Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 24
Tveir litlir drengir urðu undir bíl í gær UM klukkan 8,30 í gærmorgun varð slys á Sogavegi við gatnamól Akurgerðis. Kona var þar með tvö börn sín og varð hið eldra, 4 ára drengur fyrir strætisvagni og stórslasaðist. Heitir hann Guð- mundur Ingi Kristinsson og á heima í Akurgerði 52. — Síðdegis varð annað barn undir bíl hér í bænum, en það slasaðist minna. Listkynning Morgunblabsins Þessi mynd er af einu málverka Jóns Þorleifssonar listmálara, sem verið hafa til sýnis í sýningar* glugga Morgunblaðsins þessa viku. Málverkið heitir „Fjallið Þorbjörn" og er málað árið 1952. Pósthúsið flytur nokkuð af starfs. sinni í Hafnarhvol IVIÐTALI við fréttamenn í gser skýrði Magþús Jochumsson svo frá, að í vor fengi Pósthúsið neðstu hæðina í Hafnarhvoli og mun öll afgreiðsla bögglapóstsins verða flutt þangað. Fundur í Verði á Akureyri á mánudaginn FUNDUH verður haldinn í F.U.S. Verði á Akureyri n.k. mánudags- kvöld 11. þ. m. kl. 8,30 e. h, í Landsbankasalnum. Fundarefni er, að Jónas G. Rafnar talar um stjórnmálavið- horfið og Magnús Björnsson ræð- ir félagsmál. Nýlega var haldinn aðalfundur Varðar á Akureyri og bættust þá margir nýir félagar í hópinn. Er nú mikill hugur í ungum Sjálfstæðismönnum á Ak- ureyri að efla flokksstarfið. Sjálfstæðisfélögin hafa gengizt fyrir spilakvöldum í vetur, sem hafa verið afburða vel sótt, og tekizt hið bezta. ^ Eins og vitað er, hefur Póst- húsið átt við mjög þröngan húsa- kost að búa, en það var byggt 1916 og hefur ekki verið bætt við það síðan. Eftir að þessi rýmkun hefur átt sér stað, verð- ur aðeins um afgreiðslu bréfa og blaða að ræða í gamla húsinu. BRÉFBERARNIR RAGA f HVERFUNUM Þá verður einnig sú breyting á, að í staðinn fyrir að raga allan póst í Pósthúsinu, verða bréfberarnir aðeins látnir gróf- raga póstinn þar, en síðan fín-raga í hverfum sínum í herbergjum, sem til þess verða ætluð. HVERFIN MF.RKT MEÐ BÓKSTÖFUM Þá er í ráði, að tekinn verði upp sá háttur, að skipta bænum niður í hverfi sem merkt verði með bókstöfum fyrir aftan heim- ilisfangið. Verður bænum til að byrja með skipt niður í sex slík hverfi. Háskólolyrirlestur um bein úr Skálholtskirkjugurði ■ Strætisvagninn var á leið inn Scgaveginn. Veður var bjart og skein morgunsólin giatt í andljt bílstjórans, sem þó telur sig hafa séð fram á veginn fyrir framan vagninn, er hann ók af stað frá biðstöðinni. Hann hafði aðeins eltið spölkorn er hann heyrði angistaróp, að því hann hefur sjálfur sagt. Hann stöðvaði vagn- inn í snatri og hljóp út. Sá hann þá konu draga barn undan vagn- inum fyrir aftan afturhjólið. Var það móðir litla drengsins. Ekki hafði hann misst meðvitund að því er virtist. Honum var þegar ekið í sjúkrahús í sjúkrabíl. Við rannsókn kom í ljós að drengur- inn var stórslasaður. Mun hinn þungi vagn að einhverju leyti hafa farið yfir drenginn, því hann var mjaðmargrindarbrotinn og handleggsbrotinn. Var líðan hans sögð vera slæm síðari hluta dag í gær. — Drengurinn er í Lands- spítalanum. Það mun hafa komið í ljós í gær, en rannsókn málsins er skammt á veg komin, að konan, sem var með 2 börn er slysið varð, kom frá hægri hlið. Hún mun hafa leitt bæði börnin. Síðdegis í gær milli kl. 3 og 4 varð annað bílslys hér í bænum, á Rauðalæk, sem er í nýja íbúð- arhverfinu milli Kleppsvegar og Laugarnesvegar. Þar varð slysið með þeim hætti að verið var að „bakka“ bíl, sem lagt hafði verið allnærri ljósastaur. — Varð þá fyrir honum sjö ára drengur, Gunnlaugur Óskars- son, skála við Bjarmaland við Laugarnesveg. Drengurinn féll í götuna á klakahnúsk og lenti annar fótur Óskars litla undir afturhjóli bílsins og brotnaði. Var hann fluttur í sjúkrahús. Kindurnar fundust uppi á Es$u VALDASTÖÐUM. 1. marz. — Kindurnar, sem töpuðust frá Hjarðarnesi á Kjalarnesi, fyrir viku síðan, fundust í fyrradag. Voru þær uppi í há-Esju. — St. G. Brennur ofan af fjölskyldu UM hádegisbilið í gær kom upp eldur í bragga á Skólavörðuholt- inu þar sem Ásta Árnadóttir býr með börnum sínum þrem, tveim uppkomnum. Kveiknaði eldur- inn út frá ofnröri og var allmikill eldur í skálanum er slökkviliðs- menn komu á vettvang. Skálinn var klæddur með trétexi sem er mjög eldfimt. Brunaverðir urðu að rifa gat á skálann til þess að komast að eldinum og þá er lauk var hann ónýtur orðinn. — Brunaskemmdir urðu á innan- stokksmunum. A-þýzfca við- skiptamálaráðu- ueytið opnar skrifstofu hér AUSTUR-ÞÝZKA ríkisstjórn- in hefur fengið leyfi íslenzkra stjórnarvalda til þess að opna hér í Reykjavík deild úr hinu austur-þýzka viðskiptamála- ráðuneyti. Þetta gerðist fyrir um það bil mánuði. Skrifstofan er til húsa á 1. hæð í svonefndu Blöndaishúsi í Austurstræti 10 og eru þar nokkrir austur- þýzkir starfsmenn. í anddyri hússins stendur á spjaldi inn- an um önnur fyrirtæki sem þar eru til húsa, á ensku: Trade Agency Chamber of Foreign Trade D.D.R., sem myndi þýða verzlunarumboð ufanríkisviðskipta þýzka al- þýðulýðveldisins. Kviknaði í for- tjaldinu undir rokkdanssýningu AKRANESI, 8. marz. — Á dög- unum bar það við á skemmtun Gagnfræðaskólans hér, er haldin var í Bíóhöllinni, að kviknaði i fortjaldinu ofan til. Hafði logað á peru sem lá utan í tjaldinu, sem er olíuborið. Starfsmaður hússins kom þegar á vettvang, reif tjaldið niður og bar það út. Brunnu göt á skyrtu hans. Verið var að endurtaka síðasta skemmti atriðið og voru tvær námsmeyj ar úr skólanum að sína rokkdans- inn með undirleik hljómsveitar. Hélt hljómsveitin áfram að íeika og róaði það fólkið. Eigi að síður þustu 50—100 manns út um aðal- dyrnar, því svo vel vildi til að vængjahurðir í aðaldyrum voru opnar. Reyndin varð sú að eld- urinn var úr sögunni þegar búið var að bera logandi tjaldið út úr salnum. Á MORGUN (sunnudag) kl. 2 e. h. mun prófessor Jón Steffen- sen flytja fyrirlestur fyrir al- menning í hátíðasal Háskólans, er hann nefnir Nokkrar athugan- ir á beinum nafngreindra manna úr grunni Skálholtskirkju. Fyrirlesturinn mun fjalla um grafir í grunni síðustu dómkirkj- unnar í Skálholti, þeirrar er Brynjólfur biskup Sveinsson lét reisa. Tímans vegna verður þó eigi unnt að geta ýtarlega nema fárra þeirra, og verða það grafir Vídalínshjónanna, Finns biskups Jónssonar og Hannesar biskups Finnssoanr. Útliti þessara manna verður lýst eftir því sem bein þeirra láta í té efnivið til þess og sú lýsing borin saman við skráðar heimildir af útliti mannanna og myndir af þeim, hafi þær varð- veitzt. — (Frétt frá Háskóla ís- lands). ÞÚFUM, 8. marz. — Sífelld norð- anátt er hér með nokkru frosti. Djúpbáturinn hefur þó haldið uppi reglulegum ferðum. Snjór er ekki mikill vestan Djúps, og oftast beitt sauðfé þrátt fyrir storminn. Fiskafli í verstöðvum Djúps- ins er sæmilegur, einkum þegar gefur á djúpmið, en stormar hamla því oft. Vöruflutningar á sleSa úr Stykkishólmi aS Vega- mótum STYKKISHÓLMI, 8. marz — Miklir flutingaerfiðleikar eru hér enn um Snæfellsnesið, en und- anfarið hefur allmikið af mat- vælum og fóðurbæti verið flutt héðan til verzlunarstaðarins að Vegamótum í Miklaholtshreppi, en þar voru allar birgðír á þrot- um. Fulltrúaráðs« fundur FUNDUR verður haldinn í full- trúaráði Heimdallar F.U.S. í Val- höll við Suðurgötu klukkan 1.15 e. h. í dag. Kosning uppstiilingamefndar. Áráðandi að sem flestir mæti. Fjoltefli f DAG kl. 3 e. h. mun Ingi R. Jóhannsson, skákmeistari, tefla fjöltefli við Heimdellinga í Val- höll við Suðurgötu 39. Væntanlegir þátttakendur eru heðnir að tilkynna þátttöku sína í sima 7103. f fyrradag kom vélskipið Njörð ur hingað til Stykkishólms með vörur. Héðan voru þær fluttar að Vegamótum á þann hátt að bílar fluttu þær upp í Kerling- arskarð, en þar voru þær látnar á stóran yfirbyggðan sleða sem jarðýta dregur og hefur verið í vöruflutningum í ófærðinni hér. Lítið hefur snjóað hér um slóðir síðustu daga, en í gærkvöldi var lítils háttar úrkoma. Aðalsamgöngurnar við höfuð- borgina héðan úr Stykkishólmi eru með flóabátnum Baldri, sem farið hefur 1—2 ferðir í viku til Reykjavíkur til að sækja vörur og póst. —Á. Aðalf. Verzlunar- sparisjóðsins í dag AÐALFUNDUR Verzlunarspari- sjóðsins verður haldinn í dag í Þjóðleikhúskjallaranum og hefst hann kl. 2. Mun formaður stjórn- ar sparisjóðsins, Egill Guttorms- son, stórkaupmaður, flytja þar skýrslu um starf sparisjóðsins á árinu, sem leið, sem er fyrsta starfsár sjóðsins. Sparisjóðurinn var stofnaður 4. febrúar 1956 og voru það 310 verzlunar- og kaup- sýslumenn víðs vegar af landinu, sem stóðu að stofnun hans. Hinn 28. september s.l. hófst starf- ræksla sparisjóðsins og er hann til húsa í Hafnarstræti 1. Stjóm sparisjóðsins skipa nú, ásamt Agli Guttormssyni, þeir Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, og Pétur Sæmundsen, við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.