Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 4
4 MORCfnVRT/AÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1957 l'm næstu helgi byrja sýnir.gar Sjómannakabarettsins. — Er þetta eitt atriðið, „beiniausi maðurinn“ og meyjar hans. 1 dag er 64. dagur ársins. Þriðjudagur 5. marz. Sprengikvöld. Árdegisflæði kl. 7.20. Síðdegisflæði kl. 19.39. Siysavarðstofa Keykjavíkur í Heilsuvemdarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á cama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum cil kl. 4. Þrjú síðast tal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið dagiega 9—19, nema á laugardögum kl. 9—16 og á sunnu dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarf jarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarfjörður: — Nætúrlækn- ir er Ólafur Ólafsson, sími 9536. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrarapóteki sími 1032. — Næturlæknir er Stefán Guðnason □ EDDA 5957357 — Atkv. • Hjónaefni • Sl. föstudag opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Ragnheiður Guð- mundsdóttir, Vesturgötu 57 og Sigurður Helgason, Óðinsgötu 25 2. marz sl. opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Þuríður Einars- dóttir Egilsgötu 16 og Ólafur Vignir Albertsson, Rauðarárstíg 22. Nýlega hafa obinberað trúlofun sína ungfrú Karen Guðmunds- dóttir, Rauðalæk 14 og Eyjólfur Halldórsson, Garðarstræti 21. • Brúðkaup • Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af síra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Helga A. Ól- afsdóttir, Bræðraborgarstíg 4 og Sigurður H. Þorsteinsson (Sig- urðssonar bónda Enni við Blöndu- ós). Heimili ungu hjónanna verð- ur að Miðtúni 34. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, Berta Kristinsdóttir og Ragnar Bernburg. Heimili þeirra verður í Eskihlíð 15. • Skipafiéttir • SkipadeKl SÍS: Hvassafell losar kol á Húnaflóa höfnum. Arnarfell er í Borgar- nesi. Jökulfell losar áburð á Aust- fjarðahöfnum. Dísafell fór frá Palamos 28. fm., áleiðis til Rvík. Litlafell og Hamrafell eru í Rvík. Helgafell fór frá Gautaborg 2. þ. m. áleiðis til Sigluf jarðar. Skipantgerð ríkisins: Hekla, Herðubreið og Skjald- breið eru í Rvík. Þyrill er væntan legur til Karlshamn í dag. Skaft- fellingur fer frá Rvík í dag til Vestmannaeyja. Baldur fer frá Rvik í dag til Gilsjarðarhafna. • Flugferðir • Loftleiðir: Leiguflugvél Loftleiða hf., er væntanleg milii kl. 6—8 árdegis frá New York, flugvélin heldur áfram kl. 9 áleiðis til Oslo, Kaup- mannahafnar og Hamborgar. Edda er væntanleg í fyrramál- ið milli kl. 6—8 frá New York, flugvélin heldur áfram kl. 9 á- leiðis til Bergen, Stafangurs, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar. Hekla er væntanleg annað kvöld milli kl. 18—20 frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo, flugvél- in heldur áfram eftir skamma við dvöl áleiðis til New York. Flugfélag Islands hf.: Millilandaflug: Millilandaflugvélin Sólfaxi fer til London kl. 8 í dag. Væntanl. aftur til Rvíkur kl. 23.00 í kvöld. Flugvélin fer til Osló, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2ferðir), Biönduóss, Egilsstaða, Flateyrar, Sauðár- krókg, Vestmannaeyja og Þing- eyrar. Á morgun: Akureyrar, Isa fjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Pan Ameríean flugvé! kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt á- leiðis til Ósló, Stokkhólms og Helsingfors. Til baka er flugvél- in væntanleg annað kvöld og fer þá til New York. Það er mikil og margvísleg áhætta öllum að fást nokktið við áfengisneyzlu, — en stærst er á- hættan fyrir konur og unglinga. — Umdæmisstúkan. Orð lífsins: Þeir hafa yfirgefið Drottin, smáð hinn Heilaga i lsrael og snú ið baki við honum. (Jes. 1, 4). Kvenfélag Langholtssóknar heldur fund í kvöld kl. 20,30 í ungmennafélagshúsinu við Holta veg. Kvenfél. Laugarnessóknar Fundur í kvöld kl. 8,30 í kirkju kjallaranum. Minningarspjöld Laugar nessóknar fást að Laugamesvegi 43, Hof- teigi 16, Hrísateig 7, Heiði við Kleppsveg, Miðtúni 48. Hjiikrunarkonur og neraar Næsti fundur gesta okkar frá Suður-Afriku og Noregi verður haldinn að Elliheimilinu Grund í kvöld kl. 20,30. Gengið inn um austurálmu. Mr. Engela sýnir kvikmynd. Einnig verða málverk hans til sýnis. — Kristilegt félag hjúkrunarkvenna. Alliance Francaise Aðalfundurinn er í kvöld kl. 8.30 í Kaffi Höll. Kvenfélag Lágafellssóknar fundur verðUr að Hiégarði fimmtudaginn kl. 3. Fræðslukvöld 4. fræðslukvöld Sigfúsar Elías- sonar verður í Aðalstræti 12 kl. 8,30 annað kvöld (miðvikudags- kvöld). Fræðslukvöld þessi eru fyrir alla og fyrst og fremst fyr- ir utanfélagsfólk. Radioviti fluttur — Hafnar kort af Rifshöfn 1 síðustu tilkynningu til sjófar- enda frá vitamálaskrifstofunni er frá því skýrt að radíóvitinn í Keflavík, hafi verið fluttur það- an til Grindavikur. Kallmerki vita þessa, þjónustutíma og öldu- tíðni er óbreytt frá því sem áður var. Þá fylgir tilk. hafnarkort af Rifshöfn og á kortinu sýnt hversu hafnarframkvæmdunum þar mið ar og gefnar eru leiðbeiningar við innsiglinguna. Pennaviðskipti Blaðinu hefur borizt bréf frá Erik Lindgren, 29 Coalecroft Rd, Putney, London S. W. 15. Eng- land, sem hefur á hendi alþjóð- lega pennavinamiðlun. Kveðst hann gjaman vilja koma Islend- ingum í bréfaviðskipti við Svía og Normenn, en einnig við fólk hverrar, þjóðar sem er. Þeir sem vilja sinna þessu, geta skrifað beint til Erik Lindgren á það heimilisfang sem að ofan er gefið. Þær upplýsingar sem fylgja þurfa bréfuntun eru: Aldur, nám eða menntun, áhugamál, heimilsfang og einnig hvort óskað er eftir að skrifast á við pilt eða stúlku og á hvaða aldri. Allir héldu að hann myndi pipra, en að lokum kvæntist hann. Vinur hans spurði hann einu sinni að því, hvernig honum líkaði í hjónabandinu og hann svaraði. Ef þú sæir konuna mína, mundirðu komast að raun um að hún er dá- samlegasta kona á jarðríki. — Jæja, það er gott að þér skuli finnast það. — Mér finnst það ekki, en hún segir þetta sjálf. ★ Húsbóndinn hringdi stofubjöll- unni og vinnustúlkan sem var mjög sparsöm, kom inn. — María, unnustinn þinn er á rjátli fram og aftur fyrir utan húsið og bíður eftir þér. — Hvernig veit húsbóndinn að 5 mínútna krossgáta Lárétt: — 1 á skipi — 6 skel — 8 verkfæri — 10 ný — 12 tímarit — 14 tveir eins — 15 ó- samstæðir — 16 korn — 18 gat. Lóðrétt: — 2 skák — 3 sam- tenging — 4 rauk burtu — 5 ástaratlotum — 7 skelfdi — 9 blóm — 11 nýtt tungl — 13 mál- fræðiheiti — 16 fangamark — 17 frumefni. Lausn síðugtu kroossgátu. Lárétt: — 1 glödd — 6 átu — 8 læk — 10 Nói — 12 ókindur — 14 TI — 15 nt — 16 agn — 18 rengdur. Lóðrétt: — 2 Láki — 3 ÖT — 4 dund — 5 blótar — 7 hirtir —• 9 æki — 11 óum — 13 nagg — 16 an — 17 ND. Pennavinur Gloria Weinberg, 930 East 7th str. Brooklyn 30, New York, USA, sem er 14 ára, óskar eftir að skrifast á við íslenzka stúlku á svipuðum aldri. Hún hefur áhuga á íþróttum, hljómlist, bókalestri og kvikmyndum. Bréfs hennar má vitja til Dagbókar Morgunblaðs- ins. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt Minnist 20 ára afmælis síns mánudaginn 11. marz kl. 7,30 í Sjálfstæðishúsinu. Prentarakonur Kvenfélagið Edda hefir spila- kvöld í kvöld í félagsheimili H.l.P. það muni vera unnusti minn? — Jú, María, hann er með eitt af hálsbindunum mínum. ★ Alveg eins og sköpuð fyrir skíðaíþróttina. ★ b ERDINANO Aðeins einn héri Unga húsmóðirin lá veik af kvefi og eiginmaðurinn vildi svo gjarnan hjálpa til með eldhúsverk in. Þegar hann var búinn að þvo upp eftir matinn, langaði hann að hita sér kaffisopa. Hann hitaði vatnið, þvoði kaffipokann, og svo hófst leitin að kaffinu. En það fann hann ekki. Að Iokum gekk hann inn til konu sinnar og ságði: — Hvar hefurðu falið kaffið, elskan mín? — Æ, þú ert kjáni, svaraði kon an þreytulega, farðu bara inn í búrið, og á einni hillunni er stór kassi sem stendur á „Rugmjöl", í honum er baukur sem stendur á „Allrahanda" og í honum er kaff- • ið auðvitað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.