Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 12
MORGVHBLAtol*
Laugard. 30. marz 1957
12
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík
Frnmkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Tveir vitnisburðir
SÚ HNEYKSLISMEBFERÐ, sem
orðið hefur í höndum kommún-
ista á fjármálum Iðju, hefur vak-
ið hina mestu athygli meðal al-
mennings og þá ekki sízt meðal
verkafólks og annarra launþega.
Þarna hefur komið í ljós skýrt
dæmi þess, hvernig kommúnist-
ar misnota yfirráð sín í þeim fé-
lögum, sem þeir hafa undir hönd-
um. Það er auðvitað viðkvæmt
mál fyrir allan hinn mikla
fjölda, sem árum saman hefur
greitt gjöld til slíkra félaga, að
sjá svo skýr dæmi þess, hvernig
með þessa fjármuni er farið, eins
og orðið hefur í Iðju. Þó komm-
únistum hafi vafalaust tekizt að
breiða yfir margt misferli með
eyðileggingu fylgiskjala félags-
ins, þá er þó það, sem í ljós kom,
nægilegt víti til varnaðar. Það
vekur athygli í þessu sambandi
að Tíminn hefur ekki minnzt
einu orði á hneykslisferil komm-
únista í Iðju, eyðileggingu gagna
félagsins og stór lán, sem félags-
stjórnin veitti sjálfri sér úr sam-
eiginlegum sjóði félagsmanna.
En þó Tíminn haldi hér eins og
svo oft áður hlifiskildi yfir
kommúnistum, þá gagnar það lít-
ið. Að vísu fá þeir bændur, sem
lesa Tímann einn blaða, ekki
fregnir af atferli bandamanna
Framsóknarmanna í kommúnista
flokknum, eins og það lýsti sér
í Iðju, en það sem mestu máli
skiptir er að mönnum í hinum
ýmsu stéttarfélögum er nú orðið
ljósara en áður, hvað það kost-
ar að fá kommúnistum ráð yfir
sjóðum og öðrum eignum félag-
í.nna.
Vitnisburður
Alþýðublaðsins
Misnotkun kommúnista á fjár-
málum stéttarfélags, eins og Iðju,
er öllum ljós og hin pólitíska
misnotkun þeirra á á verkalýðsfé-
lögunum hefur einnig verið mjög
rædd í sambandi við hneyksli
þeirra í Iðju. í grein, sem birt-
ist í Alþýðublaðinu í fyrradag,
segir svo:
wMeð bolabrögðum hefir Iðja
verið dregin út í hvert ævintýrið
af öðru, sem kommúnistar hafa
stofnað til í valdabrölti sinu.
Er þar skemmst að minnast
verkfallsins 1955, sem kommún-
istar stofnuðu til í þeim tilgangi
að brjótast til valda, án minnsta
tillits til hagsmuna verkafólks,
sem þeir drógu út í verkfallið.
Verkfallinu var ætlað að skapa
fjárhagsöngþveiti í þjóðfélaginu,
sem hægt væri að nota til þess að
komast til valda. Þetta hefur
þeim tekizt, enda létu þeir það
verða sitt fyrsta verk, þegar þeir
voru komnir í stjórn, að taka alla
kauphækkunina, sem þeir stát-
uðu af að hafa unnið í verkfall-
inu af verkafólkinu með nýjum
sköttum.----Það er hörmulegt
til þess að vita, að kommúnistum
skuli í mörg ár hafa haldizt það
uppi að hrifsa til sín völd í verka
lýðshreyfingunni í Reykjavík og
nota félögin á hinn óskammfeiln-
asta hátt til skemmdarverka
gegn hagsmunum m?ðlimanna“.
Þetta er vitnisbu ■ Alþýðu-
blaðsins og þarf u við að
bæta. En svo vill ti . ð það sem
Alþýðublaðið nú hehilur fram, er
efnislega alveg það sama og Ey-
steinn Jónsson sagði í ræðu á
Alþingi 30. janúar 1956 um mis-
notkun kommúnista á verkalýðs-
'félögunum.
UTAN ÚR HEIMI )
tn^ure^ctri hvihm ijnclciÉur
k3vo er að sjá sem nor-
rænir víkingar séu að verða
„metsöluvara" í Ameríku. Eftir
að Kirk Douglas ákvað að gera
kvikmynd eftir skáldsögu Edison
Marshalls, „The Viking“, hefur
óhugi manna á þessu efni marg-
faldazt, eins og sjá má af því,
að þekktur amerískur kvikmynda
framleiðandi hefur ákveðið að
láta gera ekki færri en 39 hálf-
tíma-kvikmyndir um víkingana
fyrir bandarískar sjónvarpsstöðv-
ar. Verða þessar* kvikmyndir
teknar í Noregi, en Bandaríkja-
mennirnir ætla að byggja þar
heila „víkingaborg".
E,
Vitnisburður Eysteins
Eysteinn Jónsson var að ræða
um verkfallið mikla 1955 og af-
leiðingar þess. Hann sagði, að
kommúnistar hefðu nú „eins og
vant er, beðið tækifæris til að
setja efnahags og atvinnulífið úr
skorðum“. E. J. Esagði ennfrem-
ur:
„Kommúnistar höfnuðu í upp-
hafi hinnar miklu deilu allri sam
vinnu um að léita að raunveru-
legum kjarabótum fyrir verka-
lýðinn eftir öðrum leiðum og
sögðu að kaupið ætti að hækka. Kirk Douglas leikur, er kölluð
Höfnuðu síðan boði um 7% kaupl „Ogier the Dane“. Hann var al-
hækkun fyrstu daga verkfalls- j inn upp í þrældómi, hreppti
nnþá hefur ekki ver-
ið ákveðið, hvaða leikkona fer
með aðalhlutverkið í „The Vik-
ing“, en leikstjórinn Fleischer er
nú að leita að henni. Við lestur
skáldsögu Marshalls, sem kom
út 1951, verður það ljóst, að val
Fleischers verður allerfitt, því
óneitanlega er kvenpersónan ó-
venjuleg, a. m. k. af norrænum
sjónarhóli. Hetja sögunnar, sem
ins, vegna þess að þeir vildu hafa
langt verkfall, sem gerði mikið
tjón. Miðuðu allar þessar fram-
kvæmdir við að skapa erfiðleika
en ekki hitt, að finna lausn, sem
gæti komið hinum lægst launuðu
í landinu í landinu að varanlegu
liði“.
Eysteinn Jónsson er ekki myrk
ur í máli. Kommúnistar siguðu út
í verkfall „til að gera mikið tjón“
og til að „skapa erfiðleika". —
Þetta var vitnisburður Eysteins
Jónssonar fyrir rösku ári síðan
og kemur það allt heim við það,
sem Alþýðublaðið segir nú. Tií
eru þannig skýrar yfirlýsingar af
hálfu núverandi samstarfsflokka
kommúnista um pólitíska mis-
notkun þeirra á verkalýðsfélög-
unum og skemmdarstarfsemi
þeirra í þjóðfélaginu.
En nú mun mörgum vera
spurn: Hve lengi getur það hald-
izt, að Framsókn og Alþýðu-
flokkurinn, sem lýsa kommúnist-
um á þann veg, sem tilfært er
hér að ofan, hafi kommúnista
í valdastólum í íslenzkum stjórn-
málum og gefi þeim þannig tæki
færi til enn víðtækari misnotkun-
ar og skemmdarstarfsemi en áð-
ur.
frelsi, varð banamaður Ragnars
Loðbrókar og stjórnaði einhverj-
um stórkostlegasta víkingaleið-
angri heimsbókmenntanna suður
með ströndum Evrópu, um
Gíbraltar og allt til Ítalíu. Óneit-
anlega glæsileg og rómantísk
hetja, sem er vís til að vinna
hjörtu kvenna og unglinga, þeg-
ar myndin birtist á tjöldum
kvikmyndahúsanna.
B
ók Marshalls er full
af lífi og krafti, hún er vel skrif-
uð og spennandi en þar úir og
grúir af vitleysum, bæði söguleg-
um og landfræðilegum. Sagan
gerist jöfnum höndum í Noregi,
Danmörku og Englandi. Fyrstu
15 ár ævinnar er Ogier þræll 1
Ragnars Loðbrókar, en það er
auðsætt af útliti hans og hetju-
lund, að hann er af betra fólki
kominn. Ragnar keypti hann
ásamt ambátt frá Lapplandi, sem
er dyggur förunautur hans ævina
á enda. Ogier lendir í illdeilum
við son Ragnars, „Hastings
Maidenface“, og er dæmdur til
dauða af eiganda sínum, en hon-
um er bjargað af enskum fyrir-
Hér er kápumynð á skáldsögu Edison Marshalls, „The Viking“, sem
verður undirstaða kvikmyndarinnar. Konan á myndinni, sem er eina
víkingakonan í bókinni, virðist geta staðizt samkeppni við kynsyst-
ur sínar á síðari tímum. Við vissum það ekki fyrr, a. m. k. ekki við
fslendingar, að víkingakonurnar höfðu svo nýtízkulegan smckk,
þegar þær völdu sér kvöldkjóla.
manni, Egbert frá Northumbríu,
sem er gestur Ragnars og hefur
von um að vinna konungdóm sinn
Englandi með aðstoð víking-
anna. Ogier verður nú þræl.1
Egberts og erkifjandi Hastings.
Skömmu síðar bjargar hann
Egbert frá bráðum bana í veiði-
för og þiggur að launum fullt
frelsi. Egbert gerir hann að ridd-
ara sínum.
u
Hastings
m svipað leyti hefur
Maidenface farið til
Skýrslur, sem sýna ánægjulegar fram-
farir í skurðlækningum
7% sjúklinga deyja nú eftir erfiða magaskurði
áður 41%
TVEIR læknar í St. Louis, þelr
Key og Moyer, hafa rannsakað
nýjar skýrslur um dauðsföll og
borið þær saman við tölur frá
árunum 1916—1938. Samanburð-
•urinn sýnir mjög miklar fram-
farir í skurðlækningum. Skurðir,
sem áður voru álitnir lífshættu-
legir, eru svo til hættulausir. —
Þennan ánægjulega árangur má
einkum þakka fúkkalyfjiunum og
öðrum nýjum lyfjum, svo og
bættum svæfingaraðferðum o. fl.
Læknamir benda á nokkrar
staðreyndir í þessu sambandi:
Uppskurðir við sumum gallkvill-
um höfðu áður í för með sér,
að 16% sjúklinganna létust, en
nú er dánartalan komin niður i
2%. Á árunum 1916—1938 dó 1%
af þeiirr konum, sem létu taka
af sér annað brjóstið, en nú er
dánartalan komin niður í 0,2%.
Aður dóu 41% sjúklinga eftir
erfiða magaskurði, en nú er dán-
artalan komin niðUr í 7%. Þegar
vélindi var f jarlægt vegna krabba
meins, deyja nú 16% sjúkling-
anna, en áður hvorki meira né
minna en 55%. Verstu ristla-
skurðir kostuðu áður 62% sjúk-
t linga lífið, en nú er þessi dánar-
' tala komin niður í 14%. Loks má
geta þess, að stærstu lifraskurðir
höfðu áður i för með sér dauða
62% sjúklinga, en nú er þessi tala
komin niðUr í 10%.
Englands og tekið þar til fanga
hina fögru Morgana, dóttur kon-
ungsins í Wales og kvenhetju
sögunnar. Faðir hennar, Rhodri
konungur, hafði lofað að gefa
hana Aella konungi í Northumb-
ríu, en Hastings nemur hana á
brott og heldur henni í gislingu
í þeim tilgangi að vinna með
henni konungdóm í Northumbíu.
Ogier sér hana, þegar hún stígur
á land sem fangi, verður ástfang-
inn við fyrsta tillit og ákveður
að bjarga henni.
0,
Eitt ioraitæki -10. hverja sekúndu
SAMKVÆMT upplýsingum
frá Ford-verksmiðjunum í
Bandaríkjunum vinna þar að
staðaldri 190,000 manns. Þar
er átt við starfsemi allra verk-
smiðjanna, sem framleiða bif-
reiðir (m.a. Ford, Mercury,
Lincoln og Continental) —
bæði til fólksflutninga og
vöruflutninga, svo og dráttar-
vélar og alls konar slík tæki.
Daglega framleiða verksmiðj-
urnar 10,000 farartæki — og
svarar það til þess, að tíundu
hverja sekúndu sé nýju farar-
tæki ekið úr verksmiðjunum.
gíer lendir í alls
konar ævintýrum og svaðilför-
um, oft skellur hurð nærri hæl-
um, en hann er hetja sögunnar
og því ófeigur. Úrslitin verða
þau, að Ogier gengur af Ragnari
Loðbrók dauðum, síðan drepur
hann Aella og loks Hastings. En
þá fær hann að vita, að hann er
sonur Ragnars, hálfbróðir Hast-
ings, og viti menn, einnig hálf-
bróðir Aella, því þeir eiga sömu
móður.
Jr egar Ogier hefur unn-
ið á öllum þessum ættmönnum
sinum, finnur hann loks ástmey
sína, Morgana, en þau verða að
flýja til hafs og sigla í vestur í
leit að hinu svonefnda „Avelon",
sem er einnig kallað „Furder
Strandi“ í bókinni. f sögulok er
gefið í skyn, að þau hafi fundið
höfn einhvers staðar langt í
vestri — í Vínlandi! Segi svo
hver sem vill, að Douglas og
félagar hans verði ekki sannkall-
aðir norrænir víkingar í kvik-
myndinni, sem verður gerð í
Noregi í sumar.