Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.1957, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 9. aprfl 1957 Ásgeir Ásgeirsson, forseti, E. Christiansen, Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra og forsetafrúin. Forseti Islands i Kastrup-flughöfn Engin Bulganin-hréf og engin flugskeyti sagði utanríkisr'áðherra t blaðaviðfali ASGEIR ÁSGEIRSSON forseti fslands kom til Kastrup-flughafn- ar i Kaupmannahöfn s. I. laugardag á leið sinni héðan til Rómar, þar sem forsetahjónin munu dvelja í mánaðartíma. Berl- ingske Tidende birtir á sunnudag frásögn af komu forsetahjónanna en þau stóðu að'eins mjög stutt við. Er farið eftir þeirri frásögn hér. f flughöfninni komu ýmsir til móts við forsetahjónin og voru þar á meðal Ernst Christiansen varautanríkisráðherra og kona hans, Sigurður Nordal sendi- herra, Bolt Jörgensen sendiherra, Weiböl skrifstofustjóri hjá flug- umferðarstjórninni og Birgir Þórhallsson, skrifstofustjóri Flug félags fslands í Kaupmannahöfn en forsetahjónin ferðuðust með einni af vélum félagsins. Einnig voru ýmsir vinir forsetahjónanna og íslendingar í Kaupmannahöfn viðstaddir. VIÐTAL VIÐ FORSETANN Blaðamenn spurðu forsetann margs, m. a. um utanrikismál íslands. í því sambandi sagði forsetinn m. a.: „Eins og veröldin er í dag get- ur enginn einangrað sig, og ekki heldur fsland. Það er misskiln- ingur ef menn halda að íslend- ingar hafi yfirvegað að ganga úr NATO. Við liggjum miðja vegu í Miðjarðarhafi lýðræðis- ins — í miðju Atlantshafi á leið- inni milli tveggja heimsálfa, sem þurfa að vinna saman að mál- stað lýðræðisins. Þess vegna get- um við íslendingar ekki staðíð fyrir utan“. Að öðru leyti vísaði forsetinn til Guðmundar f. Guðmundsson- ar utanríkisráðherra, sem einnig var til staðar, um allar spurning- ar varðandi stjórnmál og dundu þá spumingar yfir ráðherrann. UTANRÍKISRÁÐHERRA SVARAR — Var um það rætt að ísland segði sig úr NATO? — Nei, svarar utanríkisráðherr ann. Rætt var um endurskoðun á varnarsamningum við Banda- ríkin. En heimsástandið, eins og það hefur lýst sér í þróun síð- ustu tíma, gerði að engu óskirn- ar um slíka endurskoðun. Varn- arsamningurinn gildir áfram eins og áður. — Fyrir langa framtíð? — í samræmi við samninga. — Er um það rætt að koma fjarstýrðum flugskeytum fyrir á íslandi? — Um það hefur ekki verið rætt og það hefur heldur ekki komið fram í sambandi við fyrri umræður. — En geta Bandaríkjamenn samkvæmt gildandi varnarsamn- ingi og án samþykkis íslendinga, komið fjarstýrðum kjarnorku- vopnum fyrir á íslenzkri grund. — Nei, það er útilokað. En um það hefur ekki verið rætt, í neinu formi. — Hefur ísland fengið hréf að austan? — Nei, við höfum engin hréf fengið svipuð þeim, sem send hafa verið til Noregs og Dan- merkur. — Hvað lízt fslendingum um Evrópu-áætlunina? — Við höfum sent fulltrúa, sem raunar er sonur forsetans, til Parísar til að kynna sér þessi mál og þá sérstaklega með hlið- sjón af þýðingu þeirra fyrir ís- land. Síðan var ráðherrann spurður um íslenzk efnahagsmál og ut- anríkisráðherrafundinn í Helsing fors og loks beindu blaðamenn nokkrum almennum spurningum til forsetans. M'arkos hershöiðintfi kemur aftur tram á sjónarsviðið í NEUES DEUTSCHLAND, málgagni austur-þýzku stjórn- arinnar, birtist nýlega lítil og sakleysisleg fréttatilkynning á þá leið að maður nokkur að nafni Markos Vafiades hefði verið kjörinn í 7 manna mið- stjóm hins ólöglega gríska kommúnistaflokks. ★ Hvar þessi miðstjórn hefur að- setur veit enginn, en búseta henn ar er vafalaust í einhverju Aust- ur-Evrópulandanna. Hitt þykjast menn þekkja, að Markos Vafiades sé enginn annar en hínn alræmdi Markos hers- höfðingi, sem á fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina stjórnaði miklum uppreisnarher kommún- ista í fjöllunum í Norður-Grikk- landi. Nafn hans hefur legið í þagn- argildi síðan 1949, þegar hvert ólánið eftir annað elti hann. — Fyrst það að Papagos hershöfð- ingi skipulagði gríska stjórnar- herinn með bandariskri aðstoð og hóf öfluga sókn gegn kommún- istum. Þá hitt, að félagar Mark- osar í sjálfum kommúnistaflokkn um sviku hann. Var það einmitt um sama leyti og ágreiningurinn varð milli Títós og Stalins. — Markos var „þjóðlegur" komm- únisti og vinur Títós, en aðrir æðstu menn gríska kommúnista- flokksins voru strangtrúaðir Moskvu-línumenn. Þeir hlýddu fyrirmælum frá Moskvu um að bola Markosi frá völdum. Síðan er lítið vitað um örlög hans, nema hvað lausafregnir hermdu að hann væri í Póllandi. Ekki hafa vestrænir fréttamenn þó get- að staðfest það, enda þótt fréttir frá Póllandi hafi verið tiltölu- lega frjálsar upp á síðkastið. Markos stendur nú á fimmtugu. Það er von að Grikkir spyrji með nokkrum beig, hvað kosning hans í miðstjórnina tákni. Þeir minn- ast enn grimmilegra aðgerða í uppreisn kommúnista, þegar skæruliðasveitirnar lögðu heil héruð í rústir. Gengið var skipu- lega á byggðina, bæir brenndir og rændir, fullorðnum stytt líf en börn og unglingar fluttir með valdi á brott til uppeldis í sósíal- ískum anda. ★ Getur það hugsazt, að griskir kommúnistar ætli enn á ný að hefja vopnaða uppreisn? Slíkt er ótrúlegt, segja menn. Er ljóst á síðari árum, að komm- únistum hefur þorrið fylgi í Grikklandi og jafnvel fylgis- menn þeirra fengjust vart til að hefja hina gömlu „heljarslóðar- orrustu.“ ★ Kommúnistaflokkurinn er bannaður í Grikklandi. Það hef- ur þó ekki komið í veg fyrir, að Markos Vafiades. ýmsir fylgjendur hans sigli und- ir öðrum merkjum og ltom- ist til áhrifa og valda. Álitið er, að laumukommúnistar hafi eink- um troðið sér inn i Kýpur-hreyf- inguna, sem berst fyrir samein- ingu Kýpur-eyjar við heima- landið. Hreyfingin hefur borið á sér svipmót æsingastefnu og hafa fylgismenn allra flokka í henni verið jafnsekir um það. En svo bar við, skömmu áður en Markos fékk uppreisn i kommúnistaflokknum, að til á- greinings kom í Kýpur-hreyfing- unni. Gríska stjórnin hefur beygt inn á sáttaleið við Breta og fylgja henni flestir stjórn- málaflokkarnir, nema vinstri- flokkarnir, þar sem laumukomm- únistar hafa töglin og hagldirnar. ★ Má vera, að kosning Markosar í miðstjórnina standi í sambandi við breytingar þær sem orðið hafa í Kýpur-hreyfingunni. Telja kommúnistar sér e.t.v. vænlegt, að hella sem mestri olíu í Kýpur- glæðurnar í þeirri von að þá skapist e.t.v. að nýju tækifæri fyrir Markos hershöfðingja og fleiri hans líka. Kvikmyndir: „Stjarnan“ í Nýja Bíói AMERÍSKIR kvikmyndaframleið endur virðast upp á síðkastið beina mjög athygli sinni að lífi og starfi leikenda, bæði innan og utan kvikmyndaveranna og sækja þangað efni í myndir sín- ar. — Kvikmyndin „Stjarnan", sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir, er þriðja myndin af þessu tagi, sem sýnd er hér í bæ um sama leyti að heita má (hinar: „Stjarnan er fædd“ og „Kát og kærulaus"). „Stjarnan“ er allefnismikil mynd og þar tekið til meðferðar viðfangsefni, sem vafalaust á sér mörg dæmi í kvikmyndaheimin- um. — Kvikmyndastjarnan Mar- garet Elliot hefur um langt skeið verið mjög dáð, en nú eru vin- sældir hennar í rénun, enda er hún tekin að reskjast. — Leik- konan neitar að horfast í augu við þessa staðreynd og því fær hún ekki skilið að hún fær ekki lengur hlutverk ungra kvenna. shrifar úr dagiega lifinu Aaðfaranótt mánudags efndi Félag ísl. einsöngvara til mik illar skemmtunar, sem það kall- ar Syngjandi páskar. Glaðir páskar. KOM það upp svipaðri skemmt- un í fyrravetur skömmu fyrir páska. Ég var einn af gestunum á skemmtuninni að þessu sinni, og vildi nota hér tækifærið til þess að benda fólki á að þarna er um hina beztu skemmtun að ræða. Auðvitað er skilyrðið að menn hafi gaman af söng. Fyrir sjálfum mér rann þetta kvöld sú stað- reynd betur upp en oft áður, hví- lík dásemdargjöf tónlistin er og hve mjög hún getur lyft andan- um á æðra svið og gert manninn hamingjusaman, og dagana sæla. Það er alkunn staðreynd um klass iska tónlist, en það á líka við um létta tónlist og það fann maður svo greinilega á þessari skemmt- un íslenzkra einsöngvara. Merk tillaga. KOMIN er fram á Alþingi til- laga frá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum og víðar um, að framkvæmd verði athugun á því hvernig ungir menn verði örvaðir til sjo- mennsku, svo og um skólaskip. Þetta finnst mér merk tillaga. Ég minnist þess að í vetur lagði ég eitt sinn leið mína upp í Gagn- fræðaskóla verknámsins og átti þar viðtal við skólastjórann Magn ús Jónsson. Hann sagði mér frá því, að undanfarin 5—6 ár hefði verið rekin sjóvinnudeild við skól ann, þar sem ungum piltum hefði verið kennt sitt hvað til sjó- mennsku. En í haust brá svo við, að enginn piltur kom og lét inn- ritast í þessa deild, með þeim af- leiðingum að hún starfar ekkj við skólann í vetur. Þetta eru ískyggi legar fregnir. Illa er komið fyrir fiskveiðaþjóð, ef enginn fæst á bá' ana, ef enginn vill sigla. Áður fyrr vildu þó íslendingar svo sannarlega sigla. Nú er svo komið, að fimmti hluti allra manna á fiskibátun- um eru útlendingar, eða yfir 1000 Færeyingar. Ef þessu heldur á- fram verða allir íslendipgar komnir á þurrt áður en langt um líður. Þá verður þeim farið sem Rómverjum er neituðu að vinna, en um leið hnignaði ríki þeirra og liðaðist að lokum í sundur. Tillaga flutningsmanna er sú, að hér verði komið upp skólaskipi til þjálfunar fyrir unga menn, sem vilja gerast sjómenn. Það er skynsamleg tillaga og verð fram- kvæmdar. Örlátt er ríkið! ÍTIOGARASJÓMAÐUR utan af landi mun fara héðan á næst- unni til Dr. Busch í Kaupmanna- höfn. Sjómaður þessi slasaðist við vinnu um borð í togara þann 5. apríl 1955. Brotnaði höfuðkúpan og ma heita, að hann hafi verið algjör öryrki síðan slysið vildi til. Hann er giftur og á sex börn, það elzta fætt 1944. í þessu sambandi er athyglis- vérðast, að á þessum tveimur ár- um nema greiðslur til hans skv. reglum Tryggingastofnunar rikis- ins alls kr. 23.000,00, en stofnunin hefir auk þess greitt til annarra sjúkrakostnað að fjárupphæð kr. 5.000,00. Þegar hann nú þarf að fara til Danmerkur, þar sem læknar telja helzt batavon fyrir hann, getur hann e.t.v. átt von á 2000 kr. ferðastyrk frá Trygging- arstofnun ríkisins, en fargjöldin ein fyrir hann og nauðsynlegan fylgdarmann hans kosta rúmlega kr. 6000. Veldur þetta henni miklum von- brigðum og sárri gremju og hún berst örvæntingarfullri og von. lausri baráttu til þess að halda fyrri stöðu sinni sem hin mikla kvikmyndastjarna. Er sú barátta hennar átakamikil en árangurs- laus. Hún verður fjárþrota og margir aðrir örðugleikar verða á vegi hennar svo að við liggur að hún láti bugast og hverfi inn í skuggalíf stórborgarinnar. En þetta fer þó öðru vísi en á horfist fyrir drengilega framkomu ungs manns, Jim Johannson, sem hún hefur eitt sinn hjálpað. Þessi ungi maður ann henni af heilum hug og hjá honum fær hún at- hvarf í fátækt sinni og raunum. — Að lokum verður leikkonunni það Ijóst, að hún, eins og aðrir, verður að lúta því lögmáli, að eldast og víkja í listinni fyrir þeim sem yngri eru. Fer því allt vel að lokum. Hún og Jim Johann son og dóttir hennar ung, -,em hún átti með fráskildum manni sínum, hefja saman gönguna út í hið heilbrigða líf veruleikans. Mynd þessi er alláhrifarík einkum þó fyrir frábæran leik hinnar gáfuðu og mikilhæfu leik- konu Bette Davis. Aðrir leikend- ur fara einnig vel með hlutverk sín. — Myndatakan er mjög góð og hið sama er að segja um hlut leikstjórans Stuarts Heilers. Ego. Félag búsáhalda- og járnvörukaupm. AÐALFUNDUR Félags búsá- halda- og járnvörukaupmanna var haldinn 4. apríl. Björn Guðmundsson var endur kjörinn formaður. Páll Sæmundj son og Sigurður Kjartansson, sem verið hafa í stjórn félagsins í fjölda ára báðust eindregið und- an endurkosningu og þökkuðu fundarmenn þeim mikið starf I þágu stéttarinnar. Páll Jóhannsson og Sigurður Kjartansson voru kjörnir með- stjórnendur og í varastjórn voru kosnir Hannes Þorsteinsson og Jón Þórðarson. Endurskoðend- ur voru kosnir Jón Þórðarson og Kristinn Einarsson. Aðalfulltrúi í stjórn Sambanda smásöluverzlana var endurkjör- inn Eggert Gíslason og Jón Guð- mundsson til vara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.