Morgunblaðið - 30.03.1957, Page 18

Morgunblaðið - 30.03.1957, Page 18
18 MURCUNBLAÐ IÐ Laugard. 30. marz 1957 Þórdís Krisfjánsdóttir Hún andaðist aðfaranótt 21. þ. m. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir samferðabróður eða systur hverfa út í móðuna miklu, sjá á eftir þeim, sem lokið hafa löng- um og dáðríkum starfsdegi. Þórdis var fædd 1. okt. 1891 í Ólafsvík. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Geirsdóttir og Kristján Halldórsson, sem heima áttu í Póstsbúð í Ólafsvík, og voru þau annáluð fyrir gestrisni Og greiðasemi. Þórdis var næstyngst fjögurra systkina sinni. Snemma varð hún fyrir mótlæti lífsins. Hún var ekki nema nýfermd er hún missti móður sína, og föðuv sinn nokkr- um árum síðar. En hún var svo lánsöm að lenda á góðum heim- ilum, og kom hún sér alls staðar vel. Hún var hljóðlát kona og ekki gustmikil, en dugnaður, nægjusemi og góðvild voru henn- ar einkenni. Hún varð snemma iðjusöm, og handavinnuafköst hennar voru ótrúlega mikil, með hennar heimilisstörfum, sem oft á tíðum voru allmikil. Árið 1914 stofnaði hún heimili með Ágústi Jónssyni, ættuðum einnig úr Ól- afsvík. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík. Þau eign- uðust 7 börn, eru 4 á lífi, en þrí- buru misstu þau, alla nýfædda. Börn þeirra er upp komust eru öll myndar- og dugnaðarfólk. Ástrík móðir var hún alla tíð, og eftir að börn hennar urðu full- tíða og höfðu stofnað sín eigin heimili, leitaðist hún ávallt við að rétta þeim öllum sinn kær- leiksarm, alveg fram til hinztu stundar. Löngum voru efni þeirra Þórdisar og Ágústar heldur lítil, en það var frekar algengt hjá þeirri kynslóð, sem nú er óðum að hverfa. En Þórdís hafði lag á að láta litla peninga endast ó- trúlega vel með nægjusemi sinni og myndarskap. Eins og áður er Minningarorð á minnzt var hún hljóðlát kona, sem vann störf sín af dygð og í kyrrþey eins og svo margar al- þýðukonur hefur einkennt. Þess er oftast ekki getið sem skyldi, hversu miklu húsmóðirin afkast- ar. Fráfall Þórdísar, frænku minn- ar, kom mér á óvart þrátt fyrir það, að hún hafði átt við van- heilsu að stríða síðustu fjóra mánuðina. Ég á hálfbágt með að trúa því að hún sé horfin til strandarinnar ókunnu, þangað sem við förum öll, er kallið kem- ur. Ætíð munu mér verða minnis- stæðar komur minar til hennar, er ég sem unglingur oft heim- sótti hana í litla hreinlega húsið hennar. Þrátt fyrir annríki hafði hún ætíð tíma til að veita mér af móðurmildi sinni, og þó árin breyttu högum hennar var hún alltaf glöð bæði að heyra og sjá. Það er mikil blessun að kynnast duglegu og góðu fólki á lífsleið- inni. Þórdís var vel liðin af öll- um sem kynntust henni. Hún var dul í skapi, en vinur vina sinna. Minning hennar mun ætíð Sækja jólapóstinn GODTHAAB — í „Egedesminde11 vetraði óvenjusnemma í haust. íbúarnir þar hafa enn ekki-feng- ið jólapóstinn, en nú virðist vera að rætast úr þessu, því að ísinn er að brotna upp — og fyrsta skipið, sem siglt heíur þaðan síð- an í október, hélt á mánudaginn til Holsteinsborgar til þess m. a. að sækja jólapóstinn. SmjÖrið hleðsf upp til vandrœða á heimilunum ÓfærSin búin að valda bændum miklu Ijóni Borg, Miklaholtshreppi, 28. marz: IÞRJÁ DAGA hefur verið hér ágætisveður og þíðviðri. Snjó hefur leyst að mun og eru hagar komnir upp, sæmilegir fyrir sauðfé. Bændur eru allir vel birgir með hey ennþá, þiátt fyrir langvarandi innistöður sem ekki er þó séð fyrir lokin á. geymast hugljúf og björt í huga mínum. Ástvinum hennar öllum sendi ég mína innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hennar. Frænka. ★ JAPANSKUR maður að nafni Saburo Furukawa, hefur ritað Morgunblaðinu stutt bréf, þar sem hann kveðst hafa fengið mikinn áhuga á íslandi. — Tilefni þess var, segir hann, að fyrir nokkru var hann að lesa japanskt bókmenntatímarit. Sér hann þá allt í einu ljóðaþýðingar. Eru þar ljóð eftir einhvern mann frá íslandi, sem heitir Davíð Stefánsson. k Kveðst Saburo hafa hrifizt mjög af þessum ljóðum og til- nefnir hann sérstaklega eina ljóð línu, sem vakti hrifningu hans: ,,Hér hefur steinninn mannamál og moldin sál“. BTRJAB AB MOKA í gærdag var byrjað að moka þjóðveginn hér. Byrjað var á Vegamótum og rnokað áleiðis út á Snæíellsnesið og einnig að sunnanverðu áleiðis til Borgar- ness. Frá Borgarnesi er svo mok- að á móti til Vegamóta. Mestur snjórinn er á Mýrunum, svo bú- ast má við að vegurinn opnist ekki fyrr en í fyrsta lagi um helgina. Kerlingarskarð er al- ~k Saburu Furukawa kveðst ekki hafa vitað það áður, að á þessu eylandi, er ber svo kalt nafn, byggi þjóð, er dýrkaði fagr- ar listir með svo góðum árangri. k Nú segist hann endilega vilja fara að skrifast á við einhverja íslendinga, sem gætu í bréfunum sagt honum sögu lands og þjóð- ar, og frá þeim draumi fólksins, sem skáldskapurinn er. Hann kveðst vera 29 ára gamall og starfar við stórt verzlunarfyr- irtæki í Japan, en heimilisfang hans er: Saburo Furukawa, Yamanokuchi, Wakamatsu — Japan. ófært, og þess vegna ekki bílfært til Stykkishólms. VÖRUNUM DRETFT ME» ÝTUM OG SUEÐUM Enginn skortur hefur verið á vörum hér, vegna þess að þær hafa veíáð fluttar á ýtum upp í Kerlingarskarð, en þangað hafa þær verið sóttar á ýtum sem dregið hafa sleða og fluttar að Vegamótum. Dreifing á þeim hef- ur farið fram þaðan ýmist á snjó- bílum eða sleðum. FÓLK ORBHt) ÞREYTT Á EINANGRUNINNI Fólki hér í sveitinni er að von- um farið að leiðast einangrunin, því hvorki er bílfært innansveit- ar eða út úr henni. Póstferðir eru famar um það bil einu sinni í viku og bíður póstur því talsvert. SMJÖRTÐ HUEÐST UPP Mikið vandamál er það, a8 mjólk hefur ekki verið flutt héð- an í Borgarnes í tvo mánuði. —• Hefur mjólkin öll verið unnin heima. Smjör hefur verið gert á heimilunum og hleðst það upp heima og er óvíst um markað á þvi. Hafa bændur því orðið fyrir tilfinnanlegum. skaða daglega vegna samgönguleysÍBÍns. — P.P. Austur í Japan elskar hann Ijóðin hans Davíðs 9 LESBÓK BARNAN:!A LESBÓK BARNANNA $ blóm í hárinu. Fyrstir komu riddarar þeysandi inn á leikvanginn, með langar stengur til að stinga í nautið og erta það. Svo kom sjálfur nautabaninn og hneygði sig fyrir senorunum og senorítunum, sem köst- uðu til hans blómum. Og svo kom, — nautið. Veiztu hver það var? Það var Ferdinand hinn ógur- legi, sem allir voru hræddir við, bæði riddar- amir á hvítu hestunum Og sjálfur nautabaninn með rauðu kápuna á hand leggnum. Ferdinand hljóp inn á leikvanginn og allt fólkið æpti og hrópaði, því það bjóst við að hann myndi tryllast og ráðast á ridd- arana, hestana og nauta- banann. Þegar Ferdinand svip- aðist um, sá hann að ailar senoríturnar höfðu blóm í hárinu og loftið var þungt af angan. Hann settist makindalega nið- ur og teygaði að sér blómailminn. Hann lang- aði ekkert til að vera hræðilegur. £n það var eins og all- ir væru honum reiðir. Riddararnir, sem ekki fengu að þeysa á hvítu hestimum, nautabaninn, sem ekki fékk að leika listir sínar og fólkið, sem ekki fékk að sjá nautaat. Aumingja FeTdinand var með lítilli viðhöfn fluttur heim til sín aftur, þar sem hann liggur enn- þá undir korkeikinni sinni og teygar að sér angan blómanna. — Ráðningar á þrautum úr síðasta blaði Krnssgátan: Lárétt: 1. Hermann. 5. N. N. 8. B. P. 9. Selskip. 10. ís. 11. La. 14. Ásbyrgi. Lóðrétt: 1. Hansína. 2. R.R. 3. Ás. 4. Nappaði. 6. Nes. 7. B. 5. R. 8. Bíl. 12. B.B. 13. Úr. L.itla krossgátan: Lárétt: 1. Jón. Lóðrétt: 1. Jól. Stafaþrautin: Teitur, Alfreð Katrín, Arndis. Upphafsstafir: lóðrétt: TAKA. Aðrar þrautir: í orðinu tólf eru fjórir stafir. Séu tveir teknir af eru tveir eftir. Tainaþrautin: 999*7». Okkur langar til að skrifast á við drengi eða stúlkur á aldrinum 14— 16 ára og viljum því biðja þig að gera svo vel að birta nöfn okkar og heim- íiisföng. — Svo sendum við þér f slunafnavísu. Fyrri hlutinn er kven- mannsnöfn, en sá síðari karlmannsnöfn. H - - d -, S - - g -, H - 1 - -, D - s H - - g -, S - g - -, H - 1 - -, R . g - H - - g -, S - g - -, H - 1 - -, R - g . H - - k - -, G - n - -, A - - i, M - g - -. Við sendum þér líka krossgátu og vonum að hún sé rétt hjá okkur. bókstafur. 4. efni í band. 8. skógardýr. 11. bókstaf- ur 12. spyrja. 16. ár- mynni. 18. bókstafur. 19. til a ðsauma með. 22. upphrópun. Lóðrétt: 1. stúlkunafn. 2. sama og 3 lárétt. 6. kvelja. 7. bókstafur. 11. bæjarnafn. 14. bókstafur. 17. kom auga á. Vertu svo blessuð og sæl. — Þrjár skóiasystur. Þið þökkum skólasystr- unum þetta ágæta bréf og birtum hér nöfn þeirra og heimilisíöng. Sjálfsagt munu þeim berasi mörg bréf. Maria S. Sigurbjörnsd., Freyjug. 32, Sauðárkórk. íris D. Sigurjónsdéttir, Freyjug. 32, Sauðárkrók. t Kristín Ð. Hjaltadóttir, Freyjug. 19, Sauðárkrók. Kæra Lesbók. Ég ætla að senda þé’1 nokkrar skrýtlur: Hvað er öruggasta ráð til að koma í veg fyrir að mjólk súrni? Svar: Láta hana vera í kúnni. ★ Mamma: Þú springur, ef þú borðar meira. Nonni: Jæja, réttu mér þá tertuna og farðu svo frá! ★ Lítill drengur (hringir á skrifstofu pabba sínsj: Hvern tala ég við? Faðirinn (sem þekkir rödd sonarins) Vitrasta mann í heimi. Drengurxnn: Fyrirgefið, skakkt númer! ★ Svo þakka ég Lesbók- inn fyrir margar ánægju- stundir. Með kærri kveðju. Grettir. [Sl Þetta er skrítin mynd. Teiknarinn var að leika sér að því að setja alls konar skekkjur í mynd- ina, sem ekki fá með nokkru móti staðizt. Nú átt þú að reyna að finna sem flestar villur í myndinni, á sem skemmst Frímerkjaþáttur Úr sögui frímerkjanna. LLIR frímerkjasafnar- ar ættu að muna eftir ártalinu 1840. Enlending- ur, sem vann að póstmál- um, Rowland Hill að nafni, hafði nokkrum ár- um áður sett fram þá um tíma. Skrifaðu vill- urnar upp um leið og þú finnur þær. Alls eru þær um það bil 24. — Þú getur keppt við leik systkin þín og sá vinnur, sem finnur flestar villur á skemmstum tíma. hugmynd, að innleiða ætti sama burðargjald (1 penny) fyrir ÖU bréf, sem send væru með pósti inn- an Stóra-Bretlands, án tillits til þess, hvort bréf- in ættu að fara langt eða skammt. Skozki prentarinn, Jam- es ‘ Chalmers, stakk þá upp á þvi, að búin væru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.