Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBlAÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1957 Heilsumerki í Hollywood 4Ð MARGRA áliti var Holly- wood og bandarískur kvikmynda- iðnaður dauðans matur, eftir að sjónvarpið kom til sögunnar í Bandaríkjunum, Sú varð þó ekki raunin, þótt á ýmsu ylti. Síðast- liðin tvö ár hefur framleiðsla kvikmynda dregizt mjög saman, og árið sem leið voru einungis gerðar 334 myndir í Hollywood, sem er helmingi lægri tala en áður var oft á tíðum. Framleið- endur sáu fram á, að einungis eitt ráð mundi duga þeirra stétt: Að gera færri en betri myndir en fyrr. Er nú svo komið, að orðið Hollywood, sem áður nægði eitt til þess að fæla burt leitandi kvikmyndahúsgesti, lætur nú vel í eyrum. Af myndum þeim, sem gerðar voru í Bandaríkjunum í fyrra, eru fleiri umtals verðar, en taldar verði á fingrum beggja hana. Það er heilsumerkið. f Þeim fríða flokki eru m.a. „Tehúsið“, „Bus Stop“, „Kringum jörðina á 80 dögum“, „The Rainmaker“, „Lífs- þorsti“, „Moby Dick“ og „Baby Doll“, sem hér verður gerð að umtalsefni. KARDÍNÁLINN OG „BABY DOLL," Enda þótt f lestum finnist mynd þessi hin ágætasta, hefur hún ef til vill hlotið meiri athygli og umtal en efni stóðu til. Er þar fyrir að þakka hinum siðvanda föður, Francis Kardínála Spell- man, sem er andlegur leiðtogi rómversk-kaþólskra manna í Bandaríkjunum og arbiter ele- gantiarum — smekkdómari. Er xnyndin var frumsýnd í New York í desember í vetur, lagði hann út af myndinni í stólræðu í St. Patricks kirkjunni í New York „ij.i by Doll“ (Carroll Baker) í síiganum. og úrskurðaði hana syndsamlega og contemnenda, hvar fyrir limir hinnar rómversku kirkju mættu ekki skoða myndina, að viðlagðri bölvun. Með því var myndinni tryggð sigurganga, sem enn er ekki lokið. MAÐUR AÐ NAFNI ELIA KAZAN Elia Kazan er nafn, sem vert er að leggja á minnið. Ekki fyrir þá sök eina, að hann er leik- stjóri og framleiðandi „Baby Doll“. Komið hefur hann allmikið við sögu kvikmyndanna, einkum hin síðari ár. Kazan var kunnur leikhúsmaður í New York, löngu áður en hann gekk kvikmynda- gyðjunni á hönd. Var hann með- al annars frumkrafturinn í leik- húsi því í New York, er „The Actors Studió“ heitir á tungu Bandaríkjamanna, en Leikhús leikaranna á okkar tungu. ,Klakti‘ hann þar mörgum leikurum, er síðar urðu frægir, eins og Shelley Winters og Marlon Brando. Árið 1944 gerði Kazan fyrstu mynd sína: „Það vex tré í Brook- „Baby Doll“ í New York. ★ ★★★★★★★★ ★ BRENNIPUNKTAR ★ Fjórar f jölsóttustu mynd- ★ ir Stjörnubíós í fyrra voru: „Á eyrinni“ (16 ■Á þús.), „Síðasta brúin“, > „Heiða“ og „Stigamaður- ★ inn“ (O, Cangaceiro) ... >■ Draumgyðjan mín er f jöl ★ sóttasta mynd bíósins frá > upphafi (yfir 20 þús. gest ★ ir). . . það er sagt að leig- > an á Rock around the > Clock sé um 30 þús ísl kr. > . . . Forstjóri Stjörnubíós ★ segir mér að helztu mynd > ir, sem sýndar verði þar ★ á næstunni, heiti „Phifft“ > (Kim Novak).......Les ★ Orgueilleux“ (Michéle > Morgan) . . . „Kvenna- > fangelsið“ (Ida Lupino) > . . . og svo náttúrlega > „Regn“ . . . Þrátt fyrir > nýja yfirfærslugjaldið, er > ekki talið að bíómiðar > hækki í verði, a. m. k. > ekki fyrst um sinn ... > íslenzka kvikmyndin > Gilitrutt er ágætlega > sótt, og krakkar segja ★ mér „að hún sé voða haz- > ar, VÆ!“ . . . Sviðleikar- > inn, sjónvarpsleikarinn > og „flugfreyrinn“, Gunn- > ar Eyjólfsson mun vænt- > anlegur til Islands innan > skamms ... > ★ ★★★★★★★★ lyn“. Ætíð hefur hann komið ár sinni svo fyrir borð, að hann hef- ur ráðið nokkru sjálfur um efn- isval og gerð mynda sinna, og þykja það tíðindi. Myndir hans bera það og með sér, að hann er lítill taglhnýtingur. Það er al- manna rómur að hann sé glúrn- astur allra yngri leikstjóra bandarískra um þessar mundir. Alþjóðlega athygli ávann hann sér með mýndunum „Viva Zap- ata“ (1952, „A streetear named Desire“ (1951) og „On the Water- front“ (1954). Aðalsmerki leik- stjórnar hans er náttúran fyrir hinum óbreytta borgara og vanda málum hans, sem lifir sama leið- inlega lífinu og við allir hinir. Myndsköpun hans er nýstárleg og frumleg með þrauthugsaðri víxlverkan fjarmynda og djarfra nærmynda. Leikhúsreynslu sinni á hann það að þakka, að hann spillir ekki leikritunum sjálfum við kvikmyndunina. Elia Kazan er nafn, sem er vert að leggja á minnið. . . . OG ANNAR AÐ NAFNI TENNESSEE WILLIAMS „Baby Doll“ er fjórða leikrit Tennessee Williams, sem hefur verið kvikmyndað. fslenzkum leikhúsgestum eru a.m.k. kunnar tvær þessarra mýnda „The Glass Menagerie" og „The Rose Tattoo". „Baby Doll“ gerist í Suðurríkj- um Bandaríkjanna og í stuttu máli fjallar leikritið og myndin um lífsrotnun tveggja mannvera, sem að nafninu til eru gift, en í raunveruleikanum ósamstæð rek- öld. „Baby Doll“ er barnaleg dreymandi kona, sem gifzt hefur miklu eldri manni. Henni hrýs hugur við hjónasænginni, en hef- ur þó lofað plantekrueigandan- um, bónda sínum að ganga í eina sæng með honum, þann dag er hún nær tvítugsaldri. Hvernig svo fer er bíógestum sjálfum eft- irlátið að sjá, þá er myndin verð- ur sýnd hér. — Gagnrýnendur eru samdóma um, að Kazan hafi tekizt meistaralega að varpa ljósi á árekstra hjónanna, og yfir myndinni hvílir að sögn seiðandi baðmullarakur suðurríkjablær, sem gagntekur. REGN í STJÖRNUBÍÓI Hvað líður verður bandaríska myndin „Regn“ sýnd í Stjörnu- bíói. Er myndin gerð eftir smá- sögu Somersets Maughams: Miss Thompson — er var birt 1921. Kvikmyndahúsgestum mun ef- laust leika hugur á að sjá þessa mynd, einkum þeim, sem séð shriPar úr daglega lifínu Bréf frá einni „16 ára“ KÆRI Velvakandi! Alltaf er verið að ræða um rokkið. Þetta sameiginlega áhuga mál æskunnar. Háskólastúdent telur rokkunnendur á sorprita- menningarstigi. Hvers vegna? — Hvað hafa rokkunnendur gert á hluta hans og annarra, sem alltaf eru að amast yfir spilltri æsku með rock ’n’ roll æði o.s.frv.? — Hefur þessi spillta æska raskað ró þessa fólks sem ekki vill sam- þykkja rokkið sem tónlist, hvað þá sem dans? Hafa glæpir á ís- landi færzt í vöxt af þessum sök- um? Háskólastúdent er skelfingu lostinn. Rokkæðið er orðið svo magnað að jafnvel börn í af- mælisveizlum vilja ekki annað en rokk. Hvernig væri að háskólastúd- ent færi og lærði rokk-dansinn eins og hann er réttur? Ég geri ekki ráð fyrir að þessi börn í af- mælisveizlum hafi mikið vit á rokk-tónlist, en þeim finnst gam- an að dansa rokk af sömu ástæðu og okkur unglingunum. Þessi hopp hafa í raun og veru góð áhrif á sál og líkama. Dansinn er svo léttur, óþvingaður og skemmtilegur, að maður kemst í mjög gott skap við að dansa hann. Svo er þetta ágæt leikfimi í og með. Mér er skapi næst að halda að eldri kynslóðin hafi á móti rokkinu vegna þess að hún er orðin gömul og stirð, og telur það fyrir neðan sinn virðuleika að reyna. Ríkisútvarpið gerir það sem það getur til að geðjast öllum sínum hlustendum, sem eru mjög margir þar sem aðeins ein stöð útvarpar hér á íslandi fyrir utan TFK á Keflavíkurflugvelli. En einhvern veginn finnst mér ákaf- lega lítið af því efni sem flutt er ætlað unglingum til skemmtunar. Samt sem áður, okkur öllum til mikillar ánægju, virðumst við eiga einhver ítökísunnudagsdans lögunum. Við höfum alls ekkert á móti þýzkum, skandinavískum ur finnast mörg þeirra mjög skemmtileg. En takið ekki frá okkur rokkið. Það er ekki hægt að banna eina tegund tónlistar fremur en aðra. Hvers vegna þá ekki að skipta þessu og leyfa há- skólastúdent og hans líkum að hlusta á laugardagskvöldum og hafa þá alls ekkert rokk en helga aftur yngri kynslóðinni sunnu- dagskvöldin og leika rokk-plötur svona í og með. Einnig væri skemmtilegt að fá stöku sinnum að heyra í íslenzkum danshljóm- sveitum sem eru að byrja feril sinn en ekki alltaf þeim sem þeg- ar hafa rutt sér braut. Við viljum komast hjá nöfnum eins og spillt æska, rock ’n’ roll óðir unglingar og fólk á sorprita- menningarstigi. Eftir nokkur ár þegar rokkið er úr sögunni og hefur ekki skilið neitt eftir sig, hvorki gott, né illt, frekar en charleston forðum, þá munum við hugsa brosandi aftur í tím- ann og bera rokkið saman við það sem þá mun vera númer eitt í heimi æskunnar. En eins og er lofið okkur að vera óáreitt með okkar húllum hæ, trunt trunt og tröllin í fjöllunum, rugg óg veltu eða hvað sem hver vill kalla það, því það þýðir allt það sama, það sem æska alls heimsins skemmtir sér við í dag. — 16 ára. KÆRI Velvakandi: Mig langar til að segja þér dálitla ferðasögu, sem mér fannst reglulega ánægjuleg í alla staði. Eftir nokkrar vangaveltur dreif ég mig suður í Hafnarfjörð til þess að sjá „Svefnlausa brúð- gumann“ eftir Arnold og Bach því að eftir blaðaskrifum að dæma mátti ég eiga von á að skemmta mér og það má með sanni segja að ég skemmti mér alveg konunglega og fannst mér borga sig þessi venjulega fyrir- höfn að fara úr einum strætis- vagni í annan. Þarna er á boð- stólum skemmtilegt og ágætlega þýtt gamanleikrit, sem auðvelt er að skilja. Maður getur alveg grátið af hlátri með köflum. Og ef ég ætti að bera frammistöðu leikara saman við það, sem maður sér hér í höfuðborginni, þá finnst mér þeir í L. H. standa sig með miklum ágætum. En sem sagt þetta er ferðasagan og langar mig að koma þessu á framfæri því að ég veit að margir hér í bænum setja fyrir sig þessa löngu leið, en hún margborgar sig sú ferðin því að ég held að flestir ef ekki allir myndu eiga þarna mjög góða og skemmtilega kvöldstund. Húsmóðir. Rita Hayworth í hlutverki Sadie Thompson í „Regn“. hafa aðrar myndir, sem gerðar hafa verið eftir sögum Maughams t.d. „Trio“ (glettilega skemmti- leg mynd, sem byggð er á smá- sögunum: Mr. Know-All, The Verger og Sanatorium) og „Quart et“. Er það hvorttveggja, að Maugham er skemmtilegur rit- höfundur, meistari í frásögnum og mannlýsingum, teller of tales — eins og hann kallar sjálfan sig, og svo hefur verið vandað tif myndanna. Hvort „Regn“ muni afla sér vinsælda sem hinar mynd irnar, læt ég ósagt ,en sagan er snjöll. Mikið er undir því komið hvort leikstjóranum tekst að túlka á næman og smekklegan hátt, það sem söguhöfundur eft- irlætur lesendum að lesa á milli línanna um samband aðalpersón- anna, pútunnar Miss Thompson og hins „ráðvanda" trúboða David son. Rita Hayworth leikur Miss Thompson og segir það nokkuð. Er henni lýst í sögunni á þá lund, að hún hafi gengið í hvítri blússu og hvítum hælaháum stígvélum, „sem kálfarnir belgdust út yfir“. Ekki er að efa að Hiss Hayworth takist vel upp í lokasenunni, er höfundur lætur Miss Thompson hreyta út úr sér *hinni nöpru kveðju til karlmannanna, og oft- lega er vitnað í: „You men! You filthy, dirty pigs! You are all the same, all of you! Pigs! Pigs! (þ.e. Allir karlmenn eru eins: saurug, saurug svín). — Alter Ego. Sandgerðisbálar með sæmilega veiði SANDGERÐI, 2. febrúar: Gæft- ir voru sæmilegar tvær síðustu vikur. Farnir voru almennt 9— 10 róðrar. Alls voru farnir 157 róðrar, af 18 bátum. Afli var 815 lestir og er heildaraflinn nú um mánaðamótin 3011 lestir í 550 róðrum. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 3606 lestir í að eins 355 róðrum. f róðri í fyrra var að meðaltali 10,1 lest, en nú aðeins 5,4 lestir að meðaltali. Aflahæsti báturinn hér í dag er mb Víðir frá Garði með 271 lest. Næstur er Mummi frá Garði með 241 lest og þriðji er Muninn frá Sandgerði með 212 lestir. — Aðrir bátar eru með frá 122 lest- um upp í rúmar 200 lestir. Fyrsta loðnan kom til Sand- gerðis í dag og veiddi hana vb Maí frá Sandgerði, hjá Þridröng- um við Vestamannaeyj ar. Kom báturinn með 200 tunnur. Los- aði hann í Grindavík og hefur loðnunni verið dreift þaðan um Suðurnesin. — Axel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.