Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 8
MORGUHTtLAÐIÐ Laugard. 30. marz 1957 ' 8 i___________ I l Y Farið út að „iínu“ NOKKRIR blaðamenn Reykja víkurblaðanna sitja aftast í katalinaflugbátnum Rán, sem er hið fljúgandi varðskip íslend- inga og það sem landhelgisbrjót- vim stendur mestur stuggur af. Var þessi varðgæzla á sínum tíma tekin upp undir forystu Bjarna Benediktssonar er hann var dómsmálaráðherra. Flugbáturinn er í könnunar- flugi yfir Selvogsbankanum. A þessar slóðir leggja nú langsam- lega flestir togaranna leið sína, bæði innlendir og erlendir. Leið- angursstjóri í þessari ferð er Guðmundur Kjærnested foringi í Strandgæzlunni. Hann stendur við radíósímann fram til flug- stjórans á bátnum, Braga Norð- dal. Guðmundur greip nú radíó- símann og sagði um leið og hann lagði hann frá sér andartaki síð- ar: Togari fram undan — og þar með var hann horfinn framm .í flugbátinn. Forstjóri Landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson, hafði boðið nokkrum blaðamönnum að vera með í könnunarflugi, og var far- ið af stað héðan af Reykjavíkur- flugvelli klukkan tæplega 10,30 á mánudagsmorguninn. Þá var veður bjart og skyggni með þvi allra bezta. Norðan-strekkingur var á. i A ELDEYJAR- OG SELV OGSBANKA Ferðinni var heitið suður á Eldeyjar- og Selvogsbanka. Á leiðinni út að línunni, það er fiskveiðilínunni, sýndi Guðmund ur Kjærnested okkur flugbátinn og útbúnað hans. Fremst í stefni hans hefur Guðmundur sitt „horn“, en þar eru mjög góðar aðstæður til hvers konar athug- ana, þá er staðarákvörðun skipa er gerð, svo sem sextantmælinga og kompásmiðana, og þar frammi eru myndir teknar af skipunum. Flugstjórinn hefur við hliðina á sér sjónskífu frá ratsjá og er það verkfæri jafnómissandi þar um borð sem í varðskipunum sjálf- um, og aðra sjónskífu frá rat- sjánni hefur siglingafræðingur- inn líka. — Er flugbáturinn eina íslenzka flugvélin, sem búin er ratsjá. Þar sem við nálguðumst nú skipin á Eldeyjarbankanum og utan línu þar, mátti greina þau á sjónskífunni, eins og ver- tetta er áhöfnin á strandgæzlu- flugbátnum Rán. Talið frá vinstri: Guðjón Jónsson flugmaður, Gunn ar Loftsson vélamaður, Garðar Jónsson loftskeytamaður, Ey- steinn Pétursson vélamaður, Sig- urður Árnason stýrimaður, og Guðmundur Kjærnested, leiðang- ursstjóri. Landhelgisgæzlun stæði höllum fæti hefði hún ehhi llugbútinn ið væri að sigla á sjónum sjálf um. Á leiðinni út að línunni sáum /ið nokkra báta frá Suðurnesja- verstöðvum, sem voru nú á heim- leið úr róðri. Það var nokkur veltingur hjá þeim, enda norðan- strekkingur. Dýpra úti mátti greina allmarga togara og nú tók Bragi flugstjóri að lækka flugið. Flugbóturinn lét illa, og var ókyrrð mikil í loftinu. Er við komum yfir nokkra erlenda tog- ara, sem voru að veiðum á frek- ar takmörkuðu svæði, flaug bát- urinn okkar rétt yfir siglutopp- ana, og svo glöggt mátti sjá mennina á skipunum, að einn taldi sig hafa séð náunga í gul- um sjóstakk vera að stanga úr tönnunum frammi við „vant“. Þetta voru brezkir og þýzkir tog- arar, sumir af eldri gerð, en aðr- ir mjög stórir og nýtízkulegir. YFIR ELDEY Frá Eldeyjarbanka lá leiðin síðan meðfram línunni suður með landi. Nú nálguðumst við Eldey. — Ef þið hafið huga á að reyna við Eldey eins og Hjalti forðum, sagði Guðmundur, þá mun sú þraut nú vera öllu erfiðari en þá. Sylla, sem hann hóf sína frægðar för af, upp eftir standberginu, er komin í sjóinn. Sjórinn skell- ur á standbergið og þótt veður sé ekki mikið þá er þar nokkurt brim, og lítt árennilegt er þar til landgöngu. Þarna ræður hinn stórvirðulegi fugl súlán ríkjum og er við fljúgum yfir þetta gróðurlausa, sæ- og veðurbarða standberg sjáum við, að eyjan er hvít af fugli, og ofan úr flug- bátnum minnir fulglabreiðan sem sólin baðar geislum sínum á fífubreiðu í mýri. Við erum það hátt yfir, að við styggjum ekki þenn- an virðulega fugl. Landsýn er stór kostlega fögur. Reykjanesvitinn rís upp í brunahrauni Reykjanes- skaga, eins og tígulegur vörður. Guðmundur opnar nú gluggann á útsýnisturni okkar í flugbátnum, þar sem stæði eru fyrir vélbyssur. Menn fá fljótlega tór í augun, því kuldagjóstrið stendur inn, en samt eru allir vongóðir um að tilganginum með því að opna byrgið hafi verið náð, en hann var sá að ljósmynda þessa fögru sýn. TOGARI FRAMUNDAN! Brátt erum við komnir inn yfir Selvogsbanka og við höfðum að- eins flogið stutta stund, er kallið kom frá Braga flugstjóra um að togari væri fram undan. Verður nú handagangur í öskjunni. Flug- báturinn lækkaði nú ört flugið. Ekkert tyggigúmmí, og hella hleypur fyrir eyrun. Nú renndi báturinn okkar sér með gný mikl- um niður að togaranum og fannst okkur hann fgra svo nærri, að kveikja hefði mátt á eldspýtu á belg flugbátsins hefði einhver hinna stakkklæddu háseta verið uppi í mastrinu. Þannig liðu næstu 10 mín. Flugbáturinn renndi sér yfir togarann alloft, en fremst í stafni á flugbátnum voru Guðmundur og Sigurður Árnason önnum kafnir við mæl- ingar og miðanir á þessum tog- ara. Þessar steypiárásir virtust ekki koma skipstjóranum á tog- aranum neitt úr jafnvægi. Hann var ekkert að sveigja frá landi, heldur hélt striki sínu einbeitt- ur. Við vorum farnir að gera okk- ur nokkra von um að fá úr þessum leiðangri gallharða for- síðufrétt í blöðin okkar næsta dag. En nú kom Guðmundur og sagði: — Hann var fyrir utan, munaði rösklega 0,1 sjóm., eða um 180 m. Þetta var gráleitur togari, nokkuð stór, og var frá Lundúnum. Hann vissi upp á hár, hvar hann var staddur, sagði Guð mundur. EF . . . — En ef hann hefði verið fyrir innan? Rán á flugi yfir togara, sem er að veiðum í landhelgi. Hann er mei vörpuna á síðunni. framkvæmdar með samstarfi við varðskipin, sem þá eru einhvers- staðar í nánd. Við hefðum til- kynnt það skrifstofu Land- helgisgæzlunnar, sem við erum alltaf í sambandi við á ferðum okkar. Bíðan hefðum við reynt að ná sambandi við skipstjórann á togaranum. Við hefðum varpað Breitt var yfir nafn skipsins, er það var aff veiðum í landhelgi. Trollvírarnir sjást út af stjórnborða. Það tókst að lesa nafn skipsins og var það belgískur togari. — Þá hefðum við strax sett allt í gang hér um borð hjá okkur. Við hefðum þegar haft samband við nærstatt varðskip. Aðgerðir okkar hér í loftinu eru venjulega niður sem stöðvunarmerki svif- blysi, síðan kallað á skipið gegn- um talstöð og reynt að ná tali af skipstjóranum á merkjamáli héð- an úr flugbátnum. Við hefðum síðan orðið að sveima yfir togar- anum þar til varðskipið hefði komið á vettvang. — Heldur þú, að þeir hefðu svarað ykkur? — Já, þetta var brezkur tog- ari, sagði Guðmundur, og við þá er bezt að eiga, þeir svara alltaf, þegar við köllum á þá eða gefum þeim merki. Sama máli gegnir aftur á móti ekki um hina belg- ísku skipstjóra. Þeir hafa alla tíð verið íslenzkum landhelgisgæzlu- mönnum heldur þungir í skauti, enda hafa átökin við þá verið einna hörðust, hafi út af borið, og varðskipin eða flugbáturinn kom- izt í kast við þá. Er þess skemmst að minnast, er belgíski togarinn Belgian Skipper var staðinn að landhelgisbroti úr flugbátnum, en gerði tilraun til þess að kom- ast undan. Varð Þór að elta skipið langt á haf út og skjóta á hann kúluskotum, áður en hann nam staðar, en það var ekki fyrr en skotið var á brú skipsins. Þarna á Selvogsbankanum var fiöldi togara, en aðeins einn ís- lenzkan töldum við okkur sjá þar innan um fjölda erlendra skipa, t.d. voru þar margir Færeyingar og í norðankulinu voru þeir með segl uppi. Færeyingarnir veifuðu til okkar. Islenzku togararnir eru nú miklu dýpra hér á bankanum, sagði Guðmundur. Nú var þessu leiðangursflugi lokið og stefnan tekin á Reykja- vík. Þessi hægfleygi bátur okkar flaug inn yfir Selvoginn og stytti sér leið yfir Selvogsheiðina, og innan stundar vorum við komnir í námunda við Hafnarfjörð. — Áður en varði, renndi Rán sér niður á Reykjavíkurflugvöll og við stigum út meira og minna ó- styrkir á fótum vegna loftriðu, eftir þessa skemmtilegu flugferð, sem þó reyndi mjög á maga og höfuð. UM BORÐ í ÞÓR Um borð í Þór beið okkar rjúkandi kjötsúpa í borðstofu yfirmanna skipsins og þar tóku vel á móti okkur Eiríkur Kristó- fersson skipherra, og Pétur Sig- urðsson forstjóri Landhelgis- gæzlunnar. Við ræddum um gagnsemi gæzluflugsins og sagði Eiríkur skipherra, að það væri skoðun sín, að hin fátíðu landhelgisbrot upp á síðkastið, stöfuðu m.a. af því að menn vissu, að hvenær sem væri, gætu þeir átt von á flugbátnum. Og ég er sannfærður um, sagði hann, að ef nokkuð væri slakað á í þessum efnum, þá myndu landhelgisbrjótar ekki láta á sér standa. MERKUR DÓMUR Pétur Sigurðsson minnti m.a. á hinn merka dóm, sem nýlega hefði verið kveðinn upp í Hæsta- rétti yfir skipstjóra, sem tekinn hafði verið að veiðum í landhelgi, úr flugvél. Fyrir okkur hefur þessi dómur mjög mikla þýðingu. Rifjaði Pétur nú upp ýmis atriði varðandi gæzluna úr lofti og tökur skipa að veiðum í land- helgi, sem lögfræðingar hefðu dregið fram í sambandi við rann- sókn málanna og þeir töldu mikil vafaatriði. Um það var þjarkað, hvort mögulegt væri að gera á- reiðanlegar staðarákvarðanir úr flugvél, sem færi með 10 sinnum meiri hraða en skip. Um síðir tókst að sýna fram á, að vel- þjálfaðir foringjar í Landhelgis- gæzlunni og æfðir flugmenn geta vel staðsett skip með nægilegri nákvæmni sé flugvélin útbúin til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.