Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 9. marz 1957 jwgiintMðMfr Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. UTAN UR HEIMI Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Spaugilegur ÞAÐ VAR enginn smáræðis völl- ur 6 núverandi forsætisráðherra og málgagni hans á sl. sumri þegar því var lýst yfir að nú skyldi fram fara „úttekt á strand góssinu“. Þessi „úttekt“ átti að fara fram „fyrir opnum tjöldum, í augsýn fólksins í landinu". Með þessu sagðist forsætisráð- herrann og málgagn hans ætla að sanna það svart á hvítu, að á- stand efnahagsmálanna væri „hel sjúkt“ og að Sjálfstæðisflokkur- inn bæri einn ábyrgð á því. Erlendir sérfræðingar voru kvaddir til landsins til þess að framkvæma „úttektina" og benda vinstri stjórninni á leiðir út úr vandanum. Jafnframt var sett á laggirnar nefnd skipuð innlendum mönnum, auðvitað fyrst og fremst stuðningsmönnum stjórnarinnar til þess að vinna að „úttektínni“. Nú bjuggust allir að sjálfsögðu við því, að allt gerðist „fyrir opn- um tjöldum" og „í augsýn fólks- ins“ eins og forsætisráðherrann hafði lofað. Kaldhæðni örlaganna En örlögin eru stundum kaldhæðin. Ríkisstjórnin hef- ur ekki ennþá birt svo mikið sem einn staf af „úttektar- skýrslum“ sérfræðinga sinna, hvorki innlendra né erlendra. Og nú er svo komið, að Sjálf- stæðismenn þurfa að standa í harðri baráttu fyrir því að fá þær birtar. Þegar Ólafur Björnsson spyrst fyrir um það á Alþingi, hvað líði birtingu álitsgerðar þeirra um íslenzk efnahagsmál, sem samdar hafi verið í sambandi við undir- búning skattpíningarráðstafan- anna fyrir jólin er honum svarað skætingi af tveimur ráðherrum. Stjórnin skammar þennan þing- mann Sjálfstæðisflokksins hrein- lega fyrir þá frekju, að krefjast birtingar á „úttektinni". Honum er brigzlað með því, að einu sinni hafi hann átt sæti í hagfræðinga- nefnd, sem vann fyrir fyrrverandi ríkisstjórn og hafi þá ekki viljað láta birta álitsgerð þeirrar nefnd- ar. í vörn fyrir leyndinni Ríkisstjórnin er með öðrum orð- um komin í aumlega vörn fyrir leynd á sjálfri hinni marglofuðu „úttekt á strapdgóssinu“!! Hefur jafnspauglegur feluleik- ur nokkurn tíma sézt?! Sannar- lega ekki. Hinn mikli veiðimaður belgir sig út rétt eftir að hann hefur myndað „vinstri stjórn“ sína og lofar þjóðinni úttekt „fyrir opn- um tjöldum, í augsýn fólksins í landinu". Rannsóknin fer fram. En þá bregður svo viS að stjómin leggst á niðurstöður hennar eins og ungahæna. ÞaS kemur svo í hlut Sjálfstæðis- manna, þeirra sem úttektin átti aS gera ærulausa, að heyja harða baráttu fyrir því að stjórnin efni loforð sitt Um biriinguna!! feluleikur Öllu aumlegri og sviksam- legri frammistöðu af hálfu stjórnarinnar er varla hægt að hugsa sér. Hafa ekki einu sinni fengið leyfi til birtinga Svo lítill er áhugi ríkisstjórn- arinnar á birtingu fyrr- greindra upplýsinga, að hún hef- ur ekki einu sinni farið þess á leit ennþá við hina erlendu sér- fræðinga sína, að hún megi birta niðurstöður álitsgerðar þeirra. Þetta upplýsti einn ráðherranna á Alþingi sl. miðvikudag. Af þessu er auðsætt að eitthvað töluvert hefur dregið úr áhuga forsætisráðherrans á því að rannsókn efnahagsástandsins færi fram fyrir opnum tjöldum og „í augsýn fólksins í landinu". Hann lætur marga mánuði líða áður en hann hefur fyrir því að óska leyfis til þess að birta „úttektina á strandgóss- inu“. Auðvitað þurfti hann einskis leyfis að beiðast. Hvað hefur komið fyrir? Það sætir sannarlega engri furðu þótt almenningur, sem heitið hafði verið fullkomnum upplýsing- um um niðurstöður rannsóknanna á ástandi og horfum í efnahags- málum okkar, sé undrandi á þess- um skyndilegu sinnaskiptum for- sætisráðherrans, og að því er virð- ist vinstri stjórnarinnar í heild. Hvað hefur eiginlega komið fyrir? Hvers vegna má „fólkið í Iandinu“ ekki sjá niður- stöður hinna vísu manna, hinna innlendu og erlendu sérfræð- inga? Hvers vegna þarf allt í einu að fara í felur með þær? Alþingi fékk ekkert að vita Það furðulegasta af öllu er þó það, að Alþingi skyldi ekki skýrt frá niðurstöðum sérfræðinga rík- isstjórnarinnar í efnahagsmálun- um þegar það fjallaði um „úrræði" stjórnarinnar nú fyrir jólin. Ekki einu sinni þingmenn stjórn- arflokkanna fengu að sjá álit hinna erlendu sérfræðinga, sem átti að verða grundvöllur að „nýj- um og varanlegum leiðum" til lausnar öllum vanda efnahags- mála okkar!! Sjálfstæðismenn fengu auðvit- að heldur ekki að sjá það. Hverjir fengu þá að sjá „úttekt- ina“ miklu? Að því er upplýst hefur ver- ið af hálfu stjórnarinnar á Al- þingi hafa það aðeins verið ráð- herrarnir, sem þeirrar náðar hafa orðið aðnjótandi. Þetta er þá orðið úr loforð- inu um að allt skyldi rannsak- að fyrir „opnum tjöldum“. Hvílik orðheldni og hvílik rikisst jórn!! Flestir donsnr hofo voldið hneyksli A ib.dögunum komu tvær stúlkur upp á ritstjórnarskrif- stofu Morgunblaðsins og voru heldur en ekki hýrar á svip. Höfðu þær meðferðis danskt blað, sem hafði gert „roek and roll“ og unga fólkið að umræðu- efn ' .» ' stjórnendur þessa danska blaða iiöfðu komizt að þeirri nið- urstöðu, að „rock and roll“ væri á engan hátt syndsamlegra en aðrir dansar, því að flestir þeir dansar, sem nú væru algengir, hefðu á sínum tíma valdið hneyksli — og verið bannaðir. Málinu til sönnunar birti blaðið fjölmargar myndir frá ýmsum Vesturlönd eins og eldur í sinu, enda þótt margir iðkendur hlytu beinbrot og heilahristing. Eitt Kaupmanahafnarblaðanna sagði m. a. um þennan dans: Síðasta virki menningarinn- ar hrundi, er heimurinn gaf sig á vald þessum negradansi. Hvar endar þetta? Ef þetta brjálæði verður ekki stöðvað með lögboði — hvað kemur þá næst? Og eldra fólkið hneyksl aðist jafnmikið á .unglingunum fyrir að dansa charleston og eldra fólkið hafði hneykslazt á Enginn finnur nú can-can neitt til for- áttu. Þ annið mætti lengi telja, en síðast minnumst við unglingunum þar áður og fyrr, er herrann gerðist svo djarfur að leggja hendina um mitti ungu stúlkunnar, sem hann sveif með í Vínarvals. Og hvernig var það ekki með can-can, sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í París árið 1932. Hann hefur verið bannaður í nær öllum löndum — og alls staðar valdið mikiu hneyksli. En nú þykir ekki lengur neitt ósiðsamlegt við can-can. Klæðaburðurinn ber vott um það, að þessi mynd er komin til ára sinna. Hún er frá fyrstu ár- um jitterbug. nú er jitterbug gleymt. Það þykir ekki lengur tíðindum sæta, að boðað sé til slíkra dansskemmt- ana. N 1'ú er það rock and roll, sem vakið hefur athygli fólks. Enginn dómur skal lagður á það hér — hvort rock and roll er gott eða slæmt, en því verður ekki neitað, að það hefur valdið nokkrum umbrotum, eins og flestir nýir dansar hafa sjálfsagt gert. Margir vilja banna dans þennan vegna þess, að stólar og annað lauslegt virðist oft óþarf- lega brotgjarnt á rock and roll samkomum. En saklaust er að tímum, er einstakir dansar voru að ryðja sér til rúms. Báru mynd- irnar vott um það, að unga fólkið í þá daga hefur verið þrungið jafnmiklu æskufjöri Qg unga fólkið í dag. j itterbug, sem ruddi sór til rúms upp úr 1940. „Hún dansar jitterbug“, sagði fólk — og það var nóg til þess að skipa viðkomandi á lægsta menningarþrep þjóðfélagsins. En benda á, að þannig hefur það alltaf verið: Nýir dansar hafa vakið andúð og hneykslað. Þeir hafa verið bannaðir. En það tek- ur því varla. Blaðran springur fljótt. „1. ullorðna fólkið er allt- af að hneykslast á „rokkinu" og kallar okkur rokkóða ungl- inga“ — sögðu þær. „Það ætti að fá að sjá hvernig það lét sjálft á okkar aldri“. Og svo brostu þær og sögðu: „Haldið þið nú ekki, að þið birtið þess- ar myndir til þess að það fái að sjá sjálft sig, þegar það var ungt“. Og þegar betur er að gáð — þá mælir ekkert gegn því, að við leyfum því „að sjá sjálft sig“. F * j yrir nokkru skýrðu dagblöð í Bandaríkjunum frá því, að lögreglustjóri einn í Kali- forníu hefði lagt blátt bann við öllum rock and roll dansi í sínu umdæmi, vegna þess að hann taldi dans þennan siðlausan og til þess eins fallinn að æsa upp frumstæðar hvatir mannsins. Fylgdi hann banninu svo sköru- lega fram, að hann lét handtaka þá unglinga, er uppvísir urðu að broti. E n þetta er ekkert eins dæmi. Slíkt hefur mjög oft átt sér stað. Hvernig var það ekki með charleston? Skömmu eftir 1920 breiddist hann út um öll Þaiuiig var charleston

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.