Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBfZÐlÐ Þriðjudagur 5. marz 195T Fjölbreytt afmælismót 1 tiEeíni 50 ára afmælis Hefjast á morgun — lýkur á sunnudag TTINN 11. marz eSa n.k. mánudag eru 50 ár liðin síðan íþrótta- íélag Heykjavíkur var stofnað. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Andreas J. Bertelsen og var hann fyrsti formaður félagsins, en þeir hafa alls verið 14. í tilefni afmælisins efnir ÍR til fjölbreyttra afmælismóta og í tilefni þessara merku tímamóta verður þetta ár eitthvert glaesilegasta ár í sögu félagsins. Hingað koma erlendir íþróttamenn á vegum þess og ÍR-ingar fara utan tii keppni í mörgum greinum, þýzkur úrvalsþjálfari er hingað kominn til að kenna ÍR-ingum og fleirum og ráðizt verður í glæsi- iega bókaútgáfu í tilefni afmælisins. ★ MERKT FÉLAG ÍR hefur verið forystufélag á mjög mörgum sviðum íþrótta, og saga þess er öll merkilegri en svo að hennar verði að nokkru veru- legu leyti gerð skil í stuttri blaða grein. Því verður hér getið þess helzta sem félagið brýtur upp á í tilefni afmælisins, en síðan reynt að gera hinu félagslega for ystustarfi félagsins betri skil en hér væri hægt n.k. laugardag. ★FIMLEIKASÝNING Afmælishátíðahöldin hefjast með því að annað kvöld verður fimleikasýning og körfuknatt- leikskeppni að Hálogalandi. Hefst mót þetta kl. 8,30. Sýnir þar kvennaflokkur ÍR undir stjórn Sigríðar Valgeirsdóttur. Hefur þessi flokkur tekið mikl- um framförum á stuttum tíma, sem Sigríður hefur verið með hann. Þessi flokkur mun sýna á alþjóðlegu fimleikamóti í sumar og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig nú. Þá verða þarna tveir leikir í körfuknattleik. Meistaraflokkur ÍR leikur við nýbakaða fslands- meistara IKF, en þeir tóku meis aratignina af ÍR-ingum rétt fyr- ir áramótin. Aðalfundnr Glímnróðsins 12. AÐALFUNDUR Glímuráðs Reykjavíkur var haldinn í fundar sal Í.S.f. Grundarstíg 2, 22. þ. m. Mættir voru fulltrúar Glímufél. Ármanns og UMFR auk fulltrúa ÍSÍ, Hannesar Sigurðssonar og fulltrúa ÍBR, Baldurs Möllers. Formaður ráðsins, Baldur Krist insson gaf skýrslu um störf þess á árinu. Haldin voru 4 opin- ber glímumót, ásamt bændaglímu 17. júní. — Gjaldkeri las reikn- inga G.R.R. sem voru samþykkt- ir. Fyrir fundinum lá bréf frá K.R. um úrsögn úr ráðinu. Rögnv. Gunnlaugsson skýrði fundinum frá því, að sl. tvo vetur hefði verið reynt að fá unga menn til þess að æfa hjá glímu- deild félagsins, en án árangurs. Þar sem glímudeildin ekki starf- ar, óskaði stjórnin eftir því, að sinn maður hætti störfum í ráð- inu. Urðu allmiklar umræður um þetta mál og skoruðu fulltrúar félaganna á gamla K.R. að sjá svo um, að reynt yrði að efla fram- gang glímunnar og halda starfinu áfram. Kjörin var ný stjórn: Rögnvald ur Gunnlaugsson KR, form. Ól- afur Jóhannesson UMFR, ritari, Gísli Guðmundsson, Ármanni, gjaldkeri. Þá verður leikur í kvenna- flokki milli ÍR og ICR. SUNDMÓTE0 Á fimmtudagskvöldið verður fjölbreytt sundmót í Sundhöll- inni. Meðal keppenda þar í 10 greinum verða allir beztu sund- menn landsins, og ef að líkum fer, verður þarna mikil og tví- sýn lceppni, ekki sízt vegna þess, að keppni er einnig á milli fél- aganna — stig eru gefin og það félag sem flest stig hlýtur fær bikar að launum. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Á laugardagskvöld verður inn anhússmót í frjálsíþróitum að Hé logalandi. Þar verður m.a. keppt í fyrst sinn á opinberu móti í stangarstökki innanhúss, en fram að þessu hefur keppni í þeirri grein aðeins verið á innanfélags- mótum. Meðal keppenda á mót- inu má nefna Valbjörn Þorláks- son í stangarstökki, Vilhjálm Einarsson í langstökki án at- rennu og hástökki, en hann hef- ur nýlega sett íslandsmet í báð- um greinunum, Guðm. Valde- marsson fyrrv. methafa í lang- stökki o.-fl. o. fL SKÍÐAMÓT Á sunnudaginn kl. 2 verður skíðamót í Hveradölum. Verður keppt í svigi, göngu og stökki. Á VEGUM Skíðaborgar var hald ið hér á Siglufirði skíðamót. laugardaginn 16. febr. og sunnu- daginn 17. Á laugardaginn var keppt í svigi karla B og C flokki og í svigi drengja 11—13 ára. Sama braut var fyrir B og C flokk. Úrslit: B. -fl. 1. Hákon Ólafss. 50,3 sek. C. -fl. 1. Kristinn Þorkelss. 56,7. Svig drengja 11—13 :'ra: 1. Ásgrímur Ingólfsson 36,6 sek. 2. Gísli Kjartansson 39,2 sek. 3. Haukur Björnsson 49,2 sek. Á sunnudaginn var keppt í göngu drengja og stúlkna. Ganga drengja 7—8 ára: 1. Birgir Jónsson 9 mín. 42 sek. 2. Bergur Eiríksson 9 mín. 55 sek. 3. Jónas Ragnarsson 10 mín. 04 sek. Ganga drengja 9 og 10 ára: 1. Kristján Jónsson 10 mín. 23 sek 2. Eyþór Þorsteinsson 10 min 57 sek. 3. Halldór Kristjánsson 11 min. 02 sek. Ganga drengja 11 og 12 ára: 1. Jóhann Sævar Guðmundss. 14 mín. 15 sek. Bikarar eru sigurlaunin í hverri grein. Án efa skemmtilegt mót og vinsælt. HANDKNATTLEIKUR Að kvöldi sunnudagsins verð- ur handknattleiksmót að Háloga- landi. Þar munu ÍR-ingar keppa við sterka mótherja í ýmsum flokkum. Aldrei hefur hand- knattleikur staðið með meiri blóma hjá ÍR en nú á þessu af- mælisári og þarna verður því um skemmtilegt mót að ræða, sem raargir vilja áreiðanlega fylgjast með. Að kvöldi mánudagsins 11. marz — afmælisdagsins — efna ÍR-ingar til samsætis að Hótel Borg. Hefst sú hátíð með borð- haldi, en mun standa fram á nótt. Hálfrar aldar starfs verður þar minnzt og hvatt til dáða á ókomnum árum. OLYMPÍUBÓKIN ÍR mun í sambandi við 50 ára afmælið gefa út veglega bók, sem nefnist Olympíuhókin, sem „silf- urmaðurinn" frá Melbourne, Vil- hjálmur Einarsson, hefur að mestu ritað. Er það ágrip af sögu frjálsíþróttanna á Olympíuleik- unum frá 1896 ásamt afrekaskrá 3 efstu manna í hverri grein, saga Olympíuleikanna frá forn- öld, — og ferðasaga Vilhjálms til Melbourne. Seinni hluti bókar- innar er svo þættir úr starfi Í.R. Bók þessi verður prýdd fjölda mynda, og má hiklaust telja, að hún verði kærkomin öllum unn- endum íþrótta, ungum sem öldn- um, enda verður hún hin eigu- legasta. 2. Hallvarður Óskarsson 14 mín. 23 sek. 3. Haraldur Erlendsson 14 mín. 45 sek. Ganga drengja 13 og 14 ára: 1. Sigþór Erlendsso-n 19 mín. 54 sek. 2. Guðbrandur Om Vigfússon 19 min. 59 sek. 3. Gunnar Guðmundsson 20 min. 02 sek. Ganga telpna: 1. Þóra Gunnarsdóttir 7 min. 29 sek. 2. Johandine Sverrisdóttir 7 mín. 58 sek. 3. Birgitta Guðlaugsdóttir 7 .nin. 59 sek. Þátttakendur í móti þessu voru alls 77. Daglega fara nú fram æfingar í svigi og æfingar í stökki eru að hefjast af fullum krafti. Innan skamms verður annað mót. Er ætlunin að lceppt verði þar í göngu og stökki í öllum aldursflokkum. Mót þetta verður auglýst næstu daga. Framm yfir áramót var svo snjólétt í Siglufirði og nágrenni, að um æfingar var ekki að ræða. Það var fyrst í febrúar að Sigl- firðingar fengu skíðasnjó — og er hann nú notaður af kappi. Skíðamót á Siglufirði Einn þekkfasti frjálsíþrótta- þjálfari Þjóðverja hér Þjálfar á vegum Í.R. T TILEFNI af 50 ára afmæli íþróttafélags Reykjavíkur, hefur ■*■ félagið ráðizt í að fá hingað til lands þjálfara í frjálsum íþróttum. Leitaði félagið víða fyrir sér, en fyrir tilstilli tveggja íslendinga, sem lagt hafa stund á íþróttir í Þýzkalandi, þeirra Valdemars Örnólfssonar og Eiríks Haraldssonar, varð þýzki þjálf- arinn Edward Russmann fyrir valinu. ★ AÐALLEGA HJÁ ÍR Russmann kom til landsins s.l. sunnudag og mun þegar taka til starfa. Hann mim fyrst og fremst æfa ÍR-inga ,en er líða tekur á vorið og undirbúningur undir landskeppnina við Dani hefst fyrir alvöru; mun hann starfa að einhverju leyti hjá Frj álsíþróttasambandinu. ★ REYNDUR MAÐUR Edward Rússmann er um fimmtugt og er í hópi beztu þjálfara Þjóðverja, og er þá mikið sagt, því að Þjóðverjar eru forystuþjóð á þessu sviði. Rúss- mann hefur verið kennari við þýzka ríkisíþróttaskólarm í Köln og þar kynntust íslendingamir tveir honum. Róma þeir mjög kennslu hans. ★ MIKILS MÁ VÆNTA Það er mikill íengur ísl. íþróttamönnum að ÍR skuli hafa tekizt að fá þennan reynda þjálf- ara. Hann hefúr þjálfað marga af beztu íþróttamönnum Þjóð- verja, t. d. spretthlauparann Germar sem talinn er bezti sprett hlaupari Evrópu. En sérgrein Rússmanns eru tæknigreinarnar, stökk og köst og þar eigum við íslendingar marga efnilega menn, sem ættu að taka miklum frcim- förum undir handleiðslu Rúss- manns. I Bridge -jyáttur i' Spurnorþottur II. 6. Parakeppni, báðir á hættu: N. A. S. V. pass pass 14 2 A pass pass ? Þú ert Suður og átt A Á-7-5 ¥ Á ♦ Á-D-6-4-2 A K-10-7-6 Hvað segir þú? 7. Rúbertubridge, báðir utan hættu: V. N. A. S. 1 ♦ pass 2 4 ? Þú ert Suður og átt A D-9-8-4 ¥ Á-G-10-5 ♦ K-G-7-2 ♦ G Hvað segir þú? 8. Sveitakeppni, báðir á hættu: V. N. A. S. 1 ¥ pass 2 ♦ ? Þú ert Suður og átt ♦ K-D-9-6 ¥ K-10-8 ♦ Á-K-D-9-7 ♦ 5 Hvað segir þú? 9. Rúbertubridge, báðir á hættu: N. A. S. V. 1 ♦ pass 2 ¥ pass 2 ♦ pass ? Þú ert Suður og átt ♦ D-6-4 ¥ Á-9-7-6-5 ♦ Á-9-7-6 ♦ 3 Hvað segir þú? 10. Rúbertubridge, N-S á hættu: S. V. N. A. 1 ♦ pass pass dobl ? Þú ert Suður og átt ♦ K 4 ¥ D-G-6 ♦ Á-K-D-7-5-4-3 ♦ Á Hvað segir þú? Svör við spurnorþætti I. dæmi 1 dæmi 2 dæmi 3 dæmi 4 dæmi 5 Róbert Sigmundsson .. 3 A Guðm. Ó. Guðmundsson 3 4> Guðlaugur Guðmundss. 3 ♦ Stefán Stefánsson .... dobl Gunnlaugur Kristjánss. 3 •?> pass 2 ♦ 3 * pass? pass 3 ♦ 3 ¥ pass pass 2 ♦ 2 G 3 * pass 2 ♦ 3 G pass 1 G 2 ♦ 3 G 3 A Sagnir og skoðanir bridgeþáttarins: 3 lauf: Þó kemur dobl til grein, en andstæðingarnir eru utan hættu. 1 grand eða pass: Hvor sögnin sem er, er smekksatriði. 2 spaðar: Það er ekki von í game, ef Norður getin- ekki sagt aftur. 2 grönd: Við höfum nægan tíma til að ná game. Má segja 3 lauí. 3 spaðar: Norður vill reyna meira. Gefum upp spaða ás

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.