Morgunblaðið - 30.03.1957, Page 19

Morgunblaðið - 30.03.1957, Page 19
Laugard. 30. marz 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 19 Öll fita hverfur á augabragði með freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfir- ferð og hin fituga panna er tandurhrein. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hreinsar öll óhreinindi. Hinar þrálétu fiturákir í vöskum og baðkerum hverfa. Pottar, pönnur, baðker, flisar og mál- aðir hlutir verða tandurhreinir. tandurhreint VIM ferð og flísagólfið verður v-.ví Ingibjörg Guðlaugsdöttir frá Sogni sjötug HAUSTIÐ 1920, þegar við hjónin fluttum til Vestmannaeyja og ég hóf þar læknisstarf mitt, vistað- ist til okkar frænka konu minn- ar, Ingibjörg Guðlaugsdóttir frá Sogni í Kjós. Varð það þegar eitt af verkum hennar að aðstoða mig við ýmsar aðgerðir í lækninga- stofu minni, einkum þar sem svæfingar var þörf. en flestar smærri aðgerðir varð þá að gera utan sjúkrahúss. Fór svo, að Ingi- björg varð brátt ágætur svæfari, var lipur við sjúklingana, lagin á að vinna sér traust þeirra og draga úr þeim ótta við svæfingu, sem algengur var þá, en það skiptir mjög miklu máli fyrir gagn svæfingar og líðan sjúklings að henni lokinni, að hann sé sem rólegastur og ókvíðnastur. Þegar tekið er undan eitt ár snemma á minni læknisævi, er ég dvaldi við framhaldsnám vestanhafs, hefur Ingibjörg verið klinikstúlka hjá mér æ síðan, eða rúmlega helming ævi sinnar, því að hún er sjötug í dag. Það eru orðin býsna mörg hundruð svæfingar, sem Ingi- björg hefur annazt fyrir mig eða með mér, ekki aðeins í lækninga stofunni, heldur og úti í praxis, t.d. við tangarfæðingur eða aðr- ar meiri háttar fæðingaraðgerðir en auk þess hefur hún annazt flestar svæfingar í sjúkrahúsinu hér á Blönduósi síðastliðin 23 ár. Þeir sjúklingar eru þá einnig orðnir margir, sem minnast hlý- legrar og öruggar framkomu Ingi bjargar, einmitt þegar þeir hafa haft slíks aðbúnaðar hvað mesta þörf. Mér þótti gaman að því, að eitt sinn á hernámsárunum að- stoðaði amerískur læknir mig við uppskurð, en hann hafði orð á þ’ví á eftir, að hann hefði aldrei séð svæfingu ganga rólegar fyr- ir sig en í það skiptið. Voru þó tilfæringar allar og útbúnað- ur að vonum miklu einfaldari en tíðkast í spítölum vestan hafs. Ingibjörg er af gömlu og góðu Kjósverjakyni, dóttir Guðlaugs Jakobssonar og Ragnhildar Guð- mundsdóttur, er lengi bjuggu í Sogni. Karlleggur Guðlaugs hafði búið þar í sveit frá því á 15. öld, en annars má rekja hann til Erlendar lögmanns sterka, sem með nokkrum líkum er talinn kominn í karllegg af Ingólfi Arn- arsyni. Er ætt þessi mjög fjöl- menn í Kjós og nærsveitum og norræn í útliti. Auk pess sem Ingibjörg Guð- laugsdóttir hefur verið klinik- stúlka og svafnir h;á mér síðan 1920, hefur hún verið þann tíma allan sem ein af fjölskyldunni. tekið sérstakri tryggð við börn okkar hjónanna og verið fóstra þeirra yngstu að nokkru leyti. Hún hefur tekið sér frí í tilefni sjötugsafmælisins og dvelur í dag hjá frændfólki sínu í Sogni. Þang að munu margir senda henni hlýj ar kveðjur og þakkir fyrir liðnu árin, en framar öllum höfum við, kona míii og ég, ástæðu til þess eftir óvenjulega langt og gott samstarf. P. V. G. Kolka. ★ ★ ★ MEÐAL kunnugra er hún venju- lega kölluð Imba. Hún er fædd að Sogni í Kjós 30. marz 1887, dóttir hjónanna Ragnhildar Guð- mundsdóttur og Guðlaugs Jakobs sonar. Bjuggu þau í Sogni allan sinn búskap, og komu upp stór- um barnahóp. Þegar Ingibjörg var komin á þann aldur að hún væri fær um að vinna fyrir sér fór hún til vandalausra, til góðs fólks. Fyrst fór hún að Bæ í Kjós, til hjónanna Olafar Gestsdóttur og Andrésar Ólafssonar er síðar var hreppstjóri á Neðra-Hálsi. Dvaldist hún þar í allmörg ár, á barnmörgu heimili þeirra hjóna, börnin orðin 11. Er þau fluttu að Neðra-Hálsi voru þau 13 orðin. Það gefur því auga leið, að snenuna kom það í hlut Ingi- kirkju að Reynivöllum. Oft dvel- ur hún um einhvern tíma á æskuheimili sínu hjá frændfólki sínu, sem þar býr nú, og þá um leið til þess að finna aðra frænd- ur og vini. Að enduðum þessum fáu lín- um, sendi ég þér, Ingibjörg mín, beztu afmælisósk og þakka þér gömul og góð kynni fyrr og síð- ar. Óska ég þér alls hins bezta á ókomnum árum. St. G. bjargar að sinna börnum, enda mun henni hafa verið það mjög að skapi. Lengst af hefur hún dvalið hjá læknishjónunum á Blönduósi, Páli Kolka og Guð- björgu konu hans, eða í full 30 ár og á hún þar heimili nú. Og hygg ég að svo muni áfram verða á meðan þeirra mætu hjóna nýt- ur við. Ekki hefir Ingibjörg fest ráð sitt, eða alið börn. Eigi að síður er það vitað, að hún hefir verið börnum sem bezta móðir og oft hefir hún tekið að sér móður- hlutverk frú Guðbjargar Kolka í fjarveru hennar frá heimili, eða í veikindaforföllum hennar. Oft mun hún vera búin að aðstoða Pál Kolka lækni við erfið læknis- störf hans, og mun hún uppskera verðskulduð laun fyrir. Ingibjörg ann æskusveit sinni, og hefir hún fyllilega sýnt það í verki, og þá sérstaklega í sam- bandi við sína gömlu sóknar- Láfin sæmdarkona - Hinn 26. marz sl. lézt að heimili sínu, Kirkjubóli í Langadal, Gíslalína Engilberts- dóttir, fyrrum húsfreyja þar, há- öldruð. Hafði hún átt við lang- varandi vanheilsu að stríða. Hún dvaldist hjá syni sínum, Stein- dóri Helgasyni, bónda á Kirkju- bóli. — Gíslalína var greindar- kona, fróð og minnug um fyrri tíma. — P. P. IMauðungaruppboð sem auglýst var í 6., 8., og 9. tbl. Lögbirtingablaðsins 1957 á hluta í Hæðargarði 40, hér í bæ, talinn eign Magnúsar Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gunnars Jónssonar hdl. og Árna Guðjónssonar hdl á eigninni sjálfri, miðviku- daginn 3. apríl 1957 kl. 2,30 síðdegis. ISABELLA KVENSOKKAR hafa náð svo miklum vinsældum hér á landi á skömmum iíma, að slíks eru fá dæmi, enda sameina þeir í ríkum mæli þá kosti, sem allar konur sækjast eftir: ENDINGU og ÚTLITSFEGURÐ. Af sokkunum eru 3 gerðir í mismunandi litum umbúðum: MARTA gular umbúðir MÍIMA grænar umbúðir MARIA , bláar umbúðir ÍSABELLA j Þessi tegund er sérstaklega gerð fyrir granna T fætur. Þunnir sokkar, sterkir og fallegir. Gerðir fyrir gildari fætur. Hafa mikla og varanlega teygju. Þunnir, endast lengi, fara vel. Þykkari solckar til allra daglegra starfa. — Fallegir, sterkir. Sokkarnir fullnægja ströngustu kröfum um útlits- fegurð og endingu. Fást í verzlunum um allt land. j-^ór&ur S)ueínóóon (s? ((o. l.^. FITAN HVERFUR FLJÓTAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.