Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 2

Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 2
2 MOR'GUNnL AÐ1Ð Laugardagur 9 marr 1957 Gjaldskrárhækkun póst oy síma genyur í gildi 17. apríl n.k. Áfnðtagjaid yenjuiegs sínta hækkar um 25 kr. á mán FRÉTTAMENN áttu í gær viðtal við forystumenn Póst- og síma- málastjórnar. Var þeim skýrt frá því, að ákveðið nafi verið að gefa út nýja gjaldskrá fyrir póst og síma, er gildi frá 1. apríl næstkomandi. BURÐARGJALD INNANLANDS®* HÆKKAR UM 35 AURA Sem dæmi um gjaldskrárhækk- unina má nefna, að burðargjald undir 20 gramma bréf innanlands og til Norðurlanda hækkar um 25 aura og verður kr. 1.75 í stað kr. 1.50 áður. >ar við bætist svo sama fluggjald til Norðurlanda og áður. Burðargjald flugbréfa til * Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar verður því kr. 2.55 í stað kr. 2.30 áður. Viðbótarburðar- gjald undir þyngri bréf en 20 gr. verður óbreytt og sömul. burðar gjald fyrir blöð og tímarit svo og póstávísanir og póstkröfur upp að kr. 100.00 og böggla upp að 1 kg. Hins vegar kemur hækkun á gjaldið fyrir póstávísanir og póstkröfur með hærri upphæðum, enda hefur viðbótargjaldið af hærri upphæðum staðið óbreytt í áratug. Ennfremur hækkar burð- argjald fyrir böggla yfir 1 kg. að þyngd, en lækkar hins vegar mikið fyrir böggla með land- póstum, og verður sama og með skipum og bílum, en með land- póstum var áður miklu hærra. Er því hér um jöfnun að ræða á gjaldi, þótt kostnaður póstsins sé ólíkur. Áætlað er, að tekjur póstsins í heild aukist á þessu ári um 9% við þessa gjaldskrárhækkun.. 35 KR. HÆKKUN Á MÁNUÐI Stofngjöld venjulegs síma við sjálfvirku stöðvarnar í Reykja- vík, Hafnarfirði og Akureyri hækka um 2814% og verða kr. 1800,00 í stað kr. 1400,00 áður, en stofngjöld í öðrum kaupstöðum og kauptúnum um 33% og verða kr. 1200,00 í stað kr. 900,00 áður. Afnotagjöld venjulegra sima á fyrrnefndum 3 sjálfvirkum stöðv- um hækka um 33% eða sem svar- ar kr. 25,00 á mánuði og verða kr. 300,00 á ársfjórðungi, en af- notagjöld á öðrum stöðvum hækka yfirleitt um 25%, en verða þó hin sömu og í Reykjavík, ef stöðin er opin allan sólarhring- inn. Símtalagjöld á langlínum hækka um 16—25% og fyrir venjuleg símskeyti verður gjald- ið 80 aurar fyrir orðið í stað 60 aura áður. Símskeyta- og tal- aímagjöld við útlönd breytast ekki og heldur ekki talstöðva- leigur. Gegn hugsanlegrá skyndiárás CAMBERRA, 8. marz. — Hernað- arsérfræðingar Suð-austur-Asíu- bandalagsins sitja nú hér á rök- stólunum og ræða hernaðaráætl- anir og skipulagningu gegn hugs- anlegri skyndiárás kommúnista. Munu niðurstöður viðræðnanna síðan verða lagðar fyrir ráðherra fund bandalagsins. — Þjóðirnar átta, er að bandalaginu standa, eru: Ástralía, Frakkland, Nýja Sjáland, Pakistan, Filipseyjar, Síam, Bretland og Bandaríkin. — Reuter. Sfyrkveiting úr Minn ingarsj. Jóns Þorláks sonar verkfræðings SUNNUDAGINN 3. marz sl. var tveimur verkfræðinemum veittur styrkur úr Minningarsjóði Jóns Þorlákssonar, verkfræðings. — Helgi Sigvaldason, sem er verk- fræðinemi við Háskóla íslands, hlaut kr. 3000,00, og Björn Ól- afsson, sem hefur lokið fyrra hluta prófi í verkfræði, hlaut kr. 2500,00. Styrkur úr þessum sjóði e rveittur á afmælisdegi Jóns Þorlákssonar til verkfræðistúd- enta, sem skara fram úr að dugn- aði og reglusemi. (Frá Háskóla íslands) Stutt réttarhöld BÚDAPEST, 6. marz — Ung- verskur blaðamaður, Tamas Nagy, var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa skrifað áróðursgreinar gegn kommúnistum í blaðið Szabad Somogy. Hann var leiddur fyrir rétt í dag og dæmdur samstundis. — Taka réttarhöld í Ungverjalandi nú stuttan tíma. Kínverjar heimila með lögum vönun og fóstureyðingu Hong Kong, 8. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. TILKYNNT var í Peking í gær, að kínverska kommúnista- stjórnin hefði ákveðið að lögleiða vönun og fóstureyð- ingu í landinu. Tilgangurinn væri að slemma stigu fyrir offjölgun þjóðarimiar, sem telur nú rúmlega 600 milljónir. ★ ★ ★ Kínverski heilbrigðismálaráð- herrann, ungfrú Chouan, boðaði þetta, segir í frétt frá kínversku fréttastofunni, í ræðu, er hún flutti á stjórnmálafundi í Peking. Réðist hún þar harkalega á nú- gildandi heilbrigðislöggjöf. — Kvað hún vönun og fóstureyð- ingar mundu verða fyrsta sporið, sem stigið yrði til róttækra um- bóta á heilbrigðisvandamálinu. Kvað hún lögin mundu ganga i gildi frá og með deginum í gær, en fólk yrði ekki neytt til þess að láta vana sig — og kvenfólk yrði heldur ekki neytt til þess að gangast undir fóstureyðingu. Hins vegar sagði hún, að Kínverjar mundu ekki geta losnað við fátæktina, ef fæð- ingar yrðu ekki skipulagðar — og fólksfjölguninni halðið í skefjum. ★ ★ ★ í ræðunni benti hún á það, að — ef reiknað væri með því, að landsbúum fjölgaði árlega um 2,5%, þýddí það 15 milljóna aukningu á ári. Og er seinni fimm ára áætluninni lyki, árið 1962, yrði fólksfjöldinn orðinn meiri en 700 milljónir. Hún kvað landið ekki vera fært um að ala önn fyrir öll- um þessum skara, enða þótt framleiðslu- og búnaðarhætt- ir yrðu endurbættir eins og kostur væri á. Heilbrigðismálaráðherrann sagði fæðingar umfram dauðs- föll nú vera eina xnilljón á mánuði. Eina ráðið til þcss að forða þjóðinni fr.-á bráðum voða væri að takmarka fæð- ingar. Stjórnin mundi hefja víðtækan áróður um a.It land- ið til þess að vinna þjóðina til fylgis við sig í máli þessu. Fólk yrði að skilja, að þetta væri ekki ósiðlegt — heldur bæri vott um umhyggju stjórn arinnar fyrir þjóðinni. M að SaUa matka&sötlun aS þeim er unnu gott starS, en Sela Saana opinheru skriSstoSubákni ? Sigurður Ágústsson bendir á að framleiðend- ur úr öllum flokkum séu andvígir frumvarpi ríkisst j órnarinnar SIGURÐUR ÁGÚSTSSON þingmaður Snæfellinga beindi þeirri fyrirspum til sjávarútvegsmálaráðherra á þingfundi í gær, hvort ætlun hans væri að opinber útflutningsnefnd taki að sér ,tlla markaðsleit fiskafurða. Taldi Sigurður, að slíkt væri mjög varhugavert. Sölnsamtök fisk- framleiðenda hafa á undaniömum árum annazt markaðsleit með mjög góðum árangri. Það kynni ekki góðri lukku að stýra ef i stað þess væri nú stofnað til mikils opinbers skrifstofubákns sem ætti að framkvæma þetta. AFSTAÐA RÍKISSTJÓRNAR- INNAR Sigurður kvað það ekki ástæðu laust, þótt spurt væri hver sé til- gangurinn með frumvarpinu um sölu sjávarafurða. Að vísu er ekkert nýtt í frumvarpinu, sem ríkisstjórnin sjálf gæti ekki á- kveðið án lagasetningar, en ým- islegt í frumvarpinu benti til þess að afstaða sjávarútvegsmála Brosið dularfulla frum- sýnt í þjóðleikhúsinu Leikrit um afbrofamál eftir Aldous Huxley AÞRIÐJUDAGINN fmmsýnir Þjóðleikhúsið leikrit eftir brezka rithöfundinn Aldous Huxley og hefur það hlotið nafnið Brosið dularfulla, í íslenzkri þýðingu. Ævar Kvaran þýðir leikritið og setur það á svið, en leikrit þetta er alvarlegs eðlis og fjallar um afbrotamál og sálkönnun. Það gerist á Englandi á vorum dögum. Á frummálinu nefnist Brosið dularfulla „Gioconda Smi’e“ — Hefur það verið víða sýnt, m. a. á Norðurlöndum og í Þýzkalandi og kvikmynd hefur verið gerð eftir leikritinu. Leikiitið er í 3 þáttum. Hlutverkin eru 9 og fara þessir leikarar með þau: Ró- bert Arnfinrisson. Inga Þórðar- dóttir, Guðbjörg Þorbjarnardótt- ir, Haraldur Björnsson, Bryndís Pétursdóttir, Jón Aðils, Baldvin Halldórsson. Með þrjú aukahlut- verk fara þær Ása Jónsdóttir, Dóra Reyndal og Rósa Sigurðar- dóttir. Leiktjöld gerir Lothar Grund. Aldous Huxley er einn kunn- asti rithöfundur Englendinga, kominn af kunnri náttúruvísinda mannaætt. Hann fæddist 1894 og hugðist verða læknir. í skóla fékk hann slæman augnsjúkdóm svo að hann varð að hætta því námi, en las bókmenntir í þess stað. Hefur hann skrifað fjölda skáldsagna, gefið út fjórar ljóða- bækur og leikrit. Brosið dular- fulla yar upphaflega skrifað sem smásaga sem hann breytti síðan í leikrit. Huxley fluttist árið 1927 til Bandaríkjanna og hefur búið þar síðan. ráðherra til sölusamtaka útvegs- manna væri ekki eins vinsamleg og hann vildi vera láta. FYRIRSPURN SIGURÐAR f 2. gr. frumvarpsins, þar sem rætt er um störf útflutnings- nefndar segir, að nefndin eigi að hafa forgöngu um markaðsleit og tilraunir til að selja sjávarafurð- ir á nýja markaði og auka sölu þeirra á eldri mörkuðum og ann- að' það, er lýtur að útflutningi sjávarafurða. — Ég leyfi mér, sagði Sigurður Ágústsson, að beina þeirri spurn ingu til ráðherrans, hvort það er áform hans, að fela útflutnings- nefnd sjávarafurða og öðru starfs liði hennar að annast að mestu eða e.t.v. að öllu leyti markaðs- leit og sölu sjávarafurða á er- lendum markaði? Kvað ræðumaður þessa fyr- irspurn ekki að ástæðulausu, því að væri þetta rétt, væri í uppsiglingu stórt opinbert skrifstofubákn. Með því væri líka stefnt að því að taka um- ráðaréttinn yfir sölu sjávar- aifurða úr höndum samtaka fiskframleiðenda, sem á nnd- anförmum árum hafa annazt markaðsleitina með mjög góð- um árangri. ENGIN MISJÖFNUN Þá mótmælti Sigurður um- mælum sem sjávarútvegsmála- ráðherra hafði látið falla um „sérhagsmuni einstakra hópa inn an samtakanna“ og ýmislegt ann- að, er hann taldi að orsakaði tor- tryggni og óvild til samtakanna. I Kvaðst Sigurður harma slík um- urða og verið hefur og gefist vel. Þessir ágætu menn ,sagði Sig- urður, að væru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar, en þeir hefðu unnið að framleiðslustörfum, sumir mikinn hluta ævi sinnar, kunna glögg skil á þeim. og því væru þeir ekki á sama máli og mæli ráðherrans, því að hann ríkisstjórnin í þessu máli. hlyti að vita það, að meðlimum innan samtaka framleiðenda er ekki misjafnað, — þeir fá allir sama verð fyrir afurðir sömu teg- undar og sömu gæða. MENN UR OÐRUM FLOKKUM Einnig leiðrétti Sigurður Ágústsson ummæli ráðherraas um að það væru aðeins Sjálf- stæðismenn sem væru mót- fallnir þessu frumvarpi. Það eru engu síður menn innan samtakanna, sem fylgja öðr- um stjórnmálaflokkum, senr eru ákveðnir í þeirri skoðun, af fenginni reynslu undanfar- inna ára, að bezt sé og affara- sælast fyrir þjóðarheildina, að sami háttur sé hafður á um sölu og útflutning sjávaraf- Húsatryggingasjóð- ur - sjálfsiæður Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í fyrradag kom Þórður Björnsson (F) fram með hina árlegu athuga semd sína út af húsatryggingar- sjóði. Sagði hann að sjóður þessi væri orðinn eyðslueyrir bæjar- sjóðs, en til slíks væri ekki ætl- azt. Borgarstjóri tók fram, að það sem Þórður hefði sagt um með- ferð á húsatryggingasjóði væri gersamlega rangt og villandi. Eins og bæjarreikningarnir bæru með sér, þá væri húsatrygginga- sjóði haldið algerlegr. sér- stæðum, hann hefði aðskilið reikn ingshald og væri að öllu sjálf- stæður sjóður. Hins vegar hefði bæjarsjóður tekið sjóð þennan að láni til ýmissa framkvæmda og borgaði af því fé 8% vexti, enda væri engin skynsemi í því að bærinn færi að Ieggja það fé, sem þarna væri um að ræða, inn á sparisjóðsbók í Landsbankanum með 5% vöxtum, en tæki svo aft- ur rekstrarlán hjá sama banka með 8% vöxtum. Urðu svo ekki frekari umræð- ur um það mál, en þessi athuga- semd Þórðar Björnssonar er ár- legt fyrirbrigði á fundum bæjar- stjórnar. Að lokinni ræðu Sigurðar Ág- ústssonar var atkvæðagreiðsla um frumvarpið. Var frávísunar- tillaga Sjálfstæðismanna felld með 18:5 atkv. og frumvarpinu óbreyttu vísað til þriðju umræðu. Skrúfa þyrilvæitgju banar manni ÞAÐ óhugnanlega slys varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, að maður varð fyrir skrúfu á þyrilvængju. Kom hún í höfuð hans og beið“hann þegar bana. Maður þessi var flugmaður 1 bandaríska flughernum á Kefla- víkurflugvelli. Var hann ásamt fleiri mönnum að vinna við að setja af stað þyrilvængjur og hita þær upp. Þyrilvængjur eru þannig smíð- aðar, að stór skrúfa er ofan á þeim til að hefja þær á loft, en smærri skrúfa er á stéli þeirra til að stjórna þeim með. Er þessi smærri skrúfa einkar hættuleg og var það hún, sem hitti mann- inn. Nafn hins látna hefur ekki verið birt. Skók-keppBin 2. BORÐ Svart: Reykjavík (Björn Jóhanness.-Sv. Kristinss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.) 40....... a4—a3 41. Dg4xDg5 fóxDg5 42. Ilaó—c4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.