Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. marz 1957
MORGU1VBLAÐIÐ
9
Irskar kosningar í skugga
kreppu og jbjóðernisæsinga
I' RAR ganga til kosninga í dag.
í>eir velja 147 fulltrúa á þing
sem allir eru kosnir hlutfalls-
bundinni listakosningu. I>ar af
leiðir aö allmargir stjórnmála-
flokkar eru starfandi í írlandi
og hefur aðeins einn þeirra, Fi-
anna Fail, flokkur de Valera,
möguleika á að fá meirihluta á
þingi.
Skipting stjórnmálaflokka á
Irlandi fer ekki eftir vinstri- eða
hægri-stefnu, sósíalisma eða
frjálslyndi. Flokkarnir hafa flest-
ir myndazt á ákveðnum örlaga-
stundum í sjálfstæðisbaráttu íra,
þegar menn innan sjálfstæðis-
hreyfingarinnar greindi á um
Kveðja kjósendurnir de Valera
enn til að taka við stjórninni?
Eamon de Valera, hinn aldni
forustumaður. Sýna kjósendur
honum traust?
hvaða leiðir bæri að fara. Síðan
hafa flokliarnir haldizt við á
sögulegum grundvelli og um-
hverfis mikilhæfa persónuleika.
HELZTU FLOKKAR
Stærstu flokkamir eru þessir:
Fianna Fail er flokkur Eamon
de Valera, sem um langt skeið
var foringi íra í sjálfstæðisbar-
áttunni og síðan um áraraðir
sjálfkjörinn forsætisráðherra. —
Hann er nú 74 ára, þjáist af sjón-
depru, en er stöðugt virtur mest
manna. í síðustu kosningum
1954 hlaut flokkur hans 67 sæti
og skorti þar með 7 upp á hrein-
an meirihluta.
Fine Gael er sögulega séð
flokkur, sem fyrr vildi ganga að
samningum við Breta en flokkur
de Valera. Hann hlaut í síðustu
kosningum 48 þingsæti. Foringi
hans er John Costello, sem verið
hefur forsætisráðherra hið liðna
kjörtímabil.
Verkamannaflokkurinn er
flokkur verkalýðshreyfingarinn-
ar. Hann er ekki sósíalískur
flokkur, en hefur að undanförnu
barizt fyrir auknum almanna-
tryggingum. Foringi hans er
Norton, er verið hefur varafor-
sætisráðherra. Hann hlaut við
síðustu kosningar 17 þingsæti.
Lýðveldisflokkurinn er smá-
flokkur þjóðernissinna er berzt
fyrir sameiningu alls Irlands. —
Hann hefur aðeins þrjú þingsæti.
en vegna skiptingar sætanna á
þingi hefur hann haft oddaað-
stöðu og því verið miklu áhrifa-
meiri en fylgi hans bendir til.
Foringi hans er Sean McBridc.
ERFH)Hi TÍMAR
Síðasta kjörtímabil var við
völd á trlandi samsr.eypu-
stjórn Fine Gael, Verkamanna
floKksins og Lýðveldisflokks-
ins undir forsæti Costellos.
Samstarf þeirra iiefur ekki
verið sérlega gott né ánægju-
legt. Stjórnln hefur átt við
mikla efnahagsörðugleika að
stríða. Stjómin setti á við-
skiptahöft, hækkaði tolla og
skatta og af þessu er nú farið
að gæta erfiðleika hjá fram-
leiðsluatvinnuvegunum, at-
vinnuleysi hefur gert vart við
sig, fólk flýr svcitirnar og
margir flytjast úr landi. —
Stöðnun er greinilcg i við-
skipta- og atvinnulífi hvar
sem litið er.
Fyrir stjómarflokkana eru
kosningar þessar því haldnar á
hinum versta tíma og virðist al-
mennt viðurkennt, að þeir muni
tapa fylgi vegna öngþveitisins í
efnahagsmálunum. Og það er
einmitt vegna þeirra, sem flokk-
ur de Valera gerir sér vonir um
að hljóta nú slíka fylgisaukn-
ingu, að hann nái meirihluta á
þingi.
STJÓRNARSAMSTARF
ROFIÐ
Nú lcynnu menn að spyrja,
hvers vegna Costello, sem er
gamall og reyndur stjórnmála-
maður velji svo óheppilegan tíma
fyrir flokk sinn til að leggja út
í kosningar. Og er því til að
svara, að því réðu atvilc sem
hann gat ekki ráðið við. Minnsti
flokkurinn, Lýðveldisflokkurinn,
rauf stjórnarsamstarfið út af
mjög harkalegri deilu, er allt í
einu kom upp um sameiningar-
mál írlands.
SAMEINING ÍRLANDS
Sjálfstæðisbarátta íra stefndi
frá upphafi að því að sameina
alla hina „Grænu eyju“ í eitt
sjálfstætt ríki. I>að olli írum því
miklum vonbrigðum, er þeir
lýstu yfir sjálfstæði 1921, að hluti
landsins, eða Norður-Irland hélt
áfram tryggð við Breta og vildi
ekki ganga í hið unga írska rílci.
Flestir írar líta svo á að sjálf-
stæoisbaráttunni sé hvergi lokið
hefur, reis upp í Norður-írlandi
í desember s.l. Telja menn að
orsök hennar séu m. a. hinar
áhrifamiklu utanaðkomandi
fréttir um frelsisbaráttu í Ung-
verjalandi og um viðbrögðin við
Súez-árásinni.
Skemmdarverkin hófust 12.
desember, samdægurs á fjölda-
mörgum stöðum. Var sýnilegt, að
þau myndu vera nákvæmlega
skipulögð frá írska lýðveldinu.
Þennan dag voru margar brýr
sprengdar upp, einnig lögreglu-
stöðvar. Benzíni var sprautað
yfir dómhús 'eitt og síðan kveikt
í, herskálar sem voru í smíðum
voru eyðilagðir, útvarpsstöð
BBC í Londonderry var eyði-
lögð, símalínur voru skornar á
víð og dreif o. s. frv. — Þessi
skemmdarverk héldu áfram
næstu vikur og var auðvitað að
IRA eða írski lýðveldisherinn var
að verki.
Áður hafa írsk stjómarvöld
látið sig litlu skipta aðgerðir
skæruliðanna í Norður-írlandi.
En nú brá hún út af sínum vana
ef til vill vegna þess hve skemmd
arstarfsemin var mikil að þessu
sinni. Costello forsætisráðherra
birti yfirlýsingu, þar sem hann
sagði að enda þótt allir írar vildu
sameiningu landsins, væri ekki
hægt að styðja né sjá gegnum
fingur við slíkar hermdaraðgerð-
ir og ekki væri hægt að þola
leynifélagsskap, sem færi með
ránum og morðum.
Hóf írska lögreglan nú
skipulagða leit að skemmdar-
verkamönnum. Hafa senniiega
um 200 verið handteknir og
fangelsaðir í írlandi. En at-
hyglisvert er hve þeir bera
sig borginmannlega í réttar-
salnum. Setja þeir upp arm-
bönd með litum þjóðfánans og
eru hinir hermannlegustu.
Æsingar hafa orðið víða um
írland vegna handtaka og
þegar fram fóru jarðarfarir
írskra mamia er féllu í bar-
daga við brezka lögreglu, fóru
menn úr lýðveldishernum
fylktu liði um götumar á und-
an líkvagninum.
FORINGI SKÆRULIHA
HANDTEKINN
Hinn 8. janúar gerðist sá at-
burður, að írskur blaðamaður að
nafni Sean Cronin var handtek-
inn þar sem hann var á ferð i
bifreið sinni skammt frá landa-
mærum Norður-írlands. í fögg-
um hans fundust vasabækur með
skrifuðum nafnalistum og ýms-
um áætlunum um „skæruliða-
hernað". Það er nú talið að þessi
maður hafi verið herráðsforingi
írska lýðveldishersins. Mál hans
er í rannsókn í Dublin og má vera
að í þeirri rannsókn verði grafið
fyrir rætur leyniíélagsins.
Jolin Costello foringi Fine Gael.
Stjórn hans átti í erfiðleikum.
meðan Norður-írland er enn
hluti brezka ríkisins. En menn
greinir á um, hvemig vinna
skuli að sameiningu. Áður fyrr
háðu írar vopnaða frelsisbaráttu
gegn Bretum. Þeir stofnuðu hinn
svonefnda lýðveldisher, sem hélt
uppi skæruhernaði og skemmd-
arverkum.
Af þessu telja sumir írar
það eðlilega þróun, að skæru-
liðahernaðinum sé haldið
áfram í Norður-írlandi. Hafa
alltaf við og við verið að ber-
ast fregnir þaðan um að árásir
hafi verið gerðar á lögreglu-
stöðvar, samgöngutæki séu
eyðilögð og jafnvel að mönn-
um sé gerð vopnuð fyrirsát.
Mjög er þetta þó misjafnlega
mikið. Stundum hafa skemmd
arverkin alveg legið niðri
lengri tíma, stimdnm blossað
upp á mörgum stöðum. En at-
hyglisvert er að skemmdar-
verkin hafa ætíð verið mest
rétt við írsku landamærin og
þvi á almanna vitorði, að
skærnliðarnir komi handan'
yfir landamærin frá írlandi.
SKIPULÖGÐ
SKEMMDARVERK
Nú vildi svo til, af einhverjum Sean Mac Bride foringi Lýðveld-
ástæðum, að ein sú mesta isflokksins rauf stjórnarsam-
skemmdarverkaalda, sem komið starfið.
írskir skæruliðar hafa undanfarið unnið fjölmörg skemmdarverk
í Norður-írlandi. Myndin sýnir lögreglustöð er þeir sprengdu upp.
Það var í skugga þessara at-
burða, sem lýðveldisflokkurinn
rauf stjórnarsamstarfið. Hann
leit svo á, að írski lýðveldisher-
inn væri skæruliðafélag sem
ynni að sameiningu. írlands. —
Starfsemi hans sé því fullkom-
lega lögmæt.
DE VALERA
NÝTUR TRAUSTS
Kosningarnar í dag eru
haldnar á vi'ðsjárverðum tím-
um. Það er kreppa í efnahags-
lífi írlands, vopnaðar róstur
og lögregluaðgerðir hafa æst
hugi manna. Það er margra
álit að hinn aldni stjórnmála-
leiðíogi de Valera hljót? á ný
meirihluta-fylgi. Fólk trúir
því að honum megi auðnast
að færa allt til betri vegar,
leysa verzlunarhöftin og
stuðla að sameiningu alls ír-
lands.
Mikill iramfarahugur
ÁRNESI, 1. febr. — Eins og kunn
ugt er hefur veturinn, það sem
af er, verið óvenjumildur. Allt
fram á jólaföstu var hægt að
vinna hvers konar útistörf hér
n'orðanlands. Margt var því unn-
ið til hagræðis hjá mörgum bænd-
um og hvert tækifæri gripið, sem
gefst, vor, sumar, haust og vet-
ur.til þess að byggja, rækta og
prýða jarðirnar.
Merki þessa framfarahugar og
skapandi starfs sjást nú víða
blasa við, þá ferðazt er um land-
ið. Sennilega mun það þó vera
eindæmi hér á landi, að einn
bóndi hafi steypt fullkomna ak-
braut heim að bæ sínum röska
100 m. leið frá þjóðbraut.
Bóndi sá er lauk þessu starfi
í svartasta skammdeginu norð-
anlands er Óskar Jónsson óðals-
bóndi í Klömbur í Aðaldal. Um
nokkur undanfarin ár hefur Ósk-
ar unnið að þessu verki, ýmist
einn eða með sonum sínum -—
aðallega í frístundum að aflokn-
um mestu haustönnunum.
Eðlilegt væri, að sjálft íslenzka
ríkið hefði orðið á undan þess-
um 72 ára þingeyska bónda um
lagningu þjóðvega úr varanlegu
efni, þar sem ætla má að steypt-
ar akbrautir verði framtíðar-
lausnin í samgöngumálum þjóð-
arinnar á landi. Og víst er um
það, að ánægjulegt væri, að ferð-
ast um sveitir íslands eftir renni-
sléttum, steyptum þjóðvegum ef
hver heimreið og bóndabýli væri
Óskar Jónsson
með því handbragði er bóndinn
í Kömbur hefur tileinkað sér í
verki. Ætla má, að fáir íslenzk-
ir bændur hafi fremur unnið til
æðstu heiðursmerkja fyrir vask-
leik, ræktun og búnaðarstörf, en
Óskar Jónsson, er hefur nú með
einstæðri framsýni sýnt þjóð
sinni hvernig hægt er að leysa
samgöngumálin á landi til fram-
búðar. Þetta framtak merkisbónd
ans, svarar til þess, að allir bænd
ur landsins gætu í sameiningu
lagt steypta akbraut milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur á 3—4
árum. — Fréttaritari.
Helmingur bílakostsins á
landinu er í Reykjavík
¥ SKÝRSLU vegamálastjóra yf-
ir bifreiðir landsmanna seg-
ir að hér á landi hafi hinn 1. jan-
úar síðastl. verið 16.911 bílar
stórir og litlir í umferð, þar af
um helmingurinn hér í Reykja-
vik, eða 8049 bílar.
Utan Reykjavikur eru flestir
bílar í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu 1500 og á Akureyri og
Eyjafirði 1032. Fæstir bílar eru
í Ólafsfjarðarlcaupstað 49, en sú
sýslan sem fæsta bíla telur er
Strandasýsla 102.
Enn eru jeppamir flestir af
einstökum tegundum fólks-
bíla, 2284 bílar alls, þá kemur
Ford 1364, Chevrolet 1035, Austin
559,, Skoda 531, Dodge 519, Opel
409, Plymouth 304 og Valkswag-
en 274.
Flestir vörubílanna, sem alls
eru 5473, eru Chevrolet 1483,
Ford 1161 og síðan kemur Dodge
429. Og flestir stærri fólksflutn-
ingabíla, langferðavagna, stræt-
isvagna o. s. frv. eru Fordbílar
95, Chevrolet 62 og Volvo 45.
Hér á landi voru í fyrra 15,611
bílar og árið þar áður 12293.
Elzti bíllinn, sem nú er í um-
ferð er síðan 1923, en af árgang-
inum 1957 eru 9 bílar. Flestir
bílanna eru síðan 1946, 3255.
I skýrslunni er einnig skýrt
frá tölu bifhjóla og eru þau nú
alls 328.