Morgunblaðið - 09.03.1957, Síða 18

Morgunblaðið - 09.03.1957, Síða 18
18 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 9. marz 1957 Tíu nýjar danskar skáldsðgur eftir dr. phil Hakon Stangerup DANSKIR gagnrýnendur hafa deilt um það, hvert Norð- urlandanna skari nú fram úr á bókmenntasviðinu. Mikið djúp var staðfest milli skoðana þeirra, en deiluaðiljarnir voru sammála um eitt atriði: að ekki væri það konungsríkið Danmörk — ekki einu sinni að hjálendum með- töldum —, er hlotnaðist sá heið- ur. Af þessu má sjá tvennt: að danskir gagnrýnendur þjást a. m. k. ekki af þjóðernishleypi- dómum, og ef grein um danskan skáldskap, frá þessu hausti á að vera sönn — og það eru minnstu kröfur, sem hægt er að gera til hennar —, getur hún ekki fjallað um frábær verk, eða réttara sagt: snilldarverk. Þau hafa ver- ið í meðallagi, en ekki komizt fram úr því. En einnig þeir, sem lifa hófsömu og iðjusömu lífi — eins og Grundtvig sagði — verð- skulda athygli. Afköstin hafa verið sérstaklega mikil haustið 1956. Mörg ár eru liðin, síðan svo mikill hluti af nýútkomnum bókum hefir verið á dönsku. Hér er einkum um að ræða danskar skáldsögur. f eftirfarandi grein verður fjallað um tíu beztu skáld sögurnar, þar sem greinarhöf- undur vonast til að geta síðar fjallað um þann hluta nýrra danskra bókmennta, sem ekki á heima á hinni breiðu og fjölförnu þjóðbraut skáldsögunnar. ★ SAGA, SEM SINDRAR AF LÍFI Agnes Henningsen er elzt af skáldsagnahöfundum þessa árs, hátt á sjötugsaldri, en það er svo sannarlega ekki hægt að sjá það á bók hennar. Hún er skrif- uð í eins svifléttum, frjálsleg- um stíl og aðalverk hennar, í þeim þokkafulla stíl, er aðeins gengur í arf til þess, sem nýtur ástar gyðju danskrar tungu. Skáldsagan heitir „Við hittumst í Arizona“ (Vi ses i» Arizona). Hún gerist í Ameríku fyrir mörg- um árum og fjallar um börn skilinna hjóna. Börnin eru neydd til að búa hjá föður sínum undir oki og aga húsbóndans á heim- ilinu. Þau þrá aðeins eitt — móð- ur sína, og jafnskjótt og færi gefst, laumast þau brott og kasía sér grátandi og hlæjandi í fang hennar. Aðalsögupersónan er slánaleg telpa á versta aldri — með graftarnabba, gljáandi nef og renglulega útlimi. Ó, skap- raun sjálfri sér og öðrum. En undir púpuhýðinu býr fiðrildi. Umhverfis hana eru feitlaginn snáði — litli bróðir —, strangur, vandlætingasamur faðir, móðir- in, sem er léttlynd og duttlunga- full, og herskari af frændum og frænkum. Útdráttur gefur svo lítið til lcynna, en margt annað býr í sögunni — sem sindrar af lífi —, margt, sem verður frem- ur til að hrífa tilfinninganæman lesanda en vera áþreifanlegar lýsingar og viðfangsefni, er krefj- ast þess, að lesandinn stagli til að skilja. ★ BEZTA DANSKA SKÁLDSAGAN Á ÞESSU ÁRI Meiri í vöfum bæði að ytri og innri gerð er hin nýja bók Aage Dons, „Laun dygðarinnar" (Dydens Lön), fullsprottið og vasmikið skáldverk, bezta danska skáldsagan á þessu ári. Sagan gerist í Tanger, en fjallar um Norðurlandabúa. Aðalsöguhétj- urnar eru tveir Danir og tvær sænskar konur, en þar að auki leiðir höfundurinn fram á sjón- arsviðið Austurríkismenn, Þjóð- verja, Araba og Bandaríkjamenn. Dons er alþjóðlegastur af dönsk- ur nútíma-rithöfundum. En að síðustu snýr hann alltaf aftur heim til Kaupmannahafnar, inn á enn þrengra svið en nokkru sinni áður: til gamla hverfisins milli Krónprinsessugötu og Breiðgötu, heimkynnis fallegra húsgagna, fagurmælgi og óagaðra sálna. Þar er mikil og fáguð menning, mikil hefluð mannvonzka, en samt sem áður nokkur samheldni. Menn geta hatað hver annan inn- an klíkunnar, já, jafnvel drepið hver annan —en þeir eru hlekkj- aðir saman af lögum klíkunnar, og utan hennar er ekkert nema einmanaleikinn. Dons beitir sinni venjulegu, frábæru bersögli og lætur Kaup- mannahafnarbúana sína halda inn í Tanger, sem að síðustu verð- ur aðeins áberandi rammi, fram- andi og íburðarmikill, um harm- leik, sem á upptök sín í því, sem menn kalla ranglega hina kon- unglegu, sænsku öfundsýki. .— Svíar hafa sem sé ekki einkaleyfi á henni. Dons sýnir í skáldsögu sinni, hvað öfundin nær yfir vítt svið, hvernig hún kann að dul- búa sig fögrum hvötum, en er samt sem áður driffjöðrin í verk- inu, þegar öllu er á botninn hvolft. öfundin og förunautar hennar: rógurinn, slúðrið, lastið. Dons er sérfræðingur í að fletta ofan af slíku. Hann heldur á pennanum með kattarkló, og hún skilur eftir skrámur á söguhetj- um hans. í fyrstunni veldur þetta nærri óhugnanlegum sársauka. Aðeins sænsku stúlkurnar tvær, kona, roskin, eins og menn mundu orða það, og lögulega vaxin, ung stúlka, sleppa nokk- urn veginn við skrámurnar. En er líður á skáldsöguna, breytist hárbeitt hæðnin í hljóða með- aumkun. Og söguhetjurnar vaxa jafnframt, sigrast á örlögum sín- um, taka á sínar herðar auðmýkt ina eða fórnina. „Laun dýgðar- innar“ er dauðinn. Það er dýpsti boðskapur þessarar ljómandi vel skrifuðu, mjög spennandi, alþjóð legu og samt dönsku skáldsögu. ★ LÁTLAUST HEITI — EN MERK BÓK Eiler Jörgensen hefir skrifað skáldsögu ,sem ber hið látlausa heiti „Nóttin og dagurinn" (Natt- en og dagen), en er reyndar miklu merkari en nafnið kann að benda tiL Sagan gerist í landi, sem höfundur hugsar sér. Það heitir Romsland og minnir mjög á Ítalíu hið ytra, og hér lætur höfundurinn gerast fjölda dýr- legra ævintýra. Hann er hinn mikli dæmisagnahöfundur meðal yngri skáldanna dönsku. Hann er kátur og léttur í spori á slóð- um gömlu stigamannasagnanna, bregður upp skemmtilegum rayndum, lætur eitt ævintýrið reka annað, kryddar þetta með ofurlitlu nasaviti og tekst samt að gefa öllum þessum aragrúa af persónum, öflugu bardögum og flóknu bellibrögðum skáldlegan blæ. Bókina má lesa með stiga- mannasögurnar í huga, og hún mun — þrátt fyrir orðmælgi og smávegis endurtekningar — stytta stxmdir og skemmta les- andanum, því að höfundurinn býr yfir mjög safríkri frásagnar- gleði, og frumstæðum og óspillt- um hæfileika til að lýsa fólki. En bókin er meira en skemmti- lestur, frásagnir af ýktri lodd- aramennt og týndum bréfum, sannsöglum vitnisburði og öðr- um strandreka úr ruslakompu stigamannasagnanna. Þar má einnig lesa um hið eilífa stríð milli hugsjóna og þeú'ra, sem hagnýta sér þær og gernýta. Eiler Jörgensen hefir fundið upp nokk- uð, sem heitir „konfelatar", Hvað er það nú? Ja, það er ein- mitt mergurinn málsins. Ég veit það ekki nákvæmlega. Það er sýnilega einhvers konar leir- mynd, en þegar allt kemur til alls, er það líklegast tákn þess draums plus ultra, sem tekur á sig mismunandi form eftir mis- munandi einstaklingum, en án hans verðum við öll á endanum vélgeng og ófrjó. í sögu Eilers Jörgensens berjast persónurnar kringum „konfelatana" eins og Don Quixote og Sancho Pansa hjá Cervantes, því að svo mikil er þessi danska nútímaskáldsaga, að hún hefir /ekki aðeins dregið dám af hinum venjulega ræn- S LESBÖK BARNAN:7A LESBÓK BARNANNA S >tað með allan hópinn á aftir sér. Leiðin lá fram hjá litlu vatni. „Mjá, mjá, við er- um svo þyrstar", mjálm- uðu allar kisurnar. Svo fengu þær sér allar að drekka og di-ukku og drukku, þar til vatnið var árukkið upp. Ennþá gengu þaú spotta korn og þá verða kis- urnar svangar. „Mjá, mjá, við erum svo svangar", mjálmuðu þær. „Hér er nóg af stórum flugum", sagði maðurinn. En kis- urnar veiddu sína fluguna hver, og síðan hefur ekki sést fluga í þeirri sveit. Áfram héldu þau og fyr en varði, voru þau komin þangað, sem gamli mað- urinn átti heima. Gamla konan stóð úti á tröpp- xnum og var að furða ág á, hvaða skrúðganga þetta gæti verið. „Nei, nú gengur þó al- zeg fram af mér“, sagði hún, „ekki getum við gef- ð öllum þessum kisum mat og mjólk“. Um það hafði gamli maðurinn ekki hugsað. „Við verðum að láta kis- arnar sjálfar segja til um, aver þeirra sé fallegust, 3g svo getum við valið aana úr“, sagði hann. Það fannst gömlu konunni á- gætt, og svo spurðu þau kisurnar, hver þeirra væri fallegust. „Ég, ég, ég,“ mjálmuðu þær allar hver uppi í aðra, og svo urðu þær reiðar og hvæstu og klór- uðu, af því að hver þeirra þóttist vera fallegust sjálf. Gamli maðurinn og gamla konan urðu svo skelkuð, að þau flýttu sér inn í húsið og skelltu dyrunum í lás. Eftir stundarkorn varð allt hljótt úti og gamli mað- urinn og gamla konan læddust varlega út í garðinn. En þar var ekki eina einustu kisu að sjá. Sennilega höfðu þær stökkt hver annarri á (lótta. En allt í einu sáu þau einhverja hreyfingu í þéttasta runnanum í garðinum. Þaðan skreið isköp lítill og ófélegur cettlingsangi, og mjálm- aði vesældarlega. Hann var svo ljótur, að ljótari kisu hafði enginn augum litið. „Hvernig stendur á því, að þú ert hér?“, spurði gamli maðurinn, „ég man 2kki eftir að hafa séð þig fyrr“. „Nei, ég er svo Ijót, að 2nginn tekur eftir mér,“ sagði vesalings litla kisa, ,,ég elti hinar og faldi mig hérna í raunnanum, þegar ólætin byrjuðu“. „Aumingja, litla skinn- ið“, sagði gamla konan, ,þú skalt verða hjá mér ag ég skal gefa þér mjólk ag mat.“ Gamli maðurinn og gamla konan tóku svo litlu, ljótu kisuna inn í húsið og gáfu henni að oorða og hlýtt ból að sofa L Svo þvoðu þau hana og burstuðu og þá var hún orðin næstum óþekkjan- leg. „Einmitt svona, litla og fallega kisu hefur mig alltaf langað að eiga“, sagði gamla konan. „Frammúrskarandi falleg, lítil kisulóra", sagði gamli maðurinn. Og hver hefði fremur átt að vita það en hann, sem >éð hafði: Kisur hér og kisur þar, og kisur alls staðar. Kisur í runnum, kisur í mó og kisur á hverri tó. Rdðning d kross- gdtu úr síðasta blaði LÁRÉTT: 3. fluga. 6. frár. 7. maur. 8. ræ. 13. úthaf. 16. agar. 19. valtari. 20. smán. 22. baul. 24. masa. 26. ró. 27. annan. LÓÐRÉTT: 1. álfur. 2. narr. 4. urr. 5. gá. 7. már. 9. ólaga. 10. át. 12. ær. 13. USA. 14. hattur. 15. fars. 17. rimma. 18. rausn. 21. áana. 23. lóa. 25. áa. Hérna getur þú séð, hvernig þetta hús er teiknaff. Dragðu myndina upp smám saman eins og hérna er gert. — Teiknaðu myndina fyrst á stórt blaff og á eftir í reiíinn neðst til hægri. Kæra Lesbók! Ég ætla bara að segja ?ér, að mér þykir mjög jaman að lesa blaðið. Nú langar mig að senda þér tvær skrítlur. Þær íru svona: —★— Jói: Ef það tekur fjóra menn fjórar stundir aö ganga fjóra kílómetra, hvaó er þá ein fluga lengi að ganga þvert yfir vöflu, sern er löðrandi í sírópi? Keli: (Hugsar fast og lengi). Nei, ég stend alveg fastur í þessu. Jói: Flugan líka! —★— Asi: Petta er Ijóta klíp- m. Billi: Nú, hvað er að? Ási: Ég hefi týnt gler- augunum minum og get ekki leitað að þeim, fyrr en ég er búinn að finna þau. —★— Svo óska ég þér alls góðs í framtíðinni. Vertu olessuð og sæl. Ólafur Sig. Ásgeirsson Reykjavík. Kæra Lesbók! Hér sendi ég þér tvær ikrýtlur: —★— Gesturinn: Hvað ertu gamall, Siggi minn? Siggi: Gamall, ég er itærri þvl nýr. Stóra systir: Skamm- astu þín, strákur, ertu að kenna honum Lilla að segja Ijótt? Tóti: Nei, nei, ég er bara ið segja honum, hvaða 'jrð hann má aldrei segja. —★— Vertu blessuð og sæl. Valdís, 12 ára, Akranesi. Því miður getum við ekki birt nema örfá af þeim mörgu bréfum, sem Lesbókinni hafa borizt að undanförnu. Við þökkum bréfin og margar ágætar uppástungur um efni blaðsins, sem verða tekn- ar til athugunar. Reynt mun að uppfylla sem flestar óskir, eftir þvi sem rúm blaðsins og aðrar ástæður leyfa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.