Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1957, Blaðsíða 10
10 M O R C TJ N Ti T/A Ð1Ð Þriðjudagur 5. marz 1957 ntilritaMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavfk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Áhrii kommunista ó stjórn íslenzkra utanríkismóla Hann skellti skollaeyrum við álium fyrumæium „áhafuarinnar“. UTAN UR HEIMI // Cereyddu sjáSfum þér ÞAÐ hefur vakið mikla athygli almennings á Islandi, að utan- ríkisráðherra hefur fyrir skömmu gert einn af aðalleiðtogum komm únista að fulltrúa íslans á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þetta hef- ur ekki einungis þótt athyglis- vert hér heima heldur hefur það vakið mikla undrun meðal ann- arra lýðræðisþjóða. Núverandi utanríkisráðherra, sem er Alþýðuflokksmaður, hafði fullvissað þjóðina um það, að hann mundi fara sínu fram um stjórn utanríkismálanna meðan hann færi með þau. Kommúnist- ar myndu ekki hafa aðstöðu til þess að hafa áhrif á stjórn þess- ara þýðingarmiklu mála. Þetta fyrirheit hefur utan- ríkisráðherrann vanefnt á mjög vítaverðan hátt. Hann hefur skipað einn af eindregn- ustu Moskvukommúnistunum í hópi islenzkra kommúnista sem fullfrúa ísiands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Þessi ráðstöfun, er vissulega sízt til þess fallin, svo ekki sé tekið djúpt í árinni, að auka heiður íslands eða traustið á þjóð þess. Þvert á móti mun hún stuðla að aukinni tortryggni lýðræðis- þjóða gagnvart íslenzku þjóðinni. Kommúnisti í Norður- landaráði En lýðræðisflokkarnir í nú- verandi ríkisstjórn hafa gert fleira til þess að auka áhrif kommúnista á meðferð íslenzkra utanríkismála og þátttöku fs- lands í alþjóðlegri samvinnu. — Fyrir skömmu kusu Alþýðu- flokksmenn og Framsóknarmenn annan aðalleiðtoga kommúnista til þess að sitja fund Norður- landaráðsins í Helsingfors. — Er það í fyrsta skipti sem Alþingi íslendinga sendir kommúnista á fund þeirrar stofnunar. Það er af þessu auðsætt, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn hafa ekki aðeins fengið kommúnistum víðtæk og örlagarík áhrif á stjórn íslenzkra innanríkismála. Þeir hafa jafn- framt skapað þeim aðstöðu til þess að hafa rík áhrif á utan- ríkismál okkar. Þess vegna senda þeir hvern kommúnistaleiðtog- ann á fætur öðrum á alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Hótun Einars í Helsing- fors Einar Olgeirsson hefur notað för sína á fund Norðurlandaráðs m. a. til þess, að sækja þar fund kommúnistaleiðtoga og gefa yfir- lýsingu í finnsku kommúnista- blaði um afstöðu flokks síns til íslenzkra varnarmála. Hann skýr ir frá því i samtali við þetta blað, að „herstöðvamálið muni tekið upp að nýju á fslandi". — Hann segir að kommúnistar og fulltrúar þeirra í ríkisstjórninni hafi aðeins talið „rétt að bíða og sjá þangað til ástandið skýrist". Loks segir Einar Olgeirsson í samtalinu við hið finnska komm- únistablað, „að verkalýðurinn stendur á til að koma hinum amerísku hermönnum burtu“. Hinn íslenzki kommúnista- leiðtogi hefur greinilega hót- að því, að þegar hann telji heppilegt að taka upp kröfuna um brottflutning varnarliðs- ins á íslandi þá muni ríkis- stjórnin verða knúð til þess að beita sér fyrir því. Með sverðið yfir höfðinu Þannig á sverð Einars Olgeirs- sonar og flokks hans stöðugt að hanga yfir höfðum núverandi ríkisstjórnar og bandamanna ís- lands í vanrarsamtökum hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Leið- togi íslenzka kommúnistaflokks- ins lýsir því yfir, að þegar „vel stendur á“ ætli hann sér að koma varnarliðinu burt af íslandi. Þetta segir Einar Olgeirsson í Helsingfors, þangað sem harin var sendur af Alþýðuflokks- mönnum og Framsóknarmönnum á Alþingi. Og hann segir að það muni verða „verkalýðurinn“ sem muni beita sér fyrir því að gera ísland varnarlaust. Þannig ætla kommúnistar sér ennþá einu sinni að mis- nota verkalýðsfélögin til póli - tískra herhlaupa í þágu flokkshagsmuna sinna. Hefur verðbólgan stöðvazt? f fyrrgreindu samtali segir Einar Olgeirsson einnig frá því, „að vegna aðgerða rikisstjórnar- innar hafi verðbólgan stöðvazt“. Skyldi þetta nú vera satt? Það væri vissulega ánægjulegt ef svo væri. En almenningur á ís- landi veit betur. Fólkið veit að undanfarið hafa verulegar hækk- anir orðið á framfærslukostnaði í landinu. Það veit líka að kaup- gjald hefur hækkað hjá einstök- um starfsgreinum, sem lagt hafa út í vérkfall, samanber t.d. flug- mennina. Sannleikurinn er þess vegna sá, því miður, að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags heldur áfram á íslandi. Hjól verðbólgunnar heldur áfram að snúast, enda þótt kommún- istar hafa verið keyptir dýru verði inn í ríkisstjórn. Afstaða utanríkis- ráðherra Til þess er að lokum ástæða að beina þeirri spurningu til utan- ríkisráðherra, hvort hann hygg- ist halda áfram að senda komm- únista sem fulltrúa íslands á al- þjóðlega fundi og ráðstefnur. — Engin vestræn lýðræðisþjóð hef- ur gert kommúnista að fulltrúa sínum á allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, nema fslendingar. Finnst utanríkisráðherra sómi að þeirri sérstöðu íslands, álítur hann að hann hafi gert íslandi gagn með þeirri ráðstöfun, finnst honum að hann hafi staðið við það fyrirheit sitt að bægja komm- únistum frá áhrifum á stjórn ís- lenzkra utanríkismála? Það væri æskilegt að þessum spurningum væri svarað hið M l'iargir vilja halda þvi fram, að hin hraða tækniframþró- un nútímans sé manninum hættu- leg — eða geti a. m. k. orðið það. Margir eru sem sé þeirrar skoð- unar, að vélarnar komi til með að taka við stjórninni, ef svo fer fram sem horfir. í fáum orðum sagt: Við mennirnir verðum þræl ar vélanna. Fátt er þó svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott — segir máltækið, og í þessu sambandi getum við einnig bent á það. Sér- fræðingar þeir, er fást við smíði fjarstýrðra eldfluga eru sagðir standa fremst allra sérfræðinga nútímans, sennilega vegna þess, að heilafóstur þeirra komast lengra út í hið ókunna, lengra frá mannheimum en nokkrir aðr- ir jarðneskir smíðisgripir. Og sér- fræðingar þessir hafa slegið mjög athyglisverðan varnagla við al- mætti hinna fjarstýrðu flug- skeyta: Með því að styðja á einn ákveðinn hnapp í smiðju sinni geta þeir skipað flugskeytinu að gereyða sjálfu sér. Slíkt ætti að vera trygging fyr- ir því, að þessir fljúgandi tækni- heilar geti ekki sýnt sköpurum sínum nokkurn yfirgang. arna erum við búin að færa fram sönnur fyrir því, að enginn þurfi að óttast yfirgang af hálfu fjarstýrðra flugskeyta. Svona er það líka í málfræðinni. Menn paufast við að læra alls kyns reglur — og svo, þegar menn eru loksins búnir að festa regl- urnar sér í minni, kemur það æv- inlega upp úr dúrnum, að til eru nokkrar undantekningar frá þess um reglum, EINS OG ÖLLUM ÖÐRUM REGLUM. En undantekningarnar eru aldrei lagðar til grundvaílar. Þær gleymast yfirleitt þangað til menn reka sig á þær. Og þannig atvikaðist það á dögunum ,er sér- fræðingar nokkrir í Bandaríki unum skutu á loft fjarstýrðu flugskeyti, að flugskeytið neitaði algerlega að hlýðnast fyrirskip- unum þeirra á jörðu niðri — að ekki sé minnzt á það „að gereyða sjálfu sér“. Og við skulum þá hverfa vestur á eyðimerkurnar í Nýju Mexico, til herflugvallar eins, sem er miðstöð tilrauna með fjarstýrð flugskeyti þar um slóð- ir. en Matadorinn hlýddi ekki og strank PlugskeytiS heitir Mata- dor og er nær 40 feta langt. Mata- dor flýgur með 650 mílna hraða á klukkustund — og sagt er, að smíði hans kosti um 100 þúsund dollara. Mörgum slíkum skeytum hefur verið skotið á loft frá her- stöð þessari, og öll hafa þau hrap- að niður á eyðimörkina að til- raunafluginu loknu, eins og ráð er fyrir gert. Það var því engin nýlunda, að sérfræðingarnir þurftu þenan morgun að sjá á bak einum þessara ástkæru Matadora, sem ævinlega höfnuðu í þúsund molum úti á sandauðninni — og lágu þar fyrir hunda og manna fótum. JS. snatri voru öll hin sjálfvirku tæki athuguð að vanda — áður en skeytið var sent út í geiminn. Ekkert var athugavert við Matadorinn, og klukkan rúm- lega 10 um morguninn barst mik- ill þytur út yfir eyðimörkina þeg- ar hann sagði skilið við jörðu — og stefndi hátt. Uppi í háloft- inu var þota á sveimi. Hún beið eftir komu Matadorsins og átti að fylgja honum eftir til þess að ganga úr skugga um að hann hlýddi öllum fyrirmælum að neð- an. Eins konar njósnari. Stjórn- endur á jörðu geta að vísu fylgzt með því hvort fyrirmælum er hlýtt, en vissara þykir að láta mannsaugað vaka yfir „tilrauna- dýrinu", þegar kostur er. Tveim mínútum eftir að Mata- dor var kominn á loft gaf „á- höfnin“ á jörðu niðri honum „skipun" um að sveigja til vinstri, síðan til hægri. Þotu-flugmaður- inn vitnaði. Skipununum hafði verið hlýtt samstundis. Aftur var Matador látinn gera þessar til- gangslausu sveigjur nokkrum sinnum. N- -. J- ” iu minutum eftir flug tak var enn gefin skipun um sveigju — og eins og áður virt- ist allt vera í stakasta lagi. En skyndilega, er sveigjan var hálfn- uð — þá hætti Matador að hlýða. Langar 10 sekúndur beið „áhöfn- in“ í ofvæni eftir að hann sæji sig um hönd, en allt kom fynr ekki. Hins vegar sveigði hann á hina hliðina og hélt nú áfram beinni stefnu, hvað sem „áhöfn- in“ gerði til þess að hindra þetta frumhlaup — án þess svo mikið sem að senda kveðju. „Flugstjór- inn“ skeytti þá engu, en sendi þegar skipun: Gereyddu sjálfum þér. „Áhöfnin" beið. Flugskeyt- ið hélt áfram án nokkurra tafa. Það hafði skellt skollaeyrum við öllum fyrirmælum. Auðséð var nú, að vélarheilinn hafði gert uppreisn og var nú á hröðum flótta — sennilega vel undirbún- um flótta. í níu minútur fylgdi njósna- þotan strokuskeytinu eftir — í 35,000 feta hæð. Nú var eldsneyti hennar á þrotum — og hún varð að hætta eftirförinni ’ og snúa heim. Innan fimm mínútna voru aðrar þotur komnar á loft og var þeim ætlað að skjóta Mata- dor niður á flóttanum. Aldrei komu flugmenn þotanna auga á fórnardýrið — og snéru því heim með hreina samvizku. Neyðarástandi var þegar lýst í herstöðinni — og í útvarpi voru íbúarnir í þeim héruðum, er ætlað var að Matador mundi fljúga yf- ir, aðvaraðir. Strokuskeytið hafði nefnilega vikið það mikið af fyr- irhugaðri flugleið, að nú var það komið út fyrir eyðimörkina — og stefndi á Salt Lil.e City, en það er borg með um 180 þús. íbúum. Heldur brá „áhöfninni" í brún, er henni reiknaðist svo til, að eldsneyti Matadorsins, sem entist til stundar flugs, mundi þrjóta, er hann væri yfir borg- irini. Sem betur fór hafði hann engar púðurtunnur innanborðs, aðeins stjórntækin, sem tóku stjórnina í sínar hendur. En þrátt fyrir það var íbúum borgarinnar mikil hætta búin, því að það væri langt frá því að vera notalegt að fá Matadorinn úr 35,000 feta hæð, í höfuðið. Borgarbúar sátu því allan daginn milli vonar og ótta við glugga sína og skimuðu upp í háloftin — og bjuggust á hverri stundu við því að sjá fer- líkið stingast niður um reykháf- inn. En Matador kom aldrei. E nn er ekki vitað með vissu hvar hann hefur fallið til jarðar, en augljóst er, að hann hefur hætt við að láta sig falla niður í Salt Like City — séð, að flóttinn var vonlaus — og steypt sér til jarðar áður en eldsneytið þraut. A. m. k. kveðst kona ein alllangt frá borginni hafa séð fer- líkið fara lágt yfir, og maður einn í Wyoming kveðst hafa heyrt, er Matador kom til jarðar með brauki og bramli. Illska hefur hlaupið í „áhöfnina" og sérfræð- ingana. Þeir segjast ekki vilja hafa nein afskipti af þessum ó- þæga Matador og segja, að leit að brakinu yrði dýrari en smíði nýs skeytis. Leifar hins óstýriláta Matadors liggja því einhvers stað- ar í auðninni fyrir hunda og manna fótum alveg eins og leifar allra hinna bræðra hans, sem skotið hefur verið út frá móður jörð. Og, þegar öllu er á botninn hvolft, hafa sérfræðingarnir enn vinninginn. muni taka málið upp þegar vel fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.