Morgunblaðið - 09.03.1957, Qupperneq 8
8
MORCVNBLAÐIÐ
Laugar'dagur 9. marz 1957
Frá einum af hinum ijolmeiuiu lélagsfundum Hvauir í Sjálfstæðishúsinu.
En mundu að æðsta aðild gæfu þinnar
er ást á frelsi og hagsæld þessa lands.
Og félag vort rnun gæta sæmdar sinnar
og sigra undir merki kærleikans.
Og borgin ykkar bjarta út við sundið,
þau blessar heit, sem vinnið þið í kvöld,
í ást hins sanna verður frelsið fundið.
Þess fagra nafn mun prýða ykkar skjöld.
Þcir, sem þér unna, binda blóm í sveiginn
og brautargengis fegnir óska þér.
Er þriðja tugs þú víkur fram á veginn
í vorsins fylgd þín gæfustjama er.
Vor félagsbönd skal óöld aldrei slíta,
þær óskir fylgja þér á nýja braut.
Og „Eyjan“ vor með ægishjálminn hvíta
mun ótal heillir leggja þér í skaut.
GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR.
Sijórn Hvatar. Fremri röð frá vinstri: Valgerður Jónsdóttir, Kristín L. Sigurðardóttir, Soffía Óiafs-
dóttir, María Maack, Guðrún Pétursdóttir, Gróa Pétursdóttir og Helga Marteinsdóttir. — Aftari röð:
Guðrún Ólafs, Soffía Jacobsen, Lára Sigurbjörnsdóttir, Ásta Björnsdóttir, Auður Auðuns, Ólöf Bcne-
diktsdóttir, Jónina Guðmundsdóttir og Ásta Guðjónsdóttir. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Konur höfuðborgarinnar að einhuga starfi
fyrir Sjáifstœðisflokkinn
„Að góðum málum er gott að vinna"
Hvöv félag Sjálfsfæðiskvenna 20 ára
Ólafur Thors:
IjAÐ var fyrir réttum 20 ár-
um að 315 konur hér í
Reykjavík ákváðu að stofna
með sér félag til þess að
vinna að framgangi hugsjóna
Sjálfstæðisstefnunnar. Stofn-
fundurinn var haldinn í Odd-
fellowhúsinu, því þá var ekk-
ert Sjálfstæðishús risið af
grunni. Á stofnfundinum var
það ákveðið, að félaginu
skyldi gefið nafnið Bvöt.
Frú Guðrún Jónasson. Formaður
fyrstu 18 árin.
Stefna þess var mörkuð þeg-
ar í upphafi og ákveðið að
auk baráttunnar fyrir mál-
efnum Sjálfstæðisflokksins
skyldi félagið leggja lið heil-
brigðis- og uppeldismálum
og stuðla svo sem kostur væri
að auknum vinnufriði og sátt-
fýsi í þjóðfélaginu.
NÚ er þetta fyrsta stjórnmála-
félag íslenzkra kvenna orðið
tvítugt og innan vébanda þess eru
nú yfir 1000 reykvískar konur.
Á árunum eftir stofnun þess urðu
til sjálfstæðiskvennafélög víðs-
vegar um landið að miklu leyti
fyrir atbeina þessa fyrsta sjálf-
stæðiskvennafélags, og innan
skamms fóru konur í öðrum
stjórnmálaflokkum að dæmi
Hvatarkvenna og stofnuðu með
sér félagssamtök.
Og árangur starfsins hefur ekki
orðið smár. Nú eru sjálfstæðis-
konur bæði á þingi og í bæjar-
stjórn og skipa með hverju árinu
æ fleiri trúnaðarstöður í þjóð-
félaginu, jafnframt því sem gengi
Sjálfstæðisflokksins eykst. Og
áhuginn er gífurlegur, sagði
María Maack, við mig í gær þeg-
ar við spjölluðum saman um
félagsstarfið. Konur eru þess óð-
Sjálfstœðiskvennafélagið
Hvöt 20 ára
Á tuttugasta tímamóti þínu
í trausti og gleði vinir hylla þig.
Er vorsins dýrð þig vefur Ijósi sínu
og vcnir benda þér á framastig.
Svo ung og frjáls þú æ að starfi gengur
og tslands dætur hefja merki þitt.
í þeirra hjörtum bærist sterkur strengur
að styðja og vernda óskabarnið sitt.
Maria Maack, núverandi
formaður Hvatar
fúsar að vinna Sjálfstæðisflokkn-
um allt það gagn sem þær mega
Og víst er að þær hafa átt drjúg-
an þátt í að efla fylgi hans hér
í bæ á undanförnum árum og
gera sigra hans hér svo glæsi-
lega sem raun ber vitni.
Ég ræddi góða stund við stjórn
Hvatar, þær Maríu Maack, Helgu
Marteinsdóttur og Kristínu L.
Sigurðardóttur, um starfssögu
félagsins og þá atburði sem hæst
ber í félagsstarfinu. Allar hafa
þær verið lífið og sálin í félag-
inu í þessa tvo áratugi og hvöttu
kvenna mest til stofnunar þess.
HVÖT var stofnuð 15. febr. 1937.
Frú Guðrún Jónasson var
einróma valinn fyrsti formaður
félagsins, en aðrar í stjórn voru
þessar konur: Ágústa Thors,
Kristín L. Sigurðardóttir, Helga
Marteinsdóttir, María Maack,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Sesselja
Hansdóttir. Varastjórn skipuðu:
AVARP
ÞEGAR Sjálfstæðískvennafélagið Hvöt var stofnað,
greindi mcnn nokkuð á um, hvort til bóta myndi verða,
að konur mynduðu með sér sérfélög. Færðu báðir aðilar
frambærileg rök fyrir máli sínu, sem ég hirði ekki að
greina, enda hefir reynslan fyrir löngu staðfesi, að frum-
kvöðlar málsins höfðu rétt fyrir sér.
Hvöt hefir nú starfað af kappi í fulla tvo áratugi og
jafnan reynzt Sjálfstæðisflokknum hin traustasta máttar
stoð. Hvöt hefir eigi aðeins háð baráttuna til sóknar og
varnar Sjálfstæðisstefnunni í höfuðstað landsins, heldur
hafa Hvatar-konur einnig beitt sér fyrir stofnun Sjálf-
stæðiskvennafélaga víðs vegar um landið og nú nýverið átt
drýgstan þátt í stofnun landssambands þessara félaga.
Hvatarkonur hafa jafnan tekið ríkan þátt í allri flokks-
starfseminni í Reykjavík. Ég geri á einskis hlui, þótt ég
staðhæfi, að engir liðsmenn hafa barizt vasklegar en kon-
urnar fyrir að varðveita og efla vald Sjálfstæðisflokksins.
Og ég mæli ekki meir en efni standa til, þótt ég segl, að
Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki fara einn með völdin í
Reykjavík, ef Hvatarkonur hefðu nokkru sinni látið sinn
hlut eftir liggja, þegar bardaginn var harðastur.
Fyrir alli þetta, fyrir hina öflugu baráttu fyrir göfugum
og þjóðhollum hugsjónum, leyfi ég mér í nafni miðstjórnar
Sjálfstæðisflokksins að færa Hvatarkonum einlægar þakkir
allra Sjálfstæðismanna um land allt. Við vitum, að við
megum treysta þeim hér eftir sem hingað til. Enda er það
sannast sagna, að þótt oft sé þörf er nú nauðsyn. Við berj-
umst einir gegn öllum og verðum einir að sigra alla. Ekki
aðeins til þess að sanna ágæti stefnu okkar í framkvæmd,
heldur einnig og einkum til þess að forða þjóðinni úr
heljargreipum rauðliða, sem nú eru að leiða hana fram á
glötunarbarminn.
Heill Hvöt tvítugri.
Dýrleif Jónsdóttir, María Thor-
oddsen, Svava Jónsdóttir, Ásta
Eggertsdóttir og Sigríður Bjarna-
dóttir.
Það sem vakti fyrir þeim kon-
um, sem gengust fyrir þvi í önd-
verðu að félagið væri stofnað var
að skipuleggja samtök þeirra
kvenna, sem fylgdu Sjálfstæðis-
flokknum að málum til þess að
vinna ötullegar málum hans fylgi.
Ljóst var að konur gátu haft
mikil áhrif á gang mála og úr-
slit kosninga en þeir möguleik-
ar höfðu ekki áður verið nýttir
svo sem mátti.
Strax í upphafi kom í ljós að
geysilegur áhugi var hjá reyk-
vískum konum á því að efla með
sér samtök til styrktar Sjálf-
stæðisflokknum eins og bezt kem-
ur í ljós þegar þess er gætt að
315 konur teljast stofnendur
Hvatar. Á þeim tíma sem félagið
er stofnað voru bæjarstjórnar-
Frh. á bls. 9