Morgunblaðið - 30.03.1957, Side 6

Morgunblaðið - 30.03.1957, Side 6
1 MORGUNBLAÐIÐ Laugard. 30. marz 1957 -- M IS |§l #l<*wn v'fta «w !»«to 1L c. « ■"» _< .............í> ÞAR SEM vitað er, að frí- merkjasöfnun er orðin tölu- vert almenn 'iér á la:idi hin síð- ari ar, en engin rit eða bækl- kigar sem fjalla um þessi mál munu fáanleg á íslenzku og ör- sjaldan skrifað í dagblötí um frímerkjasöfnun, þá mun Morg- unblaðið taka þá nýbreytnj upp, að birta af og til frásagnir af frímerkjum og leiðbeiningar fyr- sr safnara, svo og myndir af nýjum merkjum, sem úr verða gefin, inanlands og utan, eftir því sem tök verða á. Blaðið hef- ur leitað aðstoðar manns, sem hefur margra ára reynslu og þekkingu á flestu sem að frí- merkjum lýtur. Ennfremur mun blaðið veita móttöku aðsendum greinum frá lesendum, varðandi allt sem frímerkjum við kemur. Það er álit frímerkjasafnara, að ísland sé mjög aíhyglisvert. hvað varðar frímerki og er það meðal annars vegna þess, að sök- um fámennis hér, eru íslenzk fiímerki gefin út í mun minna upplagi en tíðkast hjá öðrum þjóðum, og fyrstu útgáfur ís- lenzkra frímerkja sjást óvíða < einkasöfnum enda kosta þær > mörgum tilfellum hundruð króna og skulu þá fyrst nefnd íslenzku skildingafrímerkin og Balbomerk in, sem út voru gefin árið 1933 og einnig ýmsar aðrar útgáfur eldri merkja. — Á alheimsfrí- merkjasýningu þeirri er haldin var í New York á sl. vori, vöktu íslenzku frímerkin, sem póst- stjórnin hér sendi þangað, óskipta athygli sýningargesta og þá sér í lagi hinar gömlu útgáfur, sem margir safnarar höfðu aldrei aug um litið, nema þá ef til vill á myndum. SÖFNUN FRfMERKJA Þegar byrjað er á söfnun frí- merkja, er eitt mikilvægasta at- riðið, að nota réttar aðferðir við flokkun og uppsetningu merkj- anna, í þar til gjörðar frímerkja- bækur (albúm). Það sem góður safnari fyrst skal aðgæta, er að ganga úr skugga um, hvort merk- ið er algjörlega ógallað, t. d. ef um stimplað (notað) merki er að ræða, að póststimpillinn sé eigi of dökkur og að ekki sé stimplað yfir allan flöt merkisins, heldur aðeins í eitt hornið eða smá hluta af því. Þá ber að gæta að horn ekki vanti og svo að engin óhreinindi séu á merkinu Hin síðari ár hafa frímerkja safnarar einnig lagt áherzlu á að öll merki eigi að vera rétt „cent- eruð“ en það er, að hvíti kantur- inn á merkinu sé jafn breiður á alla vegu. Öll gölluð frímerki þótt ekki séu nema með smá- göllum, má telja með öllu verð- laus. Til eru og safnarar, sem aðeins safna ónotuðun. frímerkj- um og eru þau oft verðmætari en notuð merki, mi þá ber að gæta þess vel, þegar ónotað frímerki er sett í bók, að líma ekki merkin föst með lími sjálfs merkisins, heldur nota til þess þar til gjörð gegnsæ smáumslög, sem eru af sömu stærð og merkið sem setja á í albúmið. Þessi aðferð er mun öruggari heldur en sú, sem not- uð var áður en byrjað var að framleiða umslög utan um hvert i einstakt merki, en þá voru not- aðir smáir límbornir miðar, sem komið var fyrir aftan á merkinu en þegar búið var að festa slík- an miða á frímerkið, missir það töluvert verðgildi, m.a. vegna þess, að ónotað frímerki á að vera límborið á bakhlið, eða eins út- lítandi og þegar merkin eru keypt í píósthusi. Við flokkun og niðurröðun hinna mörgu tegunda frímerkja og þegar þau eru látin í bækur til varðveizlu, skal nota til hlið- sjónar frímerkjaverðskrár (cata- logs) sem gefnur eru út víða um ^ heim og hverjum safnara er nauð syn að eiga. Verðskrár þessar eru gefnar út árlega og er þar getið allra verðbreytinga svo og allra nýrra frímerkja sem út hafa kom- ið frá næsta ári á undan. Verð- Ný verðgildi íslenzkra íþrótta- merkja. Útgáfudagur 1. apríl. listar þessir hafa verið fáanlegir hér á landi, í bókaverzlunum og hjá frímerkjasölum hér í bæ. Margir frímerkjasafnarar hérlend is nota verðskrá er nefnist AFA gefin úí í Danmörku svo og þýzk- ar, svissneskar og franskar og ekki sízt þá, er amerískir safn- arar nota einvörðungu, en það er hin kunna verðskrá Scott’s, sem gefin er út í New York. SÖFNUN UMSLAGA Söfnun umslaga með frímerkj- um, stimpluð á útgáfudegi nýrra merkja, hefir hin síðari ár farið mjög í vöxt og einnig hafa verið eftirsótt, umslög er send hafa ver- ið í flugpósti, þegar opnuð hef- ur verið ný flugleið milli ákveð inna staða eins og t.d. frá Reykja vík til New York og Reýkjavík til Stokkhólms, svo að eitthvað sé nefnt. Á byrjunarárum flugsins og þá sérstaklega þegar um reynslu - flug fyrri ára var að ræða, eins og t.d. þegar Ahrenberg hinn sænski flaug frá Evrópu um ís- land á leið til Ameríku, þá var sendur póstur með flugvél hans og hafa einstök umslög sem send voru þessa leið kcwnist í afar hátt verð, og þau voru aðeins 65 talsins, en þó eru talin verð- mætust umslög þau, er send voru héðan til Chicago með Balbo flug flotanum árið 1933, en það voru aðeins tæplega 300 sendingar, sem flugu þá leið og voru frí- merktar með sérstaklega þar til yfirprentuðum íslenzkum frí- merkjum, sem áður er getið og stimplaðar með póststimpli Reykjavikur. Verðmæti hvers þessara umslaga er nú áætlað um 3000 krónur,, enda þótt þau séu ekki föl fyrir þetta verð, en komið liefur þó fyrir að Balbo umslögin hafa verið boðin upp á frímerkjauppboðum erlendis og nú ekki alls fyrir lör:gu í Sviss. Mörg önnur athyglisverð póst- flug á nýjum flugleiðum hafa átt sér stað á undanfömum árum, en hið síðasta sem vakti mikla athygli og var umtalað víða um heim, var þegar norræna flug- félagið SAS fór fyrstu áætlunar- ferðina frá Kaupmannahöfn til Tokyo og var flugleiðin yfir norð urpólinn eins og skýrt hefur ver- ið frá annars staðar. Frímerkja og umslagasafnarar í öllum álf- um notuðu tækifærið til að senda póst með þessu fyrsta áætlunar- flugi yfir norðurpólinn til Tokyo og fylgja hér myndir af umslög- um, sem send voru þessa leið og eru þrjú þeirra stimpluð sitt á hvorum stað, Kaupmannahöfn, iiiil F -1 . ........ * 4 iASírtfc. « 1 YOKYO £>e*ns*rí. [§mm ■ Y- Bréf þessi voru send með fyrsta áætlunarflugi til Tokio á hinni nýju flugleið yfir Norðurpólinn. Oslo og Stokkhólmi eins og sjá má á póststimplum umslaganna. Varðandi söfnun á umslögum svo nefndum fyrstadagsbréfum, ber að gæta þess, að umslög sem nota á í þeim tilgangi, þurfa helst að vera í ákveðinni stærð, vegna þess, að til geymslu og varð- veizlu á slíkum söfnunargripum, hafa verið gjörð sérstök albúm sem innihalda gegnsæ umslög (covers) þar sem sérhverju fyrsta dagsbréfi er ætlaður geymslu- staður. Af því leiðir, að umslög sem látin eru í slík albúm, þurfa að vera af sömu stærð, en smekk legar áprentanir umslaga og skreytingar þeirra, táknrænar fyr ir hverja útgáfu nýrra frí- merkja, prýða oft blaðsíður söfn- unarbókanna. Einnig skal hér á það bent, að sfcrif'ar úr daglega lifinu KÆRI Velvakandi! Mig langar til að biðja þig fyrir þakklæti til útvarpsins fyr- ir nýju barnatímana. Á annarri skoðun EN um leið langar mig til að mótmæla því, sem þú skrif- aðir um þá í gær. Þú segir að tíminn sé óhentugur, en þar er ég alveg á annarri skoðun. Ég held að kvöldverðartími hér í bænum sé mjög algengur kl. 6,30. Er þá ekki einmitt alveg prýði- legt að fá bömin .nn kl. 6. Þau eru þá komin inn, þegar borðað er og að vetri til er þetta alveg næg útivera fyrir minni börnin, en þau stærri fara hvort eð er út eftir kvöldmat. Sem sagt, ég er harðánægð með þennan tíma, og segja mætti mér að það væru fleiri. — Með þakklæti — Hús- móðir. Kvikmyndlr Rauða krossins AFI skrifar: Hinn 22. þ. m. birtist hér í dálkunum umsögn um bíómynd, er Rauði krossinn lét sýna börn- unum er seldu merkin á ösku- daginn. Þar sem lítils háttar mis- skilningur hefur komið upp, vil ég hér með, vegna þeirra mætu manna, er starfa fyrir Rauða krossinn, og eins vegna sonar- dóttur minnar, láta rétta frásögn koma hér fram. Ég var á ferð í Reykjavík á öskudaginn og hitti þá á götunni sonardóttur mina, sem er 8 ára gömul; var hún mjög lukkuleg á svipinn, að selja Rauða kross merki. Rúmlega viku síðar hitti ég hana aftur; segir hún þá við mig, með vonbrigðasvip; Afi, ég skal aldrei aftur selja Rauða kross merki, myndin var svo aga- leg sem okkur var sýnd, fyrir að selja merkin; sumir krakkarnir fóru að gráta, en ég grúfði mig niður, til að sjá ekki það sem ljót- ast var, en strákunum sumum þótti gaman. Svona er frásögnin rétt, en blóðbaðið sem talað er um í áður- nefndri grein, ber að þerra í burtu. En endurtaka vil ég þau tilmæli mín, að Rauði krossinn athugi eftirleiðis að sýna börnum aðeins þær myndir, er gætu haft góð og göfgandi áhrif á þau. Stúlkurnar á Landsímanum KÆRI Velvakandi! Mig langar að vekja máls á atriði sem varðar afgreiðslu Landsímans á símtölum út um sveitir landsins, og kemur það til vegna skoðanamuns símstúlku einnar á Landsímanum og mín í þessu sambandi. Ég hringdi í 02 og bað um Vík- ing Guðmundsson, Grundarhóli, Hólsfjöllum. Stúlkan spurði um hvaða símstöð þetta samtal færi og kvaðst ég ekki vita það, en hins vegar vissi ég að býlið til- heyrði N-Þingeyjarsýslu. Ekki kvaðst hún neitt hafa með þá vitneskju að gera, í hvaða sýslu býlið væri, en hins vegar ætti ég að skýra frá heiti símstöðvarinn- ar á þessum slóðum. Bað hún mig að afla mér upplýsinga um það og hringja síðan aftur. Ég taldi aftur á móti að þetta atriði ætti hún og hver einasta símastúlka Landsímans sem afgreiðir símtöl út um byggðir landsins að vita. en ekki þeir sem pöntuðu sam- tölin. Varð út af þessu tals- vert þjark, sem endaði þó með því að símtalið var afgreitt án þess að ég aflaði stúlkunni upplýsinga um nafn símstöðvar- innar. Kvað hún þó reglugjörð til fyrir því, að símstöðvarheiti ætti að fylgja með samtalsbeiðnum út á land. Hvar eru upplýsingarnar? NÚ er mér spurn; Hvar á fólk að afla sér upplýsinga um hin ýmsu stöðvaheiti Landsímans út um allt land? Ekki eru gefnar upplýsingar um það í símaskrá þeirri er nú er notuð í Reykja- vík. Mér skilst að þá þurfi maður fyrst að hringja til Landsímans og fá að vita símstöðvarheitið, hringja síðan aftur og panta samtalið. Nei, mér finnst að það sé símastúlknanna að vita þetta atriði en ekki þeirra sem um sam- talið biðja. Én fróðlegt væri að fá úr þessu skorið. — M. Th. til að auðvelda frímerkjasöfn- un, hafa safnarar erlendis mynd að með sér frímerkjafélög (klúbba) og hafa þeir með þessu örfað mjög söfnun 'rímerkja með al ungra sem gamalla og væri íslenzkum söfnurum auðvelt að komast í sambönd við félög þessi og þannig auka safn sitt á ódýr- an hátt. Gætu ekki einnig ís- lenzkir frímerkjasafnarar og aðr- ir sem áhuga hafa á frímerkjum, bundist samtökum og stofnað „frímerkj akl úbb“. þar sem rædd væru áhugamál þessara manna og skipzt á frímerkjum o. m. fl.? Slíkur félagsskapur gæti enn- fremur leitt æskuna frá miður hollum útiverum og um leið veitt ungum og gömlum ánægju og fræðslu í frístundum. Að endingu skal þess getið, að samkvæmt tilkynningu íslenzku póststjórnarinnar, verða gefin út tvö ný frímerki hér þann 1. apríl n.k., með tveimur verðgild- um, kr. 1,50 og kr. 1,75 og verða sömu myndir á þeim og voru á íþróttafrímerkjunum, sem út voru gefin árið 1955, og fylgja hér myndir af þessum nýju ís- lenzku frímerkjum. — J. H. Tehur Faure við l FREGNIR frá París herma, að stjórnmálamenn séu þeirrar skoðunar, að Mollet skipti um utanríkisráðherra í stjórn sinni og láti Maurice Faure taka við af Pineau. — Faure. sem er einn af upprennandi leiðtogum Radíkala flokksins, hefir getið sér mjög góðan orðstír fyrir samningavið- ræður, sem hann hefir tekið þátt í fyrir hönd Frakklands (um Euratom, Sameiginlega markað- inn og Saar). — Þá er einnig gert ráð fyrir, að Ramadier fjármála ráðherra hverfi úr stjónninni, áður en langt um líður. Svissneskur sfrangleiki AFBROTAHNEIGÐ unglinga hef ur síðustu árin aukizt til þeirra muna víða í Evrópu og Ameríku, að til vandræða horfir. Nú hafa Svisslendingar tekið þetta vanda- mál föstum tökum, og má búast við, að aðrar þjóðir Evrópu fylg- ist vel með þróun mála í Genf, en þar er nú að hefjast víðtæk- asta herferð gegn afbrotum ungl- inga, sem farin hefur verið í Evrópu. Borgarstjórnin í Genf hefur á- kveðið, að frá og með 1. apríl skuli engum unglingum undir 18 ára aldri leyfður aðgangur að kvikmyndahúsum, leikhúsum, dansstöðum og næturklúbbum í borginni. Búizt er við, að vara- sveitir lögreglunnar verði kvadd- ar út t-il að hafa eftirlit með því, að hinum nýju lögum verði framfylgL *r Z.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.