Morgunblaðið - 30.03.1957, Side 20

Morgunblaðið - 30.03.1957, Side 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugard. 30. marz 195? A ustan Ee-síhis eftir John Steinbeck 1 « FYESTX HLUTI L KAFLI. 1. Salinas-dalurinn liggur í Norð- ur-Californíu. Hann er líkastur langri og þröngri lægð, eða dæld, á milU tveggja fjallgarða, og eftir honum miðjum liðast Salinas-fljót ið og fellur að lokum út í Monter- ey-flóann. Ég man eftir æskunöfnunum mínum á grastegundum og undar- legum blómum. Ég man hvar pödd umar áttu sér bólstaði og hvenær fuglarnir vöknuðu á vorin. Ég man eftir ilmi trjánna og árstíðanna. Og ég man eftir fólkinu, útliti þess og háttum. Ég man, að Gabilan-f jöllin, fyr- ir austan dalinn, voru ljós og björt fjöll, ginnandi full af dásemdum, sveipuð sólarljóma, þannig, að mann langaði til að klifra upp í sólhlýjar brekkur þess og hlíðar, næstum eins og upp í kjöltu ást- ríkrar móður. Þetta voru vinhýr fjöll, með brúnum grösum og blómlegum gróðri. í vestri gnæfðu Santa Luciu- fjöilin tiu himins og lokuðu daln- um, þeim megin er til hafsins sneri og þau voru myrk og skuggaleg útlits, óvingjamleg og hættuleg. Ég þjáðist sífellt af ótta við það, sem í vestri lá og unni hinu, sem í austri birtist. Ég veit ekki hvað þessu olli, en kannske var orsökin einfaldlega sú, að morgunninn birt ist yfir Gabilan-tindum og nótt- in kom úr hamraborgum Santa Luciu-fjalla. Vera má að upphaf og endalok hvers dags hafi þannig einkennt alla afstöðu mína til þess arra tveggja fjallgarða. Niður báðar hlíðar dalsins seytluðu litlir lækir eftir giljum og drögum og runnu út í Salinas- fljótið. 1 miklum haustrigningum urðu þeir að straumþungum og fossandi vatnsföllum, sem juku svo mjög vatnsmagn árinnar, að hún vall og freyddi út yfir bakka sína og þá varð máttur hennar ægilegur og eyðandi. Þá flæddi hún yfir ræktuð akurlönd og sóp- aði í burtu grösum og gróðri. Hún Hún bylti íbúðarhúsum og mann- virkjum, svo ekki stóð þar steinn yfir steini. Hún hreif með sér nautgripi, svín og önnur dýr, drekkti þeim í aurlitu forarvatn- inu og skolaði þeim til sævar. Þeg- ar svo loks hið síðkomna vor hélt innreið sína, minnkaði áin aftur og sandbakkamir komu í Ijós, að nýju. Og ásumrin rann áin alls ekki ofanjarðar. Einstaka lón og polar sáust þá niðri í djúpum leir- farveginum, undir bröttum bökk- um. Sef og gras festi rætur sín- ar aftur og hrískjarrið rétti sig SUÍltvarpiö □--------------------□ Þýðing: Sverrii Haraldsson □--------------------□ upp að nýju. Sumarsólin hrakti Salinas-fljótið af yfirborði jarðar. Það var hreint ekki neitt mikil- fenglegt vatnsfall, en það var eina áin, sem við áttum og þess vegna gortuðum við af því, hversu hættu legt það væri í vetrarrigningum og hve vatnslítið það væri á þurrkasumrum. Það er hægt að gorta af hverju sem vera skal, þeg ar maður á ekkert annað og því minna sem maður á, þeim mun hættara er manni kannske við að gorta. Botn Salinas-dalsins er flatur, vegna þess að hann var sævar- botn á löngum firði, endur fyrir löngu. Fyrrum var árósinn mynni þessa þrönga fjarðar. Eitt sinn gróf faðir minn fyrir brunni, seytj án km. ofar í dalnum. Á bornum kom þá fyrst upp mold, síðan möl og loks hvítur sjávarsandur með skeljum og leyfum hvalskíða. Sandlagið var tuttugu fet, en þar fyrir neðan kom svo aftur svart- ur moldarjarðvegur, með bútum af rauðviði, þessarri óeyðandi við- artegund, sem aidrei rotnar. Áð- ur en dalurinn varð að fjarðar- botni, hlýtur hann að hafa verið skógur. Og allt þetta hafði gerzt bókstaflega undir fótúm okkar. Hin breiða flatneskja dalsins lá undir frjómoldarlaginu, þykku og lífefnaríku, sem ekki þarfnaðist annars en ríkulegs vetrarregns, til þess að breytast í grösuga blóma- breiðu. Vorblómin, á votri gróðrar tíð, voru fegurri og f jölskrúðugri en orð fá lýst. Gervallur dalbotn- inn og lægri ásarnir voru þá bók- staflega þaktir lúpínum og val- múa. Eitt sinn sagði mér það kona nokkur, að marglit blóm sýndust enn litskrúðugri en ella, ef sett væru nokkur hvít blóm á meðal þeirra, til þess að auka fjölbreytn ina. Sérhv. blátt lúpínu-krónublað var bryddað með hvítu, þannig að lúpínubreiða er blárri en nokkur fær skynjað. Og inn á milli lúpín- anna stakk einn og einn Californíu valmúi upp kollinum. Þeir hafa skæran lit, ekki eins og glóaldin, ekki eins og gull, en ef hreint gull væri fljótandi og ef hægt væri að þeyta það í froðu, þá myndi hin gullna froða iíkjast valmúanum á litinn. Þegar þeir höfðu fellt blóm in, kom guli mustarðurinn til sög- unnar og varð hár og beinvaxinn. Er afi minn kom fyrst í dalinn, var mustarðurinn svo hávaxinn, að ríðandi maður bar aðeins höf- uðið yfir hin gulu blóm. Uppi í hlíðadrögunum uxu holtasóleyjar, eilífðarblóm og dag- og náttfjólur. Og er sumri tók að halla, komu þar upp rauðir og gullnir runnar af indverskum sýring. Þessi voru þau blóm, er uxu á bersvæði í brennandi sólar- hitanum. Undir limi græn-eikanna, í skugga og hálfrökkri, þroskuðust Maríujurtir, sem anga svo dásam- lega og mosavaxnar grundirnar meðfram hlíðadrögunum voru þakt ar burknum og Maríustakk. Auk þessa gróðurs uxu þar einnig lítil klukkublóm, sem líktust örsmáum ljóskerum, fagurhvít, ótrfilega falleg og svo sjaldséð og dularfull, að barn, sem fann eitt slíkt, naut fundargleðinnar þann dag til enda. Þegar kom fram í júní, felldu blómin fræ og urðu móbrún á lit- inn, en hæðimar fengu á sig lit- blæ, sem ekki var brúnn, heldur gylltur, safrangulur og rauður, ólýsanlegur litur. Og eftir það, allt til næsta regntíma, þomaði jörðin og lækirnir hljóðnuðu og hurfu. Sprungur komu i ljós á sléttum grundunum. Salinas-fljótið lækk- aði og hvarf niður í sandinn. Vind urinn blés niður dalinn og feykti með sér ryki og straum og jókst eftir því sem nær dró ströndinni. Um kvöldið lægði hann. Þetta var nístandi, bitur vinudr og mann sveið í andlitið undan rykinu og sandkornunum, sem hann bar með sér. Menn, sem á jörðunum störf- uðu, notuðu þéttlæg gleraugu og bundu klúta fyrir vitin, til þess að forðast sandinn. Jarðvegurinn í botni dalsins var þykkur og frjósamur, en í hlíðun- um var moldarlagið örþunnt og malarborið og því ofar sem kom, þeim mun hrjóstugra varð landið og grýttara, unz við tók þurr kisil- möl, sem endurvarpaði brennandi sólargeislunum. Ég hef nú rætt um hin frjósömu ár, þegar regnið var nægilegt. En það komu líka þurrkaár og þau hvíldu eins og mara yfir dalnum. Það gátu komið fimm til sex undra verð regnár, þegar úrkoman nam nítján til tuttugu þumlungum og allur dalurinn var vafinn þéttu, safaríku grasi. Svo komu sex til sjö góð-ár með úrkomu, sem náði tólf til sextán þumlungum. En þá hófust þurrkarnir og stundúm náði úrkoman ekki sjö þumlung- um. Jörðin skrælnaði af þurrki og gróður hennar var aðeins renglulegar grasnálar, sem gægð- ust upp úr moldinni og berir bruna blettir komu í ljós víðs vegar um dalinn. Ekrurnar skrælnuðu og lyngið bliknaði. Jörðin sprakk og uppspretturnar þornuðu, en naut- gripir og svín jöpluðu þurr sprek og kvisti. Þá hryllti bændur og jarðeigendur við Salinas-dalnum. Kýrnar urðu horaðar og stundum drápust þær úr sulti. Fólk varð að aka drykkjarvatninu í tunnum heim til sín. Nokkrar fjölskyldur seldu jarðir sínar fyrir gjafverð og fluttu búferlum úr dalnum. Og það brást ekki, að á þurrkatímun- um gleymdu menn góðu árunum og á regnárunum gleymdust þurrkatímarnir. Þetta var óbreyt- anlegt lögmál. „Iðnaðarhúsnæði44 ásamt verzlunarplássi ea. 100 ferm., rétt við Laugaveginn er til leigu fyrir léttan, þrifalegan og hávaðalausan iðnað. Tilboð merkt: „Iðnaður — 2478“ sendist blaðinu fyrir 5. apríl með upplýsingum um hverskonar iðnað er að ræða. Fyrirframgreiðsla. Bólstruð húsgögn í miklu úrvali. — Verð frá kr. 5.150,00 settið. Bókahillur, kommóður, skrifborð o.fl. Húsgagnaverzlun GUNNARS MEKKINÓSSONAR Laugavegi 6f — Sími 7950 Afvinna Stórt firma vantar stúlku vana bréfritun á ensku og dönsku. Hraðritunarkunnátta æskileg. — Tilboð merkt Vön — 2484 sendist afgr. Mbl. fyrir 5. apríl n.k. Ámokstursvélskófla eða skurðgrafa óskast. — Helzt Brestmann. Upplýsingar í síma 1909. Skreytið sunnudágsborðið með ódýrum blómum frá okkur Blóm & Ávextir Sama hvor raksturinn er PALMOLIVE veitir yður frábœran rakstur Laugardagur 30. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimili og skóli: Heimanám barna (Páll S. Pálsson hæstaréttarlögmaður). — 16.30 Veðurfregnir. — Endurtek- ið efni. 18,00 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarpssaga barnanna: — „Steini í Ásdal“ eftir Jón Björns- son; VIII., (Kristján Gunnarsson, yfirkennari). 18,55 Tónleikar (plötur). 20,20 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur: „Það er aldrei að vita“ eftir Bernard Shaw, í þýð- ingu Einars Braga Sigurðssonar. Leikstjóri: Gunnar R. Hansen. 22,25 Passíusálmur (36). 22,35 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrár lok. — •*« «J» *l* •> ♦> <* *!• *v» í *Z* •> •!* MAKKUS Eftir Ed Dodd •> ♦♦♦ ♦*♦ ♦> •>'♦ •:• 1) — Þarna náðum við honum. I 2) — Hann hefur stolið bak- Þessu óargadýri. | poka einhvers. 3) — Heyrðu, þetta er bakpok- 1 inn hans Láka. Svo að Láki getw I ekki verið langt í burtu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.