Morgunblaðið - 09.03.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 09.03.1957, Síða 11
Laugardagur 9- marz 1957 MORCU1SBLAÐ1Ð 11 FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON íslenzkir stúdentar skilja hættuna sem að steBjar — og harma hlutskipti ungverskra stúdenta EINS og mönnum er minnis- steett sigraöi Vaka, félag lýðræðisshmaðra stúdenta, mjög glæsilega í kosningunum til Stúdentaráðs sl. haust. — Stóðu þó andstíeðingar Vöku allir að einum lista en allt kom fyrir ekki. Stúdentar höfnuðu vinstri sinnum og kommúnistum skilyrðislaust. Æskulýðssiða Morgunblaðs- Ins sneri sér til Bjarna Bein- teinssonar, formanns Stúd- entaráðs, og iimti liann eftir l>ví sem efst er á baugi í mál- efnum stúdenta, BÁÐSTEFNA í KAUPMANNAHÖFN „Þú ert nýlega lcominn frá út- löndum, Bjami?“ „Já, ég-fór á vegum Stúdenta- ráðs til Kaupmamiahafnar í byrjun janúar og sat þar ráð- stefnu á vegum Cosec’s, sem haldin var þar dagana 7.—12. janúar.“ „Hvað er Cosek?“ „Cosek, sem er skammstöfun, á Coordinating Secretariat of National Unions of Students, er nánar tiltekið stjórn alþjóða- sambands stúdenta hins frjálsa heims, International Student Conference (skst. I. S. C.)“ „Um hvað fjallaði þessi ráð- stefna í Kaupmannahöfn? “ „Ef svo mætti að orði komast þá fjallaði hún um velferSarmál stúdenta Vestur-Evropu. Einkum fjárhagslega afkomu stúdenta svo og önnur þjóðfélagsleg hags- munamál þeirra." „Var þetta fjölmenn ráð- stefna?“ „Ráðstefnuna sátu um 40 full- trúar frá nær öllum löndum Vestur-Evrópu, þar á meðal fuil- trúar frá Júgóslavneska stúdenta sambandinu, en það var rekið úr I. U. S. (kommúnistasamband- inu) þegar Tito féll í ónáð hjá þeim Kremlverjum um árið.“ „Hvernig er efnaleg afkoma Islenzkra stúdenta miðuð við af- komu stúdenta í þessum lönd- um?“ „Af skýrslum, sem þarna lágu fyrir og umræðum á ráðstefnunni virðist einsýnt að efnaleg af- koma íslenzkra stúdenta hafi ver- ið mun betri á undan drnum ár- um en í öðrum Evrópulöndum.“ „Hverja telur þú aðalorsök þess?“ „íslenzkir stúdentar hafa á undanförnum árum átt kost á nægri og góðri atvinnu yfir sum- armánuðina, hvað sem nú kann að taka við þegar „bjargráða- stjórnin" er sezt hér að völdum. Námsárið er yfirleitt miklum mun lengra við erlenda háskóla. Þannig vilja stúdentarnir líka hafa það, telja að mikil vinna á námstímanum spilli fyrir. Tel ég líklegt að sú skoðun eigi sér formælendur fáa meðal íslenzkra stúdenta.“ „Voru fleiri mál rædd á þing- inu?“ „Tekin voru til all ítarlegrar umræðu vandamál ungverskra flóttastúdenta. Ráðstefnan sam- þykkti ályktun þar sem skorað var á öll stúdentasamtök í frjáls- um löndum að beita sér fyrir þvi að þeim gefist kostur á að stunda nám sitt áfram, þótt landflótta séu“. FINNL AND SFÖR „Þú fórst til Finnlands líka?“ „Já, þar sat ég -ráðstefnu for- manna stúdentasamtalia á Norð- urlöndum, sem haldin var í Hels- ingfors dagana 1.—3. febrúar. Sú ráðstefna fjallaði að miklu leyti um sama efni og sú í Kaup- mannahöfn, en var að sjálfsögðu eingöngu bundin við Norður- lönd, en þau virðast standa mun framar öðrum Evrópulöndum um kjör stúdenta. Það kom m. a. i ljós, hvað snertir húsnæðismál stúdenta, að Svíar og Finnar sér- staklega virðast standa öðrum frarnar í þeim efnum og á ég þar bæði við stúdentagarða og svo félagsheimili. Einkum fannst mér finnsku stúdentainir hafa yfir að ráða mjög glæsilegu hús- næði. T. d. eiga þeir mörg félags- heimili í Helsingfors, sem eru fullkomin og nýtízkuleg, enda eru Finnar annálaðir fyrir húsa- gerðarlist sína“. „Þeir virðast vera allvel fjáð- ir?“ „Það skyldi maður halda, en sannleikurinn er sá, að finnska ríkið stendur ekki undir bygg- ingu félagsheimilanna, heldur eru þau nær eingöngu reist fyrir framlög frá fyrirtækjum og ein- staklingum. Samtök stúden ta reka hins vegar félagsheimilin og er reksturinn yfiríeitt mjög hagkvæmur." „Var nokkuð ráðgert um næstu formannaráðstefnu? “ „Það er í athugun að halda næstu ráðstefnu í Reykjavík að ári, þar sem þessar ráðstefnur hafa nú verið haldnar í öllum höfuðborgum Norðurlanda ann- ara en íslands, enda vilja ís- lenzkir stúdentar treysta vináttu- tengsl sín við stúdenta & Norð- urlöndum.“ TIL TÉKKÓSLÓVAKÍU „Kannski þú segir þá frá ferð þinni til Prag?“ „Eftir ráðstefnuna í Kaup- mannahöfn brá ég mér til Prag í boði Alþjóðasambands stúdenta, I. U. S., til að kynna mér starf- semi sambandsins og skoða höf- uðstöðvar þess, sem eru þar í borg og ennfremur til að ræða óformlega afstöðu íslenzkra stúd- enta til þessa sambands." „Segðu fyrst frá eðli og upp- hafi I. U. S.“ „Á árunum 1945—46 héldu stúdentar víðsvegar að úr heim- inum með sér ráðstefnur, þar sem ■leitazt var við að koma á iót sam- tökum, sem líta mætti á sem al- þjóðasamband stúdenta. Þetta var að vísu gert, en það kom strax í ljós, að kommúnistar hugðust ráða þar lögum og lof- um og nota sambandið sem á- róðurstæki fyrir hina kommún- ísku heimsveldisstefnu. Með ým- iskonar bolabrögðum tókst þeim það og voru höfuðstöðvar sam- bandsins settar í Prag, enda þótt valdarán kommúnista þar í landi væri enn eigi komið til fram- kvæmda. Fyrst í stað áttu all- mörg Vestur-Evrópulönd aðild að sambandinu, en þegar hið rétta eðli þess og tilgangur kom í ljós sögðu þau sig flest úr því. Tóku þau þá höndum saman og stofnuðu International Student Conference (I. S. C.) sem saman stendur nú af nálega öllum stúdentasamtökum hins frjálsa heims.“ AÐILD AB I. TT. S. „Hvernig stendur á þvi, að Stúdentaráð Háskóla íslands er aðili að I. U. S.?“ Bjarni Beinteinsson „Árið 1954—55 þegar vinstri stúdentar réðu ríkjum í Stúdenta ráði með kommúnista í broddi fylkingar, gerðist Stúdentaráð aðili að nefndu Alþjóðasambandi (kommúnískra) stúdenta, I. U. S. gegn eindreginni andstóðuVöku." UNGVERJALANDSMÁLIN „Hvað um Ungverjalands- máiin?“ „Skömmu eftir Stúdentaráðs- kosningar sl. haust, þar sem Vaka hlaut hreinan meiri- hluta, brauzt uppreisnin í Ung- verjalandi út og stóðu ungversk- ír stúdentar þar fremstir í fylk- uigu, Éins og kunnugt er hafa stúdentarnir, eftir að uppreisnin verskrar alþýðu í heild, fyrir frelsi og frumstæðustu mann- réttindum. Þar af leiðir, að sam- þykkt ályktunar Stúdentaráðs í framkvæmdanefnd I. U. S. er óhugsandi." „Hefði áframhaldandi aðild Stúdentaráðs að I. U. S. komið til greina enda þótt atburðirnir í Ungverjalandi hefði aldrei gerzt?" „Eftir kynnum mínum af sögu I. U. S. og þó sérstaklega eftir för mina til Prag þá álít ég að slík aðild hefði ekki komið til greina. Pólitísk þjónkun við hina kommúnísku heimsveldisstefnu situr þar í algjöru fyrirrúmi fyr- ir hagsmunamálum stúdenta." STABFSEMI STÚDENTARÁÐS „Hvað er að frétta af starf- semi Stúdentaráðs um þessar mundir?“ „Stúdentaráð hefir nú sem að undanförnu haldið uppi vinnu- miðlrm fyrir stúdenta og hefir hún gefið mjög góða raun. Gert er ráð fyrir að halda 3—4 bókmenntakynningar á þessu skólaári. í vetur voru kynnt verk Gríms Thomsens. Rit- verk dr. Helga Pétm-ss verða væntanlega kynnt í þessum mán- uði og fleiri kynningar eru á prjónunum, sem fulísnemmt er að skýra frá. Þá verður í sumar haldið hér alþjóðaskákmót stúdenta og er það að miklu leyti skipulagt Stúdentaráði. Má gera ráð fyrir Rætt við Bfarna Beinieinssan, formann Stúdentaráðs, um málefni háskólastúdenta var bæld niður, átt við miklar hörmungar að búa. Af þeim 45 þús. stúdentum, sem voru í Ung- verjalandi fyrir uppreisnina, flúðu 6 þús. land. Fjöldinn allur var drepinn, aðrir hnepptir í fangelsi eða fluttir í útlegð. Enn berast n-éttir af fjöldahandtök- um stúdenta." „Hvað sagði I. U. S. við þess- um aðförum?“ „Eins og vænta mátti lagði I. U. S. blessun sína yfir þessa atburði með því að láta ekkert frá sér heyra um málið. Aftur á móti vítti I. U. S. Breta, Frakka og ísraelsmenn mjög harðlega í sambandi við Súezmálið. Meiri hiuti Stúdentaráðs vildi að sjálf- sögðu eltki una við þessa afstöðu I. U. S. og sendi sambandinu harðorða ályktun um Ungverja- landsmálin til samþykktar á fram kvæmdanefndarfundi sambands ins, sem fyrirhugað var að halda í janúar sl. Setti Stúdentaráð samþykkt ályktunarinnar sem skilyrði fyrir áframhaldandi að- ild að I. U. S.“ „Og fékkst hún samþykkt?" „Nei, I. U. S. hefir tekið þann kost að draga að halda þennan fund þar til síðari hluta marz- mánaðar og mun Stúdentaráð senda fulltrúa á þann fund. Er- indi hans verður að skýra af- stöðu Stúdentaráðs til þessa máls og til stefnu og starfshátta I. U. S. yfirleitt." PÓLITÍSK ÞJÓNKUN I. U. S. „Telurðu líkur fyrir að álykt- un ykkar verði samþykkt?" „Eftir þeim viðtölum að dæma, sem ég átti '"ið forystumenn I. U. S. í Prag er ljóst, að ekk- ert er þeim f jær skapi en að lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu ungvei'skra stúdenta og ung- að mótið sæki 70—80 erlendir stúdentar og gefur að skilja að undirbúningur slíks móts er geysi umfangsmikill. Eins og mörgum stúdentum mun kunnugt hvíla miklar skuld- ir á Stúdentagörðunum og hefir lítið sem ekkert verið gert að undanförnu til að greiða þær niður og afla fjár til endurbóta á Görðunum. Ekki hefir fengizt nægilegt framlag úr ríkissjóði til að greiða nauðsynlegar afborgan- ir og vexti af skuldunum og til Fiá stjónuaála- námskeiði SÍÐASTL. miðvikudagskvöld var 8. fundur stjómmálanám- skeiðs Heimdallar haldinn í Val- höll. Var fjölmennt að vanda. — Fundarstjóri var Úlfar Guð- mundsson. Valgarð Briem, lög- fræðingur, hélt framsöguræðu um sjávarútvegsmál. Ræddi hann aðallega um togaraútgerð og rakti ítarlega sögu hennar og skýrði þróun þessara mála frá því er fyrsti togarinn var keyptur til landsins Og fram á þennan dag. Ræðumaður rakti þátt Sjálfstæðisflokksins í sjáv- arútvegsmálum fyrr og síðar og gat giftudrjúgrar forustu hans um helztu framfarir í þeim efn- um. Lagði hann áherzlu á, hve yfirgnæfandi mikill hluti út- flutningsverðmæta pjóðarinnar væri runninn frá útveginum og minntist í því sambandi á fjand- skap framsóknarmanna í garð þessarar atvinnugreinar, ekki sízt harðvítuga baráttu framsóknar á Alþingi, er þeir með Eystein viðhalds. Því hefír StúdentaráS í undirbúningi að efna til happ- drættis og skal ágóðinn af því renna til Stúdentagarðanna. Há- skólaráð hefir heitið málinu full- um stuðningi en beðið er eftir innflutningsleyfi fyrir heppileg- um happdrættisvinningi. Stúdentafélögin á Norðurlönd- um reka í sameiningu mjög um- fangsmikla ferðaskrifstofu, sem gefur stúdentum kost á ferðalög- um um alla Evrópu og jafnvel víðar við miklu lægra gjaldi en annars tíðkast. Stúdentaráð áformar að ger- ast þegar í vor aðili að þessari ferðaskrifstofu og koma á fót deild úr henni hérlendis. Þá er í athugun að gefa út handbók stúdenta sem yrði með svipuðu sniði og sú sem gefin var út 1948, en hún er orðin er allmjög úrelt. Fleira enn mætti upp telja af verkefnum, sem Stúdentaráð hef- ir með höndúm fyrir utan hinn daglega rekstur skrifstofu ráðs- ins.“ FJÁRFREKAR FKAMHVÆMDIB „Eru þetta ekki mjög svo fjár- frekar framkvæmdir?“ „Flestar mjög svo. Fjárhags- örðugleikar hafa alltaf verið starfsemi ráðsins mikill fjötur um fót og hefir það átt litlum skiln- ingi að mæta hjá rikisvaldsinu eins og berlega kom í ljós við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi fyr- ír skemmstu, þegar stjórnarliðiS felldi tillögu Ragnhildar Helga- dóttur um að hækka framlag íil Stúdentaráðs úr 10 þús. kr. í 25 þús. kr.“ BREYTT VIÐHORF „Það er alkunna, að íslenzkir stúdentar eru mjög pólitískir. Heldur þú að orðið hafi nokkur sérstök breyting á pólitísku við- horfi stúdenta að undanförnu?“ „Það kom skýrt í ljós í síð- ustu Stúdentaráðskosningum að stúdentar gera sér grein fyrir þeirri geigvænlegu hættu, sem þjóðfélagi okkar stafar af þeim miklu áhrifum, sem kommúnist- um hafa verið fengin í hendur með fulltingi tveggja flokka, sem kalla vilja sig lýðræðisflokka. í Stúdentaráði skyldi kommúnist- um fengin úrslitaáhi'if í hendur. Þvi höfnuðu stúdentar skilyrði*- laust.“ Jónsson í broddi fylkingar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að leggja stein í götu kaupa á ný- sköpunartogurunum. Framsögu- maður taldi þá stefnu mjög ó- heillavænlega, sem miðaði að því að hindra einstaklinga í rekstri togaraflotans og væri hag þjóð- arinnar mun betur borgið með því, að áhrif einstaklingsfram- taks yrðu aukin í þessum efn- um. Var erindi Valgarðs allt stóp- fróðlegt og var auðséð, að þátt- takendur á námskeiðinu höfðu mikinn áhuga á fundarefninu, þvi að margir tóku til máls og létu í Ijós skoðun sína á málinu eða lögðu spurningar fyrir frum- mælanda, en hann svaraði jafn- harðan.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.