Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 11
Þrlðjudagur 5. marz 1957 MOnCTJTSBLAfíirt 11 I Stutt morgunheimsókn Flökunarstöð Keflavíkur ÞVÍ HEFUR löngum verið spáð fyrir Keflavík, að jafnskjótt og vinna á Keflavíkurflugvelli minnkaði, eða legðist niður, væri að mestu úti um Keflavíkurbæ og atvinnulífið þar. Hafa þessir spádómar verið byggðir á því, að atvinnulífið hér væri að mestu byggt á flugvallarvinnunni. Svo er þó ekki, enda er nú svo komið, að vinna hefur mjög dregizt sam- an á flugvellinum og þrátt fyrir það er hér nóga vinnu að hafa. Hingað sækja stórir hópar ut- an af landi í vinnuleit og ávallt eru nóg verkefni fyrir þá er hingað koma. Ástæðan til þess að atvinnu- líf hér heldur áfram að blómgast, þrátt fyrir alla vinnustöðvun ó flugvellinum, er sú, að skammt er héðan á ein fengsælustu fiski mið landsins. Stór floti fiski- báta sækir héðan á mið þessi og flytur daglega tugi lesta af þeim gula á land. Skilyrði til auk- innar framleiðslu og betri nýt ingar aflans hafa verið stórum bætt á síðustu árum. Fimm stór frystihús í bænum, eru stöðugt að bæta við sig geymslupláss- um. Rétt ofan við höfnina standa þrjár stórar vinnslustöðvar, er hafa hráefni sitt úr gullkistu hafsins. Eru það Lýsisbræðslan, Fiskiðjí.n, er vinnur úr beinum og síld og svo Flökunarctöðin. ÆVINTÝRALEGUR HRAÐI Flökunarstöðin er aðeins fárra mónaða gömul og enn ekki að öllu fullgerð. Er hún reist af Fiskiðjunni, en það fyrirtæki er sameign hraðfrystihúsanna hér. Flökunarstöðin er sú fyrsta sinn- ar tegundar hérlendis, og brá ég mér í smáheimsókn þangað er vinna stóð yfir. Það var fyrir há- degi, því oftast er flökun lokið um hádegi, þar sem vinna hefst kl. sex að morgni. Það má segja, að Flökunarstöðin, sem er 1500 fermetrar að stærð, hafi verið byggð upp með ævintýralegum hraða. Ekki var byrjað á bygg- ingunni fyrr en seint í ceptember. en góðri tíð var það að þakka, að vel tókst til og hægt var að hefja starfsemina strax og fyrstu bátar hér hófu róðra sína. Flök- unarstöðin tekur fisk af 17—20 bátum daglega. Er fiskurinn tek- inn beint úr bátunum og slægður í Flökunarstöðinni. Fyrst var það fyrirkomulag haft, að fiskurinn var slægður jafnóðum og hann var flakaður, en það gafst ekki vel, svo horfið var frá því. Nú er fiskurinn slægður í ákvæðis- vinnu strax og hann berst til stöðvarinnar, en ekki er byrjað á flökun hans fyrr en að morgni. Hrognum, lifur, beinum og flök- um er sliipt milli bátanna í hlut hausunarvélar og fjórar roðfletti- vélar. Eru þær þýzkar af gerð- inn Baader 99, framleiddar í Lú- beck. f FLÖKUNARSAL Við hvora vélasamstæðu starfa sjö menn og fá tveir þeirra alltaf hálftíma hvíld eftir hvern unn- inn klukkutíma, þar sem vinnan er mjög þreytandi. Einn tekur fiskinn af færibandinu og setur hann í afhausunarvélina í þar til gerð mót, sem halda fiskinum föstum. Afhausunarvélin er stór lárétt panna og er fiskinum þannig raðað, að hausinn er við jaðar hennar. Snýst pannan móti sólargangi og við jaðar hennar eru tveir hringhnífar að ofan og neðan, er sníða hausinn af fisk- inum jafnskjótt og hann fer fram hjá. Frá afhausunarvélinni er fisk urinn tekinn og settur í trémót, þannig að hann liggur rétt fyrir þeim er „matar“ flökunarvélina. Sá, sem það gerir, tekur fiskinn úr móti þessu og leggur hann í vélina þannig, að sporðurinn vís- ar inn í hana. Eins lronar grip- armar grípa um sporðinn og draga fiskinn inn í vélina og undir hnífana. Þeir stilla sig eftir stærð fisksins. Eftir að hnífarnir hafa flett flökunum af beinunum halda beinin áfram gegnum vél- ina og falla að lokum u færiband, er skilar þeim beina leið út í beina verksmið j una. VÉL ÚR VÉL Flökin falla niður á færibönd, er færa þau sitt hvorum megin út úr vélinni og í roðfletti- vélarnar. Þessi bönd skila flök- unum alltaf í réttum stillingum, þannig að þau falla á roðið og eru því tilbúin í næstu vél. Ef flökin eiga að vera þunnildalaus, verður maður að standa við roð- flettivélina og vísar hann flökunum undir vél, er sker þunn ildin af. Er flökin nú koma úr roðflatningsvélunum falla þau enn á færiband, sem flytur þau fram í afgreiðslusalinn. Þar taka fjórir menn við þeim, flökin falla í kassa og er liössunum jafnóðum og þeir fyllast komið fyrir á bíl- ana, er flytja þá til frystihús- anna. Þar eru flökin pökkuð og hraðfryst til geymslu. 50—60 TONN Á 5'A TÍMA í ílökuparstöðinni starfa 30 menn og er verkstjórinn Ólafur Björnsson. Skrifstofa hans er í .miðju húsinu alveg uppi undir þaki. Þaðan sér Ólafur yfir allan vinnusalinn og getur vel fylgzt með starfseminni. Segja má að herbergi þetta sé eins konar ,heili“ flökunarstöðvarinnar. — fyrir gæði framleiðslunnar, hversu fljótt flökin komast í kæli geymslu. Fiskur, sem berst á land seint að kvöldi, er kominn í kæli- geymslu á hádegi daginn eftir. VELARNAR SKOÐAÐAR í Flökunarstöðinni hitti ég komizt upp í 24 fiska á mín., en afhausunarvélin getur aftur á móti hausað 26 fiska á mín. Mestu erfiðleikana kvað Ámundi vera þá, hversu stór fiskurinn væri hér, en þessar vélar eru byggðar fyrir göngu- fisk. Fram að þessu hefur fisk- urinn verið afar stór og feitur og hefur þurft að handflaka hina allra stærstu. Nú seinna í vetur er von á þriðju vélinni í viðbót, sem ætluð er fyrir ýsuflökun. Forstjóri Fiskiðjunnar og flök- unarstöðvarinnar er Huxley Ól- afsson. Skúli Skúlason sá um byggingu hússins, raflagnir ann aðist Óskar Sæmundsson og upp- setningu og smíði færibanda sá Guðbjörn Guðlaugsson um. STAKSTEINAR falli við það magn er þeir leggja ' Þaðan er öllum tækjum stjórnað, inn til vinnslu. MóttokusalJrinn er mjög stór og rúmgóður. Eftir honum endilöngum gengur tvö- falt færiband, er flytur fiskinn í sjálfan flökunarsalinn. Fjórir menn vinna við að kasta fiskin- um á færiböndin. Rétt áður en fiskurinn yfirgefur móttökusal- inn, fellur hann í þró og fær þar sjóbað, er þveginn. Úr þrónni flytur annað færiband fiskinn upp í flökunarsalinn og að vélunum. Flökunarvélarnar eru tvær, en sambyggðar þeim eru tvær af- allir rofar vélanna eru þar á ein- um stað. Ólafur segir mér, að stöðin afkasti 50—60 lestum af slægðum fiski á 5% tíma. Er ég spyr hann hvort nýting sé eins góð frá vélunum og þegar hand- flakað er, segir hann mér að vél- arnar skili 6—7% betri nýtingu. Yfir þetta hefur hann töflu mikla sem sýnir daglegt hlutfall vinnsl- unnar. Þegar flakað er með þunn- ildum eru hlutföllin allt að 48% fiskur, en þunnildalaust 42%. Þá hefur það ekki svo lítið að segja t Flökunarsíöðinni. — Á efri myndinni sést fiskurinn koma á færibandi, sem liggur úr fiskþrónni í fiskflökunarsalinn, þar sem flökunarvélarnar taka við honum. Á neðri myndinni, sem einnig er tekin í flökunarsal, sjást flökunarvalsar og afhausunarvél. Ámunda Ólafsson og spurði ég NÆSTI ÁFANGI hann um ýmislegt varðaiidi þess- ar margbrotnu vélar. Hann var túlkur þeirra íslendinga, sem sendir voru héðan á námskeið til Baader-verksmiðjunnar s.l. haust. Lærði hann jafnframt, ásamt Guðjóni Jónssyni, meðferð vélanna. Hafa þeir síðan séð um vélarnar og starfa með þeim tveir þýzkir verkfræðingar frá verksmiðjunum. Gaf Ámundi mér góða lýsingu á vélunum. Sem dæmi um hversu margbrotn- ar þessar vélar eru og þurfa ná- kvæmrar hirðingar við, má geta þess að á hvorri vélasamstæðu eru 250 smurkoppar, sem daglega þarf að smyrja í. Þá eru í hvorri vél 10 hnífar og þarf að brýna 8 þeirra daglega. Flestir hnífanna eru hjólmyndaðir. Það sem verst fer með hnífana eru önglar, sem oft leynast í fiskin- um. Ámundi segir mér að afköst vélanna, hvorrar fyrir sig, geti Er ég yfirgef flökunarstöðina og sé færiböndin er flytja beinin í næstu verksmiðju, verður mér hugsað til framtíðarinnar. Það hlýtur að verða næsti áfangi í byggingarframkvæmdum hér að reisa stórt hraðfrystihús við flök- unarstöðina, sem svo flytur flök- in beina leið í frystihúsið og áframhaldandi yrði svo hafnar- garður fyrir framan frystihúsið og fram á hafnargarðinn rynnu kassarnir frá frystigeymsl- unni og um borð í skipin, er flytja fiskinn á markaðinn. Sá garður er víst fyrir löngu fyrir- hugaður þarna, var það víst áður en nökkurn dreymdi um flökun- arstöð og færibönd. En nú er ég kominn að okkar litlu og þröngu höfn, og hún er efni í aðra grein, sem bíður síns tíma. Ingvar. Anglio-fundur ú fimmtudug FJÓRÐI skemmtifundur Anglia — félags enskumælandi manna — verður haldinn í Sjálfstæðis- húsinu fimmtudagskvöldið 7. marz og hefst kl. 8,30 e. h. Á skemmtifundi félagsins í febrúar sviðsetti Benedikt Árna- son tvíþáttung og léku auk hans þær Katrín Thors og Hólmfríð- ur Pálsdóttir. Var leikrit þetta létt og skemmtilega með farið af þeim þremenningunum, sem fluttu það á mjög góðri ensku og ■jjjij i r iHHIIiHlllniii ir...lltl_' Flökunarstöðiu var reist á aðeins fáum máuuðum (Myndirnar tók Björgvin Guðmundsson). við mikla hrifning fundarmanna. Er þetta annað leikritið, sem Benedikt Árnason setur á svið fyrir Anglia á þessum vetri, en hann er einn þeirra, er sér um fundarefni fyrir félagið (ásamt þeim Haraldi Á. Sigurðssyni og Kristni Hallssyni). — Á fundi þessum söng Jón Sigurbjörnsson. einnig brezk og ítölsk lög og þótti söngur hans í senn skemmtilegur og smekklegur að vanda. Næstkomandi fimmtudags- kvöld verða skemmtiatriði í höndum erlendra listamanna, sem hingað koma frá London með þriðjudagsflugvélinni og er enn allt á huldu um hvaða ágætu listir er hér um að ræða. Loks er ætlað að þeir Þorsteinn Hannesson og Kristinn Hallsson Glíman við víxlaiia“ Tímanum er auðsær léttir að því, að minna skuli skrifað um íslenzk málefni um þessar mund- ir erlendis en lengst af á síðasta ári. Af venjulegri hógværð og víðsýni orðar Tíminn þetta svo á sunnudaginn í grein, er nefu- ist „Glíman við víxlana": „Það hefur orðið nokkurt hlé á ófrægingarstríðinu og umboðs- . menn erlendra fréttastofnana á skrifstofum íhaldsblaðanna hafa lítið brugðið fyrir sig er- lendum tungum þessar síðustu vikur“. Blaðið gætir þess ekki, að á- stæðan til meiri þagnar nú um ísland utanlands en áður er sú, að Hermann Jónasson hefur skot- ið sér undan að greiða víxlana, sem hann tók þá ábyrgð á um að fylgja stefnu kommúnista í utanríkismálum. Greiðslufpll Hermanns. Þá hindraði Hermann að samið væri við Breta um afnám lönd- unarbannsins. Nú hafa þeir samn- ingar verið gerðir, þó með lak- ari kjörum fyrir okkur íslend- inga en fáanleg voru. Mestu máli skiptir, að fallið var frá því að reka varnarliðið á | brott, eins og Hermann hafði boð- I að og lofað kommiínistum. Hversu lengi þeir þola Her- manni undanbrögðin um greiðslu þess víxils er ósýnt enn. Einar Olgeirsson fór ekki dult með það við flokksbræður sína í Finn- landi, að gengið mundi eftir efnd- unum og gaf fyllilega í skyn, að verkalýðsfélögunum yrði beitt til að knýja þær fram. Koma siálfstæðu b'óð- féla^' ó lcné“ Auðvitað eru fslendingar út I frá metnir eftir athöfnum sín- um, en hvorki lýsingum stjórnar- andstæðinga né stjórnarsinna á þeim. Þessa dagana býsnast Tíminn sí og æ yfir því, að Morgunblað- ið segir satt og rétt frá vinnu- deilunum, sem reka nú hver aðra. Á sunnudaginn segir Tíminn t.d.: „Jafnframt reyna þessi blöð að gera sem mest úr þeim erfiðleik- um, sem eru á samkomulagi at- vinnurekenda og launþega í nokkrum greinum“. En sjálfur segir Tíminn: „Stöðvun siglinga er því al- varlegur atburður nú á tímum, ekki síður en til forna, en sigl- ingaleysi varð m.a. til að koma sjálfstæðu þjóðfélagi á kné — — ---------. Áframhaldandi stöðv- un kaupskipanna hlýtur senn að valda fjölda manna margvísleg- um erfiðleikum og þjóðarbúskapu um miklu tjóni að lokum“. Það er ekki nóg að Iofa vinnu- friði og fullyrða í öðru orðinu að hann sé fyrir hendi, þegar Tíminn sjálfur neyðist til að segja, að ástandið sé slíkt, að það sé líklegt til að koma „sjálf- stæðu þjóðfélagi á kné“. Ekki ávinninpnnr nú“ Annars staðar í sunnudagsblaði Tímans eru raktar ástæður til kauphækkana að undanförnu. Segir þar: „Það er þessi vaxandi skæru- hernaður, sem á stóran þátt í öfugþróun efnahagsmálanna sein ustu tvo áratugina“. syngi saman brezk og íslenzk lög, I Skömmu síðar segir um komm- en þeir félagar gera það í fyrsta skipti opinberlega hér á landi. Hins vegar hafa þeir skemmt sam an á samkomum íslendinga í London. Sést á þessu, að vænta má góðr £ skemmtunar á Angliafundin- um nk. fimmtudag. únista og Alþýðuflokk: „Það skal ekki heldur farið út í þá sálma hver flokkurinn hefir gengið lengra í þessum efnum, enda ekki ávinningur nú að slík- um metingi“. Þessi orð munu lengi í minnura höfð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.