðin litu dagsins Ijós. LÖNG BIÐ Síðan eru nú liðnir nokkrir mánuðir. Hefur lengi verið beðið eftir tillögum ríkisstjórnarinnar setið aðgerðalaust án þess að þeim hafi bólað. Alþingi hefur setið aðgerðarlaust án þess að ríkisstjórnin hafi séð því fyrir öðru verkefni en að bíða eftir hinum væntanlegu úrræðum. — Þessum tillögum er svo loks kast að inn í þingið í það mund, sem jólahátíðin er að halda innreið sína. Það er sannarlega ekki miklu fyrir að fara um vinnu- brögð stjórnarliðsins. En sannleikurinn er sá, að stjórnarliðið hefur lagt meiri áherzlu á annað síðustu mánuð- ina en að búa þessar tillögur sín- ar úr garði. Hefur því verið mest í mun að telja fólki trú um, að hinar stórstígu framfarir síðustu ára undir forustu Sjálfstæðis- flokksins hafi leitt til nokkurs konar neyðarástands, sem enginn sé fær um að leiða þjóðina út úr nema núverandi ríkisstjórn. Þessa speki hefur almenningur átt erfitt með að meðtaka, svo sem vonlegt er. Hendir fólk gam- an að slíkum tiltektum, sem eru lítt til þess fallnar að auka traust manna á ríkisstjórninni. Raunar er það svo að þakka mætti fyrir, ef núverandi ríkisstjórn gæti haldið í horfinu, þar sem komið var framfaramálunum, þegar Sjálfstæðisflokkurinn lét af stjórnarforustunni. En fæstir eru þeir, sem treysta á slíkt, hvað þá heldur meira. HVER ERU ÚRRÆÐIN? Aftur á móti eru vandkvæði þau, sem ríkisstjórnin hyggst nú leysa með tillögum sínum þess eðlis, að stjórnarflokkunum ætti að renna blóðið til skyldunnar. Þeirra er fyrst og fremst ábyrgð- in á því jafnvægisleysi í efnahags málunum, sem stefnt hefur tíl að undanförnu. En fela tillögur þær, sem lagðar verða fram á Alþingi í dag í sér varanleg úrræði? Um þetta verður rætt á Varðarfund- inum í kvöld. Frummælendur á fundinum verða Bjarni Benediktsson og Björn Ólafsson. Er enginn vafi á, að fróðlegt verður að hlýða á mál þeirra í kvöld, er þeir ræða tillögur ríkisstjórnarinnar. Má því vænta að bæði Varðar- félagar og annað Sjálfstæðisfólk fjölmenni á fundinn. BJARNI BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.