Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIt? ÞriSjudagur 5. marz 1957 (Jr verinu LANDSSTJÓRNIN MINNT A LOFORÐ SÍN Útvegsmenn töldu nauðsynlegt að koma saman í fyrri viku á fund í Landssambandi sínu og minna ríkisstjórnina á loforð sín frá því í vetur. Eins og kunnugt er, þá er af- koma útgerðarinnar tvo síðustu mánuði, lélegri en hún hefur ver- iS í mörg ár, og mun leitun á skipi, hvort heldur togara eða vélbát, sem gert hefur verið út hallalaust þennan fyrri helming vertíðarinnar. Það er því ekki nema eðlilegt, að þröngt sé nú í búi hjá þessum aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, sjáv arútveginum. Og marga fleiri fer nú aflaleysið að finna í fjöru, ef þessu fer lengi fram úr þessu, svo margir þræðir liggja til sjáv- arútvegsins. Landssambandsfundurinn sam- þykkti áskonm á stjórnina um að uppfylla loforð sín um fyrir- heit með greiðslu á útflutnings- uppbótum, en nú mun standa upp á ríkisstjómina í þeim efnum milli 20 og 30 milljónir króna Og ennfremur að beita sér fyrir, að bankarnir láni 85% út á út- flutningsuppbætur, sem ekki eru gjaldfallnar. En bankarnir hafa ekki fengizt til að lofa að lána nema 66%%, en þetta munar fyr- ir útgerðina rúmum 8 aurum á kg. af fiski. EKKI NEMA HÁLFSÖGÐ SAGAN Það er gott og blessað fyrir þann, sem á í erfiðleikum og við taprekstur að stríða, að fá það, sem hann á útistandandi og svo lán, en varanleg bót er það ekki. Útgerðin á a. m. k. að gera kröfu til þess, að skip með meðalafla- magni fiski fyrir útgjöldum. Vant ar vart minna en 20—25 aura á hvert kg. af fiski, að svo sé, og á það jafnt við báta sem togara. Það er að vísu ekki séð fyrir endann á vertíðinni, og má vera, að of snemmt sé að örvænta enn um afkomuna. En dökkt er í ál- inn hjá útgerðinni eins og er. Og því miður er mjög hætt við því, að fiskur fari ört minnkandi. í fyrra kom t.d. aldrei línufiskur hjá Faxaflóabátum, sem heitið gæti, og enn verra er það í ár, það sem af er. Ætli það sé ekki rétt hjá fiskifræðingunum, að það hafi í lengri tíma verið tekið meira af stofninum en viðkoman þoldi. Allir muna eftir árunum | fyrir stríð, hvernig aflamagnið dróst stöðugt saman, og það sama á sér stað nú. Það er ekki seinna vænna, ef lífsafkoma þjóð- arinnar á ekki að lenda á kaldan klaka að færa út landhelgislín- una. FRUMKVÆÐI FRAMKVÆMDABANKANS Fiskvinnsluvélar ryðja sér nú æ meir og meir til rúms í frysti- húsunum. Það þótti mikill mun- ur, þegar roðflettivélarnar komu til sögunnar, sem voru margfalt fljótari og gerðu verkið betur en mannshöndin. En mesta bylt- ingin í þessum efnum var þó, þeg- ar flökunarvélin kom til Vest- mannaeyja í fyrravetur. Hún sigr aði þegar alla eða flesta, sem láta sig þessi mál einhverju skipta. Framkvæmdabanki fslands tók þegar með miklum myndarskap á þessu máli og bauð hverjum, sem vildi, að gerast kaupandi að þessum vélum, og myndi hann greiða fyrir þeim viðskiptum. Mjög mörg frystihús pöntuðu þegar vélar og sum margar. Eru nú þessar vélar sem óðast að koma til landsins. Er enginn vafi á því, að þetta á eftir að verða til mikils hagræðis fyrir fiskiðn- aðinn. Það er lítill vafi á, að það hefði kostað mikið erfiði að fá þessar vélar fluttar inn, ef hver einstaklingur hefði þurft að glíma við innflutningsyfirvöldin og svo bankana um fjármagnið til þeirra, og Framkvæmdabank- inn hefði ekki tekið jafnmyndar- lega á þessum málum og raun er á. Hvaðonævo að TVÖ JÁRN í ELDINUM Það er talið af kunnugum, að Rússar fylgi síldinni, allt frá því þeir eru hér á íslandsmiðum á sumrin, á miðin við Færeyjar á haustin og fram eftir og svo íil Noregs ,er Norðmenn byrja að veiða hana eftir áramótin og fram eftir vetrinum og áfram. Menn eru stundum að láta í ljós undrun yfir því, hvers vegna íslendingar geti ekki stundað út- hafssíldveiðar eins og Rússar, og sama er upp á teningnum í Nor- egi. Þar hefur verið gefin sú skýring á þessu, að þessar veiðar séu nátengdar landvörnum Rússa, veiðarnar séu ekki nema annar þátturinn í því starfi. MIKILL FJÖLDI SKIPVERJA Talið er, að um borð í þess- um rússnesku síldarskipum séu milli 40—50 manns. Hér eru ekki nema 18 menn á snurpuskipun- um. Á sumardegi getur þetta sjálfsagt allt gengið, en það má nærri geta, hvílíkum erfiðleikum það er bundið að vera með jafn- fjölmenna skipshöfn á úthafsveið- um í skammdeginu, en góða sjó- menn skapar það, og það er kannski aðaltilgangurinn. Á þess- um flota kváðu vera mest ung- ir menn. LAUNIN ERU EKKI AÐALATRIÐIÐ Svo er það annað atriði, að slík ar veiðar á versta tíma árs myndu ekki þykja ábatasamar hér, en það er eins og Rússarnir líti öðrum augum á það atriði, og er það skiljanlegt, ef þessir ungu menn eru að inna af hendi hluta af herskyldu sinni með þessu sjómannsstarfi. MIKIL ÓNOTUÐ TÆKIFÆRI íslendingar hafa nokkur und- anfarin ár flutt út töluvert af frosinn sild, einkum til Tékkó- slóvakíu og Póllands. Hefur eft- irspurn eftir þessar síld farið vaxandi, þar sem kaupendum fellur hún betur til reykingar en saltsíldin. Norðmenn hafa einnig flutt mikið út af frosinni síld, og nú eru þeir farnir að flytja út fros- in síldarflök, m. a. til Vestur- Þýzkalands. Áður hefur sildin verið flutt út heilfryst og flök- uð síðan í Þýzkalandi. Hér er þó aðeins til að byrja með um 200 lesta útflutning að ræða, en sem hefur þó orðið til þess að vekja deilur í Noregi, þar sem þeir, sem hafa flutt út heilfrystu síld- ina, telja alltof lágt verð á flök- unum, en það var kr. 2,75 kg. fob, og telja það kr. 0,75 of lágt. Þetta verð væri of lágt fyrir íslendinga, en hér bíða samt á- reiðanlega gullin tækifæri, þar sem er útflutningur á frosnum síldarflökum. Það getur vart lið- ið á löngu, þar til hafizt verður handa í þessum efnum. Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri. Fulltruaf undur skógræktarmunnu Erindrehi handa héraðsshóg- ræktariélögunum REYNSLAN hefur kennt mönn- um, að óhentugt er að ganga frá afgreiðslu mála gersamlega, þeg- ar aðalfundur Skógræktarfélags íslands er haldinn, um einhverja helgi síðast í júní, en það hefur verið hefð, að á þeim tíma, væri aðalfundurinn haldinn hvert ár. Það hefur hins vegar komið í ljós að nauðsynlegt er fyrir skógrækt- arfélagsmenn að hittast fyrr á árinu og því hafa slíkir fulltrúa- fundir verið haldnir um mánaða- mótin febrúar—marz, nokkur undanfarin ár. Aðallega eru það öflugustu fé- lögin sem senda fulltrúa sína á þennan fund, er haldinn var sl. föstudag og laugardag í skrifstofu félagsins á Grettisgötu. í fundarbyrjun ræddi skógrækt arstjórinn, Hákon Bjarnason, um ástand og horfur í skógræktar- málum og sagði m. a. í ræðu sinni, að óhjákvæmilegt væri, að starfandi skógræktarmenn gerðu sér starfsáætlun, sem helzt ætti að vera lokið innan fimm ára.. Hann sagði: Hér er aðallega um þrjá aðila að ræða, sem þurfa að samhæfa störf sín, þ. e. Skóg- rækt ríkisins, héraðsskógrækt- arfélögin, sem nú eru 29, og ná yfir allt land, svo og Landgræðslusjóður. Uppruna- lega er hann stofnaður, sem kunn ugt er, í sambandi við Lýðveld- iskosningarnar 1944, en þó fjár- söfnun í þennan sjóð hafi orðið með nokkuð tafsamara móti en upprunalega var búizt við, þá er hann þó orðinn svo öfl- ugur, að hann hefur hvað eftir annað verið megnugur þess að hlaupa verulega undir bagga með skógræktarframkvæmdunum. Hákon benti á, að enn hefir skógræktin ekki náð því lág- marki í plöntuuppeldi, sem stefnt er að, þ.e.a.s., að rækta 2 milljónir plantna til gróður- setningar á landinu árlega. En fullyrða má, að það lágmark ná- ist innan skamms. Við þurfum, sagði Hákon, að gera okkur ljóst, að leggja verður aðaláherzluna á að gróðursetja barrviði, þar sem jarðvegur er hentugur og nokkurt skjól er af kjarri. Til þess að landið okkar verði byggilegra og byggðin haldist örugglega í sveitunum, þá þurf- 1938 fór íslenzk sendinefnd uð leitu uð konungsefni i Berlín Göbbels hafði mikinn áhuga i RIÐ 1938 hafði ríkisstjórn íslands hug á að gera landið að J\ konungsríki. Varð henni þá fyrst fyrir að leita til þýzks prins, sem starfaði í útbreiðslumálaráðuneyti Göbbels og bjóða honum konungstign. Prinsinn varð mjög undrandi en kvaðst þurfa að leita samþykkis Göbbels. Frá þessari merkilegu sögu er ný- lega greint í norska blaðinu Tidens Krav í Kristiansund. Telur blaðið, að það hafi aðeins verið heimsstyrjöldin, sem kom í veg fyrir að ísland yrði sjálfstætt konungsríki. ÚRVAL AÐALSMANNA Sérstök íslenzk sendinefnd kom til Berlínar 1938 og v-ar að leita að konungsefni. Höfðu þeir heyrt að mest úrval væri aðalsborinna ungra manna í Þýzkalandi. Þeir settu það aðeins að skilyrði, að maðurinn sem fyrir valinu yrði væri af aðalsættum og ætti son. Eftir nokkra athugun á að- alsbornum mönnum í Þýzka- landi, kom íslenzku sendi- nefndinni helzt í hug prins Friedrich-Christian af Schaum burg-Lippe, en hann var þá fastur starfsmaður í útbreiðslu málaráðuneyti Göbbels. Prins- inn hefur nýlega sagt frá þessum atburðum í endurminn ingum sínum. ÞRUMU LOSTINN „íslenzka sendinefndin", segir hann, „kom fjölmenn inn í skrif- stofuherbergi mitt og bauð mér krúnu íslands. — Ég varð sem þrumu lostinn og bað um um- hugsunarfrest“. REIÐUBÚINN Fyrst sagði prinsinn konu sinni frá þessu furðulega tilboði. Svo fengu þau sér allar þær bækur og rit, sem þau gátu fundið um ísland og byrjuðu að lesa. Einn- ig náðu þau tali af fólki, sem hafði verið á fslandi. „Því meira sem við kynntum okkur landið, þeim mun meiri löngun höfðum við til að setjast þar að. Svo að ég sagði íslenzku sendinefndinni, að ég væri reiðubúinn. Aðeins þyrfti ég að fá leyfi Hitlers til að taka boðinu. Prisinn segir frá því í end- urminningum sínum, að hann hafi átt samtal við Göbbels um þetta mál. Göbbels var mjög áhugasamur. Hann var hreykinn af að maður úr hans ráðuneyti skyldi fá slíkt til- boð. Þeir töluðu um þetta langt fram á nótt, stundum í gamni og stundum í alvöru. Göbbels gaf prinsinum m.a. það ráð að gleyma nazisma með öllu, þeg- ar hann kæmi til íslands. Já, sagði hann ég skal meira að segja ráðleggja yður að skipa Gyðing sem verzlunarmálaráð herra íslands og hafa svo þýzk an stormsveitarforingja upp með yður sem hirðfífl. En áð- ur en þetta mál næði lengra skall heimsstyrjöldin á. um við að nota okkur til hins ýtrasta skógræktina, svo hún xnegi verða metin til jafns Við aðrar greinar ræktunarinnar,. Raunin er sú að þó við höf- um haft mikið orð á skógrækt, þá vill það alltaf brenna við, að mörgum íslendingum er gjarnt að taka hana ékki alvarlega. Við metum hana líkt og einhverja skrautfjöður, en trúum ekki al- mennilega á það, að hún sé raun- hæf í verki. Og þó geta þeir menn, sem vilja verulega gefa henni gaum, sannfærzt um, að hún er örugg til þess að gera landið okkar byggilegra, vist- legra og notadrýgra en áður. Á fulltrúafundinum um helg- ina var samþykkt með samhljóða atkvæðum að efna á þessu ári, til erindrekastarfs, þar sem skóg- ræktin fengi áhugasaman og fróðan mann í skógræktar- efnum til þess að ferðast um landið, heimsækja héraðsskóg- ræktarfélögin og vera þeim til ráðuneytis og leiðbeiningar í hví- vetna. Þetta er nýmæli, sem áreið- anlega mælist vel fyrir, vegna þess að oft sækir doði á félags- skap, sem er einangraður og nýt- ur of lítillar uppörvunar árum saman. Þá var samþykkt tillaga um að skógræktin efndi til tilrauna- starfsemi í skógrækt. Er það ekki vonum fyrr, að þetta mál komist á fastan grundvöll. Ennfremur var samþykkt til- laga þess efnis, að skora á Skóg- ræktarfélag íslands að efna til nýrrar framleiðslu, þar sem nú er vitað, að hægt er að vinna efni- við úr íslenzka birkinu, er gæti komið að haganlegum notum. Að lokum var tillaga samþykkt um, að héraðsskógræktarfélögin ættu að kosta kapps um, að afla sér girðingarefnis á þessu vori þar sem útlit er fyrir, að óvenju- rúmt sé um útvegun þessa, og ættu menn því að nota tæki- færið að hressa upp á þær girð- ingar utan um skógargróður, sem nú eru farnar að hrörna. Flmttur í Naustið LISTAMANNAKLÚBBURINN er nú að flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði. Verður hann framvegis opinn í „Naustinu" uppi, alla miðvikudaga frá kl. 4 síðd. Skal athygli klúbbfélaga vakin á því, að þeir verða að framvísa félagsskírteini við irm- ganginn. Er þeim eins og áður heimilt að hafa með sér gesti. Listamannaklúbburinn hefur starfað síðan sl. haust. Er það álit margra að hann hafi haft veruleg áhrif í þá átt að auka samheldni og kynni meðal lista- fólks og þeirra, sem hafa áhuga á lístastarfsemi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.