Morgunblaðið - 09.03.1957, Side 1
24 síður
Enn verðui dióttui ú
hieinsun Súez-sbuiðmins
Tvö smáskip sigla um hann á morgun
KAIRO, 8. marz. — Egypzkir
kafarar hófu í dag að undirbúa
fjarlægingu síðustu skipanna
er liggja á botni Súez-skurð-
arins. Eru þau tvö, sitt í
hvorum enda skurðarins. Er
annað þeirra 10 þús. lestir
að stærð — og segja Egyptar,
að mikið af sprengjuefni sé
í lestum þess. Froskmenn er
athugað hafa skipið, segj-
ast ekki hafa fundið neitt
sprengiefni í því.
Wheeler, yfirmaður björg
unariiðs S.Þ. skýrði frétta-
Réttarhöldin yfir þeim mönn-
um, sem Kadar-stjórnin sakar
um að hafa tekið þátt í frelsis-
baráttu Ungverja, halda stöð-
ugt áfram í Búdapest. Myndin
hér að ofan er úr réttarsaln-
um, er blaðamaðurinn Gyuala
Obersovszky var dreginn fyr
ir réttinn. Svör hans komu
dómaranum, sem var kven-
maður, oft úr jafnvægi.
Ghana
meðlimur S.Þ.
NEW YORK, 8. marz. — í
dag samþykkti Allsherjar-
þingið einróma upptöku
hins nýja Afríkulýðveldis
Ghana í samtök Samein-
iðu þjóðanna. Tillagan
um upptöku lýðveldisins
var borin fram af öllum
aðildarríkjum brezka sam-
veldisins að Suður-Afríku
undanskildu.
Einar Olgeirsson kominn heim
Frétta að vænta af friðarsókninni,
sem Timinn boóaói
U’INAR OLGEIRSSON er nú
koniinn heim úr utanför
sinni. Hann mun hafa komið til
landsins aðfaranótt fimmtudags
en hefur enn ekki tekið sæti
forseta Neðri deildar né sézt í
sölum Alþingis.
Mikla eftirtekt vekur, að mál-
gagn forsætisráðherra, Tíminn,
hefur ekkert skýrt frá ferðum
Einars, síðan blaðið fyrir rúmri
viku sagði frá því, að Einar hefði
orðið eftir ytra, en aðrir fulltrú-
ar í Norðurlandaráði héldu heim.
Setti Tíminn þá staðreynd í sam-
band við fregn um, „að Moskvu1
herrarnir vilji nú gjarnan reyna
að endurvekja friðarhreyfingu
sina undir stjórn heimsfriðarráðs-
ins og hefja nýja sókn á þeim
vettvangi, þó undir miklu traust-
ari stjórn frá Moskvu en áður
var“.
Ennfremur sagði Tíminn:
, „Því var veitt athygli í Hels-
ingfors á dögunum, að kommún-
istaleiðtoginn Mauri Ryoma, sem
kunnur er fyrir óbilandi þjón-
ustusemi við Moskvu-valdið, vék
af fundum Norðurlandaráðs 16.
febrúar og þeysti til Moskvu“.
Nokkrum dögum seinna, þ. e.
21. febrúar, birti aðalmálgagn
kommúnista í Helsingfors viðtal
við Einar Olgeirsson undir fyrir-
sögninni „Herstöðvamálið tekið
upp að nýju á íslandi". Lýkur
samtalinu með þessum orðum
Einars:
„Verkalýðurinn mun taka mál-
ið upp þegar vel stendur á til að
koma hinum amerísku hermönn-
um burt“.
Sú friðarsókn, sem Einar tók
undir með þessum orðum, fékk
skjótlega góðan hljómgrunn í
Þjóðviljanum. Hann segir hinn
6. marz:
Jorðskjdlftar valda miklum
skemmdam í Grikklandi
Aþena, 8. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. drottning héldu í dag, strax, er
TVEGGJA snarpra jarðskjálftakippa varð vart í Þessalíu í fréttin barst út, með tundurspilli
Norður-Grikklandi í dag. Ollu jarðskjálftarnir miklum ^il Volos til þess að kanna
skemmdum, sérstaklega í Farsala héraðinu, en þar munu hafa skemmdirnar og sýna íbúunum
fallið og gereyðilagzt langt á annað þúsund hús.
hluttekningu.
„Frá engu atriði stjórnarsamn-
ingsins er jafn tryggilega gengið
og brottför hersins og engin svik
væru herfilegri en ef út af því
væri brugðið enda kemur það
ekki til greina.
Um hitt er spurt hvenær látið
verði til skarar skríða, og það er
mjög slæmt að endurskoðun
samningsins skuli hafa verið dreg
in fram yfir það sem ákveðið
hafði verið og um ótiltekinn
tíma“.
Enn segir Þjóðviljinn:
„Það hefur aldrei verið nein
röksemd fyrir því að fresta brott-
för hersins, og því fyrr sem ríkis-
stjórnin viðurkennir þá stað-
reynd því betra“.
Hér er einarðlega að orði
komizt. Kveður nú óneitanlega
Kadar verblaunar
fyrir hvern, sem
drepinn er
ERLEND blöð telja áreiðanleg
ar heimildir fyrir því, að
Kadarstjórnin greiði landa-
mæravörðum sínum nú offjár
fyrir hvern þann flóttamann,
sem tekst að handsama eða
skjóta á flóttanum. Mun upp-
hæðin, sem lögð er til höfuðs
hverjum flóttamanni, nema
um 4,000 ísl. kr. I þessu sam-
bandi er bent á það, að landa-
mæravárzlan við Austurríki
hafi eflzt það mjög að undan-
förnu, að aðeins örfáum tekst
að flýja á hverjum sólarhring.
mönnum svo frá í dag, að Eg-
yptar hefðu enn ekki gefið
S.Þ. leyfi til þess að hefjast
handa um að fjarlægja skip-
in. Björgunarliðið biði reiðu-
búið — hvenær sem er. Kvað
hann hollenzka björgunarsér
fræðinga mundu þegar hefja
björgunartilraunir, þegar
leyfi fengist.
Skurðurinn er nú fær smá-
skipum og komu tvö skip til
Port Said í dag — og er bú-
izt við að þeim verði veitt
leiðsögn um skurðinn á morg
un. Önnur sex lítil skip komu
að norðurenda skurðarins í
dag ,en ekki er víst hvort þau
komast suður eftir á morgun.
við annan tón en t.d. I áramóta-
hugleiðingum Hannibals Valde-
marssonar, þar sem reynt var að
drepa málinu sem mest á dreif.
Telja ýmsir, að hin skelegga
yfirlýsing nú sé í beinu sambandi
við friðarsóknina, sem Tíminn
varaði menn við. Verður því fróð
legt að heyra hvað Einar Olgeirs-
son hefur nú til málanna að
leggja. Hvort hann verður jafn-
eindreginn í athöfnum hér og í
orðum austur í Helsingfors.
Eisenhower ekki
heill heilsu
WASHINGTON, 8. marz. —
Blaðafulltrúi Eisenhowers skýrði
blaðamönnum svo frá í dag, að
Eisenhower væri ekki við futl-
komlega góða heilsu. — Mundi
hann hyggja á hvíld áður en hann
héldi til Bermudaráðstefnunnar
seinni hluta þessa mánaðar.
Hefur Eisenhower þrálátt
kvef — og einnig er hann slæm-
ur af bólgu í vinstra eyra. Kvað
blaðafulltrúinn forsetann ætla til
Florida um miðja næstu viku, og
hvílast þar þangað til að Berm-
udaráðstefnunrii kemur.
Dulles er væntanlegur frá
Ástralíu í næstu viku, en þar sit-
ur hann fund Suð-austur-Asíu-
bandalagsins. Mun hann senni-
lega fara til Florida og ræða við
Eisenhower áður en haldið verð-
ur til Bermuda.
Nixon er væntanlegur úr
Afríkuferðinrii 21. þ. m.
— Reuter.
Yfirráðum Israels á Sinai-skaga lokið
New York, París og E1 Sheikh, 8. marz — Einkaskeyti frá Reuter.
¥¥AMMARSKJÖLD tilkynnti í dag, að herstjórn S. Þ. hefði tekið
■“ við allri stjórn á Gaza-ræmunni og innan skamms mundu
ísraelsmenn einnig fá S. Þ. í hendur yfirstjórn við vestanverðan
Akaba-flóa. Skömmu síðar bárust fregnir frá E1 Sheikh á Sinai-
skaga — og sagði þar, að yfirráðum fsraelsmanna á skaganum væri
lokið. Finnsk 254 manna hersveit hefði tekið stjórnina við Akaba-
flóa í sínar hendur í kvöld.
★ Um 10 þúsund manns búa
1 héraði þessu — og sló miklum
óhug á Ibúana, er fyrri kippsins
varð vart. Héldu flestir sig utan
dyra það sem eftir var dagsins.
Annar kippurinn varð miklu
snarpari — og urðu þá eyðilegg-
ingar þær, er fyrr gerinir frá.
Einnig urðu skemmdir í nokkr-
Nugy fyrir rétt?
ÞAÐ er haft eftir áreiðanleg-
um hcimildum í Austur-Ber-
lín, a* fyrir dyrum standl í
Ungverjalandi sýndarréttar-
höld yfir Imre Nagy — og eigi
að dæma hann sekan um að
bera ábyrgð á októberbylting-
unni i Ungverjalandi.
um borgum í nágrenninu — m. a.
í Volos, en þar urðu miklar
skemmdir og slys af jarðskjálft-
um fyrir tveim árum.
★ Vegna þess að fólk var
flest undir berum himni, er
síðari kippurinn kom, urðu
ekki eius mikil slys á mönn-
um og annars hefðu getað orð-
ið, þar eð mikill fjöldi húsa
hrundi, ekki einungis í Far-
sala, heldur og víða í nágrenn-
inu. Frétzt hefur að einn mað-
ur hafi látið lífið, er húsþak
féll á hann — og nokkrir hafi
slasazt. Ekki er loku fyrir það
skotið, að manntjón hafi orðið
meira, því að símasamband
rofnaði á mörgum stöðum —
og licfur ekki tekizt að fá frétt
ir úr nokkrum byggðalögum.
★ Páll konungur og Friðrikka
Áður en fsraelsmenn yfirgáfu
stöðvar sínar við Akaba höfðu
þeir eytt öllum hervirkjum
Egypta þar. ísraelsmenn hófu
þegar liðsflutninga sína heim á
leið — og öll þau hernaðartæki,
sem ekki var hægt að flytja sjó-
leiðina um Akaba-flóa voru
eyðilögð — eða þeim var varpað
í flóann.
Búizt er við því, að allir
fsraelsmenn verði á brott af
Sinaiskaga eftir fáeina daga.
ísraelsmenn munu ætla að hafa
nokkur herskip í hafnarborg
sinni við flóann.
Burns hershöfðingi, yfirmaður
hers S. Þ„ lýsti því yfir í kvöld,
að hann væri mjög ánægður með
árangurinn af starfi hers S. Þ.
ísraelsmenn hefðu staðið við lof-
orð sín um brettflutning frá
Egyptalandi.
Talsmaður franska utanríkis
ráðuneytisins lét svo um mælt
í kvöld, að Egyptar mundu
hljóta andstöðu allra Vest-
rænna þjóða, ef þeir ætluðu
að tefja frekar fyrir hreinsun
Súez-skurðarins.